Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 8. nóv. 1989 UMRÆÐA Moskva, Helsinki, Reykjavík og áfram Það mætti ætla, aö heimsókn Míkahaíls Gorbatsjovs til Finnlands, nágrannalands Sovétríkjanna, og íslands, vekti mikinn áhuga hjá öllum ríkjum á norðurslóðum. Og senni- lega hefur hún vakið sérlega mikinn áhuga hjá íslending- um, sem nú hafa setið um eins árs skeið við róðurinn á frumkvæði sínu í afvopnunarmálum. Þess heldur sem Gor- batsjov setti málefni friðar, öryggis og afvopnunar og þá ekki síst á höfunum, á oddinn í helsta ávarpi sínu í Helsinki. Hann byrjaði á því að fjalla um vaxandi vonir mannkynsins um friðartíma frá sjónarhóli hins nýja pólitíska hugsunarháttar. Hvað felur þetta langþráða tímabil í sér samkvæmt sjónarmiðum Kreml- verja, þegar Gorbatsjov segir, að eina leiðin sé að marka tímamót í innan- og utanríkisstefnunni og gera hana mannlegri? Friður, vígbúnaður og viðræður Friður felur fyrst og fremst í sér, að ekkert vandamál er til og hefur ekki verið til hvorki í fortíð né samtíð, sem hægt hefur verið að leysa með aðstoð vígbúnaðar. Sé svo ætti að fækka vígbúnaði að því marki, að hann nægi aðeins til varna, jafnframt því sem hafnað yrði valdastefnu, yfirgangi og íhtutun í innanríkismál annarra þjóða. Smátt og smátt eiga að hverfa fyrirbæri eins og herir í er- lendum herstöðvum, hernaðar- bandalög og lokuð svæði, sem víða fyrirfinnast, en samrýmast ekki skilningi okkar á friði. Friður felur í sér stöðugar pólit- ískar viðræður, þar sem leitast er við að komast að gagnkvæmu samkomulagi og jafnframt felur hann í sér fyrirbyggjandi ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir árekstra og misskilning. Hann er upp- spretta nýrra hugmynda og nýrrar afstöðu í alþjóðamálum. (Hér má minna á, að á undanförnum þrem árum hefur M. Gorbatsjov hvað eftir annað nefnt Reykjavíkur- fundinn sem fyrirmynd slíkra við- ræðna. Þýðing friðar Friður felur í sér að skapaður er almennt viðurkenndur lagalegur grundvöllur fyrir samskipti ríkja, eins konar alheimsréttarkerfi, sem tryggir félagslegt og pólitískt valfrelsi öllum til handa og full- veldi og sjálfstæði fyrir hvern og einn. Að sjálfsögðu er forsenda fyrir slíku, að ætíð sé farið að al- þjóðalögum og hafðir í heiðri al- mennt viðurkenndir samskipta- hættir í alþjóðaviðskiptum. Friður felur í sér, að í samein- ingu er stuðlað að því að koma á alþjóðlegri nýskipan í efnahags- máluin heimsins, sem tryggt gæti stöðuga þróun hvers einasta ríkis, skynsamlega nýttngu eigin auð- linda og gagnkvæman aðgang að auðlindum annarra ríkja á jöfnum grundvelli. Friður felur í sér víðtæka og opna samvinnu í meðferð alþjóða- mála, frá því að vernda umhverfið til upprætingar slíkra fyrirbæra eins og hryðjuverkastarfsemi og eiturlyfjaneyslu. Friður felur í sér að komið er á alþjóðiegu kerfi neyðarhjálpar ef upp koma náttúruhamfarir, iðnað- arslys og aðrar hörmungar, sem stofna lífi fólks í hættu. Þá felur friður í sér samhæfingu ríkja og þjóða í að tryggja og vernda mannréttindi í öllum sín- um fjölbreytileika, sem ríkir í- heiminum. í þessu er fólgin þungamiðjan, hið mannúðlega eðli og meginmarkmið friðarins. Þróunin í Evrópu__________ I svari við þeirri spurningu hvort mannkynið gæti komið á breyt- ingum til hins betra í gagnkvæm- um samskiptum, gætti mikillar sannfæringar