Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 11. nóv. 1989 MMÐUBLMD Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. BERLINARMURINN HRUNINN Derlínarmúrinn er hruninn. Austur-þýsk stjórnvöld tilkynntu á blaöamannafundi í fyrradag, aö Austur-Þjóöverjum yröi fram- vegis heimilt aö fara beint yfir landamærin til Vestur-Þýska- lands. Tíðindin urðu til þess aö þúsundir hafa streymt yfir landamærin undanfarna tvo sól- arhringa og langar biöraöir hafa myndast við Berlínarmúrinn sem nú er opinn í báðar áttir. Derlínarmúrinn var reistur árið 1961. Tilgangurinn var aö stööva flótta Austur-Þjóðverja til vestursins gegnum Berlín. Frá því aö Berlínarmúrinn var reist- ur hafa um eitt hundrað manns látið lífið við flóttatilraunir viö að komast yfir hann til frelsisins og lýðræðisins i vestri. Berlinar- múrinn var fljótlega tákn ein- ræðis, kúgunar og mannvonsku kommúnismans; áþreifanlegur flötur járntjaldsins og kalda stríðsins sem aðskildi tvo heima. Berlínarmúrinn var einnig bautasteinn ósigurs Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þýska- land var klofið, í vestri reis fljót- lega nýtt lýðræðisríki úr rústun- um, öflugt og máttugt þar sem framtak einstaklingsins fékk að njóta sín í skjóli vestræns lýð- ræðis og frelsis. Austurhluti Þýskalands var hins vegar undir- lagður stalínismanum; landbrot- ið var eitt af brúðuleikhúsum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu þar sem ráðamenn sátu einráðir, beint og óbeint skipaðir af Kreml. IVIíhaíl Gorbatsjov gerðist Sov- étleiðtogi árið 1985. Hann boð- aði nýja tíma. Gorbatsjov skap- aði hugtök sem glasnost og perestrojku — tjáningarfrelsi og umbætur. Gorbatsjov var í fyrstu tekið með fyrirvara í vestri, líkt og forverum hans á valdastóli í Sovétríkjunum sem tilkynnt höfðu breytingar á einræði kommúnista. Umbótarstefna Gorbatsjov var sprottin af brýnni þörf og nauðsyn Sovét- manna að umbylta hagkerfi sínu og stjórnarháttum. Þeir voru komnir í blindgötu. Þjóðarfram- leiðsla hafði farið minnkandi í ■ — stöðnuðu framleiðslukerfi. Sov- étríkin höfðu dregist marga ára- tugi aftur úr tækniþróun Vestur- landa. Sovétmenn höfðu tapað vopnakapphlaupinu. Og ekki síst: Sovétríkin höfðu tapað hug- myndafræðilegu stríði um sálir mannanna á jörðinni. Gorbat- sjov skildi breytta tíma. Mesta byltingin í stefnu hans er vafalít- iðsú, að hann hefur snúið Sovét- ríkjunum frá yfirlýstri stefnu Sta- líns og eftirmanna hans um heimsyfirráð kommúnismans; um alræði öreiganna á veraldar- vísu. Endanleg yfirlýsing kom frá Gorbatsjov í heimsókn hans til 'Finnlands á dögunum þar sem hann tilkynnti dauða Bré- snjeff- kenningarinnar. \Jorbatsjov hefur látið kné fylgja kviði. Hann á enn við mik- inn vanda að stríða heima fyrir. Þjóðaruppreisnir, kröfur um trú- frelsi, ferðafrelsi og frjálsa skoð- anamyndun dynja á Sovétleið- toganum og Æðsta ráðinu. En ekki síst krefjast íbúar Sovétríkj- anna aukinna lífsgæða, vilja meira vöruúrval og knýja á um úrbætur í neytendamálum. Til aö sinna þeim kröfum þurfa Sov- étríkin byltingu í framleiðslu- háttum. Umbæturnar hafa verið hraðastar í Austur-Evrópu eftir að ljóst var, að Sovétríkin myndu ekki beita sér fyrir íhlutun, held- ur þvert á móti hvatt til breyttra tíma. Hver stóratburðurinn á fætur öðrum hefur gerst: Fyrsta ríkisstjórn Póllands frá stríðslok- um þar sem kommúnistar fara ekki með völd, landamæri opn- uð milli Ungverjalands og Aust- urríkis og síðar milli Tékkóslóv- akíu og A-Þýskalands og nú milli A- og V-Þýskalands, Kommún- istaflokkurinn lagður niður í Ungverjalandi og landið lýsir síðar yfir sjálfstæði sínu sem lýð- veldi og boðar almennar kosn- ingar. Og nú síðast: Berlínar- múrinn hruninn. Framundan blasir endursameining Þýska- lands, þjóðfrelsi og lýðræði í A-Evrópu og nú tekur að djarfa fyrir einni Evrópu. Stalínisminn er dauður. M^gi hann aldrei rísa úr gröf sinni. Gamla lestrarfélagið Alveg frá því ég man eftir mér hef ég haft gaman af sögum. Fyrstu sögurnar voru músasög- urnar hans pabba. Hagamýsnar í þessum sögum voru alltaf að safna berjum og laufblöðum til vetrarins ogdrógu þetta inn í hlýja holu sina sem þær höfðu fóðrað með grávíði og gulvíði. Þessar vistarverur hagamúsarinnar standa mér enn jafn lifandi fyrir hugskotssjónum og ég ímyndaði mér þær endur fyrir löngu þegar