Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 1
MMDUBLMD Francois Mitterrand Frakklandsforseti: Lýsti yfir skilningi á sérstöðu íslendinga Ometanlegt, segir Jón Baldvin Hanni- balsson Arni Johnsen: Vill forkanna jarðgóng milli lands og eyja Árni Johnsen varaþing- maður Sjálfstæðisflokks- ins hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um að fram fari forkönnun á gerð tveggja akreina jarð- gangna milli lands og Vest- mannaeyja. í greinargerö meö tillög- unni kemur meöa! annars fram að á síöustu árum láti nærri aö um 120.000 manns hafi ferðast milli lands og eyja í flugvélum ogskipum. Þarna á milli eru 10 kílómetrar milli stranda þar sem styst er og mest sjávardýpi um 90 metr- ar. Telur Árni vert að skoða þennan möguleika nú, þegar stendur yfir forkönnun vegna jarðgangna í Hvalfirði, þar sem væntanlega fæst reynsla sem má nýta við önnur neð- ansjávargöng. Árni kom inn á þing í fyrra- dag fyrir Þorstein Pálsson og hefur þegar flutt 2 frumvörp og 6 tillögur. Skipasmíða- iðnaður að hruni kominn? Er algjört hrun fratnundan SkÍDOn StjÓmar LÍN breytt? í íslenskum skipasmiðaiðn- -------1------------<L-----------------------.--------<L— Francois Mitterrand lýsti yfir afar jákvæðri afstöðu gagnvart mál- stað Islendinga á fundi sínum með þeim Stein- grími Hermannssyni og Jóni Baldvin Hannibals- syni í Ráðherrabústaðn- um í gær. Jón Baldvin sagði eftir blaðamanna- fundinn í gær að fundur- inn hefði verið afar gagnlegur og franski forsætisráðherrann hefði viðurkenn t að fullu sérstöðu Islendinga. Hann mun síðan stað- festa þá viðurkenningu sína í bréfi sem hann sendir hingað síðar. „Þetta er stórmál," sagði .lón Baldvin. Efni fundarins var þróun mála í Evrópu, samruni EB landanna og samningar þeirra við EFTA-ríkin. Sem fyrr segir viðurkenndi Mitt- errand sérstöðu Islendinga í þeim viðræðum, þ.e. að ls- lendingar yrðu að hafa fyr- irvara á frjálsu fjármagns- streymi milli landa og að Is- lendingar gætu aldrei fallisl á að erlend ríki fengju veiðileyfi í íslenskri fisk- veiðilögsögu. Jón Baldvin sagði að eftir fundinn með Mitterrand væru menn enn bjartsýnni en áður á að þau tímamörk sem sett hefðu verið myndu halda. Þau eru að samruni EB-ríkjanna verði að veruleika með einum innri markaði árið 1992 og um leið verði gengið frá samningum milli EB og EFTA. Jón Baldvin sagði að það væri ómetanlegt þegar for- seti Frakklands lýsti því yfir að sérstaða íslands væri auðskilin og hún væri raun- veruleiki. „Þetta þýðir það að áhyggjur manna af því að þessi sérstaða myndi hugsanlega tálma samn- ingaviðræður eru miklu minni en áður. Það getur beinlínis skipt sköpun í þessu máli að Frakklands- forseti skuli taka þessa af- Mitterrand á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Þar lýsti hann þvi m.a. yfir að hann hefði fullan skilning á sérstöðu íslendinga sem væru eina Evrópurikiö sem byggði svo til alla afkomu sína á fiskveiðum. Mitterrand var annars frekar varkár í orðum á fundinum og vildi engu spá um þróun mála í Evrópu, sagði aðeins að hann vonaðist eftir að allt gengi eins og áætlað hefði verið. stöðu, ef hann hefur í eigin persónu fengið ýtarlegar og greinargóðar upplýsing- ar um sérstöðu Islands og tekið þær gildar, og hefur skilning á því hvaða vanda- mál þurfi að leysa til að Is- lendingar geti með góðu móti verið aðilar að sam- runa Evrópuríkjanna, þá hefur það stórpólitíska þýð- ingu." — Sjá