Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 3. nóv. 1989 MÞBUBLMÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Flákon Flákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 68186& Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. BLÁSIÐ TIL SÓKNAR Sveitarstjórnarkosningar eru ekki langt undan. Stjórnmála- flokkar eru þegar farnir aö undirbúa slaginn sem verður í vor. Um áramót skipta ríki og sveitarfélög meö sér verkum aö nýju. Vafa- laust mun róöur lítilla sveitarfélaga þyngjast þar sem gert er ráö fyrir að sjálfræði sveitarstjórna aukist til muna en um leið veröi meira lagt á þau. í kjölfar lagabreytingarinnar mun samstarf sveitarstjórna aukast til muna, þar sem framvegis verður þeim gert að taka á sig margt af því sem ríkið hefur haft forsjá um fram að þessu. Alþýðuflokkurinn vann glæsta sigra í síðustu sveitarstjórnar- kosningum og fer víða með gott vegarnesti í baráttuna sem er framundan. Nefna má bæi sem Hafnarfjörð Keflavík og Kópavog, þar sem flokkurinn hefur haft frumkvæði að fjölmörgum um- bótamálum á atvinnu- og félagssviði. Þar sem annars staðar þar sem ahrifa alþýðuflokksfólks gætir verulega er fjölskyldan í fyrir- rúmi. Það kemur því ekki á óvart að mikill uppgangur er á þeim stöðum og þangað flykkist fólk meðal annars úr Reykjavík. Fé- lagsleg þjónusta er allt önnur og betri í þessum nágrannabæjum en í höfuðborginni. Á sama tíma og höfuðborgarstjórinn og hans lið gleðjast yfir hátimbruðum ráðhöllum og stjórna með oflát- ungshætti, hafa forsvarsmenn sunnan Raykjavíkur einbeitt sér að því að greiða götu fjölskyldna með markvissri uppbygging skóla og dagheimila og aðstoð við fyrirtæki. A landsvísu hefur félagsstarf verið blómlegt í miðstöð jafnaðar- hreyfingarinnar í gamla Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður í útgáfu- og kynningarmál, og í gær leit dagsins Ijós fréttabréf Alþýðuflokks í nýjum búningi. Af lestri þess má sjá að bjartsýni ríkir í herbúðum krata. Stefna flokksins hefur um tíma ekki átt nógu mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar, en það á sínar skýringar. Leiðarahöfundur Flokkstíð- inda Alþýðuflokksins segir um það m.a.: „Varnarstaðan er ekki eftirsóknarverð í stjórnmálum. Það er eðli stjórnmálanna að sækja fram á við. Þetta hefur Alþýðuflokkurinn gert meir en aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar. Það eru jafnaðarmenn sem hafa lagt grunninn að flestum stærstu umbótamálum í lýðveldissögunni. Það eru alþýðuflokksmenn sem fyrst hafa reifað gagngerari breytingar og boðað nýja hugsun. Að sama skapi eru það fyrst og fremst alþýöuflokksmenn sem hrundið hafa umbótamálun- um í framkvæmd í sfðustu ríkisstjómum. €ngu að síður er Al- þýðuflokkurinn sem mátt hefur þola miskunnarlausustu gagn- rýnina og dómhart almenningsálitið." !Það hefur gustað um Alþýðuflokkmn á síðustu árum. Það hafa verið farnar nýjar leiðir á ýmsum sviðum sem hafa ekki að öllu fallið að gamalli línu. Framundan eru breyttir tímar. Það eru spennandi tímar. Rokkurinn þarf á öllum kröftum að halda. Um þessar mundir eru að hefjast skipulegar umræður um stefnu flokksins. Nú er tækifæri fyrir fólk að hafa á beinan hátt áhrif á þjóðmálastefnuna. Samhliða endurskoðun á stefnu flokksins hefur verið blásið til nýrra leiða við fjáröflun vegna flokksstarfs. Alþýðuflokkurinn þarf á stuðningi góðra manna og kvenna að halda. Það á að byggja upp styrktarmannakerfi, sem æskilegt væri að sem flestir gætu tekið þátt í. Með því að greiða