Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 1
Kjötidnaöarmenn: 2-3 MÁNAÐA SALA AF HEIMASLÁTRUÐU KJÖTI Allt aö 1.000 tonn afkindakjöti og 250 tonn af nauta- kjöti á svörtum markaöi? Sveitarfélögin: RÍKIÐ SKULDAR YFIR MILLJARÐ Ríkið skuldar nú sveitar- félögunum um 1,2 millj- arða króna vegna þátttöku þess i byggingu dagvistar- heimila, grunnskóla, íþróttamannvirkja og fé- lagsheimila. Þar af um 800 milljónir vegna grunn- skóla, 155 milljónir vegna dagvistarheimila, 230 milljónir vegna íþrótta- mannvirkja og 60 milljón- ir vegna félagsheimila. Á alþingi í gær kom fram að hjá menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, að reglu- gerð um kostnaðaruppgjör milli ríkissjóðs og sveitarfé- laga vegna sameiginlegra verkefna væri væntanleg fyr- ir miðjan þennan mánuð en Birgir ísleifur Gunnarsson hafði borið fram fyrirspurn þessa efnis. Kjötiðnaðarmenn hafa orðið varir við að tals- vert sé um heimaslátrað kinda- og nautakjöt á markaðinum um þessar mundir og samkvæmt áætlun þeirra má reikna með að heimaslátrað kjöt nemi nú allt að 2-3 mánaða sölu eða hátt í 10% af heildarfram- leiðslunni eins og hún er samkvæmt opinberum tölum. Þá er talið um leið að smygl á kjöti hafi færst mjög í aukana og áætla kjötiðnaðarmenn t.d. að smygluð skinka samsvari um 10% af framleiðslunni hér á landi. Þessar áætlanir kjötiðn- aðarmanna staðfesti Arn- þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra kjötiðnaðarmanna, í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Það er talið meðal kjöt- iðnaðarmanna að . heima- slátrað kinda og nautakjöt nemi nú allt að því 2-3 mán- aða sölu, en á hinn bóginn veit þetta enginn með vissu. Það eru uppi gifur- lega miklar upphringingar til kjötiðnaðarmanna frá fólki sem vill láta skera fyr- ir sig heimaslátrað og aug- Ijóslega um gífurlegt magn að ræða. Þetta hefur áður verið til staðar, en er að aukast, kannski sérstaklega í ljósi þess að bændur fá ekki greitt fyrir slátrun um- fram kvóta, en þurfa samt að borga sláturkostnað af umframkjöti. Við áætlum að heimaslátraða kjötið samsvari hátt í 10% af heildarframleiðslunni", sagði Arnþór. Heildarframleiðslan á kindakjöti nam á síðustu sláturvertíð 10.543 tonnum og heiidarframleiðslan á nautakjöti 2.618 tonnum. Miðað við áætlanir kjötiðn- aðarmanna gæti heima- slátrað kindakjöt því numið um 900-1.000 tonnum og nautakjöt um 250-260 tonnum. Vitað er að bænd- ur tóku heim til sín 279 tonn af kindakjöti í fyrra frá sláturhúsunum, kjöt um- fram kvóta sem þeir fengu ekki greitt fyrir. Þegar Alþýðublaðið bar þessar áætlanir undir Ólaf Torfason hjá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins taldi hann ómögulegt að þær gætu staðist. „Það er hugsanlega talsvert slátrað heima til heimabrúks, en salan virðist ekki vera mikil og flestir slátra í húsunum. Það er engin ástæða til að ætla annað en að um sára- lítið brot sé að ræða" sagði Ólafur. Jón Baldvin Hannibalsson í Ungverjalandi: Formleg aðild Ungverja að EFTA ekki á dagskrá Margrét Þorvaldsdóttir, formaöur hinna nýju samtaka, í dalnum umdeilda. A-mynd/E.