Alþýðublaðið - 08.11.1989, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. nóv. 1989 7 ÚTLttND „Perestroika" á Moskvumatseðli Á kvöldin komast Sovétbúar ekki inn á þetta veitingahús, þvi þá eru þaö aðeins krítarkort frá Vesturlöndum sem gilda sem greiðslur. Ekki einu sinni dollarar duga á kvöldin. Þessi vinsæli veitingastaður er staðsettur við Krapotkinskjaja- götu nr. 36. Maturinn þar er sagð- ur vera einhver sá besti sem hægt er að fá í Moskvuborg og þar er ströng dyravarsla. Fljótlega fyllist staðurinn og það er skálað og hlegið, kavíar, blindis, kampavín, vodka, ferskur urriði, tónlist, góð þjónusta og háttvísi er það sem viðskiptavinirnir eru að sækjast eftir. Menn kalla þennan stað stundum himnaríki í hinni heldur grámyglulegu Moskvu . . . himna- ríki hinna fjáðu, sendifulltrúa og kaupsýslumanna. Einkavœðing Það eru svona smá himnaríki sem hafa sprottið upp frá því Gorb- atsjov hóf umbótastefnu sína og þessa er farið að gæta einnig í verslunum. Þessi einkafyrirtæki eru öllum opin en verðlag er tvisv- ar til þrisvar sinnum hærra en í ríkisreknum fyrirtækjum. Þess vegna eru þeir ekki ánægðir sem hafa ekki peninga til að nýta sér þessi „himnaríki" og láta í Ijósi óánægju sína með lesendabréfum og mótmælum á ýmsa vegu. í skemmtigarði Moskvuborgar, Gorkij-garðinum, hópast íbúar borgarinnar um helgar og grilla sér mat milli trjánna og unga fólk- ið dansar eftir vestrænum met- söluplötum. „Sagði kjötið mjá mjá eða voff voff,“ spurði ung stúlka blaða- * A hádegi streyma Sovétborgar inn á Krapotkin-veit- ingastaðinn til þess að borða góðan, dýran mat sem þeir borga svo fyrir með ráblunum sínum. Pessi veitingastað- ur er rekinn af einkaaðilum. Síðasta hönd á verkið áður en efnuðu gestirnir með krítarkortin taka að streyma inn. mann Arbeiderbladet þegar hann sagðist hafa verið í útieldhúsi í garðinum, sem tíðkast mikið á Vesturlöndum. Það virðast ekki allir jafnhrifnir af einkaframtak- inu, segja jafnvel að allt sem ekki er ríkisrekið sé svikið, óætt og bölvað drasl. Sovéskar konur þurfa að standa í biðröðum til þess að fá flesta hluti og er mjög lítið um kjöt svo þess vegna gæti unga konan hafa hitt naglann á höfuðið þegar hún gaf í skyn að kjöt það sem blaðamanni Arbeiderbladet tókst að fá í sjoppu einkaframtaksins í skemmtigarð- inum væri kattar- eða hunda- kjöt. . . þó varla sé nú hægt að taka þá athugasemd trúlega. Á kvöldin safnast erlendir blaðamenn og ferðamenn gjarnan saman á Vostok-barnum'á Hotell Nationa! yfir köldu ölglasi og doll- ara-buffi. Þar fjarlægjast á þægi- legan hátt hversdagserfiöleikar hins almenna Moskvubúa. Lenin bjó á þessu hóteli áður en hann flutti inn í Kreml árið 1919. (Arbeiderbladet, stytt.) INGIBJORG ÁRNADÓTTIR SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 20.35 SPAUGARARNIR PALLESEN 0G PILMARK Síðari hluti skemmtidagskrár með æringjunum Pallesen og Pihnark. Reyndar var fyrri þátturinn ek'ki nándar nærri jafn góður og við var búist, því miður. En allt er í heimin- um hverfult; danskurinn klikkar á húmornum. Stöð 2 kl. 21.00 HALLDÓR LAXNESS Seinni hluti heimildarmyndar Stöðvar 2 um Halldór Laxness. í þeim fyrri var fjallað um æsku- og þroskaár skáldsins og numið staðar þar sem heimsfrægðin knúði dyra. Hér