reglu- bundið nokkra peningaupphæð. Styrktarmenn verða mikilvæg ankeri í flokksstarfinu. w I knattspyrnunni segja kappar að sókn sé besta vörnin. Það er heldur ekki til setunnar boðið. Seinni hálfleikur er þegar hafinn með undirbúningi undir sveitarstjórnarkosningar. Jafnaðarmenn verða að sækja fram í öllum sveitarstjórnum og hvar sem er úti í þjóðfélaginu þar sem þörf er framsækinna leikmanna. ÖNNUR SJONARMIÐ JÓN Magnússon lögmaður og vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer í pólitískt uppgjör við flokkinn sinn í áhugaverðu viðtali sem birtist í gær í PRESSUNNI. Jón segir svokallaðan Eimreiðar- hóp vera kominn í allar lykilstöður i flokknum og segir klíkuna hafa tögl og hagldir í Sjálfstæðisflokkn- um. Eimreiðarhópurinn er nefndur eftir tímaritinu Eimreiðin sem klík- an gaf út af dugnaði um tíma: Ffelstu menn Eimreiðarklíkunnar eru Dav- íð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Fiannes Flólm- steinn Gissurarson lektor, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sj álfstæðisflokksins og fleiri. Jón segir í viðtalinu að það sé eng- in tilviljun að Eimreiðarklíkan sé komin í allar lykilstöður Sjálfstæðis- flokksins: „Það gerist vegna þess að þessi hópur manna stendur sam- an um að ná þessum vöidum. Það er ósköp einfalt. Síðan geta menn velt því fyrir sér hverjir þeir eru og hvar þeir sitja í dag.“ OG þegar Jón Magnússon lögmað- ur er spurður hverjir séu valda- mestu menn Sjálfstæðisflokksins í dag, svarar varaþingmaðurinn: „Eg hygg að það sé alveg ljóst hverjir eru valdamestu menn Sjálfstæðisflokksins í dag. Davíð Oddsson er þar í fyrsta sæti. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri í öðru sæti og svo er spurning hvort Björn Bjarna- son eða Þorsteinn Pálsson situr í þriðja sætinu.“ JÓN Magnússon varaþingmaður segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt að þrengjast og lokast: „Tökum borgarstjórnarmálin sem dæmi; það fer engin um- ræða um borgarstjórnarmálin fram innan Sjálfstæðisflokksins. nema í borgarstjórnarflokknum sjálfum, en innan flokksins fer engin umræða fram um þessi mál. Ef menn eru eitthvað að segja er þeim bara bent á að Reykjavík sé vel stjórnað, og þar Valdamestu menn Sjálfstæðisflokks- ins í dag samkvæmt Jóni Magnús- syni, varaformanni flokksins: Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæöisflokksins Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri við situr. Nú er ég ekki að halda því fram að borginni sé illa stjórnað en þetta er nánast eins og umræða um fimm ára ætlan- irnar á Stalínstímanum. Þetta sæmir alls ekki flokki sem vill vera frjálslyndur og víðsýnn. Slíkur flokkur leyfir umræðu og gagnrýni og sættir sig við það. Það gerir stjórnmálaflokk sterk- MORGUNBLAÐIÐ var notað til að undirbúa jarðveginn fyrir varafor- mannsskiptin á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins þegar Friðriki var fórnað fyrir Davíð. Þessu heldur Jón Magnússon varaþingmaður fram í viðtalinu við PRESSUNA en segist ekki geta sagt um það, hvort klíku- bróðirinn og aðstoðarritstjórinn Björn Bjarnason hafi stjórnað því: „Eg skal ekkert segja um hver stjórnaði því, en það er ekki nokkur vafi á að svona hlutir kvikna ekki allt í einu fyrir landsfund. Það myndast ekki áhugi á því örfáum dögum fyrir landsfund að Davíð Oddsson verði varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Að sjálfsögðu hafði undirbúningsvinna átt sér stað. Ég vissi af því strax seinnihluta sumars að slík undirbúnings- vinna