Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. nóv. 1989 7 UTLÖND Var Wallenberg skotinn? Orötakið „Smersj" þýöir „njósnarana á aö aflífa", og notaö af sérstökum samtökum innan hersins á stríösárunum. Þessi samtök voru byggö upp af smáhópum, sem höföu heimild til aö skjóta fólk, sem grunað var um njósnir í þógu óvinarins. Aftakan fór fram án dóms og laga. Rússneska blaðið „Komsomols- kaja Pravda segir einnig frá því þegar hinn þekkti rithöfundur Alexandr Bortsjagovskij, hitti for- eldra Wallenberg í rússneska sendiráðinu í Stokkhólmi í byrjun sjötta áratugarins. Hann vissi lítið um mál Wallenberg og innti for- eldrana eftir því, hvort nokkuð nýtt væri komið fram. Þau fölnuðu bæði og sneru baki við honum. Blaðið segir ennfremur að starfsmenn sendiráðsins hafi þá sagt rithöfundinum frá því að hóp- ur innan „Smersj-samtakanna" hafi tekið hann höndum og að rússneskir hermenn hefðu farið með hann til Sovétríkjanna. Þetta rússneska blað hefur áður birt ýmsar greinar um Wallen- bergmálið og skorað á lesendur að skýra frá vitneskju sinni um hinn * I sovéska blaöinu Domsomolskaja Pravda, var á dögunum birt grein sem bar fyrirsögnina ,,Sporin liggja aö Smersj“. Þessi mynd af Raoul Wallenberg var tekin árið 1943. horfna sendimann, ef hún væri fyrir hendi. Það er nokkrum les- endabréfum að þakka að fram hafa komið upplýsingar sem sov- éskum aimenningi voru ókunnar. I blaðagreininni á dögunum seg- ir að varautanríkisráðherrann á þessum tíma, sem var Dekanosov, hafi sagt sænskum sendimönnum í stríðsiok að Wallenberg væri fundinn, og væri á ónefndu svæði sem sovéski herinn hefði frelsað. Næstu 12 árin eftir þetta þverneit- uðu sovésk yfirvöld að fótur væri fyrir þessu. Blaðið segir að starfsmenn þess hafi fundið vitni sem segist hafa séð Wallenberg í Budapest eftir að rauði herinn hafði náð borginni á sitt vald. Sé þetta satt, bendir það til þess að Dekanosov hafi verið að segja satt, þó því hafi verið neitað af yfirvöldum í Sovétríkjunum. (Arbeiderbladet.) SJÓNVARP Sjónvarp kl. 20.35 NÆTURSIGUNG (Nattsejlere) Fyrsti þáttur í norskum framhalds- myndaflokki þar sem segir af ungri stúlku sem finnst nær dauða en lífi í fjörunni í Senja einn vetrardag á síðustu öld. Stúlkan nær sér fljót- lega en man hinsvegar ekkert eftir því hver hún er eða hvað hún var að gera þarna í fjörunni. Kaupmaður einn tekur hana að sér og hún verð- ur þjónustustúlka en fljótlega kem- ur í Ijós að hún leikur undravel á orgel. -Þættirnir eru alls sex. Stöð 2 kl. 22.00 NJÓSNARINN SEM K0M1NNÚR KULDANUM**** (Spy who came in from the Cold) Bandarísk bíómynd, gerd 1965, leik- stjóri Martin Ritt, aöalhlutverk Richard Burton, Claire Bloom, Oskar Werner, Peter Van Eyk o.fl. Fyrsta alvöru spæjaramyndin segja margir, gerð eftir sögu þess heims- kunna John Le Carré sem nú á í vandræðum með söguefni eftir að perestrojkan og glasnostið komu til sögunnar. Myndin er afar raunsæ eins og allt sem vel er gert eftir sög- um Le Carrés myndi verða. Richard Burton leikur afbragðs vel, hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Hann fer með hlutverk bresks njósnara sem er að enda feril sinn