Alþýðublaðið - 21.11.1989, Page 1

Alþýðublaðið - 21.11.1989, Page 1
Frú Irmgard Adam-Schwaetzer aðstoðarutanrfkisráðherra Vestur-Þýskalands er nú stödd hér á landi í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Hún hefur þegar átt viðræður við utanríkisráðherra en mun einnig ræða við fleiri ráðherra þann tíma sem hún dvelur hér. Til umræðu verða fjölmörg mál sem tengja ríkin saman en einnig og ekki síður þróun mála í Evrópu, könnunarviðræður EFTA og EB og stjórn- málaástandið í Mið- og Austur-Evrópu. Frú Adam-Schwaetzer fer með málefni sem varða Evrópubanda- lagið í heimalandi sínu, en hún er þekktur stjórnmálamaður í landi sínu og áhrifamaður {flokki Frjálslyndra demókrata. Magnús Magnússon hinn góðkunni sjón- íslensk fyrir- tæki í Kenýa íslenskt ráðgjtifafyrir- tæki, Path á íslandi hf, vann verkefnisútboð vegna könnunar á raf- magns- og rafvæðinga- þjónustu fyrir rafmagns- veitur ríkisins í Kenya. Samningar voru undirrit- aðir í Nairobi fyrir skömmu, fyrir íslands hönd Ingi Þor- steinsson aðalræðismaður, stjórnarformaður Path. Um fyrri hluta sérstaks verkefnis er að ræða. varpsmaður í Bretlandi var í gær sæmdur ridd- araorðu breska heims- veldisins. Magnús mun þó ekki hafa leyfi til að nota titilinn sem heiðrinum er samfara, þ.e. sir, þar sem hann er Islendingur. Það var kvöldblaðið Evening Standard sem greindi frá þessu í gær og tók blaðið forsíðuna undir frétt og mynd af Magnúsi. Magnús var sæmdur ridd- araorðunni fyrir störf sín að varðveislu bresks þjóðar- arfs, einkum í Skotlandi þar sem hann býr. Samkvæmt því sem Evening Standard hefur eftir Magnúsi kom þetta honum mjög á óvart og hann átti ekki orð til að lýsa gleði sinni. Frú Adams-Sthwaetzer í heimsókn Gudmundur Oddsson um fjármál Kópavogs: Vönumst til að áætlanir standist Guðmundur Oddsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs segir að bæjar- stjórnarmenn í Kópavogi geri sér vonir um að þær fjárhagsáætlanir standist sem meirihlutinn gerði fyrir 1989. í sunnudags- blaði Morgunblaðsins gagnrýnir bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna og odd- viti minnihlutans, Ri- chard Björgvinsson, fjár- hagsstjórn meirihluta bæjarstjórnarinhar og segir að skuldirnar hafi hækkað á árinu um 200 milljónir en meiningin hafi verið að þær lækk- uðu. Tölur þessar eru teknar úr 9 mánaða uppgjöri bæjar- sjóðs Kópavogs og Guð- mundur Oddsson segir að þær séu réttar. Hann bendir hinsvegar á að það sé smekksatriði hvað menn vilja draga fram. Eignaaukn- ing bæjarsjóðs hafi orðið margfalt meiri en skulda- aukningin og inn í þeim auknu skuldum sem talað er um sé m.a. bókfærð skuld vegna Smárahvammslands þar sem Kópavogur er í ábyrgð vegna samnings sem bærinn tók yfir frá SÍS. Guð- mundur taldi að þar gæti ver- ið um tæpar 100 milljónir að ræða en segir jafnframt að þetta þurfi bæjarsjóður aldr- ei að borga. Guðmundur bendir einnig á að tekjur hafi komið hægar inn en gert var ráð fyrir enda sé kreppa hjá almenningi og fyrirtækjum. Það hafi hins- vegar gengið betur undir það síðasta að innheimta gjöld til bæjarins. Guðmundur segir að bær- inn sé búinn með allar fyrir- hugaðar framkvæmdir á ár- inu og geti því ekki dregið neitt úr þeim. Hann segir það ef til vill hægt að reikna það út að þær byggingar sem bærinn sé með í bygg- ingu kosti stórar upphæðir ef klára á þær allar á einu ári. Það sé hinsvegar ekki meiningin og slíkir útreikn- ingar því ekki til neins. Ögmundur Jónasson formaöur BSRB: Kaupmátturinn kominn allt of langt niður Samningar aö renna út og höfuökröfurnar eru kjarajöfnun, aukinn kaupmáttur og rœkileg trygging hans. „Kaupmátturinn er kominn allt of langt nið- ur og það fer ekki á milli mála að að fólk á orðið mjög erfitt með að reka heimili sín. Og það er auðvitað mjög alvarleg- ur hlutur. Fólk sættir sig ekki lengur við að axla byrðar kreppunn- ar og lykilorðið nú er kjarajöfnun. Fólk er bú- ið að fá nóg af því að búa við ólík kjör á vinnustað og sættir sig ekki leng- ur við að hafa lakari kjör en ýmsir hópar í nákvæmlega sömu störfum.* Þetta sagði Ögmundur Jónasson formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja i samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Ögmundur var þá nýkominn af könn- unarfundi með samninga- nefnd ríkisins, en samning- ar allflestra félaga hjá rík- inu og Reykjavíkurborg renna út um næstu mán- aðamót. Ögmundur sagði að höf- uðkrafan í komandi samn- ingum væri aukinn kaup- máttur og rækileg trygg- ing hans. ,,En áður en að formlegum samningavið- ræðum kemur þarf að ganga í ákveðna vinnu. Hún gengur út á að lag- færa innan bandalagsins þannig að laun fólks verði hin sömu fyrir sömu vinnu hjá sama vinnuveitanda. Ymis önnur mál eru að koma til uppstokkunar, t.d. í tengslum við verkaskipt- ingu ríkis og sveitarféiaga og þetta þarf að ræða,” sagði Ögmundur. Ólga á landsfundi: Klofnar Alþýðu- banda- lagið? Steingrímur kosinn varaformaöur Andstæðurnar innan Alþýðubandalagsins eru skarpari en nokkru sinni fyrr eftir landsfundinn um helgina. Klofningur gæti orðið að veruleika innan skainnis. Aðild flokksins að ríkisstjórn virðist heldur ekki tryggð til lengri tíma eftir þenn- an landsfund, sem veikti stöðu formannsins veru- lega. Landsfundi Alþýðubanda- lagsins lauk í Reykjvavík á sunnudagskvöld. Sigurveg- arar síðasta landsfundar fyr- ir tveim árum, stuðnings- menn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, máttu nú bíta í það súra epli að verða undir í veigamiklum málum, svo sem varaformannskjöri. Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn varaformaður og lík- ur benda til að honum sé fyr- irhugað að fara í framboð gegn Ólafi Ragnari Grims- syni á næsta landsfundi. Innan flokksins eru nú margir þeirrar skoðunar að klofningur sé nánast óum- ílýjanlegur. í fréttaskýringu á bls. 5 er fjallað um ástandið í Alþýðubandalaginu að loknum landsfundi og yfir- vofandi klofning í flokknum. Magnús Magnús- son aðlaður

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.