Alþýðublaðið - 11.11.1989, Page 1

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Page 1
Miklir atburðir gerast nú í Austur-Evrópu. Samtímis tifar klukkan á þá miklu breytingu sem framundan er 1992 er sameiginlegur, innri markaður EB verður að veruleika. Alþýðublaðið fjallar ítarlega um skipulag og starf EFTA og tengslin við EB og hvaða áhrif umbyltingin í Austur-Evrópu og tengslin við EB og hvaða áhrif umbyltingin í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum gæti haft á hagkerfi Vesturlanda og framtíð Evrópu. Sjá bls. 6—7 Markús Möller hagfrœöingur um ókeypis kvóta: Færir útgerðarmönn- um 300 milljarða „Gorkúlu ævin- týrið11 Fiskeldisfyrirtækin hafa sprottið upp „eins og gorkúlur á haug“ hérlendis að undanförnu. Nú virðist komið að skuldadög- um. Allmörg fyrirtæki eru þegar gjaldþrota eða í greiðslustöðvun og þeir sem til þekkja eru sam- mála um að fleiri gjaldþrota sé að vænta. Þrátt fyrir erfiða stöðu greinarinnar eru þó til fyrirtæki sem standa nokkuð traustum fótum. Fimm til sex skuldugustu fyrir- tækin skulda samtals um þrjá af þeim sex milljörðum sem grein- in skuldar í heild. lnnan greinar- innar hafa menn nú áhyggjur af því að gjaldþrotin bitni á öðrum fiskeldisfyrirtækjum. Um fisk- eldið er fjallað í fréttaskýringu. Sjá bls. 5 Markús Möller hagfræðing- ur í Seðlabankanum segir að með óbreyttu kvótakerfi sé verið að úthluta útgerðar- mönnum 300 milljörðum króna. Hann miðar við að út- gerðarmönnum sé gefinn kvót- inn til eilífðar og þeir geti spar- að sér 16 milljarða á einu ári með ákveðnum aðgerðum. Sú upphæð jafngildir því að hægt væri að taka 300 milljarða lán með 5% raunvöxtum og standa á því skil. Þetta kom fram í er- indi sem Markús hélt á mál- þingi Sjávarútvegsstofnunar Háskólans á fimmtudag. Það sem þetta þýðir með öðr- um orðum er að með því að af- henda útgerðarmönnum auð- lindir hafsins geta þeir hagn- ast um 300 milljarða á löngum tíma, ef þeir framkvæma ákveðnar sparnaðaraðgerðir og fækka í flotanum. Markús gefur sér ákveðnar for- sendur fyrir þessum útreikning- um. Að fiskiskipaflotinn minnki um þriðjung, að breytilegur kostn- aður lækki um 20%, að vinnuafl minnki um 20% og að vinnslugeta í landi verði þriðjungi minni held- ur en hún er nú. Þetta þýðir, segir hann, að árlegur sparnaður gæti verið um 16 milljarðar króna í öll- um sjávarútveginum, sú tala svar- ar til 5% vaxta af 300 milljarða skuldabréfi sem hægt væri að standa skil á, en ekki greiða niður. Þ.e. út á þennan sparnað væri hægt að slá 300 milljarða lán og halda því í skilum. Þessi 16 millj- arða sparnaður fæst reyndar ekki fyrr en búið er að losa sjávarútveg- inn undan þeim skuldum sem hann býr við í dag. Með öðrum orðum mætti segja að sparnaður- inn færi fyrstu árin i að greiða skuldir en síðan yrði hann að hreinum hagnaði fyrir sjávarút- veginn, þ.e. eftir að búið er að skera greinina niður í þá stærð sem Markús gefur sér. Markús segir að útgerðinni veitti ekki af þeim peningum sem inn kæmu fyrir sparnaðinn til að laga skuldastöðuna. Það mætti hugsa sér að bjóða útgerðinni að taka sparnaðinn og nota í fáein ár gegn því að þeir tækju enga pen- inga út úr greininni heldur notuðu þá til að greiða niður skuldir og fjármagnskostnað. Að sterku fyrir- tækin keyptu upp þau sem skuld- settust eru í stað þess að fjárfesta í nýjum skipum. Á meðan þyrfti útgerðin engan auðlindaskatt að borga þar til eiginf járstaða útgerð- ar og vinnslu væri komin í 100 milljarða. Eftir það væri greiddur auðlindaskattur. ,,Þeir gætu ekki hafnað því,“ segir Markús við Al- þýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.