Alþýðublaðið - 08.11.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Síða 2
2 Miðvikudagur 8.nóv. 1989 MÞÍÐUBUBI!) Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Flákon Flákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. HEIMSÓKN MITTERRANDS TIL ÍSLANDS Ixoma Francois Mitterrands Frakklandsforseta til íslands í gær ertáknræn vináttuheimsókn. Jón Baldvin Flannibalsson utanrík- isráöherra íslands og Mitterrand gegna um þessar mundir lykil- hlutverkum í samsteypunum miklu sem ráöa gangi efnahags- og atvinnumála í Evrópu. EB og EFTA eru aö því er best verður séö á góöri leið meö aö mynda stærsta efnahagssvæði í heimi. Jón Baldvin hefur aö undanförnu veitt EFTA forystu í viðræðunum viö EB, og eins og glöggt kom fram í þætti Stöðvar2 í gærkvöldi hefur ráöherra stjórnaö af myndugleika. Ummæli viöskiptaráö- herra Noregs sem höfð eru eftir í DV í gær vekja verðuga athygli. Norðmenn eru að öllu leyti ánægöir með framgöngu íslenska ut- anríkisráðherrans. Koma Mitterrands út hingaö í gær ber því enn frekar vitni aö forráðmönnum EB er kappsmál aö sem nánast samstarf veröi viö stjórnendur í EFTA. Utanríkisráöherra okkar litlu þjóöar er í fararbroddi. Viö getum sannarlega veriö stolt af frammistööu hans. Gert er ráð fyrir aö á áramótum hefjist formlegir samningar milli EFTA og EB. Flagsmunir íslendinga byggjast á því aö skynsam- legir samningar náist um sjávarafurðir á helstu mörkuöum. ís- lendingar munu ganga hart eftir því að Evrópubandalagiö viöur- kenni sérstööu okkar í sjávarútvegi. EB er langmikilvægasta viö- skiptasvæöið. Mitterrand lýsti því yfir á blaðamannafundi í Reykjavík i gær aö viröa bæri hagsmuni íslands og boðaði aö hann myndi meö sérstöku bréfi staðfesta skilning sinn á sér- stööu íslands. Því ber aö fagna. Ríkin 12 í EB hafa komið sér saman um að opna landamæri sín innbyröis upp á gátt áriö 1992 og samræma efnahags- og at- vinnumál ríkjanna meö óskiptum innri markaði. Sameining Evr- ópu sem einnar markaðsheildar virðist ekki órafjarri ef EFTA og Eb gengur að mynda efnahagssvæði. Ríki Austur-Evrópu stíga erfiö skref undan heljargreipum ofstjórnar og miðstýringar og ráöamenn í austri hafa gefið í skyn aö nánari tengsl við lýöræöis- þjóöir Vestur-Evrópu séu þeim bráönauösynleg. «Jón Baldvin Flannibalsson segir í viötali sem birtist í Alþýðu- blaöinu í gær aö langt sé í land meö aö ríki Austur-Evrópu uppfylli skilyrði um inngöngu í EFTA, en að þau banki ákaft upp á. Ung- verjar hafi til að mynda óskaö eftir fastmótuðum tengslum viö Fríverslunarbandalagiö og þeim liggi mjög á. Þíðan austan járn- tjalds hvíli á veikum efnahagslegum grunni. í Sovétríkjunum gæti svartsýni um aö umbótastef na Gorbatsjovs beri tilætlaöan árangur. Samdráttur hafi átt sér staö í þjóðarframleiðslu og jafn- vel sé spáð hungursneið. Á sama tíma berast fréttir úr Aust- ur-Þýskalandi um frelsisbylgju sem stjórnvöld ætli að láta undan. Sameining þýsku ríkjanna er ef til vill í augsýn, veröi stigin spor í átt til lýðræðis í kommúnistaríkinu. Utanríkisráöherra sem er nýkominn úr opinberri heimsókn í Ungverjalandi segir aö Ungverjum sé mikilvægt að ríki Vest- ur-Evrópu bregðist viö hrópunum úr austri af skilningi. Jón Bald- vin segir aö ekki geti oröiö aö beinni þátttöku Ungverja fremur en annarra Austur-Evrópuríkja. Fyrst verði EFTA og EB að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Samskipti EFTA-ríkja og ríkja Austur-Evrópu veröi á meðan aö byggjast á tvíhliða viöræöum milli einstakra ríkisstjórna. Heimsókn Mitterrands til íslands er undir formerkjum aukinnar samvinnu þjóða í milli. Sá er og skilningur utanríkisráöherra. Jón Baldvin lýsir því í Alþýöublaöinu í gær að við eigum aö nota tæki- færið „til aö brýna fyrir honum þann skilning okkar aö viö lítum á væntanlega samninga viö EB ekki bara sem hreint og klárt viö- skiptamálefni heldur sem lið í hugmyndum um nýskipan mála i Evrópu, sem lóö á vogarskál þróunar í átt til varanlegs friöar í þjóöfélagsskipan Evrópu." Vonandi reynist utanríkisráöherra sannspár. ONNUR SJONARMIÐ RITSTJÓRI Tímans er lentur í sér- kennilegum deilum samkvæmt for- síðufrétt blaðsins í siðustu viku. Undir æsifréttafyrirsögninni ÞEIR ERU MEÐ ÞUMALPUTTANN Á TÆKJUNUM skýrir Tíminn frá því, að blaðið sé bara alveg sambands- laust við umheiminn vegna við- gerða og athafna Póst- og símamála- stofnunar í Lynghálsinum þar sem blaðið er staðsett. Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri lætur sér ekki nægja að leggja for- síðu föstudagsblaðsins undir þessa stórfrétt, að simasambandið rofni öðru hverju við blaðið, heldur bætir um betur með þvi að krefjast þess að samgöngumálaráðherra láti fara fram rannsókn á starfsháttum Pósts og síma. Ritstjórinn heldur því nefnilega fram, að Póstur og sími sé með þumalputtana í símtækjum Tímans. ÞAÐ hlaut að koma aö því, að skýr- ing fengist á því, hvers vegna Tím- inn hefur verið svona sambandslaus við umheiminn. Satt best að segja, hélt undirritaður að það væri hluti af einangrunarstefnu framsóknar- manna. En nú er hið sanna komið í Ijós; Tíminn er símasambandslaus við umheiminn. Enginn sími, engar fréttir. Þar er komin skýringin á æsi- fregnum á forsíðu Tímans sem eng- inn skilur neitt í. Nú er Ijóst, af hverju blaðið birtir hverja fréttina á fætur annarri sem enginn annar fjölmiðill litur við. Og hér með er al- þjóð skiljanlegt, hvers vegna Tím- inn nær aldrei sambandi við neinn mann sem frá einhverju fréttnæmu hefur að segja. Þetta er sem sagt ekki Tímanum að kenna. Þetta er Pósti og síma að kenna. Ef til vill fær Tíminn ekki heldur fréttatilkynningar og bréf vegna þess að Póstur og sími er að stríða blaðinu í þeim efnum einnig. Það er ekki nema von að ritstjór- inn geggist og heimti að samgöngu- málaráðherra láti gera rannsókn á þessu ríkisfyritæki. Það er líka eins Indriði TTmaritstjóri: Sambandslaus við umheiminn. gott að ritstjórinn verði fyrri til; það gæti vel farið svo að formaður Framsóknarflokksins gefist uppá að lesa hinar sambandslausu fréttir Tímans og heimti rannsókn á blað- inu. RITSTJÓRI Tímans fékk reyndar svar frá samgöngumálaráðherra og Pósti og síma. Báðir aðilar reyndu að róa niður hinn æsta ritstjóra með rólegu orðalagi. Samgöngumála- ráðherra sagði að sér þættu það vondar fréttir að Tíminn væri sima- sambandslaus. Og til að gleðja rit- stjórann, bætti ráðherrann við: ,,Ég hef það stundum á tilfinningunni að verið sé að stríða mér þegar ég er sjálfur að hringja út á land og sam- bandið slitnar stanslaust." Þar með var komin dáiítil samkennd í málið og sennilega eitthvað sljákkað í rit- stjóranum fyrir bragðið. Hins vegar er samgöngumálaráð- herra skynsamur maður og taldi þar af leiðandi enga ástæðu til þess að hefja rannsókn á starfsemi Pósts og síma þótt Tíminn væri ekki alltaf í sambandi við umheiminn. BLAÐAFULLTRÚI Pósts og síma sendi hins vegar langt bréf til rit- stjóra Tímans þar sem gefnar voru ofureðlilegar skýringar á röskun- inni sem blaðið hafði orðið fyrir. í bréfinu segir að verið sé að leggja nýjan jarðsímastreng frá Árbæjar- stöð til Mjóumýrar. Þetta hafi orsak- að linuskort og hafi vandinn verið leystur til bráðabirgða með fjölsíma- samböndum. Hins vegar hafi rit- stjóra Tímans verið gerð grein fyrir þessu og að málið væri leyst um síð- ustu helgi og sími Tímans kominn í lag. Sem sagt: Einfalt mál. En hinn uppstökki ritstjóri Tím- ans trúir greinilega ekki orði sem aðalóvinur blaðsins, Póstur og sími, hefur að segja. Eða hvað segið þið um svar ritstjórans viö bréfi blaða- fulltrúa Pósts og síma: „Ljóst hefur verið árum saman hverjir hafa byggt og eru að byggja í „Hálsahverfi". Þess vegna er ekki öðru um að kenna en handvömm og hirðuleysi að gera ekki þegar í upphafi réttar ráðstafanir vegna fjölda síma- sambanda. Tíminn hefur enga ástæðu til að trúa einu orði af því sem símaþjónar segja. Við bíð- um eins og fyrr, eftir nýjum bil- unum. — Ritstjóri.