hjá Gorbatsjov, sem gerir sér fulla grein fyrir hinu flókna vandamáli. Hann nefndi reynslu Evrópuþróunar sem ,,for- dæmi og tilraunagrundvöll", en í Evrópu hefur ríkt friður um 45 ára skeið og þar áunnist reynsla í sam- býli margra ólíkra landa. Þetta er hin sameiginlega Evrópuþróun. (Og það þarf annað hvort pólitísk- dregið er úr öðrum vígbúnaðar- tegundum, veldur þessi styrkur meiri óróa. Það er ekki hægt annað en vera sammála bæði pólitískum og mannlegum röksemdarfærslum Gorbatsjovs í þessum efnum: „Styrkur flotans í austri og eink- um í vestri fer greinilega fram úr þeim styrk, sem þarf til að tryggja öryggi á siglingaleiðum og land- helgisgæslu. Flotinn með hinn gíf- urlega eldflaugastyrk sinn, flug- her, flugvélamóðurskip og land- göngulið getur hafið aðgerðir bæði á sjó og landi. Það er okkar skoðun, að ekki sé hægt að efla traust, draga úr hernaðarfjand- skap og uppræta hann og koma á vörnum í lágmarki, nema þetta vandamál sé leyst." Sovéski leið- „Nú eru ekki lengur meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar í við- bragðsstöðu á þeim svæðum, sem liggja aö Norður-Evrópu. Taktísk kjarn- orkuvopn okkar eru nú staðsett þannig, að þau draga ekki til Norðurlanda frá neinum landshluta Sovétríkjanna," segir Dr. Vladimír Verbenko yfir- maður sovésku fréttastofunnar APN m.a. í umræðugrein sinni um ferð Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Finnlands. Teikhingin sýnir hreyfanlega sov- éska skotpalla fyrir SS-25 flaugar. an blindingja eða afar fordóma- fullan mann til þess að afneita hinu mikla og göfuga hlutverki hins nýja pólitíska fyrirbæris, sem kunnugt er sem „Reykjavíkurand- inn"). Gorbatsjov taldi nauðsynlegt að minna á hið uppbyggiiega framlag smárra og meðalstórra landa og þá einkum í norðurhluta Evrópu, sem Evrópubúar eiga að þakka margar gagnlegar hugmyndir og málefnalegar tillögur. Við hljótum að muna eftir Reykjavíkurfundinum, þegar Gro- batsjov kom inn á það, að kominn væri tími til, að núlifandi kynslóð leiðtoga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada fari að ræða enn á ný stöðu mála í Evrópu og líta til framtíðarinnar í þeim heimshluta og jafnvel fram á næstu öld. Því væri ráðlegt að halda fund leið- toga allra ríkjanna 35 innan ramma Evrópupróunarinnar árið 1992. Hugmyndin um aðra Hels- inki-ráðstefnu virðist beint fram- hald af fyrri tillögu Gorbatsjov um að kalla saman „reykvískar panel- umræður". Að minnka f totastyrkin Umfjöllun um afvopnunarhlið Evrópuþróunarinnar virðist varða íslendinga beint, ekki bara Reyk- víkinga, sem greinarhöfundur er farinn að telja sig til. Þess heldur, sem hér leggur Gorbatsjov áherslu á mál, sem er afar mikilvægt fyrir ísland, öll norræn ríki og sjávar- ríki. Hann lagði áherslu á, að því meiri þróun sem yrði á afvopnun- arsviðinu í heild, því meiri nauð- syn yrði á því að leysa þau mál er varða flotann, þar á meðal ráðstaf- anir til að efla traust og koma á viðeigandi eftirliti. Eftir því sem toginn hefur ekki áður tjáð sig svo ákveðið um þessi mál. Sovósk kjarnavopn ná ekki til Norðurlanda_______ Eins og er í minnum haft lagði M. Gorbatsjov fram nokkrar tillögur í Múrmansk tæpu ári eftir Reykja- víkurfundinn, þar sem lagt var til að lönd og þjóðir tækju höndum saman um að breyta norðursvæð- um Evrópu í „traustan öryggis- vettvang