Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 5
Miövikudagur 8.nóv. 1989 FRETTASKYRING Hrun skipasmioaiðnaoarins Skipasmíöaiðnaður á Islandi virðist að hruni kominn. Nýsmiðar hafa að mestu leyti farið fram erlendis síðustu ár. Ástandið er að vísu mun betra varðandi viðgerðir, en engu að síður hafa skipa- smíóastöðvar þurft að fækka fólki á síðustu árum, stór bylgja upp- sagna hefur gengið yfir á þessu ári, nú síðast var sagt upp yfir 200 manns hjá Slippstöðinni á Akureyri. Jafnvel ertalið trúlegt að enn fleiri missi atvinnu í þessari grein á næstunni. Samkeppnin við er- lendar skipasmíðastöðvar er um þessar mundir geysihörð og stundum meira að segja töluvert óheiðarleg að því er fulltrúar inn- lendra stöðva hafa fullyrt opinberlega. Fulltrúar skipaeigenda, svo sem Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, halda því fram að ástæðan fyrir því að skip eru fremur smíð- uð erlendis en hérlendis, sé ein- faldlega sú að tilboð erlendu stöðvanna hafi verið mun hag- stæðari en tilboð frá innlendum stöðvum. Af hálfu innlendra skipamiða er þetta viðurkennt að hluta. Fulltrúar innlendra stöðva segja þó að ástandið sé að breytast og hérlendu skipasmíðastöðvarn- ar geti nú boðtð verð sem sé sam- bærilegt við það sem tíðkast er- lendis. Auk þessa hafa forsvars- menn innlenda iðnaðarins til- greint fjölmörg dæmi þess að er- lendum skipasmíðastöðvum hafi liðist að lækka tilboð sín eftir á. Jafnvel munu þekkt dæmi þess að innlendum skipasmiðum hafi ver- ið boðinn sá kostur að lækka sín tilboð til samræmis við lækkun er- lendra aðila. Alþjóðleg kreppa í skipasmíðum Ástæðan fyrir lægri tilboðum erlendra skipasmíðastöðva er þó í langflestum tilvikum sú, að þær njóti beinna eða óbeinna ríkis- styrkja. Þeir togarar sem nú er verið að smíða erlendis og hafa verið smíðaðir á undanförnum ár- um, eru þannig í allmörgum tilvik- .um niðurgreiddir af stjórnvöldum "viðkomandi ríkis. Ástæðan fyrir slíkum niðurgreiðslum er svo aftur sú að í þessum löndum er talið þjóðhagslega hagkvæmt að við- halda skipasmíðaiðnaðinum. Kreppa skipasmíðaiðnaðarins er nefnilega ekki séríslenskt fyrir- brigði og raunar heldur ekki alveg ný af nálinni. í allmörgum ná- grannalöndum hófst alvarleg kreppa í greininni fyrir u.þ.b. ára- tug. Þær þjóðir sem styrkja skipa- smíðaiðnaðinn gera það væntan- lega fyrst og fremst á tvennum for- sendum. Annars vegar reikna menn með að þessi kreppa hljóti að ganga yfir og vilja leggja nokk- uð á sig til að viðhalda tækniþekk- ingu og afkastagetu í greininni til að þurfa ekki að byggja hana upp alveg frá grunni. Hins vegar eru svo atvinnusjónarmiðin, en þau geta vegið býsna þungt í þeim löndum þar sem atvinnuleysi ríkir. Þjóðhagsleg þýöing skipasmíðanna Hérlendis hefur þjódhagslegri þýðingu atvinnugreinarinnar ekki verið gefinn sérstakur gaumur fram að þessu. íslendingar hafa ár- um saman búið við þá sérstöðu þjóða í Vestur-Evrópu að hér hefur atvinnleysi verið nánast óþekkt. Þótt samdráttur verði hjá fyrir- tækjum eða í einni atvinnugrein, hefur fólk sem þess vegna missir vinnu, einfaldlega fengið vinnu annars staðar. Þetta ástand er hins vegar að breytast. Atvinna hefur dregist verulega saman hérlendis að undanförnu og því gæti svo far- ið að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir því vandamáli á svip- aðan hátt og stjórnvöld ýmissa ná- grannþjóða okkar, að þurfa að gera upp við sig, hvort sé þjóð- hagslega hagkvæmara að styrkja tilteknar atvinnugreinar, eða að þurfa að greiða fólki atvinnuleysis- bætur. Af ummælum ráðherra undan- farna daga virðist þó ekki mega ráða neina stefnubreytingu í þessa átt. Þannig sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, í utan- dagskrárumræðum á þingi um at- vinnumál að þess væri ekki að vænta að innlendar stöðvar fengju aukin verkefni við smíðar fiski- skipa á næstu árum. Þá er í DV í gær haft eftir Jóni Sigurðssyni, iðnaðarráðherra að rétt sé að nota niðurgreiðslur erlendis meðan þær bjóðist. Jafnrétti við erlendar skipasmiðjur Raunar hafa innlendar skipa- smiðjur ekki farið fram á ríkis- styrki, nema þá að mjög takmörk- uðu leyti. Kröfugerð þessara aðila beinist einkum að jafnrétti á við erlendar skipasmiðastöðvar. Sem dæmi má nefna ályktun þá um at- vinnumál sem stjórn Málm- og skipasmiðasambandsins sendi frá sér að loknum fundi á Egilsstöðum um helgina. Þar eru settar fram ýmsar kröfur sem eiginlega virð- ast að mörgu leytí býsna sjálfsagð- ar. Meðal annars er farið fram á að veittar verði samskonar greiðslu- ábyrgðir innanlands og erlendis, vegna verkefna sem