Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 8
Föstudagur 3. nóv. 1989 Fjáraukalög fyrir 1989 lögd fram: Tekjuhallinn 5 milljarðar Fyrsta skipti frá árinu 1923 aö fjár- aukaljög eru lögd fram á yfirstandandi fjárlagaári í stað 636 milljóna króna tekjuafgangs ríkissjóðs eins og fjárlög fyrir árið í ár gerðu ráð fyrir verður halli ríkissjóðs rúmlega 4,8 milljarðar samkvæmt fjáraukalögum. Tekjur rík- issjóðs verða 2,6 milljörð- um hærri en áætlað var en útgjöld rúmlega átta millj- örðum hærri. Þetta kom fram hjá fjármálaráð- herra, Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann kynnti fréttamönnum fjár- aukalög sem dreift var á Alþingi í gær. í máli Ólafs kom fram að þetta væri í fyrsta skipti frá árinu 1923 sem fjáraukalög eru lögð fram og rædd á því ári sem það tekur til. Það sé í samræmi við þær kerfis- breytingar í rikisfjármálum sem boðaðar voru í fjárlaga- frumvarpi fyrirárið 1990. Þar segir að fjáraukalög skuli leggja fram á haustþingi ef nauðsyn er talin vera á auk- fjárveitingum vegna lög- bundinna skuldbindinga rík- issjóðs eða breytinga á for- sendum fjárlaga. Af rúmlega átta milljarða auknum útgjöldum eru rúmir þrír milljarðar vegna breyttra verðlagsforsendna. í stað 13—14% hækkunar verðlags á árinu er nú reiknað með 21—23% verðbólgu í ár. Rúm- lega 1,8 milljarðs hækkun út- gjalda er skýrð sem sérstakar ákvarðanir í atvinnumálum og vega niðurgreiðslur mat- vöru þar þyngst eða sem nemur 870 milljónum króna. Þá hækka útgjöld ríkissjóðs vegna samningsbundna greiðslna um 851 milljón og vega þar lang þyngst útflutn- ingsbætur eða um 520 millj- ónir króna. Af öðrum stórum liðum má nefna að hækkun vegnatryggingabótaer 1.590 milljónir króna. Rekstrarhalli ríkissjóðs er samkvæmt fjáraukalögunum 4,8 milljarðar eða um það bil 1,5% af landsframleiðslu og er það um það bil helmingi minni halli en varð á ríkis- sjóði í fyrra. Húsnœdismálastofnun: Lánveitingar innan heimilda Lánveitingar Húsnæðis- málastjórnar á þessu ári verða allar innan þeirra heimilda sem felast í end- urskoðuðum áætlunum stjórnvalda fyrir bygg- ingasjóðina. Lánveiting- arnar verða ennfremur í samræmi við gildandi lög um Húsnæðisstofnun rík- isins. Þetta er megininn- tak yfirlýsingar sem hús- næðismálastjórn sendi frá sér í gær vegna frétta fjöl- miðla að undanförnu. I fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru birtar endur- skoðaðar áætlanir fyrir bygg- ingasjóðina fyrir þetta ár. Samkvæmt þessum áætlun- um var talsverðu fjármagni óráðstafað hjá sjóðunum báð- um. A þessum grundvelli tók húsnæðismálastjórn þá ákvörðun að flýta úthlutun til ákveðins forgangshóps og framkvæmdaaðila, að því er segir í yfirlýsingunni. I yfir- lýsingunni segir ennfremur að allt tal um að húsnæðis- málastjórn sé að auka lán- veitingar umfram heimildir sé rangt. Allar lánveitingar verði innan heimilda og inn- an ramma gildandi laga um Húsnæðisstofnun ríkisins. Innlendar skipasmídastödvar: Mismunað í bönkunum! Innlendar skipasmíða- stöðvar njóta ekki jafnrétt- is við erlendar stöðvar varðandi bankaábyrgðir íslenskra banka, en eru ‘fyllilega samkeppnishæf- ar“ hvað varðar verð. Auk þess telja flestir útgerðar- menn sem tala af reynslu að innlendu stöðvarnar skili betri vöru, að því er fram kemur í frétt frá Fé- lagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Félagið teiur nauðsynlegt að auka mismun lána til verk- efna innanlands og erlendis, tryggja jafnræði í banka- ábyrgðum og auðvelda inn- lendum skipasmíðastöðvum að taka eldri skip upp í ný. Auk þess er talin nauðsyn á að tryggt verði að leitað sé eftir tilboðum innanlands og tilboð séu metin á viðskipta- legum grundvelli. Allmjög hefur hallað á inn- lendan skipasmíðaiðnað á síðustu árum, að því er varð- ar nýsmíði skipa. í viðgerð- um hafa íslensku stöðvarnar hins vegar staðið þeim er- lendu fyllilega á sporði. Erfið- leikar skipasmíðastöðvanna hófust með nýsmíðabanninu sem í gildi var 1983—1985, en eftir að banninu var aflétt hafa langflest nýsmíðaverk- efni farið til erlendra skipa- smíðastöðva. Af hálfu Félags dráttarbrauta og skipasmiðja er því haldið fram að fast- gengisstefnan sem rekin var á þessum tíma, hafi verið fremsta orsök þessarar þró- unar. A þessu ári hefur þróun gengismála verið innlendum iðnaði hagstæðari og í frétta- tilikynningu félagsins segir að nú séu innlendar skipa- smíðastöðvar fyllilega sam- keppnishæfar við erlendar. VEÐRID í DAG Þykknar upp vestan- lands meö suðaustan kalda. Dálítil súld eða rign- ing þar síðdegis, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0—5 stig, hlýjast suðvest- an lands. Fólk Friörik Jóhannsson. Fjárfestingafélag ís- lands hefur brugðist við þeim viðburði að Gunn- ar Helgi Hálfdánarson er farinn yfir til Lands- bréfa, verðbréfasjóðs Landsbankans. Félagið hefur afráðið að Gunnar hafi verið tveggja manna maki, því við forstjóra- starfi hans taka þeir Frið- rik Jóhannsson og Gunnar Óskarsson. Friðrik er viðskiptafræð- ingur pg var fjármála- stjóri FÍ, 32 ára og titlast hér með forstjóri, en Gunnar er 35 ára rekstr- arhagfræðingur og verð- ur framkvæmdastjóri verðbréfasviðs. ★ Gunnar Óskarsson. íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkurborgar hefur frá þessum mán- aðamótum tekið við rekstri Broadway, sem borgin keypti á þessu ári af Olafi Laufdal. Ráðið hefur formlega opnun á morgun, laugardag, með móttöku fyrir gesti, þar sem m.a. verður kynnt niðurstaða í hugmynda- safni um nýtt nafn á sam- komuhúsið. Um kvöldið verður skemmtun fyrir unglinga þar sem fjöl- margir skemmtikraftar koma fram, m.a. Bubbi og Megas. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um reksturinn og hreppti hnossið Jónas Kristins- son. ★ Sá landskunni hesta- maður Sigurbjörn Bárðarson situr ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn. Nú er hann að byggja mikla skemmu við hesthús sitt í Víðidal, sem verður 35x15 m að flatarmáli. Ætlunin er að byggingu hússins verði lokið fyrir áramót. Þar ætlar Sigur- björn að stunda reið- kennslu svo og leiðbein- ingar um þjálfun hrossa auk þess sem hann mun nota húsið við tamningu og þjálfun á sínum eigin hrossum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.