ÓI. Samtök um Fossvogsdalinn: Líf í stað hraðbrautar Jón Baldvin Hannibals- son segir að EFTA ríki hafi þegar gert allt sem þau geti fyrir Ungverja í við- skiptalegu tilliti, eins og málum er háttað í dag. Jón er nú í opinberri heim- sókn í Ungverjalandi og hefur átt viðræður við alla helstu ráðamenn landsins. Ungverjar sækja það stíft að taka upp formlegt sam- starf við EFTA ríkin og treysta þar með tengsl sín við ríki Vestur-Evrópu. Jón Baldvin segir að þró- un mála í Ungverjalandi í næstu framtíð verði að ráða gangi þessa máls. Langflestar ríkisauglýs- ingar falla í hlut Morgun- blaðsins. Um helmingur af tekjum dagblaða af opin- berum auglýsingum renn- ur til Morgunblaðsins. Tekjur Morgunblaðsins af ríkisauglýsingum munu nema rúmum 25 milljón- um króna á þessu ári. Hin dagblöðin hafa á bilinu 5- 6.5 milljónir kr. í tekjur af birtingu opinberra auglýs- inga en minnst fær Dagur á Að sögn Jóns Baldvins hafa EFTA ríkin öll þegar tekið ákvörðun um að veita Ung- verjum tollafríðindi. Hinsveg- ar sé enn ekki hægt að ræða um formlega aðild þeirra að EFTA, þar sem slik aðild myndi kalla á skuldbindingar af hálfu Ungverja sem ekki sé Ijóst hvort þeim takist að upp- fylla. Það er að aflétta öllum ríkisstyrkjum af framleiðslu- greinum og taka upp mark- aðskerfi sem sjálft sér um alla verðmyndun án íhlutunar stjórnvalda. Aðild Ungverja að Come- con (Efnahagsbandalagi Austur-Evrópuríkja) stendur Akureyri eða um 3.5 milljónir kr. á þessu ári. Hinn mikli mismunur á tekjum Morgun- blaðsins á opinberum auglýs- ingum annars vegar og tekj- um hinna dagblaðanna af sömu auglýsingum hins veg- ar, liggur ekki síst í þeirri þró- un að auglýsingastofur hafa tekið æ meira yfir gerð við- skiptaauglýsinga fyrir ríkið og ákveða í hvaða blöðum þær birtast og hve oft. Sjá fréttaskýringu bls. 3. sömuleiðis í veginum fyrir aðild þeirra að EFTA. Jón Baldvin segir að Ungverjar fari ákaflega varlega í að tala um að segja sig úr lögum við Comecon, af utanríkispólit- ískum aðstæðum. Hinsvegar hafi þeir gert það Ijóst að þeir telji sig ekki njóta sanngirni innan Comecon og að þeir hafi tapað umtalsverðu fé á viðskiptum sínum innan þess. Á fundum sínum með Jóni Baldvin hafa leiðtogar Ung- verjalands rökstutt nánar er- indi sitt til EFTA um nánara samstarf á formlegum grunni. Tilgangur Ungverja er fyrst og fremst sá að bind- ast Vestur-Evrópu þeim böndum að ekki verði aftur snúið þó svo fari að þróunin annarsstaðar í Austur-Evrópu verði önnur en nú er helst bú- ið við. Næsta skref viðræðna Ung- verja við EFTA verður að að- alframkvæmdastjóri EFTA mun búa málið til formlegrar umfjöllunar á vegum EFTA og að sögn Jóns Baldvins verður það rætt á ráðherra- fundi bandalagsins 11.—-12. desember nk. Ungverjum hefur hinsvegar verið gert Ijóst að þeir verði að eiga tví- hliða viðræður við allar ríkis- stjórnirnar innan EFTA þar sem ákvarðanataka innan bandalagsins er ekki í hönd- um yfirþjóðlegs valds eins og innan EB í fyrrakvöld voru stofn- uð samtök um „Líf í Foss- vogsdal". Samtök þessi hyggjast m.a. sætta ólík sjónarmið um nýtingu dalsins og koma í veg fyrir þá mannvirkjasmíð sem rýrir gildi hans sem úti- vistarsvæðis. Að sögn aðstandenda sam- takanna, standa alls um 300 manns að baki þessum sam- tökum en á stofnfundinn sem haldinn var í safnaðarheimili Bústaðakirkju mættu yfir 100 manns. Á fundinum ræddi Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor um þau ólíku sjónarmið sem uppi eru um nýtingu Fossvogsdals og Jón- as Elíasson, prófessor skýrði frá rannsóknum sem Háskóla fslands hefur verið falið að gera varðandi framtíð dals- ins, m.a. með tilliti til hugsan- legrar hraðbrautar, lífríkis og mengunar í dalnum. Samtökin telja að framtíð Fossvogsdals sé sameiginlegt mál allra íbúa á höfuðborgar- svæðinu, enda sé dalurinn „eina mögulega tenging órofa útivistarsvæðis frá „fjöru til fjalls" á miðju höfuð- borgarsvæðinu", eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá samtökunum. Formaður samtakanna var kjörin Margrét Þorvaldsdóttir, blaðamaður. MORGUNBLAÐIÐÁ RÍKISSPENANUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.