unnin eru fyr- ir sjávarútveginn. Þá er þess einn- ig krafist að settar verði reglur um útboð og meðferð tilboða sem tryggi að íslenskum fyrirtækjum verði gert mögulegt að bjóða í verk, jafnt og erlendum aðilum. Sömuleiðis er gerð krafa um að ráðgjafarfyrirtæki séu ekki jafn- framt umboðsmenn erlendra að- ila. Síðast en ekki síst vilja stjórn- armenn Málm- og skipasmiðasam- bandsins koma í veg fyrir að ís- lensk útgerðarfyrirtæki taki er- lendum undirboðum sem berast eftir að tilboð hafa verið opnuð. Þá er því beint til stjórnvalda að er- lendum fiskiskipum verði heimil- að að leita til Islands til viðgerða. Þær kröfur sem hér hafa verið taldar verða ekki flokkaðar undir forréttindi, en bera því vitni að for- svarsmenn atvinnugreinarinnar telja að henni sé beinlínis mismun- að gagnvart erlendum aðilum. Is- lenskir skipasmiðir telja þó greini- lega ekki alls kostar fullnægjandi að njóta jafnréttis, því ýmsar kröf- ur þeirra beinast greinilega að því að þess er ennfremur krafist að stjórnvöld tryggi innlendum stöðvum a.m.k. helming nýsmiða- verkefna á næstu þremur árum, auk þess sem allt viðhald og end- urbætur fiskiskipa fari fram innan- lands. Varðandi flutningaskipa- flotann, telja menn eðlilegt að skipafélögin verði skikkuð til að láta hluta af viðhaldi fara fram hér- lendis. Krafan um sérstakar aðgerðir stjórnvalda næstu 3 árin tengist til- komu innri markaðar EB um ára- mót 1992—93. Þá er þess vænst að ríkisstyrkjum til skipasmíða- SAMANBURDUR 1986 - 1 A NÝSMlDI INNANLANDS OG ERLENDIS 990 (í millj. kr. a verðlagi 1988) 3000 -r 2500 + 20004- m'"Í- 1500 kr 1000 500 4- INNLEND JÝSMlDI 1986 1987 1988 Heimild: Þjoohagsstofnun. 1989 og 1990 = aœtlun 1989 1990 stöðva verði hætt í aðildarríkjun- um og væntanlega einnig innan EFTA. Erf itt tímabil________________ Þá erfiðleika sem íslenskur skipasmíðaiðnaður á nú í, má rekja allt aftur til ársins 1983, en þá voru nýsmíðar beinlínis bann- aðar. Á árunum frá 1986 hefurtals- vert mikið verið smíðað af fiski- skipum, en að langstærstum hluta hefur þessi endurnýjun farið fram erlendis. Ástæðan fyrir þessu er auðvitað slæm samkeppnisað- staða íslenskra skipasmíðastöðva á þessu tímabili, sem að sögn for- svarsmanna atvinnugreinarinnar skapaðist af fastgengisstefnunni og kostnaðarhækkunum innan- lands. A þessu ári hefur sam- keppnisaðstaðan verið að færast í betra horf og nú telja menn í grein- inni sig jafnvel vera þess um- komna að bjóða sambærileg verð og fást erlendis. Nú bregður hins vegar svo við að nýsmíðabylgjan virðist gengin hjá, „veislunni var lokið loksins þegar innlendar stöðvar höfðu fengið betri sam- keppnisstöðu", svo vitnað sé í fréttatilkynningu sem Félag drátt- arbrauta og skipasmiðja sendi fjöl- miðlum í fyrri viku. Það er hins vegar athygli vert að öfugt við þróunina í nýsmíðum hafa innlendar stöðvar allan tím- ann verið færar um að keppa við og jafnvel undirbjóða erlenda að- ila þegar um var að ræða viðgerð- ir eða endurbætur á skipum. Und- anfarin ár hefur kringum helming- ur þessara yerkefna farið fram inn- anlands. Á þessu ári hefur inn- ienda hlutdeildin tekið stökk upp á við og er nú reiknað með að um þrír f jórðu hlutar allra viðgerða og endurbóta á íslenska flotanum fari fram innanlands. Hrun framundan____________ Þótt horfur séu á að íslenskar skipasmíðastöðvar muni áfram fá viðhaldsverkefni, dugar það skipasmíðastöðvunum skammt ef litlar eða engar nýsmíðar verða í landinu á næstu árum. Eins og nú standa sakir virðist hins vegar ekki mega gera ráð fyrir mikluni nýsmíðum fiskiskipa á næstu ár- um. Nýsmíði innlendra fiskiskipa er ekki álíka mikil frá ári til árs, heldur hefur endurnýjun flotans jafnan orðið í bylgjum og síðan lá- deyða inn á milli. Að þessu sinni reis öldutoppurinn hæst á síðasta ári þegar hátt á fjórða milljarð króna var varið til að smíða ný skip. Af þeirri upphæð munu ríf- lega 800 milljónir hafa fallið í skaut innlendra skipasmíða- stöðva. Á næsta ári er gert ráð fyr- ir að skip verði smíðuð erlendis fyrir rtflega hálfan milljarð en hér- lendis fyrir um helminginn af þeirri upphæð. Jafnvel þótt allar nýsmíðar fiskiskipa færu fram inn- anlands á næstu árum, yrði senni- lega ekki meðöllu komist hjá sam- drætti í greininni. Verði hlutfallið milli innlendra og erlendra stöðva svipað og verið hefur undanfarin ár, virðist augljóst að algert hrun blasi við. Með tilliti til þess at- vinnuástands sem almennt ríkir í samfélaginu um þessar mundir, gæti slíkt hrun reynst býsna alvar- legt mál. JON DANÍELSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.