Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 6
SMAFRETTIR Miövikudagur 8. nóv. 1989 Svavar opnar sýningu í Hull Laugardaginn 29. október sl. opnaöi menntamálaráöherra myndlistarsýninguna „Landscap- es from á High Latitude — lce- landic Art 1909—1989 í Ferens- listasafninu í Hull. Myndin, sem tekin er viö opn- unina, er af (f.v.) Svavari Gests- syní menntamálaráðherra, sendi- herrahjónunum Rögnu Ragnars og Ólafi Egilssyni, Trevor Larsen formanni menningarráös Hull- borgar og Ann Bukantas, einn af stjórnendum Ferens-listasafns- ins, en hún var ein þeirra sem völdu verk á sýninguna. Lista- verkiö sem þau viröa fyrir sér er „Höfuðlausn" Ásmundar Sveins- sonar. Á bakvið sést málverk Einars Hákonarsonar „í fjalladal". Fræðsluefni um Namibíu Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur nýlega gefið út fræðsluefni um Namibíu. Efnið er ætlað framhaldsskólum og elstu bekkj- um grunnskóla. Tilgangurinn með þessu efni er að vekja athygli á málefnum Namibíu en landið stendur nú á tímamótum, þar sem það mun á næstunni öðlast sjálfstæði. Um þessar mundir eru nefnilega haldnar fyrstu frjálsu kosningarn- ar í landinu og er þá stórt skref stigið í átt til sjálfstæðis. í efninu er leitast við að gefa nemendum innsýn í hvað er að gerast í Namibíu núna og hver sé bak- grunnurinn. Efni Hjálparstofnunar kirkjunn- ar um Namibíu er að hluta til þýtt og endursamið úr dönsku og að hluta til er það afrakstur ferðar starfsmanns stofnunarinn- ar til Namibíu í september síð- astliðnum. Efnið er sent endur- gjaldslaust til skóla og annarra sem áhuga kunna að hafa á því. Allmargir skólar hafa nú pantað efnið og fengið það í hendur. Undirtektir þeirra hafa verið mjög góðar og er ekki annað að heyra en að kennarar og nem- endur kunni að meta framtakið. Almenn lög- f ræði Ár- við lagadeild Háskóla íslands. Almenn lögfræði fjallar um helstu grundvallaratriði lögfræði, svo sem hlutverk laga og réttar, tengsl ríkis og réttar, réttarheim- ildir, lögskýringar o.fl. í bókinni eru ítarlegar skrár og dómareif- anir. Bókin er 651 blaðsíður í vönd- uðu bandi, og kostar 7.500 kr. Höfundurinn, Ármann Snæv- arr, var um árabil prófessor við lagadeild Háskóla íslands og var síðar skipaður dómari við Hæstarétt íslands. Ármann hefur skrifað mörg rit á ýmsum svið- um lögfræðinnar og staðið fyrir útgáfu lagasafna og dómaskráa. Þroskahjálp fjallar um hrörnun hjá börnum manns Bókaútgáfa Orators hefur gef- ið út Almenna lögfræði eftir Ár- mann Snævarr. Þetta er í fyrsta sinn sem Al- menn lögfræði kemur út í prent- aðri útgáfu, en áður hafa verið gefin út handrit ætluð til kennslu. Tímaritið Þroskahjálp 5. tölu- blað 1989 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu tölublaði kynnumst við leiklistar- og tónlistarstarfi fatlaðra og því hve miklum ár- angri er hægt að ná þegar sam- an fer einlægni og agi. Tónstofa Valgerðar er heimsótt og fylgst með Gísla Björnssyni, þriggja ára snáða, í tónmeðferð (músik- þerapíu) og spjallað við Valgerði Jónsdóttur sem rekur stofuna. Einnig er rætt við Sigríði Eyþórs- dóttur um starf leikhópsins Perl- unnar. Hópurinn hefur getið sér gott orð og hróður hans borist víða sem sést best á því að hann fékk boð um að fara til Bandaríkjanna síðastliðið sumar. En stærsti hluti þessa tölu- blaðs er þó umfjöllun um sjald- gæfan hrörnunarsjúkdóm (Batt- en). Tvær mæður barna með þannig sjúkdóm segja opinskátt frá reynslu sinni og skýra frá því sem fyrir augu og eyru bar í Hol- landsferð sem þær fóru til að kynna sér aðbúnað og fleira þar. Þá ritar Þorbjörn Bjarnason, blindrakennari grein um börn með þennan sjúkdóm. Fastir þættir eru á sínum stað s.s. Bókakynning, Af starfi sam- takanna og fleira. Mildsýrð þykkmjólk á markaðinn Mildsýrðar mjólkurafurðir með ríkulegum skammti af ávöxtum eða blöndu af ávöxtum og trefja- korni hafa farið sigurför um Mið- Evrópu á liðnum árum. Nú kem- ur á markað hérlendis svonefnd þykkmjólk í þremur afbrigðum: 6 korna með ferskjum, með eplum og perum í stórum bitum og með hreinum jarðarberjasafa handa þeim sem ekki vilja bita eða korn í þykkmjólkina. Þykk- mjólkin er framleidd í Mjólkur- samlagi Borgfirðinga Borgarnesi. Sprellibókin f yrir 3—106 ára! Sprellibókin er komin út, á vegum Nathan & Olsen hf. í henni má finna skemmtilega leiki, föndur, ráðgátur, fróðleiks- mola, litla sögu um hafragraut, gómsætar uppskriftir og síðast en ekki síst spennandi verð- launasamkeppni þar sem fyrstu verðlaun eru hvorki meira né minna en Floridaferð fyrir tvo. Bókin er ætluð fyrir börn á aldrinum 3 til 106 ára, eins og segir á forsíðu, og verður seld í matvöruverslunum á 50 krónur. Ekki er að efa að Sprellibókin á eftir að stytta ýmsum stundirnar í skammdeginu. Auglýsingastofa Kristínar sá um ritstjóm, hönnun og setn- ingu bókarinnar. RAÐAUGLYSINGAR Flokkssta Kratakaffi Opið hús í kvöld í Félagsmiöstöö Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8—10 kl. 20.30. Spjöllum og spáum í pólitíkina. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Bæjarmálaráð Alþýðuf lokksins í Hafnarfiröi Fundur verður haldinn mánudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Málefni aldraðra. Bæjarmálaráð Hafnarfjarðar Stefnuskrárvinna fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík Fundur verður um eftirtalda málaflokka sem hér segir: Miðvikudaginn 8. nóv. kl. 12.00: Menningarmál kl. 17.00: íþrótta- og æskulýðsmál Skipulags- og umhverfismál Fimmtudaginn 9. nóv. kl.17.00: Skólamál Veitustofnanir Fundarstaður er að Hverfisgötu 8—10 í húsakynn- um Alþýðuflokksins. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í stefnumótun- inni hafi samband við Arnór Benónýsson í síma 29244. Skrifstofa Alþýðuflokksins Utanríkismálanefnd S.U.J Formaður utanríkismálanefndar S.U.J., Magnús Árni Magnússon, boðar til áríðandi „morgunverðar- nefndarfundar" með tilheyrandi veitingum, nk. laugardag 11. nóv. kl. 10.00 árdegis. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. Mætið stundvíslega Rauður: þríhyrningur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsms sem þú tekur þig hættulegan í Umferöinní? tfarow

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.