Evrópu og heimsins alls". í Helsinki sagði sovéski leið- toginn frá vissum aðgerðum, sem gerðar hafa verið á þessu sviði á undanförnum tveimur árum. Þessar aðgerðir eiga upptök í samningnum um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga, en Gorbatsjov hefur sjálfur sagt hvað eftir annað að þessi samningur hefði ekki verið gerður án Reykjavíkurfundarins. Hér er einnig um að ræða einhliða aðgerðir sovésku forystunnar, sem ekki tengjast beint þeim við- ræðum, sem nú eiga sér stað. Nú eru ekki lengur meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar í við- bragðsstöðu á þeim svæðum, sem liggja að Norður-Evrópu. Taktísk kjarnorkuvopn okkar eru nú stað- sett þannig, að þau draga ekki til Norðurlanda frá neinum lands- hluta Sovétríkjanna. Uppræting kjarnavopna á Eystrasalti Sovétríkin hafa tekið ákvörðun um kjarnorkuvopn sín á Eystra- salti. „Við höfum einhliða hafið upprætingu vissra tegunda þess- ara vopna, sem staðsett erq á haf- inu," sagði Gorbatsjov. Þetta var merkt framiag til þess að leysa „sjávarhnútinn". Fyrsta skref Sov- étríkjanna var að taka úr umferð tvo kafbáta, sem þekktir eru á Vesturlöndum sem Gulf og síðan á að taka úr umferð þá f jóra sem eft- ir eru fyrir árið 1990. „Við höfum einnig eyðilagt skotfæri fyrir kjarnorkuflaugar á þessum kaf- bátum. Við munum ekki setja neitt í staðinn. Við erum tilbúnir að semja við öll kjarnorkuveldi og Eystrasaltsríkin um áhrifaríka tryggingu fyrir kjarnqrkuvopna- leysi á Eystrasalti." Aður hafði Gorbatsjov staðfest að afstaða Sovétríkjanna til kjarnorkuvopna- lauss svæðis í Evrópu er óhögguð: Sovétríkin lofa frumkvæði Finn- lands, sem stutt er af öðrum lönd- um, en það varð hvatinn að hug- myndinni um kjarnorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu. Við vitum, að þetta hefur ekki alls staðar mætt skilningi, t.d. ekki í Bandaríkjunum." Hann hvatti mótaðilana í Washington og öðr- um höfuðborgum til að gaumgæfa alla þætti málsins og ganga til móts við friðarlöngun þjóðanna á þessum slóðum. Málef ni Kólaskaga Gorbatsjov minnti á, að fækkað hefði verið um 200.000 manns í heraflanum í Evrópuhluta Sovét- ríkjanna og á landsvæðum banda- manna þeirra. Þess má geta, að það samsvarar öllu fullorðnu fólki á Islandi! í Mið-Evrópu hefur átt sér stað verulegur niðurskurður hvað varðar landgöngubúnað og flutningsbúnað. Þannig verður æ meiri varnarblær yfir herafla Sov- étríkjanna og Varsjárbandalags- ins. A næsta ári verður lokið breyt- ingu í þessa átt á norðursvæðun- um, sagði sovéski leiðtoginn. Gorbatsjov gekk ekki fram hjá málefnum Kólaskaga, sem hann sagði vekja miklar áhyggjur hjá nágrönnunum í norðri vegna þess sjóhers, sem þar væri staðsettur. Hann sagði, að þarna væri stað- settur hinn strategíski sjóher Sov- étríkjanna og kvaðst vilja leysa þetta mal þannig, að allur heimur- inn ætti þar hlut að máli. Það má segja með fullri vissu þegar höfð eru í huga orð Gorbat- sjovs, að hið hernaðarlega og pólitíska ástand á norðurslóðum hefur breyst verulega. Hér er til einskis að tala um einhvers konar árás, um vopnaátök. í þessu sam- bandi kvað Gorbatsjov skýrt á um taktísk og strategísk atriði í norð- urhéruðunum: — Enn eru í gildi tillögur Sovét- ríkjanna, þar á meðal Múrmansk- tillögunnar, um takmörkun og nið- urskurð hernaðarstarfsemi á þess- um slóðum, þar á