Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1
ÍMUBIOIB Miðvikudagur 22. nóvember 1989 STOFNAÐ T919 176. tbl. 70. árg. Rammasamningur viö Sovét: Beðið eftir staðfestingu á síldarsamningi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur sent samningamönnum íslands sem staddir eru í Moskvu skilaboð um að taka ekki upp samninga við Sovétmenn um nýjan rammasamning um viðskipti milli þjóðanna. Ástæða þessara skilaboða er tregða Sovétmanna til að staðfesta þann síldarsölu- samning sem gerður hefur verið við sovésk innflutnings- fyrirtæki en sovésk yfirvöld hafa enn ekki staðfest. Síðasti rammasamningur gilti til fimm ára en vegna tregðu Sovétmanna nú til að standa við sinn hluta samningsins hafa verið uppi ýmsar raddir hér á landi um hvort fram- hald geti orðið á slíkum samningi. 340 milljóna veituskattar í borgarsjód áriö 1989: Reykjavík skattleggur nágrannasveitarfélögin Kópavogsbúar hafa greitt á fimm árum um 128 milljónir í borgarsjóö, Hafnfiröingar tœpar 43 milljónir og Garö- bœingar um 20 milljónir. Borgarsjóður mun væntanlega hafa 340 milljónir í beinar tekjur af Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitunni á þessu ári. Um er að ræða hluta af hreinum hagn- aði þessara fyrirtækja sem rennur í Borgar- sjóð. En það eru ekki ein- vörðungu Reykvíkingar sem greiða þennan veituskatt heldur og ná- grannar þeirra í byggð- arlögum sem kaupa þjónustu af umræddum fyrirtækjum Reykjavík- urborgar. Þetta kemur fram í grein- argerð hjá Guðmundi Oddssyni forseta bæjar- stjórnar í Kópavogi og vara- þingmanni Alþýðuflokks- ins sem nú situr á þingi. Hann lagði í gær fram til- lögu á Alþingi til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Tillagan er þess efnis að sveitarfélag sem kaupir þjónustu í al- menningsþágu af ððru sveitarfélagi eigi rétt á að sækja til viðkomandi sveit- arfélags hlutdeild í gróða sem af starfseminni hlýst. Meðflutningsmenn Guð- mundar eru þeir Níels Árni Lund og Geir Gunnarsson. Guðmundur Oddsson sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að megintilgangur- inn með þessu frumvarpi væri að draga það fram að Reykjavíkurborg situr ekki við sama borð og önnur sveitarfélög hvað varðar tekjur. „Ég tel óeðlilegt að eitt sveitarfélag, Reykjavík eða önnur, hafi í gengnum selda þjónustu í almenn- ingsþágu tækifæri til að skattleggja íbúa grann- byggða sem kaupa af þeim slíka þjónustu. Eins hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvort ekki sé eðlilegt að setja svipuð lög um al- menningsveitur og í Noregi en þar er það skilyrt að hagnaður af almenning- sveitum skuli varið til að iækka verðið til neytenda." í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að Kópavogur sem bæði kaup- ir þjónustu af Rafmagns- veitunni og Hitaveitu Reykjavíkur hefur þannig greitt um 128 milljónir í gegnum þessi fyrirtæki til borgarsjóðs, þar af rúmlega 83 milljónir vegna raforku- kaupa. Hafnfirðingar hafi á sama tíma greitt um 42,7 milljónir og Garðbæingar um 20 milljónir í Borgar- sjóð í gegnum Hitaveitu Reykjavíkur. Washington Post med sérrit um ísland: Umf jöllun tengd auglýsingamagni Drœmar undirtektir við auglýsingaöflun leiddi til helmings nidur- skurdar á ritinu. Auglýsingasíöan átti aö kosta 3 milljónir króna. Washington Post, hið þekkta og útbreidda bandaríska stórblað, hyggst láta fylgja blaði sínu 8 síðna sérrit um ís- land um miðjan næsta mánuð. Á hinn bóginn stóð til að hafa sérritið 12 eða 16 síður, en þær áætlanir hafa skroppið saman vegna dræmra undirtekta við samhangandi auglýs- ingasðfnun blaðsins. Jón Sveinsson aðstoðar- maður forsætisráðherra stað- festi þetta í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Hann sagði að 3 starfsmenn blaðsins hefðu verið hér í tæpan mán- uð og safnað miklu af efni, Jón Sigurösson vidskiptaráöherra: Frestun