Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. nóv. 1989 9 Alþingi í vikulokin Atvinnumólin eg umhverfis- ráðuneyti Utandagskrárumræöan á mánudaginn um ástandið í at- vinnumálum setti mjög svip sinn á störf Alþingis þessa vik- una. Halldór Blöndal 2. þm. Noröurl. e. fór fram á umræðu um atvinnumálin þó svo að í hans löngu ræðum hafi mest verið fjallað um málefni Slippstöðvarinnar á Akureyri. Erfitt er að skilja kjarnann í málflutningi Halldórs sem krefst auk- inna ríkisafskipta í sama mund og hann telur að helsta böl atvinnulífsins séu ríkisafskipti. Utandagskrárumræðan sem var án tímamarka stóð f ram á nótt. Voru þá þingbekkir Alþingis orðnir ansi þunnskipaðir. Annað árgeiningsefni á Alþingi er hvort rétt sé að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti. Tryggvi Harðarson skrifar Fella gengið — hækka launin Eftir að þingmaðurinn Halldór Blöndal hafði rakið atvinnuleysis- tölur þessa árs vék hann að af- skiptum eða afskiptaleysi Jóns Sig- urðssonar iðnaðarráðherra og hafði ýmislegt við það að athuga. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra talaði næstur á eftir Halldóri og svaraði honum á málefnalegan hátt og af festu eins og honum er lagið. Sagði Jón m.a: „Raungengi krónunnar er nú svipað og það hefur að jafnaði verið á þessum áratug. En auðvitað er líka rétt og heiðarlegt að segja að þessar tölur eru líka til marks um þverrandi kaupmátt. Það var nauðsynlegt, það var óhjákvæmilegt, það er ekki tilgangurinn heldur er það því miður leiðin í málinu. Þess vegna verð ég að segja að því mið- ur gengur ekki málflutningur hv. 2. þm. Norðurl.e. sem í senn segir: „Það var farið allt of hægt í sakirn- ar með gengið, það átti að fella það miklu fyrr og miklu meira. Kaupið er líka allt of lágt, kaup- mátturinn er allt of lítill." „Ég sé ekki hvernig þetta getur gengið upp.“ Hér bendir ráðherra rétti- lega á rökvillu í málflutningi Hall- dórs Blöndal sem minnir á mál- flutning Kvennalistans sem hefur krafist hærri launa og gengisfell- ingar í sömu andrá. Gengisfelling er ekkert annað en kauplækkun, kjaraskerðing og því ekkert annað en skrípaleikur að krefjast hvoru tveggja í einu. Leita allra leiða Margir tóku til máls um atvinnu- málin þó umræðan snérist að mestu um Slippstöðina á Akureyri og skipasmíðaiðnaðinn. Eftir mið- Þingmál vikunnar Alþýðublaðið mun í vetur, héðan í frá, vera með fasta um- fjöllun um málefni sem til meðferðar eru í sölum Alþingis. í lok hverrar viku mun Alþýðublaðið birta skrá yfir öll helstu mál sem fram koma á Alþingi, jafnt frumvörp, þingsályktan- ir og fyrirspurnir. í þessum pistli veröur ekki um efnislega umfjöllun að ræða heldur einungis kynning á þeim málum sem fram koma á Alþingi og hver flytur. í dag munu kynnt ýmis mál sem lögð hafa verið fram á síðustu dögum. Frumvörp Frumvarp til laga um Starfs- launasjóð leikhúslistafólks Flm. Þórhildur Þorleifsdóttir og fl. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla þess efnis að öllum grunnskólanemendum skuli gefinn kostur á að kynnast menningarstarfsemi ýmiss konar. Flm. Þórhildur Þorleifsdóttir, Ragnh. Helgad., Guðrún Helgad., Guðm. G. Þórarinsson., Aðalh. Bjarnfreðsd. og Árni Gunnarsson. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraða þess efnis að taka upp nefskatt, 2.500 kr. á mann, sem renni til Fram- kvæmdasjóðs aldraða. Flm. Geir H. Haarde og fl. Stjórnarfrumvarp um að heilsu- gæslustöðvar og læknastöðvar megi kaupa lyf beint af heildsöl- um. Stjórnarfrumvarp sem veiti Hollustuvernd ríkisins sama vald og sömu þvingunarúrræði og heil- brigðisnefndir hafa. Jón Sigurðsson iðnaðarráöherra í sæti sínu á Alþingi en á mánudaginn stóð hann fyrir svörum um atvinnumái þjóðarinnar. nættið voru fáir alþingismenn enn í þingsöium og eftir að Halldór Blöndal hafði haldiö langa tölu um nauðsyn þess að ríkið kæmi skipa- smíðaiðnaðinum til hjálpar komst hann að þeirri niðurstöðu að ,,ís- lenskt atvinnulíf sé drepið í dróma aukinna ríkisafskipta . ..“ í lok umræðunnar sagði iðnað- arráðherra:.....að sjálfsögðu er það ásetningur minn og þeirra manna sem með mér starfa að þessu verkefni að leita allra þeirra leiða , þar með þeirra sem hv. 1. þm. Reykv. (Friðrik Sophusson) rifjaði upp úr Appledore-skýrsl- unni, til þess að íslenskur skipa- iðnaður standi sæmilega þegar að því kemur að samkeppnisstaða hans verður jöfnuð með því móti sem heppilegast er, nefnilega að grannþjóðir okkar leggi af sína styrki og niðurgreiðslur. En með- an þeir eru staðreynd í lífinu, þá verðum við að búa við hana.