Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 8
MÞBinneni Miövikudagur 8. nóv. 1989 Sendinefnd VMSÍ: Með stefnuna til Steingríms ' Sérstök sendinefnd frá Verkamannasambandi Is- lands fer í dag á f und Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra til að kynna honum stefnu og stöðu sambandsins í kjöl- far nýafstaðins þings. í sendinefndinni verða þau Karl Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, Snær Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, Ragna Bergmann, formaður Verkalýðsfélagsins Framsóknar og Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði. Má búast við því að þau útskýri sérstaklega stefnu VMSÍ í kjaramálum, málefnum fiskveiða og vinnslu og síðan afstöðuna til orkufreks iðnaðar, en sem kunnugt er hefur sambandið mælt með stækkun álvers eða byggingu nýs álvers. Alpan á Eyrarbakka: Framleiðslan hefur tvöfaldast á arinu Starfsmönnum hefur fjölgað úr 20 í 45 og í ár verda framleiddar um 300.000 álpönnur og pottar. Mikill uppgangur ríkir um þessar mundir hjá fyrirtækinu Alpan, sem framleiðir álpönnur og potta á Eyrarbakka. Hef- ur framleiðslan tvöfald- ast á milli ára og fer í ár upp í nálægt 300.000 stykki. Að sögn Andrésar Sig- urðssonar framkvæmda- stjóra var fyrirtækið með rekstur í Danmörku, en verksmiðjan þar brann í fyrra. Var starfsemin þá al- farið flutt til íslands með mjög góðum árangri. ,,Viö höfum tvöfaldað fram- leiðsluna auk þess sem að á bak við reksturinn hér stendur lítið breyttur fasta- kostnaður. Framleiðslan er í toppi núna og við seljum nánast alla framleiðsluna.' Markaðssvæði Alpan er öll Evrópa, en þó einkum V-Þýskaland. Tap var á rekstrinum í fyrra, en búist við smávægilegum hagn- aði á þessu ári og vænting- ar um enn betri árangur á næsta ári. A einu ári hefur starfsmönnum fyrirtækis- ins á Eyrarbakka fjölgað úr um 20 í um 45 og er það orðið stærsta fyrirtæki staðarins á meðan Bakka- fiskur hf er lokað. Sveitarfélögin á sudvesturhorninu: Samræmdar aðgerðir gegn vargfuglinum Stjórn Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH) hefur verið falið af aðalfundi samtak- Uwe Beckmeyer. sem hér sést á mynd með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð- herra, var formaöur sérstakrar sendinefndar frá Bremen og Bremerhaven sem kom til íslands tii viöræöna um síðustu helgi við Jón og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Þar var meðal annars rætt um takmarkanir á siglingum íslenskra skipa með óunnin afla og að von- um féll slikt ekki í of góðan jarðveg hjá Þjóöverjunum. Beckmeyer er jafnaðarmaður og við- skiptaráöherra sins fylkis. A-mynd/GTK. anna að móta tillögur um samræmdar aðgerðir til fækkunar vargfugls á svæðinu og leita stuðnings ríkis og annarra aðila við þær aðgerðir. Vargfugli hefur fjölgað gíf- urlega á svæðinu á undan- förnum árum. Aætlað er að fjöldi sílamáva sé um 37 þús- und á suðvesturhorni lands- ins. Af þessum fjölda hefur skapast talsvert ónæði fyrir einstaklinga jafnt sem fyrir- tæki, að mati samtakanna. Að auki er hætta á því að smitsjúkdómar geti borist með þessum fuglum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hafa lýst áhuga á að vinna með SSH og Veiðistjóri hefur lagt fram hugmyndir um fækkun vargfugls. Flugleidir: Nýtt f lugfélag Stjórn Flugleiða ákvað á fundi í gær að stefna að stofnun nýs flugfélags sem hefði með höndum flug á innanlandsflugleiðum, hugsanlega í samstarfi við flugfélög á landsbyggð- inni. Þessi ákvörðun var tekin í Ijósi þeirrar breyttu stefnu sem birtist í úthlutun Flug- ráðs á flugleyfum. Telja Flug- leiðir að umrót skapist vegna þessara breytinga og að stofnun nýs flugfélags styrki samgöngunetið í sessi, tryggi betur hlut landsbyggðarinnar í flugrekstri og muni leiða til hagræðingar. VEDRIÐ ÍDAG Austan og norðaustan átt sums staðar all hvasst norðan tii é Vestfjörðum, en annars kaldi. Skúrir um sunnan vert landið en rign- ing og slydda við noröur- ströndina. Hiti 0—5 stig. Fólk Útvarpsmaðurinn Stef- án Jón Hafstein er skel- eggur umræðustýrandi eins og menn vita. Næst- komandi laugardag verð- ur haldið málþing á veg- um Trésmíðafélags Reykjavíkur (í tilefni af 90 ára afmæli þess) um „verkalýðshreyfingu á nýrri öld" og stýrir Stefán Jón umræðunum. A und- an pallborðsumræðum flytja 7 einstaklingar stutt erindi um efnið, þeirra á meðal Ásmundur Stef- ánsson, Gudmundur J. Guðmundsson og Og- mundur • Jónasson. Greinilega lokkandi mál- þing hér á ferð. • Félagsmálaráðherra til- nefndi nýlega nýjan að- stoðarmann svo sem blaðið greindi frá nýverið. Nú hefur ráðherra skipað nýjan forstöðumann hús- bréfadeildar Húsnæðis- stofnunar, Sigurd Geirs- son viðskiptafræðing. Sigurður útskrifaðist frá HÍ árið 1979, starfaði um skeið á endurskoðunar- skrifstofu, en hefur verið hjá Útvegsbankanum frá 1982, þar sem hann er umsjónarmaður ráðgjafa- þjónustu bankans. Sig- urður er 34 ára, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur. I stuttu spjalli við fólkdálk- inn sagði Sigurður að nýja starfið legðist vel í sig. 'Með húsbréfunum er verið að fara nýjar leiðir, þótt reyndar hafi verið svipað kerfi við lýði fyrir dll mörgum árum. Ná- grannalönd hafa reynt þessa leið með ágætum árangri og það verður spennandi að sjá hvernig gengur hér á landi" sagði Sigurður. • Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins hefur ákveðið að skipa að nýju siðanefnd til að annast framkvæmd siðareglna um markaðsstarfsemi. Til siðanefndarinnar er hægt að leita ef fólk telur siða- reglur brotnar í viðskipt- um. Formaður siðanefnd- arinnar verður Þárdur S. Gunnarsson lögfræðing- ur, en með honum eru í nefndinni María E. Ingva- dóttir, tilnefnd af Neyt- endasamtökunum og Brynjólfur Sigurdsson, til- nefndur af viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Ritari nefndarinnar er Sigríöur Finsen skrif- stofustjóri Landsnefndar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.