“ ÞAÐ getur nú varla talist til já- kvæðrar lífsafstöðu að eyða lífinu i það aö bíða á eftir bilunum. En það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum Timans i framtíðinni. Spurningin er hvort Póstur og simi sé á eftir Tímanum, eða hvort Tím- inn sé á eftir tímanum. Einn með kaffinu Hjúkrunarkonan var nýbyrjuð á geðdeildinni. Vinkonan spurði hvernig henni likaði vinnan. — Vel, en það er aiveg brjálað að gera! DAGATAL Undir stjörnu Davíðs Halii heildsali var á fartinni í mið- bænum eins og venjulega. Hann var rétt hlaupinn yfir götuna á rauðu ljósi þegar ég greip í frakk- ann hans. — Nei, blessaður Dagfinnur, sagði Halli. Ég hélt að þú myndir rífa frakkann minn í tætlur! — Ég hélt hins vegar að þú myndir drepa þig á því að fara yfir á rauðu Ijósi, svaraði ég. — Er ekki aðalmálið að vera á rauðu Ijósi þessa dagana? Er ekki ríkisstjórnin starfandi á rauðu Ijósi almennings? Er ekki allt þjóðfé- lagið á einu allsherjar rauðu Ijósi? hrópaöi Halli. — Þið íhaldsmennirnir eruð nú svo húmorlausir, sagði ég góðlát- lega. Nú varð Halli dálítið þögull. Halli sneri sér upp í vindinn. — Sko, ég vil nú ekki kalla það húmorleysi sjálfstæðismanna að senda formanninn sinn til ísrael, sagði Halli. — Var hann ekki boðinn af ríkis- stjórn gyðinga? spurði ég. — Jújú, þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að maðurinn er ekki lengur forsætisráðherra íslands, sagði Halli. En kannski liggja önn- ur sjónarmið þarna að baki. — Nú? sagði ég. — Já, það er mjög táknrænt að Þorsteinn hafi verið fenginn til að leggja blómsveig að minnisvarða um gyðinga sem létust í útrým- ingabúðum nasista í síðari heims- styrjöldinni, sagði Halli. — Nú? hváði ég á nýjan leik. — Þorsteinn var náttúrlega tek- inn pólitiskt af lifi þegar hann hrökklaðist frá sem forsætisráð- herra. Þess vegna er þetta tákn- ræn aðferð. Hinn útrýmdi hyllir þá útrýmdu, sagði Halli. — Er þetta nú ekki dálítið ósmekkleg athugasemd? spurði ég. , — Osmekkleg? hváði Halli. Finnst þér að stjórnmál eigi að vera smekkleg? Ég átti ekkert svar við þessu. — Nei, hélt Halli áfram. Lífiö er óútfylltur víxill. Settu inn tölu og þú þekkir dráttarvextina. Ég skildi ekki alveg hvert Halli var að fara. — Sjáðu til, sagði Halli. Pólitík er stríð. Sumir berjast og vinna. Aðrir berjast og bíða ósigur. Sumir berj- ast ekki neitt og bíða sjálfkrafa ósigur. í síðari heimsstyrjöld börð- ust gyðingar ekki gegn nasistum. Þeim var útrýmt í ægilegum hild- arleik. Síðar meir lærðu þeir af reynslunni og bitu frá sér. Símon Wiesenthal er dæmi um gyðing- inn sem leitar hefnda. Ég var ekki enn með á nótun- um. — Á íslandi barðist Þorsteinn aldrei neitt sem forsætisráðherra, sagði Halli og kipraði saman aug- un. Honum var útrýmt. Nú er hann kominn til Gyðingalands að læra hefndir. Hann mun senn verða Símon íslands og útrýma öllum sínum pólitísku andstæð- ingum. Og til að læra herkænsk- una rétt, tók hann með sér Eim- reiðarklíkubróður sinn, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Saman munu þeir staðfæra Wiesenthal-tækn- ina. Jón Baldvin, Ólafur Ragnar og Steingrímur mega fara að þylja bænirnar sínar. Og það þýðir ekk- ert fyrir þá að fiýja til Suður Amer- íku. Þorsteinn grefur þá uppi. — Heldurðu virkilega að Israels- menn fari að kenna Þorsteini svona vitleysu? spurði ég hálf- hneykslaður. — Nei, að sjálfsögðu ekki, svar- aði Halli. En Þorsteinn fattar það ekki. Hann heldurað hann komist upp með allt í ísrael. Þorsteini var nefnilega sagt að hann væri eini flokksformaðurinn á Islandi sem væri verndaður af stjörnu Davíðs! Og þar með var Halli rokinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.