nánar bls. 3 aði? Þessi atvinnugrein hefur átt afar erfitt uppdráttar í samkeppni við erlendar skipasmíðastövar á undan- förnum árum og horfur á næstu árum eru ekki sérlega uppörvandi. Jafnvel þótt all- ar þær nýsmíðar sem reiknað er með að verði framkvæmd- ar á næstu árum, væru færð- ar inn í landið, myndi það tæpast duga til að viðhalda svipaðri starsfsemi og rekin hefur verið í innlendum skipasmíðastöðvum undan- farin ár. Sjá bls. 5. Fulltrúar ríkisins víki með ráðherrum Þetta er bara flutt til að losa stjórnina við Sigur- björn Magnússon, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson fyrrverandi menntamála- ráðherra í neðri deild Al- þingis í gær, þar sem fyrsta umræða fór fram um frumvarp um breytta skipan stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Umræðuefnið var sú tillaga í frumvarpinu að 2 fulltrúar menntamálaráðherra og full- trúi fjármálaráðherra séu ekki skipaðir til tveggja ára í senn, heldur sitji þeir einung- is jafn lengi og sá ráðherra sem hefur skipað þá í stjórn- ina, þ.e. skipunartímann á að takmarka við embættistíma viðkomandi ráðherra. Sigurbjörn Magnússon er starfsmaður þingflokks sjálf- stæðismanna og formaður stjórnar Lánasjóðsins frá tíð Birgis og hefur ítrekað lent í deilum við menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra og neitað að víkja úr stjórninni. Af máli Kristínar Einars- dóttur Kvennalista að dæma er listinn fylgjandi þessu efni Jrumvarpsins. Sementsverksmidja ríkisins: Jón Baldvin um stöðu Islands í EFTA/EB vibrœdunum: Tvíhliða samningar koma ekki til greina af hálfu EB Iðnaðarráðherra sammála um stofnun hlutafélags Tvihliðasamningar við einstakar ríkisstjórnir innan EB koma ekki til greina segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra. „Við eiguni ekki aðra leið en að vera í sam- floti við EFTA í þessum samningum. Evrópu- bandalagið býður hrein- lega ekki upp á annað." Einstaka þingmenn hafa haldið því fram að það væri vænlegri leið fyrir fslendinga að eiga tvíhliða viðræður við einstök aðildarríki EB en að vera í samfloti við EFTA-ríkin í samningum EFTA og EB Jón Baldvin segir einfaldlega að sá möguleiki sé ekki á borðinu. „Þetta er ósk-' hyggja", segir Jón Baldvin, „það er eitt að vilja eitthvað, annað að fá samninga." Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra lýsti því yfir á þingi í gær að hann væri í megindráttum sammála frumvarpi sem Friörik Sophusson Sjálfstæðis- flokki var að mæla fyrir, um að Sementsverksmiðju ríkisins yrði breytt í hluta- félag. Friðrik er hér að koma á framfæri frumvarpi sem smíðað var í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, en varð ekki að lögum. Þá var Al- þýðuflokkurinn hlynntur málinu, en Framsóknarflokk- urinn því andsnúinn. lðnað- arráðherra kvaðst málinu hlynntur, en taldi erfitt að koma því í gegn í ríkisstjórn- inni. Gert er ráð fyrir því að hlutafélagið verði í eigu ríkis- ins og að fá þurfi samþykki Alþingis fyrir sölu hlutabréfa til annarra aðila. Ráðherra benti á í umræðunni að eðli- legt væri að gera ráð fyrir að starfsfólk félagsins hefði full- trúa í stjórn þess, en frum- varp Friðriks gerir ekki ráð fyrir því. A sínum tíma vildu Sjálfstæðismenn með Sverri Hermannsson í fararbroddi selja verksmiðjuna, en sam- flokksmaðurinn Valdimar Indriðason úr kjördæminu kom í veg fyrir það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.