meðal hjá flug- her og flota; — Hvað varðar hugmynd Koiv- isto um ráðstafanir til að byggja upp traust á norðlægum hafsvæð- um, má í því sambandi nefna að Sovétríkin hafa lagt til að afvopn- um flota verði rædd á Vínarráð- stefnunni. Sú tillaga er enn í gildi. Það mætti byrja á því að semja um ráðstafanir varðandi hafsvæðin í norðurhluta Evrópu. (Ekki veit ég, hvernig stóð á því að M. Gorbat- sjov nefndi hér ekki tillögu íslands um að halda ráðstefnu um þetta mál — sennilega verð ég að standa mig betur í starfi, svo og sendiráð- ið — en hvernig sem á þessu stend- ur, var hér um að ræða skjót og já- kvæð viðbrögð við henni). — Sovétríkin eru reiðubúin til að taka tillit til tillagna annarra landa, þar á meðal Noregs um að hefja ráðgefandi viðræður eða samningaviðræður um gerð sam- komulags um gagnkvæmar upp- lýsingar um hvers kyns slys á hafi, þar á meðal þau, sem tengjast kjarnorkukafbátum. Við erum fylgjandi því að slíkt samkomu- lag, sem einnig næði til Norður-At- lantshafs, yrði undirritað ekki að- eins af hálfu Norðurlandanna, heldur einnig öllum þeim, sem reka á þessum slóðum einhverja flotastarfsemi. (Eins og við sjáum er þetta atriði einmitt í samræmi við hagsmuni íslendinga). — Við leggjum til að komið verði á fót sérlegri þingmanna- nefnd á Norðurlöndunum til að ræða öll málefni þessa svæðis — allt frá öryggismálum til mannrétt- inda. — Sovétríkin eru tilbúin til að koma á samskiptum við Norður- landaráð og leggjum til að byrjað verði á að halda fund, þar sem saman koma sendinefnd frá ráð- inu og fulltrúar Æðsta ráðs Sovét- ríkjanna. Síðan verði haldnir fund- ir fulltrúa frá Æðstu ráðum sam- bandsríkjanna og sjálfsstjórnar- lýðveldanna, sem staðsett eru í norðurhluta Sovétríkjanna. Samstarf Norðurlanda — Við gerum okkur grein fyrir áhyggjum hinna norrænu landa af umhverfisvandanum og tökum þátt í þeim, en um það vitna ráð- stefnur, sem haldnar hafa verið um þessi mál i Leníngrad og Moskvu, sem fulltrúar Islands sátu. Þess vegna fögnum við til- lögu Finnlands um að kölluð verði saman ráðstefna um vistfræði heimsskautssvæðisins, þar sem saman koma fulltrúar viðkomandi ríkisstjórna. (Að þessu vinnur ís- lenskur almenningur og forysta landsins — þarna er á ferðinni gott tækifæri til að koma þessu máli í framkvæmd). — Við höfum áhyggjur af örlög- um smáþjóðanna í norðri, sem hafa verið til umræðu á áður- nefndum fundum. Þetta mál var tekið fyrir á fulltrúaþingi Sovét- ríkjanna, í Æðsta ráði Sovétríkj- anna og á septemberfundi KFS. Við erum tilbúnir til að koma á víðtækum tengslum og bæta við reynsiu okkar á þessu sviði. (Það er ekki hægt annað en gleðjast yf- ir því að Kurugej Alexandra Argunova frá Jakútíu, sem búsett hefur verið um margra ára skeið á íslandi, og hópur íslendinga, sem starfar að menningarmálum, hafa stofnað félagið „Ísland-Jakútía".) Gorbatsjov kvað samstarf Norð- urlandanna mjög mikilvægan þátt í Evrópuþróuninni. Það stuðlaði að lýðræðisþróun og aukinni mannúð í samskiptum milli ríkja og væri undanfari friðartíma. Þá er bara eftir að óska þess, að slík stefna verði sífellt í fram- kvæmd með sameiginlegu átaki og að hún megi eflaust og dafna á braut friðar og góðrar nágranna- sambúðar. Dr. Vladimír Verbenko yfirmaöur APN-frétta- stofunnar á Islandi skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.