er þráðurinn tekinn upp, fjallað um aðdraganda Nóbelsverðlaun- anna sem Halldór fékk 1955. Rætt verður við marga samtímamenn skáldsins og ferill þess rakinn allt til dagssins í dag. Andstætt við fyrri þáttinn, þar sem leikarar fóru með hlutverk Haffdórs er -þessi þáttur einvörðungu byggöur upp á mynd- um sem til eru af honum frá þeim ár- um sem þátturinn fjallar um, auk þeirra mynda sem birtast af viðmæl- endum og skáldinu sjálfu í nútíð- inni. Handrit þáttanna gerði rithöf- undurinn Pétur Gunnarsson en Þor- geir Gunnarsson var leikstjóri og stjórnaði upptöku. Pétur hefur reyndar manna best á íslandi tekist á við stærð Halldórs Laxness í skáld- verki. I bók sinni Persónur og leik- endur er Halldór ein aðal söguhetj- an, a.m.k. á óbeinan hátt og Pétur gerir þar grein fyrir á skemmtilegan hátt hvernig Halldór Laxness hefur risið upp yfir önnur íslensk skáld og jafnvel stundum gert þeim torvelt að skrifa því samanburðurinn er svo óhagstæður. Sjónvarp kl. 21.30 ENGINN NEMA WJ * * , (l'll be Seeing You) Bandarísk bíómynd, gerd 1944, leik- stjóri William Dieterle, aðalhlut- verk Ginger Rogers, Joseph Cotton, Shirley Temple. Ung stúlka, leikin af Ginger Rogers, fangi sem er laus samkvæmt skil- orði hittir ungan hermann sem er eitthvað truflaður á geði og þau fella hugi saman. Ekki hljómar það glæsilega. Þau fá færri stundir sam- an en þau helst vildu. Og hvað gerist þá? Það veit enginn. David Selznick framleiddi myndina og hann hlóð víst heldur miklu i kringum það sem iítið var. Stöð 2 kl. 22.20 KVIKAN Þáttur um viðskipta- og efnahags- mál innanlands og utan. Umsjónar- maður er Sighvatur Blöndahl. Þetta eru oft á tíðum hinir ágætustu þætt- ir, en stundum ekki nógu beittir. Stöð 2 kl. 23.15 KASTALINN (Riviera) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerö 1987, leikstjóri Alan Smithee, aðal- hlutverk Ben Masters, Elyssa Dava- los, Patrick Bauchau, Richard Ham- ilton. Kelly, fyrrum starfsmaður Alríkis- lögreglunnar, skríður úr fylgsni sínu til að bjarga kastala föður síns í Suð- ur-Frakklandi. Hann uppgötvar sér til mikillar skelfingar að sótt er að honum úr öllum áttum og hann á fótum fjör að launa. 0 STÖÐ2 17.00 Fræösluvarp 1. Bakþankar 2. Frönsku- kennsla 17.50 Töfragluggmn 15.45 Meö hnúum og hnefum Kvikmynd um ungan heyrnar- lausan mann 17.05 Santa Barbara 1750 Klementma Tertcoimynd 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær Brasilískur framhalds- myndaflokkur 18.20 Sagnabrunnur Myndskreytt ævintýri 18.35 í sviösljósinu 1900 19.20 Poppkorn 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Spaugararnir Pallesen og Pilmark Skemmtidagskrá 21.15 Nýjasta tækni og vísindi 21.30 Enginn nema þú (l'll be seeing you) Bandarisk bíómynd frá 1944. Aöalhlut- verk: Ginger Rogers, Joseph Cotten og Shirley Temple. 19.19 19.19 20.30 Bein lin* Sím- inn er 683888 21,00 Hfttldor Laxness HeHnildarmynd 21.55 Murphy Brown Bandariskur mynda- 22.20 Kvrttan Þirtur um viðskipta- og efnahagsmál 22.50 f Ijósaskiptun- um Spennuþáttur 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.15 Kastalinn Lög- reglumynd. Aðalhlut- verk: Ben Masters, Elyssa Davalos, Patr- ick Bauchau o.fl. Bönnuð börnum 00.50 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.