Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. nóv. 1989 3 Svört skýrsla um brunamál: Brunatjón hækk- ar slöðugi — eldvarnaeftirlit í molum Heildartjón íslendinga vegna eldsvoða á tímabilinu 1984—1988 var um 7.3 millj- arðar króna, eða að jafnaði 1.5 milljarður á ári sem samsvarar 6.500 krónum á hverju ári á hvert mannsbarn í iandinu. Þetta kemur fram í greinar- gerð sem nefnd sem félags- málaráðherra skipaði til að gera heildarúttekt á stöðu brunamála í landinu. Nefndin segir í greinargerðinni að það hafi valdið sérstökum von- brigðum hversu gersamlega eldvarnaeftirlit hafi brugðist í 10 stærstu brunum síðari ára en brunatjón þeirra nam tæp- lega 45% af öllum greiddum brunatjónum á sama tímabili. Nefndin segir að þrátt fyrir all- góða löggjöf um brunavarnir og brunamál séu víða veilur í skipu- lagi og sérstaklega í eldvarnareft- irliti. Athugsemdum og kröfum um úrbætur sé lítt fylgt eftir og ófullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um helstu brunatjón. Lög- bundnar úttektir á byggingum hafi almennt ekki farið fram. Brunatjón hafa farið stórvax- andi á Islandi á síðustu árum að því er nefndin segir og hafa reynd- ar tvöfaldast á árunum 1987—89. Aðallega er um að ræða bruna í stórum atvinnufyrirtækjum. Nefndin gerir tillögur til úrbóta sem hniga einkum að því auka for- varnarstarf á hönnunarstigi og byggingartíma mannvirkja, herða eldvarnareftirlit eftir að hús hafa verið tekin til notkunar og ríkt verði gengið eftir því að kröfum um úrbætur verði sinnt undan- bragðalaust. í núgildandi reglu- gerðir vantar algerlega reglur um hvernig eldvarnareftirliti skuli háttað og nefndin leggur til að ráð- in verði bót þar á og það samræmt um landið allt. Alþingi vill rífa þetta hús, en það vill Borgarminjavörður ekki. A-mynd/E.ÓI. Mynd 2.9.2 - þróun brunatjóna á 9. áratugnum (verðl.júli '89) Borgarminjavörður og Alþýdubandalag í by^ingarnefnd: Leggjast gegn niðurrifi ó Kirk justræti 10-A Embætti Borgarminjavarðar leggst gegn erindi forseta Al- þingis til bygginganefndar Reykjavíkur um leyfi til að rífa húsið Kirkjustræti lOa. Um- hverfismálaráð borgarinnar hefur samþykkt erindið fyrir sitt leyti. Kirkjustræti lOa er eitt að þeim húsum í Tiúsaröðinni við Kirkju- stræti sem verða að víkja ef áætl- anir um byggingu nýs Alþingis- húss eiga að standast. þegar hafa að minnsta kosti 2 hús verið rifin þar í kring í ljósi þessa og nýlega sendi Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings erindi um niður- rif á Kirkjustræti lOa. Á síðasta fundi bygginganefndar lá fyrir nei- kvæð afstaða borgarminjavarðar en jákvæð afstaða umhverfismála- ráðs og var erindið sent skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings til um- sagnar. A fundinum lagði Magnús Skúlason, varamaður fyrir Al- þýðubandalag, fram sérstaka bók- un þar sem hann kvaðst eindregið mótfallinn erindinu og lýsti yfir furðu sinni á umsókn Guðrúnar, þar sem ekki standi til að byggja Alþingishús að svo stöddu. ,,Eg tel raunar að varðveita beri alla húsa- línuna við Kirkjustræti þar sem hún myndar eðlileg tengsl við Al- þingishúsið," segir Magnús. Hávaöabörn Víst erum við hávaðabörn, sljó og oft skapstirð og í raun dauðhrædd við þögn- ina. Okkur er stýrt af hrópum tæl- andi radda sem eru að segja okkur að einmitt nú bráðvanti okkur eitt- hvað sem við höfum ekkert við að gera. Frá því að síbyljan var uppgötv- uð og stofnaðar útvarpsstöðvar í kring um hana hefur heimurinn ekki frið og eyru okkar þreytt. Tónlist látin gjalla og litlir Guðir koma fram í dagsljósið í gervi poppara sem stundum flytja okk- ur ekkert, innpakkað í hreyfingar og ofsa og ráp fram og aftur á svið- inu og múgurinn frægi frá dögum Rómverja er þarna mættur og lyft- ir höndum til