Alþýðublaðið - 22.11.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Síða 7
Miðvikudagur 22. nóv. 1989 7 UTLOND Edgar Hoover, yfirmaður FBI J. Frá árinu 1924 til ársins 1972 tókst Hoover að fela sig bak við goðsagnarkennda slæðu og fæstir eða engir þekktu manninn sjálfan. Hann var feiminn, taugaveiklaður, haldinn óstjórnlegum ótta við sýkla og ekki við kvenmann kenndur að því er vitað er. Þetta faldi hann með harðneskju og óbil- girni sem hann taldi bera vott um hugrekki. Hann skipaði undirmönnum sín- um að kalla sig til ef um áríðandi handtöku var að ræða svo hann gæti sjálfur smellt handjárnunum á hinn handtekna og þá um leið eignað sér heiðurinn. Verksvið hans átti fyrst og fremst að snúast um glæpastarfsemi en ekki elt- ingaleik við róttæka pólitítíkusa. Þessu vildi hann ekki una og gerði sér far um að safna upplýsingum, þá helst neikvæðum um róttæka stjórnmálamenn og ef honum tókst ekki að finna svarta bletti á „andstæðingum" sínum, átti hann til að mála þá sjálfur og segjast hafa fengið upplýsingar frá áreið- anlegum heimildum sem ekki vildu láta nafns síns getið! Hoover skirrtist ekki við að koma mönnum á kné, sérstaklega þóttist hann komast í feitt ef upp komst um framhjáhald og eða kynvillu embættismanna eða manna sem á einn eða annan hátt voru áberandi, t.d. listamenn. Út er komin bók um ,,skelfinn“ J. Edgar Hoouer og er hún ekki fögur lesning, segir Nick Dauies bók- menntagagnrýn- andi. Hoover: Ef hann ákvaö að einhver væri vinstri sinnað ur, jafnvel aöeins „Ijósbleikur" tókst honum yfirleitt að eyðileggja líf þess sem um var að ræða. i 48 ár Hann hikaði ekki við að hlera síma, setja hlustunartæki í svefn- herbergi, opna einkabréf. Þetta gerði Hoover þó það bryti algjör- lega reglur stjórnarskrárinnar sem hann þóttist vera að vernda. Það voru reyndar ekki eingöngu rót- tækir sem urðu fyrir snuðrandi nefi hans, hann var allt að því sjúk- lega forvitinn um einkahagi frægs fólks og í fórum hans var skrá sem kölluð var „The Obscene File“ (saurlífis- eða klámskráin) og kenndi þar ýmissa grasa um ná- ungann. Hann hélt þrumandi ræð- ur um hina „harðsvíruðu óvini frelsisins og þá um leið Bandaríkj- anna og guðsafneitara". Hann hafði á samviskunni eyðileggingu einkalífs fjölda fólks, e( samviska var þá fyrir hendi, Hverslags mann J. Edgar Hoover hafði að geyma var eiginlega opinbert leyndarmál en einhvern veginn hafði hann komið ár sinni svo fyrir borð að erfitt virtist að hrófla við honum. í bókinni „The Boss" eftir Athan G. Theoharis og John Stu- art Cox er flett ofan af þessum „boðbera siðgæðis og réttlætis." SJÓNVARP Stöö 2 kl. 20.00 efnum nema að tárin streyma að UNGFRÚ HEIMUR 1989 _________________ (Miss World 1989) Keppnin um titilinn Ungfrú Heimur fer fram í Hong Kong í dag, 22. nóv- ember og hefst reyndar kl. 12.00 á hádegi. Stöð 2 sýnir keppnina strax á eftir 19.19, og notar tímann yfir daginn til að texta efnið. Eins og lík- legast flestum er kunnugt þá verða þarna staddir tveir fulltrúar íslend- inga, keppandi vor Hugrún Linda Guðmundsdóttir sem vafalítið vinn- ur ef allt gengur að óskum og fær þá titilinn í arf frá Lindu Pétursdóttur. Annars er ekkert öruggt í þessum Sjónvarpið kl. 20.35 UPPTAKTUR Þáttur um íslenska dægurtónlist og spurt er; Hvað er að gerast í íslenska dægurheiminum? Svar; Margar hljómplötur koma út um þessar mundir. Afhverju? Það er hægt að seljaplötur fyrir jólin en ekki ann- ars. Astæða? Fyrsta... Annars koma þarna fram Ríóið, Valgeir Guðjónsson, Síðan skein sól, Bjartmar Guðlaugsson, Bítlavinafé- lagið o.fl. Umsjón hefur Dagur Gunnarsson. Sjónvarpiö kl. 21.05 HRAFNSUNGINN (Cria Cuervos) Spœnsk bíómynd, gerd 1976, leik- sljóri Carlos Saura, adalhlutuerk Geraldine Chaplin, Anna Turent. Þarna leiða saman hesta sína fyrr- um hjónakornin Saura og Chaplin í mynd þess fyrrnefnda sem er einn helsti kvikmyndagerðarmaður Spánverja á síðari tímum. Hér segir af átta ára stúlku sem býr með systr- um sínum og frænku í Madrid. Minningar um móður hennar skjóta sífellt upp kollinum hjá stúlkunni og hún er sár yfir því óréttlæti sem hún hefur orðið að þola. Kvikmynda- handbókin lætur þessarar myndar að engu getið en Saura bregst afar sjaldan þannig að myndin ætti að vera góð. Stöö2kl. 21.30 Á BESTA ALDRI Dagskrá sem tileinkuð er áskrifend- um Stöðvar 2 og eru á þessum besta aldri. Svo geta menn sagt sér sjálfir hver besti aldurinn er en annars á þetta við eldri kynslóðina. Umsjón hafa Helgi Pétursson og Maríanna Friðjónsdóttir. Stöð 2 kl. 22.00 MURPHY BR0WN Bandarískir framhaldsþættir um sjónvarpskonuna Murphy Brown sem leikin er af Candice Bergen. Hún er eins og hún er sem er ekkert sérstakt en annars er hún fertug og vill eignast barn en sá hængur er á því máli að hún hefur ekki til reiðu karlmanninn. Síðast gerði hún til- raun til þess með góðvini sínum en það gekk hreint ekki upp. Fremur daprir þættir í það heila. 0 STÖÐ 2 17.00 Fræðsluvarp 1. Bakþankar 2. Frönsku- kennsla fyrir byrjendur (8) 17.50 Töfraglugginn 15.35 Föstudagur til frægöar 17.00 Santa Barbara 17.45 Klementina Teiknimynd meö íslensku tali 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (32) 18.15 Sagnabrunnur Myndskreytt ævintýri fyrir yngstu áhorfendurna. 18.30 í sviösljósinu 1900 19.20 Poppkorn 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Upptaktur — Hvaö er að gerast í íslenska dægurlaga- heiminum? — Fyrri þáttur. 21.05 Hrafnsunginn Spænsk kvikmynd frá árinu 1976 gerö af hinum heimsþekkta leikstjóra Carlos Saura. Aöalhlutverk: Geraldine Chaplin og Anna Turrent. 19.19 19.19 20.00 UngfrO heimur 1989 21.30 Á besta aldri Þessi dagskrá er tileinkuð eldri kynslóð áhorfenda sem auðvitaö er allt fólk a besta aldri. 22.00 Murphy Brown Framhaldsþáttur 22.30 Kvikan 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Virðisaukas- katturinn Kostir og gallar 23.50 Dagskrárlok 23.00 í Ijósa- skiptunum 23.25 Heimiliserjur Framhaldsmynd í tveimur hlutum. Seinni hluti 01.30 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.