Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. nóv. 1989 UMRÆÐA Síldarsala og oliukaup í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp um undirritun samnings um olíukaup til ís- lands frá Sovétríkjunum 14. nóvember sl. hafa mikilvæg efnisatriði málsins viljað týn- ast. Rammasamkomulagið_____ frá 1985__________________ Það rammasamkomulag frá ár- inu I985semígildierumviðskipti milli íslands og Sovétríkjanna og nær yfir tímabilið 1986—1990 er hvorki vöruskiptasamningur né eru þær magn- eða verðmætistöl- ur sem þar eru gefnar upp fyrir hina ýmsu vöruflokka bindandi heldur er um að ræða samkomu- lag um viðskipti þar sem vörur eru greiddar í frjálsum, skiptanlegum gjaldeyri. Endanlegar samnings- tölur á hverjum tíma eru háðar samkomulagi þeirra aðila sem við- skiptin eiga. Stjómvöld landanna taka að sér að greiða fyrir við- skiptum og stuðla að jafnvægi í þeim. Á síðustu árum hefur að jafnaði verið nokkur haili á þess- um viðskiptum frá sjónarmiði ís- lendinga. Á árunum 1980-1989 hafa bindandi olíusamningar við Sovét- ríkin oftast verið gerðir snemma hausts og hefur þótt æskilegt að þeir væru gerðir að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áramót. Gerð sölusamninga við Sovétríkin hefur oftast tekið mið af fjárlaga- gerð þar í landi sem venjulega lýk- ur um miðjan nóvember. Þeir hafa því oftast verið gerðir á fyrstu mánuðum næsta árs á eftir. Vegna þess hvenær síldveiðar hafa farið fram hér við land á síðari árum hefur verið reynt að ná samning- um um sölu saltsíldar fyrr en öðr- um sölusamningum og hefur það stundum tekist en því miður ekki alltaf. Reynslan frá érinu 1986 Það hefur ekki tíðkast að tengja samah kaup okkar á olíu frá Sovét- ríkjunum og sölu okkar á síld þangað. Það var reynt í eitt skipti — haustið 1986 —og hafði þá alls ekki áhrif til að greiða fyrir síldar- sölusamningum. Reyndar liðu þrjár og hálf vika frá því að ís- lenskir ráðherrar ákváðu að skrifa ekki undir olíusamning þar til síld- arsamningar náðust 5. nóvember og hafa þeir aldrei náðst síðar fyrr en á þessu ári. Töfin á undirritun olíusamningsins spillti hins vegar góðum samskiptum við sovéska olíufélagið sem selur olíu hingað. Reynslan frá 1986 styður ekki full- yrðingu þeirra, sem hafa haldið því fram að fresta hefði átt undir- ritun olíukaupasamnings nú. Slík frestun hafði ekki og hefði ekki til- ætluð áhrif. Hefði verið rétt að undirrita ekki olíusamninginn? Nú stendur svo á að Síldarút- vegsnefnd hefur gert samning við sovéskt innflutningsfyrirtæki um sölu á 150 þúsund tunnum af salt- síld sem beðið hefur staðfestingar sovéskra stjórnvalda frá 4. nóvem- ber síðastliðnum. Sá dráttur sem orðið hefur á því að þessi staðfest- ing fengist og óvissan um síldar- viðskiptin er auðvitað óþolandi því síldarsöltunin er burðarás í tekjuöflun fólksins í plássunum þar sem síldin er söltuð á þessum árstíma. En hefði verið viturlegt við þessar aðstæður að undirrita ekki olíukaupasamning við Sovét- ríkin — samning sem er íslenskum viðskipaaðilum hagstæður? Ég tel afar ólíklegt — svo ekki sé meira sagt — að leiðin til þess að koma Jón Sigurösson, vidskipta- og iönaöarráöherra, skrifar: síldarsölumálinu fram hafi verið sú að við brytum sjálfir ramma- samkomulagið um olíuviðskiptin. Við sækjum ekki rétt í tvíhliða samning sem við virðum ekki sjálfir. Tilgangur_________________ rammasamkomulagsins Rammasamkomulagið um við- skipti milli íslands og Sovétríkj- anna var gert til þess að þjóna ís- lenskum útflutningshagsmunum, ekki síst hagsmunum síldarsalt- enda. En það hefði ekki falist neinn þrýstingur á Sovétmenn í því að fresta undirritun olíukaup- samningsins nú. Ég er reyndar sannfærður um að það hefði ein- ungis gert illt verra. Við verðum líka að hugsa um aðra útflytjendur til Sovétríkjanna en síldarsaltend- ur en þeir munu hefja samninga- viðræður fljótlega um viðskipti næsta árs. Þar er reyndar um að ræða 70% af útflutningi íslenskra vara til Sovétríkjanna samkvæmt reynslu síðustu ára. Um leið og við gerum þá kröfu til Sovétmanna að þeir standi við þann þátt ramma- samkomulagsins sem lýtur að salt- síldarsölu verðum við að standa við þann þáttinn sem lýtur að olíu- kaupum. Breytingar í Sovétríkjunum I Sovétríkjunum eiga sér nú stað miklar breytingar — kenndar við perestrojku — sem koma ekki síst fram í utanríkisviðskiptum þeirra. Við eigum á sama hátt og aðrar þjóðir á Vesturlöndum að leggja áherslu á að auka verslunarvið- skipti við þau í framtíðinni. En við þurfum að átta okkur betur en við höfum gert á því í hverju breyting- arnar þar í landi eru fólgnar. Þess- ar breytingar fela meðal annars í sér að heimildir til utanríkisvið- skipta verða einkum veittar fyrir- tækjum og atvinnugreinum sem sjálfar afla gjaldeyris um leið og slakað er á miðstýringu. Framtíð viðskipta_________ við Sovétríkin_____________ Við þurfum að laga saltsíldar- sölu okkar til Sovétríkjanna að þessum breytingum þar sem þau eru mikilvægasti markaður okkar fyrir þessa vöru. í reynd verða síld- arútfiytjendur að laga sig að frjáls- ari viðskiptaháttum í Sovétríkjun- um en þar hafa verið við lýði. Það er hlutverk stjórnvalda að taka þessi mál upp í komandi við- ræðum um nýtt rammasamkomu- lag eða breytt fyrirkomulag í við- skiptum milli Islands og Sovétríkj- anna sem taki við af því samkomu- lagi sem rennur út í árslok á næsta ári. Erfiðleikarnir á þessu hausti og reyndar einnig á Íiðnu ári við að gera sölusamninga við Sovét- menn um íslenskar útflutnings- vörur gefur tilefni til þess að end- urskoða sjálfan grundvöll þessara viðskipta. Sú tillaga að tefla í tvi- sýnu núverandi samkomulagi þegar eftir er eitt ár af gildistíma þess er hins vegar ekki til þess fall- in að verja hagsmuni þess fólks sem á mikið undir því að vel takist til um viðskiptin við Sovétríkin nú og í framtíðinni. „Það hefur ekki tíðkast að tengja saman kaup okkar á olíu f rá Sovétríkjunum og sölu okk- ar á síld þangað. Það var reynt í eitt skipti — haustið 1986 — og hafði þá alis ekki áhrif til að greiða fyrir síldarsðlusamn- ingum," segir Jón Sigurðsson ráðherra m.a. í umræðugrein sinni um síldarsölu og olíu- kaup. Vinningstölur laugardaginn 18. nóv. '89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.253.509 Z. 4af5^M j 5 78.350 3. 4af5 114 5.927 4. 3af5 3.498 450 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.895,037 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.