væri í gangi, en þeirri spurningu var aðeins ósvarað hvort Davíð myndi gefa kost á sér eða ekki. Það er öruggt að það var búið að vinna grunn- vinnuna. Hlutverk Morgunblaðsins í þessu var ekkert annað en að slengja þessu fram rétt fyrir landsfundinn á hernaðarlega mikilvægum tíma og stimpla það inn að þarna væri framboð á ferðinn sem þorri landsfundar- fulltrúa vildi. Grein Morgun- blaðsins bar þetta með sér. Hún var að mörgu ley ti vel skrifuð og í lagi að því ieyti til, en hún bar það alveg með sér að þarna væri „hinn útvaldi“ á leiðinni.“ Eftir þennan lestur er engu líkara en Guðfaðirinn og allt hans mafíuveldi hafi haldið innreið (á Eimreið) inn í Sjálfstæðisflokkinn. DAGATAL Afmœlisdrápa tilAlþýðubladsins Eg vaknaði ailt í einu upp við það í vikunni að Alþýðublaðið er orðið sjötíu ára. Ég fattaði afmælið þeg- ar sérstakt afmælisblað Alþýðu- blaðsins kom inn um lúguna hjá mér. Ég hringdi náttúrlega strax í ritstjórann og sagðist ætla að yrkja afmælisbrag handa blaðinu og birta í næsta dálki. Hann sagði það alveg óþarfa. En ég linntiekki látum fyrr en ritstjórinn sam- þykkti að lesa afmælisbraginn að minnsta kosti. Og þá var að setjast niður og' yrkja. Eg ákvaó' að setja fyrirsögnina , fyrst: AFMÆLISKVEÐJA TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS 70 ÁRA Frá Dagfinni alþýðupenna og rannsókna rblaðamann i Síðan komu á mig miklar vöflur. Ég veit nefnilega aldrei hvernig ég á að byrja miklar drápur. Ég er helst á því að byrja á lægri nótum en auka síðan taktinn og enda á hátakti sem fjarar út í síðustu lín- unum. Ég settist því í steilingar við gömlu ritvélina. Kvæðið hófst svona: Allra manna Alþýðublað öreiganna stafur! Hefur staðið nú í stað styrkt í gegnum blaður. — Nei, þetta er ekki nógu gott, hugsaði ég. „Öreiganna stafur" gæti misskilist. Og einnig síðustu tvær Ijóðlínurnar. Svo er senni- lega best að nota annan bragar- hátt. Ég byrjaði aftur að yrkja afmæl- isdrápuna: í gegnum tímans tryllta skeið og töluverðan ólgusjó. Ég tryggur sit við tertusneið og tyggi í mig bólgusnjó. Þegar hér var komið gerði ég stjörnumerki við orðið „bólgu- S»jó“-pg setti an naiA stjörnumerki • ifeðst á síðunaþar semég útskýrði merkingu skáldorðsins. Bólgu- snjór = Morgunblaðið. Síðan hélt ég áfram: En þar sem froðan fyllir haus og feitir stafir blekkja hug Við dyrnar daufur hljómur gengurlaus og djarfar síður vísa bulli á bug. Inn um lúgu ýtist hið eina Alþýðublað af afli svífur inn á okkar gráa gólf. Fróðleik gefur, fyllir bað Huginn næring fær í öll sín hólf. Ég horfði hugsi á síðuna. Það var nú kannski ekki svo vel ort þetta með að Alþýðublaðið „fylli bað.“ Auðvitað átti ég við kraftinn og ferskleikann; þ.e.a.s. að blaðið gæfi lesendum hið daglega bað, hreinsaði hugann eftir lestur íhaldsblaðsins Moggans og fyllti baðker hugans. Ég ákvað að láta Ijóðlínuna flakka. Svo bætti ég við lokaerindinu: Sjá blöðin stinn! Þar fer penninn minn! Djarfi hringhuginn! sjálfur Dagfinnurinn! * Eg hef satt að segja ekki skilið að ritstjórinn hafi enn ekki birt af- mælisbraginn til Alþýðúblaðsins 70 ára. Það hlýtur að vera svona margar greinar sem bíða birtingar eins og í Mogganum. (Nema að þar birtast aldrei læsilegar greinar þrátt fyrir alla biðröðina.) PS. Var að fá bréf frá ritstjóranum. Það hljóðar svo: „Hefur þú reynt að senda þennan afmælistexta til Hallbjörns kántrísöngvara? Hann getur örugglega gert lag við Ijóðið. Ritstjórinn."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.