undirritunar hefði gert illt verra „Rammasamkomulagið um viðskipti milli Islands og Sovétríkjanna var gert til þeas að þjóna íslensk- um útflutningshagsmun- um, ekki síst hagsmunum síldarsaltenda. En það hefði ekki falist neinn þrýstingur á Sovétmenn í því að fresta undirritun olíukaupsamningsins nú. Eg er reyndar sannfærður um að það hefði einungis gert illt verra," segir Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra m.a. í grein í Alþýðublaðinu í dag um olíukaupin af Sov- étmönnum og yfirstand- andi viðræður um síldar- sðlu ísiendinga til Sovét- ríkjanna. í greininni sem ber yfir- skriftina síldarsala og olíu- kaup, segir Jón það hafi ekki tíðkast að tengja saman kaup okkar á olíu frá Sovétríkjun- um og sölu okkar á síld þang- að. Það hafi verið reynt í eitt skipti, árið 1986 og hefði ekki greitt fyrir síldarsölusamn- ingum. Viðskiptaráðherra segir ennfremur að erfiðleikarnir á liðnu ári við að gera viðskipti við Sovétmenn gæfu tilefni til að endurskoða sjálfan grund- völl þessara viðskipta. Sjá bls. 5 meðal annars rætt við forsæt- isráðherra, utanríkisráð- herra, sjávarútvegsráðherra, ýmsa aðra ráðamenn og for- stjóra og kynnt sér ýmsa staði, svo sem Bláa lónið. Niðurskurðurinn á umfjöll- uninni helgast sem fyrr segir fyrst og fremst af dræmum undirtektum við auglýsinga- söfnun þessara aðila. Sam- kvæmt áætlun átti ritið helst að vera 16 síður með 4 síðum af auglýsingum og átti hver síða að kosta 50 þúsund doll- ara eða sem nemur rúmum 3 milljónum króna. Nú virðist þrautalendingin vera 8 síður með 2 auglýsingasíðum sem fást á 35 þúsund dollara hver eðásem svarar 2,2 milljónum króna. Ríkisstofnanir og -fyr- irtæki á borð við Orkustofn- un, Landsvirkjun og álverið auglýsa á annarri síðunni en væntanlega einkafyrirtæki á hinni. Ríkið vildi fyrir sitt leyti ekki auglýsa meira og var þannig horfið frá því að Seðlabankinn og Fríhöfnin yrðu með. „Ég skal ekki segja hvort beint samhengi sé milli um- fjöllunar og auglýsinga, en óneitanlega höfðu einhverjir viðmælendur það á tilfinn- ingunni. Ég held hins vegar að staðreyndin sé sú að þeir hafi komið án nægilegs und- irbúnings og fyrirvaralítið og gengið út frá því að auðvelt yrði að safna upplýsingum," sagði Jón. Svo gæti farið að bensín renni frá Shell-stöðinni alla leið í Tjörnina. A-mynd/E.ÓI. Bensínlekinn hjá Skeljungi: Líklegt að bensín renni í Tjörnina Halldór Torfason jardfrœdingur fann ekki jarövegsmengun en telur líklegt ad hluti bensínsins fari annad hvort út ísjó eda í Vatnsmýrina og þadan t Tjörnina. Sýnatökur á jarðvegi í kringum bensínstöð Skelj- ungs við Öskjuhlíð benda ekki til jarðvegsmengun- ar, sem kunnugt er láku fyrir skðmmu 9.800 lítrar af superbensíni úr niður- grðfnum tönkum vegna öryggisventiis sem gleymdist. Á hinn bóginn er talið líklegt að fyrr eða síðar komist hluti af magn- inu annað hvort út í sjó eða í Vatnsmýrina og þaðan í Tjörnina. Halldór Torfason jarðfræð- ingur hjá embætti Gatna- málastjóra staðfesti þetta í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hann hefur undanfarið grafið prufuholur í laus jarð- lög ofan á klöppinni til að leita að hugsanlegum leka í jarðveginum og hins vegar tekið sýni af bæði jarðvegi og grunnvatni. „Varðandi þann þátt sýna niðurstöður enga mengun í jarðvegi en það eru ekki komnar neinar niðurstöður um grunnvatnið. Hins vegar þykir líklegt að þetta gerist þannig að hluti af þessu fer ofan í berggrunninn og það- an alla leið niður á grunnvatn og rennur þar löturhægt áleiðis annað hvort niður í sjó eða niður í Vatnsmýri og það- an út í Tjörnina. Ég þori ekk- ert að segja til um magnið eða hvenær þetta kemur í ljós, en ef það fer í Vatnsmýr- ina og Tjörnina má reikna með að það finnist lykt og það myndist einhver brák," sagði Halldór.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.