Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 3
Miövikudagur 8. nóv. 1989 TEXTI: KRISTJAN KRISTJANSSON MYNDIR: E.OL. Höfum eignast bandamann, sagöi forsætisráðherra á blaðamannafundi. Francois M itterrand lýsti yfir skilningi á sér- stööu íslendinga á fundi smum með þeim Stein- grími Hermannssyni og Jóni Baldvin Hannibals- syni sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í gær. Viðíangsef ni f undarins var f yrst og fremst sú þró- un sem nú er að verða í Evrópu með samruna Evr- ópubandalagsríkjanna og samningum þeirra við ríki Fríverslunarbandalagsins, EFTA. Steingrímur Hermannsson sagði á blaðamannfundi sem hald- inn var síðdegis að Mitterrand hefði verið mjög jákvæður í garð íslendinga og við hefðum i hon- um eignast bandamann. Frá blaöamannafundinum á Hótel Sögu, Jón Baldvin, Steingrímur og Mitterrand fjærst. Þaí var franski forsetinn sem hafði orðið svo til allan timann. Francois Mitterrand á Islandi: Jákvæður i garð íslendinga Þeir Steingrímur og Jón Baldvin gerðu Mitterrand sérstaklega grein fyrir af- stöðu íslendinga varðandi ýmis sérhagsmunamál landsins í komandi samn- ingum milii EFTA og EB og að auki gerði utanríkisráð- herra honum grein fyrir könnunarviðræðum milli EFTA og EB. Mitterrand lýsti yfir mikilli ánægju með það sem áunnist hefur í þeim könnunarviðræð- um. Sérstaða íslands Á blaðamannafundinum var Mitterrand spurður að því hver afstaða Evrópu- bandalagsins væri til þeirr- ar sérstöðu sem lslendingar hefðu vegna einhæfs út- flutnings og efnahagskerf- is. Þar er átt við þann var- nagla sem íslendingar hafa slegið svo ekki verði um það að ræða að EB geti hagnýtt sér fiskimið okkar gegn því að ísland fái fulla fríverslun með fisk innan EB. Hann sagði að vissu- lega væri sérstaða þessi vandamál í samningum en hinsvegar ekki jafn mikið vandamál og hún myndi vera ef íslendingar væru aðilar að samrunasamningi Evrópubandalagsins. „Markmið EB er að skapa einn innri markað með þeirri áhættu sem því fylgir fyrir einstök ríki," sagði Mitterrand. Mitterrand sagðist vonast til þess að hægt yrði að komast að samkomulagí við íslendinga um ein- hverja millibilslausn varð- andi hagnýtingu fiskimiða okkar. En slíkar reglur yrðu alltaf að taka til þess sem hefur verið kallað frelsin fjögur, þ.e. frjáls vöruvið- skipti, fjármagnsstreymi, búseturéttur og frelsi til vinnu hvar sem er innan Evrópu. Með öðrum orð- um, Frakklandsforseti sagði að vonandi yrði hægt að komast að einhverrí lausn á þessu helsta hags- munamáli íslendinga þar sem gætt væri sérstöðu Is- samninga við Austur-Evr- ópu fyrst. Þetta væri eins og hvert annað kapphlaup. Yfirleitt vildi Mitterand ekki nefna neinar tíma- setningar varðandi þróun- ina í Evrópu, sagðist aðeins vera bjartsýnn á að allt gengi eins og áætlað hefur verið. Mitterand var spurður álits á Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gorbat- sjovs og sagði hann að sá fundur hefði markað upp- haf þeirrar þróunar í af- vopnunarviðræðum sem nú væri að komast á góðan skrið með samningum í Genf og víðar. Hann sagðist telja að á endanum ættu af- vopnunarsamningar að taka til allra gerða af vopn- um. Mitterrand sagði reyndar, aðspurður á fund- inum, að hann teldi að pól- itískt samstarf Evrópuríkj- anna myndi á endanum leiða til þess að þau sæju sjálf um sín öryggismál. lendinga en um leið tekið tillit til þeirra meginsjónar- miða sem uppi eru í hug- myndum EB um samruna innan bandalagsins og samningum þess innan EFTA. Hann sagði að EB gerði sér fulla grein fyrir því að fiskútflutningur væri Is- lendingum mjög mikilvæg- ur og auðvitað yrði að taka tillit til þess í hugsanlegum samoingum. Hann benti á að allir samningar hefðu undanþágur en á móti væri ekki hægt að gera samning byggðan á eintómum und- anþágum. í því sambandi benti hann á að Islendingar og Norðmenn vildu láta gera undanþágur vegna fiskútflutnings, Svisslend- ingar vegna fjármálaum- svifa og Austurríki vegna flutningamála. „Hverslags samningur verður það sem aðeins inniheldur undan- þágur," spurði franski for- setinn. Allar þessar undan- þágur eru mikið vandamál sem verður að taka sérstak- lega á, sagði Mitterrand og bætti við; „það er nú emb- Mitterrand var þvínæst spurður um það hvort hann sæi fyrir sér þá þróun innan Evrópu að hún yrði eins og Bandaríki Norður Amer- íku, þ.e. að öll ríkin myndu kjósa sameiginlegan for- seta og ríkisstjórn. Hann sagði slíkt vissulega vera von þeirra sem vildu fullan pólitískan samruna, ekki einvörðungu viðskiptaleg- an eða tæknilegan. . Varðandi málefni Aust- ur-Evrópuríkjanna og hugsanlega þátttöku þeirra í samstarfi Vestur-Evrópu- ríkjanna, sagði Mitterand að erfitt væri um það mál að segja og hann vildi eng- ar tímasetningar setja í þeirri þróun. Fyrst yrði að kanna hvort ekki væri hægt að ná samningum innan Vestur-Evrópu en sá möguleiki væri líka fyrir hendi að gera einhverja> Að loknum blaðamannafundinum fór Mitterrand í stutta heimsókn til forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur. Þau ræddu m.a. um menningu landa sinna og hvernig mætti varð- veita hana nú á timum sívaxandi alþjóðamenningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.