“ Hagstofu- eða umhverfisráðherra? í vikunni voru lögð fram frum- vörp þess efnis að stofnað verði umhverfisráðuneyti. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess og hafa ýmsir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins lýst sig andvíga því að stofnað verði sérstakt umhverfis- ráðuneyti. Það er ætlan ríkis- stjórnarinnar að lög um ráðuneyt- ið verði samþykkt fyrir árslok svo Júlíus Sólnes geti með réttu titlað sig umhverfisráðherra á nýju ári. Formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins lýsti því hins vegar yfir að hér væri það viðamikið mál á ferðinni að engar líkur væru á því að það gæti orðið að lögum fyrir áramót. Þeir fyrrum flokksbræður Júlíusar Sólnes virðast nefnilega hafa sérstaka unun af því að kalla hann Hagstofuráðherra og því ekki ólíklegt að þeir reyni að koma í veg fyrir að lögin um um- hverfisráðuneyti verði afgreidd á þessu ári. Kvennalistinn er aftur á móti fylgjandi því að umhverfis- ráðuneyti verði sett á fót og hafa tekið þátt í nefndarstörfum með ríkisstjórnarflokkunum um þau mál. Helsta ágreiningsefnið í nefnd- inni um stofnun umhverfisráðu- neyti var hvort málefni land- græðslunnar og skógræktar skyJdu heyra undir nýtt umhverf- isráðuneyti eða landbúnaðarráðu- neytið áfram. Niðurstaðan var sú að landgræðslan og skógræktin heyri áfram undir helsta gróður- eyðingarráðuneytið, landbúnað- arráðuneytið. Stjórnarfrumvarp um laun for- seta Islands. Frumvarp til laga um rétt for- eldra til leyfis frá störfum vegna umönnunar barna. Flm. Guðrún Agnarsd. og Dan- fríður Skarphéðinsd. Fyrirspurnir Frumvarp til laga um að lækka eignarskatt. Flm. Geir H. Haarde og fl. Frumvarp til laga um að koma á fót lyfjafræðslunefnd. Flm. Árni Johnsen og Friðrik Sophusson Frumvarp til laga um að koma á fót áfengisfræðslunefnd. Flm. Arni Johnsen og Friðjón Þórðarson Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiöslujöfnun fast- eignaveðlána til einstaklinga. Frá fjáhags- og viðskiptanefnd Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum er fjalla um verkefni um- hverfisráðuneytis. Sömuleiðis frumvarp um stofnun umhverfis- ráðuneyti. Frumvarp til laga um lögheimili þess efnis að lögheimili manns er sá staður sem hann hefur fasta bú- setu. Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd, um Siglingamálastofnun ríkisins og ýmsum lögum er varða yfirstjórn umhverfismála. Þingsályktanir Tillaga um athugun á lágmarks- framfærslukostnaði í landinu. Flm. Stefán Valgeirsson Tillaga um starfsreglur Alþjóða- þingmannasambandsins Flm: Geir H.Haarde og fl. Tillaga um forkönnun á gerð jarðganga milli lands og Eyja. Flm. Arni Johnsen og fl. Tillaga um hitalögn í Suður- landsveg í Hveradalabrekku. Flm. Árni Johnsen og fl. Tillaga um könnun á áhrifum steinatöku í náttúru íslands og hertar reglur í þeim efnum. Flm. Árni Johnsen og fl. Tillaga um byggingu fyrir Tækniskóla íslands. Flm. Guðm. G. Þórarinsson og fl. Tillaga um viðskipti og menn- ingarsamskipti við byggðir Vest- ur-íslendinga í Kanada. Flm. Ásgeir H. Eiríksson og Að- alh. Bjarnfreðsd. Fyrirspurn til forsætisráðherra um alþjóðlega friðarviku S.Þ. Frá Sigríði Lillý Baldursd. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um afstöðu íslands til Kambódíu. Frá Hjörleifi Guttormssyni. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um kjarnorkuvopnalaust svæði á norðurslóðum. Frá Hjörleifi Guttormssyni. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuskatt. Frá Hreggviði Jónssyni. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um opinbert eftirlit með lífeyris- sjóðum. Frá Alexander Stefánssyni. Fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra um Tryggingasjóð fiskeldis. Frá Halldóri Blöndal. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um kaup ríkisins á fasteignum. Frá Hreggviði Jónssyni. Fyrirspurn til forsætisráðherra um fræðslu um Evrópumálefni. Frá Hjörleifi Guttormssyni. Fjármálaráðherra og forseti sameinaðs þings stinga saman nefjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.