í leyniþjónustunni, er beiskur út í allt og alla, vinalaus og einmana. Þarna liggja einmitt sterku hliðar Le Carrés. Burton fær tækifæri til að ná sér niðri á fjand- manni sínum austan járntjalds til marga ára og ákveður að reyna það, jafnvel þó hann tefli bæði lífi sínu og mannorði í hættu. Margir leikarar myndarinnar eru þýskir enda gerist myndin mikið til í Austur-Þýska- landi þar sem aldeilis er nú drung- anum fyrir að fara. Sjónvarptö M. 22.10 VIÐGERÐAR- MMttipiN**% (The Fixed - Bandarísk bíómynd, gerö 1968, leik- stjóri John Frankenheimer, aöal- hlutverk Alan Bates, Dirk Bogarde, Georgia Brown. Myndin er gerð eftir frægri skáld- sögu gyðingsins Bernard Malamud og segir af handverksmanni af gyð- ingaættum sem handtekinn er rang- lega og fangelsaður í Rússlandi um aldamótin. Leikurinn í myndinni er fyrsta flokks eins og við er að búast af þeim Bates og Bogarde en mynd- in gerir sig samt ekki. Hefur ein- hvern veginn ekki tekist að varpa skáldsögunni yfir á hvíta tjaldið, bókin segir mikið af innri hugsun- um gyðingsins og myndin fetar í þau fótspor sem gerir að verkum að myndræn útfærsla situr á hakanum. Leiðinlegt að tækifærið skyldi mis- farast. Stöð 2 kl. 01.35 EIN AF STRÁKUNUM*** (Just One Of the Guys) Bandarísk bíómynd, gerö 1985, leik- stjóri Lisa Gottlieb, aöalhlutverk Joyce Hyser, Clayton Rohner, Billy Jacoby, Toni Hudson. Ung stúlka reynir fyrir sér í blaða- mennsku en samkeppnin er hörð og hún verður undir. Hún er sannfærð um að útliti hennar og kyni sé um að kenna, en ekki þvi að hún hafi staðið sig verr en aörir. Hún dulbýr sig sem karlmann og reynir fyrir sér á nýjum vettvangi. Sjarmerandi per- sónur, hálf sérvitringslega smíðað- ar, fyfta þessari mynd þar sem alls óþekktir leikarar eru greinHega saman komnir til að reyna að skemmta fólki. Það gengur vel segir handbókin. 1800 • ■ -i-iM . - ^ - V . 2300 17.50 Gosi 18.25 Antilópan snýr aftur 18.50 Táknmálsfréttir 1855 Yngismœr (24) Brasilískur framhalds- myndaflokkur e o STOD2 1505 Hárið Hair. Aöalhlutverk: John Savage 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Daviö David the Gnome 1815 Sumo-glima 1840 Heiti potturinn Djass, blús og rokktónlist 19.20 Austurbaeingar (Eastenders) fireskur framhaldsmynda- flokkur 19.50 Tommí qg Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Naatursigting (Natfsejtere) fyrstí þáttur. Nýr norskúr framhaldsmynda- flokkur i sex þáttum, sem gerist seint á síöustu öld. Ung stúlka finnst i fjörunni á eyju i Norður- Noregi. Hún er minnislaus og getur ekki gert grein fyrir sér 21.20 Peter Strohm 22.10 Viögeröar- maöur (The Fixer) Bandarísk bíómynd frá 1968. Sjá næstu siöu 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 2100 Sokkabönd í stil Þátturihn er tekinn upp i veitinga-" húsinu HoHywpod og. vírröur hann sendur ,. ' V 2130 Brosmifda þjóöin Thailand hefur oft verið nefnt land brostns. Stöö 2var þar á ferö í septem- ber 22.00 Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum The Spy Who Came in from the Cold. 23.50 Flugrán 01.35 Ein af strákunum Just One of the Guys. 03.15 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.