himins og fyrir löngu búinn að gleyma almættinu og þeim Guði sem okkur var einu sinni kennt að trúa á. Eru popparar listamenn? Sjálf- sagt eru þeir það sumir en best þykir mér þegar ég fæ einhvern slíkan til að syngja mér án ljósa og magnara og erum bara tveir og hann með gítar og raular mér af einlægni og er hann sjálfur. Hávaði sibyljunnar er hvarvetna á vinnustöðum þar sem hávaðinn er eins og baktjald, ekki handtak unnið nema með hávaða í eyrum sem kemur úr eyrnahlífum sem ættu að vernda mann fyrir háv- aða. Fiskur er flakaður með ær- andi tónlist í eyrum, tónlist nú- dagsins skellur á gangstétt og er þá markmiðið ekki að vekja at- hygli endilega á tónlistinni heldur versluninni sem leggur tónana á götuna eins og fiskimaður net fyr- ir þorska og við, í hlutverki þorsk- anna, látum ánetjast. Stundum fá strætisvagnafar- þegar ekki frið fyrir tónlist. Þá er fjöldinn látinn líða fyr- ir þörf eins manns, bílstjórans, sem vill fá að hafa sína stöð á og svo hátt að hann heyri almenni- lega. Auðvitað eru ekki allir bíl- stjórar svo tillitslausir, oft eru það yngri bílstjórar og gjarnan lausa- menn á sumrin. Eldri og ráðsettari bílstjórar láta sér nægja vélarhljóð og bjölluna sem biður um stopp á næstu stöð. Leigubílstjórar eru kurteisir flestir og láta útvarpið þegja eða rétt óma á meðan þeir aka farþeg- um sínum. Fólk með síbylju í eyrum á vinnustöðum segir mér að það sé eiginlega ekki að hlusta. Þetta sé eyrnahávaði. Þannig getur óttinn viö þögnina verið óskaplegur. Erum við kannski að verða búin að gleyma þögninni? Hún var eitt- hvað sem við heyrðum jafnvel þó hún væri þögul. Ef þagað var í síma heyrðist hljóð. Ef leitað er þagnar á öræfum hvíslar vindur alúð að grösum og fugl knýr sig áfram gegnum loftið með vængja- þyt. Samt er þögn. ✓ g þekki unga konu sem lengi bjó erlerídis og á ein- um stað ^afskekkt og átti ekki útvarp í tvö ár. Þetta var í skógi og hún lærði þögnina alveg upp á nýtt og þegar hún kom aftur til íandsins settist hún að langt fyr- ir utan borgina og gerir þá kröfu til fjölskyldunnar að hver morgunn verði án útvarps. Náttúran verði hljóðgjafinn, fuglar bjóði góðan dag og golan hjali við glugga. Hver dagur byrjar í þögn en samt er allt þrungið hljóðum lífsins, ekki niðursoðin á plötum eða disk- um og fólkið nýtur þagnarinnar án þess að verða skelfingu lostið, því þar sem náttúran talar er aidrei þögn en samt aldrei hávaði. Stundum get ég skilið þörf fyrir hávaða radda. Ég kynntist tveim systrum sem bjuggu í sveit og höfðu gripi í fjósi, elskuðu sínar kýr og töluðu svo mjúklega til þeirra og um, að ég varð alveg forviða. Systur höfðu aldrei gifst og ekki eignast börn, voru mikið einar og notuðu raddir útvarpsins að vinum. Útvarpstæk- ið stóð í svefnherberginu og ómur þess heyrðist um allt hús og bar þeim systrum raddir frá rás I jafn- vel í fjósið sem var undir húsinu. Þær systur voru ekki endilega að hlusta á það sem raddirnar sögðu, en ef þær vildu hlusta þá settust þær við tækið og heyrðu. Þessar systur voru hvað yndis- legust hávaðabörn sem ég hef kynnst. Ég kom til þeirra fyrst um vetur, lét hraða nútímans kyrran við túnfótinn og þær systur hjálp- uðu mér að stilla sálina á bylgju- lengd þagnarinnar. Raddir úr út- varpi trufluðu ekki gestakomu. Þegar ég fór stóðu þær á tröpp- unum og báðu fyrir mér í þeirri ógurlegu háskaför sem ég var að leggja í; að blandast nútímahávað- anum aftur. Þær veifuðu og hurfu svo inn í bæ og brátt mátti heyra útvarpsraddirnar sem voru þeim mikilvægar. Svo byrjuðu systur að bardúsa og tala hlýlega til kúnna sem bjuggu á heimilinu og virtust hafa fundið upp kyrruna og jórtruðu rósemina. Aumingja við, hávaðabörnin. MÍN SKOÐUN Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.