við systkinin hlustuðum hugfangin á þessar framhaldssögur hjá pabba. Ég man enn hve mér fannst það hlyti að vera notalegt hjá hagamúsinni að gæða sér á hrútaberjum og blá- berjalyngi á meðan Ylir beljaði úti fyrir. Alla tíð síðan ég varð læs hef ég verið mikill bókaormur. Ég las við vasaljós undir sæng þegar búið var að slökkva Ijósin hjá okkur systkinunum. Ég laumaði inn á mig bók þegar mér var sagt að fara út að leika mér, fá ferskt loft í lungun, ég mætti ekki grafa mig lifandi yfir þessum bókum sýknt og heilagt. Ég tók fljótlega ástfóstri við ákveðna bókaflokka sem ég spændi upp um leið og ég festi hönd á hverri nýrri bók. Fyrst voru það „ævintýrabækurnar" með Finni og Dísu, Önnu og Jonna og páfagauknum Kíkí. Síðan tóku við Nonnabækurnar, Jóabækurnar (um þá félagana Jóa og Erling), Tarsanbækurnar, Bláu bækurnar o.s.frv. Þetta hafði bæði sína kosti og galla eins og flest annað í tilver- unni. Það var ótrúlega gaman meðan á því stóð en þar kom þó alltaf að lokum að ekki náðist í fleiri bækur úr flokknum og þá tók við hyldýpi örvæntingarinnar á meðan verið var að finna nýjan flokk bóka sem gætu að einhverju leyti komið í staðinn fyrir hinar horfnu hetjur. Mér hlýnar alltaf um hjartaræt- ur þegar eitthvað verður til þess að minna mig á gamla lestrarfé- lagið. Ég ólst upp til tólf ára aldurs í litlu sjávarþorpi úti á landi. Þetta var á árunum 1942—54 og eins og nærri má geta var ekki mikið um að vera á löngum vetrarkvöldum fyrir daga sjónvarps og kvik- mynda. Það var einna helst að út- varpsleikrit í ,,Hver er Gregory?- stílnum" settu að manni ljúfsáran hroll einstaka sinnum. Eitt var það þó sem aldrei brást, gamla lestrarfélagið. Ef ég man rétt var það aðeins opið einu sinni í viku. En þvílíkir dásemdar ævin- týraheimar sem lestrarfélagið opnaði. Það var alltaf þessi sér- kennilegi fiðringur í maganum í hvert skipti sem ég renndi augun- um eftir kjölum bókanna í hillun- um. Svo var líka alveg sérstök lykt sem fylgdi þessum gömlu bókum. Ég hef aldrei fundið ilmvatnslykt sem kemst í hálfkvisti við töfra þessa ilms. Svo tók maður loks eina bókina út úr hillunum og fór um hana augum og höndum eins og elskhugi við ástkonu sína. Nokkrir bókatitlar eru enn eins og meitlaðir í huga minn. „Rauða drekamerkið", „Svartstakkur", „Leikinn glæpamaður". Síðan ég las þessar bækur eru nú liðin um þrjátíu og fimm ár. Ég man enn söguþráðinn í þessum þremur bókum og hvernig kápan og bóka- spjöldin litu út. Þegar ég var að velja mér bækur komst ég ekki hjá því að heyra hvað fullorðna fólkið var að hvíslast á. „Mannamunur", „Kapítóla", „Örlög ráða". Mér fannst þetta ósegjanlega dularfullt og seiðandi og þegar ég svo seirina meir las þessar bækur skildi ég alveg lotninguna í mál- rómi fullorðna fólksins þegar þær bar á góma. Ég varð að vanda vel valið því að mér var skömmtuð ein bók á viku. Það kæmi niður á skólalærdómnum ef ég fengi fleiri, sagði fullorðna fólkið. Það var mikil helgiathöfn sem í hönd fór þegar heim var komið með bókina. Oft var það í kringum jól sem mestur tími gafst til bók- lestrar og um það leyti bakaði mamma mikið af smákökum sem hún geymdi í rósóttum dunkum af öllum stærðum og gerðum. En sá var galli á gjöf Njarðar að hún læsti alla dunkana inni í skáp og geymdi sjálf lykilinn. Svo gerðist það eitt vetrarkvöld að ég var að róta í gömlu drasli ofan í skrif- borðsskúffu og rakst á lykil sem mér fannst grunsamlega líkur lyklinum að kökuskápnum henn- ar mömmu. Ég beið í ofvæni eftir að fá að prófa lykilinn svo enginn sæi. Og viti menn, hann gekk að skápnum. Ég held að þessi lykilfundur hafi verið best varðveitt af öllum mín- um leyndarmálum. Því hefur ekki verið uppljóstrað fyrr en nú. Þegar ég kom heim með bók úr lestrarfélaginu í gamla daga sætti ég lagi og laumaðist í skápinn góða og gætti þess vandlega að taka aðeins eina köku af hverri sort (þær voru einar átta eða níu sortirnar), til þess að móðir mín tæki ekki eftir kökuhvarfinu. Kök- unum stakk ég í vasana, fékk mér mjólkurglas og læddist svo upp á háaloft á leyndan og afvikinn stað þar sem ég hafði hreiðrað um mig á gömlum dívan. Hvorki fyrr né síðar hef ég upp- lifað þvílíka alsælu eins og þarna á háaloftinu með Kapítólu og kök- urnar hennar mömmu. Eysteinn Björnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.