Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 1
MÞYÐVBLIBIB Föstudagur 24. nóvember 1989 STOFNAÐ Í9Í5T 177. tbl. 70. árg. Kvennabarátta: Tveir f undir um málefni kvenna í dag Framkvæmdanefnd um launamál kvenna stendur fyrir fundi í Sóknarsalnum vid Skipholt í dag um kon- ur og kjarasamninga. Á sama tíma heldur Kven- réttindafélag Islands opna ráðstefnu að Hótel Borg vegna væntanlegra sveit- arstjórnarkosninga næsta vor. A kjaramálafundinum verður leitað svara um hlut- deild kvenna í kjarasamning- um, árangur hingaö til, kröf- ur í komandi samningalotum og því hvernig konur eiga að vinna í samningagerð. Fram- sögumenn eru helstu verka- lýðsforkólfar landsins, 4 karl- ar og 1 kona. Loðdýrarækt lögð niður? Þingflokkur Alþýduflokksins leggur til ad adgerdir ríkisins takmarkist viö aö varöveita þekkingu og stofn í landinu. Þingflokkur Alþýðu- flokksins mun væntan- lega leggja til við ríkis- stjórnina að aðgerðir varðandi loðdýrarækt takmarkist við það sem þarf til að viðhalda þeirri þekkingu og þeim stofni dýra sem búið er að koma upp í landinu. Auk þess munu alþýðu- flokksmenn vera reiðu- búnir að skoða á hvern hátt ríkið geti komið inn í skuldaskil greinarinn- ar vegna þeirra skulda sem hlaðist hafa á hana á undanförnum árum. Innan þingflokks Alþýðu- flokksins ríkir hörð and- staða gegn tillögum land- búnaðarráðherra til lausn- ar á vanda loðdýraræktar- innar. Alþýðuflokksmenn munu telja þessar tillögur kosta um milljarð á ári, auk þess sem framtíðarstaða loðdýraræktarinnar sé afar hæpin. Sighvatur Björg- vinsson, alþingismaður, sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að afstaða þing- flokksins til þessa máls væri þegar mótuð í stórum dráttum. Sighvatur kvaðst vilja gera skýran greinar- mun á framtíð atvinnu- greinarinnar og stuðningi ríkisins við hana, annars vegar og hins vegar hins vegar skuldaskilum vegna þeirra skulda sem loðdýra- ræktin væri þegar komin í. „Loðdýraræktin stendur í heild mjög illa og framtíð- armöguleikar hennar eru ekki mjög miklir", sagði Sighvatur. Hann kvaðst því telja hæpið að ríkið styrkti greinina í framtíðinni að öðru leyti en því að tryggja með lágmarkskostnaði að sú þekking og sá stofn, sem búið er að koma upp í land- inu, verði varðveitt. Heildarskuldir loðdýra- ræktarinnar eru nú taldar vera ríflega 2,3 milljarðar króna. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er allt tapað fé", sagði Sighvatur. Hann kvaðst ekki telja rétt að ríkið tæki á sig meiri ábyrgðir í þessu sambandi en á því hvíldu nú þegar. Sighvatur sagði þingflokk Alþýðuflokksins þó reiðubúinn að ræða það, hvort ríkið gæti komið inn i skuldaskil greinarinnar á einhvern hátt, en það yrði hins vegar að takmarkast af því hve mikið væri hægt að taka af fé skattborgar- anna í þeim tilgagni. í frumvarpi sem landbún- aðarráðherra hefur lagt fyrir þingflokka ríkisstjórn- arflokkanna er gert ráð fyr- ir að fóðurstyrkur á næsta ári nemi um 70 milljónum, ríkissjóður ábyrgist skuld- breytingarlán til loðdýra- bænda að 60 hundraðshlut- um og Stofnlánadeild land- búnaðarins verði heimilað að gefa eftir allt að 40% af höfuðstól lána sinna til loð- dýrabænda, þegar nauða- samningar eru gerðir. Jón Baldvin um aöild íslendinga ad samningum EFTA ogEB: Tækifærið er núna „Sumir hafa varpað fram þeirri spurningu að undanförnu, hvort ekki sé verið að rasa um ráð fram, hvort við eigum ekki að bíða og sjá hvað setur. Við þeirri spurningu á ég eitt svar og eitt svar aðeins. Tækifærið er núna. Hvort það kemur aftur getur enginn verið viss um", Tilboðs- verð á síldinni! Sovétmönnum tókst að ná síldarverðinu niður um ríflega 30 milljónir króna. Þegar loksins var skrifað undir síldarsöiusamninga í gær hafði íslenska samn- inganefndin fallist á að veita 3% afslátt „til frekari kynningar á íslenskri salt- síld í Sovétríkjunum" eins og það er orðað í f réttatil- kynningu frá Síldarút- vegsnefnd. Söluverð síldarinnar er í dollurum talið hið sama og í fyrra, sem í raun þýðir nokkra lækkun. Samningur- inn sem undirritaður var í gær, gefur rúman milljarð í aðra hönd, að því tilskildu að takist að veiða söltunarhæfa síld í þær 150 þúsund tunnur sem samningurinn kveður á um. Samningur þessi var tilbú- inn til undirskriftar í Moskvu fyrir nærri þremur vikum, en aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna treysti sér ekki til að staðfesta hann, vegna þess hve verðið var hátt. Um síldarsölumál er nánar fjallað í fréttaskýringu á bls. 3. sagði .lóii Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra m.a. í framsögu- ræðu sinni um könnunar- viðræður EFTA og EB á Al- þingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að EB hefði marglýst því yfir að bandalagið væri ekki til við- ræðu um tollfrelsi með fisk nema gegn veiðiheimildum. Með öðrum orðum væri bandalagið ekki reiðubúið i tvíhliða viðræður um undan- þágur við einstök ríki. íslend- ingar yrðu því að fara samn- ingaleiðina í gegnum EFTA, enda hefur það komið fram hjá ráðherranum að hann tel- ur þá leið fljótvirkari. Þorsteinn Pálsson tók undir með utanríkisráðherra að ís- lendingar ættu óhikað að taka þátt í þeim samningavið- ræðum sem í hönd fara hjá EB og EFTA. Hann gagn- rýndi ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í máiinu og sagð- ist ekki sjá það að utanríkis- ráðherra hefði meirihluta Al- þingis á bak við skoðun sína. Þorsteinn gagnrýndi einnig stjórnina fyrir að hafa ekki gengið nógu vasklega fram í tvíhliða viðræðum við EB um tollfrjálsan oa, hindrunarlaus- an aðgang Islands með fisk að mörkuðum ER Þorsteinn krafðist þess fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að ákveðnar tvíhliða viðræður yrðu þegar teknar upp á formlegan hátt. Þorsteinn sagði að íslendingar ættu enga fyrirvara að gera við frelsin fjögur nema þá að hindra möguleika útlendinga á að nýta íslenskar auðlindir og setti einnig fyrirvara við frjálsan tilflutning á vinnu- afli. Steingrímur Hermannsson lýsti þeirri samþykkt Fram- sóknarflokksins að íslending- um bæri að taka þátt í samn- ingaviðræðum EFTA og EB, en hann hafði hinsvegar mikla fyrirvara við frjálsan fjármagnsflutning milli landa svo og frjálsan atvinnurétt. Steingrímur hafnaði því að stjórnin hefði ekki staðið sig nógu vel við tvíhliða viðræð- ur við einstök ríki EB og minnti á viðræður sínar við Thatcher og Kohl í því sam- bandi. Bæði Hjörleifur Guttorms- son og Kristín Einarsdóttir slógu varnagla við frjálsu fjármagnsflæði, óttuðust bæði að það gæti orðið til þess að útlendingar gætu eignast íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki án þess að íslend- ingar gætu nokkuð að gert. Kristín sagði aldrei koma til greina að ganga í EB, enda væri það ólýðræðislegt stór- veldi. Hjörleifur taldi ekki liggja á að taka ákvörðun um það hvort íslendingar yrðu með í samningum EFTA og EB Drungalegur blær yfír borginni íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu upp viö óvenjulega þétta þoku í gær og hvildi yfir drungalegur og annarlegur blær. Óhætt er að f ullyrða aö hún haf i haft talsverð áhrif á umferð manna, jafnt gangandi, akandi og fljúgandi. Flug gekk brösuglega, bílaumferð seinlega og eins og meðfylgiandi mynd E.Ól. ber með sér var jafnvel hætta á ógönguml Fjármálarádherra um launalœkkanir vegna verkaskiptingalaga: Vonlaust að bjóða upp á betri kjör en hjá þeim sem fyrir eru I fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær lýsti Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra því yfir að það væri gjörsamlega von- laust að ráða fólk frá stofn- unum sveitarfélaga til stofnana ríkisins á öðrum kjörum en hjá þeim sem starfað hafa þar fyrir um árabil og jafnvel áratugi. Fjármálaráðherra var þar að svara fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur af því tilefni að vegna verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga myndu ýms- ir opinberir starfsmenn lækka í launum um 1—5 launaflokka. Þetta hefur meðal annars komið fram vegna niðurlagningar á sjúkrasamlögunum, en starfs- fólki Sjúkrasamlags Reykja- víkur býðst starf hjá Trygg- ingastofnun, en þá lækka launin. Ólafur sagði að þar sem rík- ið yfirtekur stofnanir sveitar- félaga muni fólk halda sínum kjörum, en þegar stofnanir eru lagðar niður verði við- komandi fólki boðið sam- bærileg störf hjá ríkinu, en þá verði það að gangast undir gildandi kjarasamninga. Karvel Pálmason og Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir tóku til máls og töldu að fólk ætti að halda sínum kjörum. Kar- vel sagðist mundu mótmæla því ef einhverjir lækka í laun- um og sagðist hafa haldið að slíkt tilheyrði liðinni tíð. Aðal- heiður sagðist vona að mál þetta leiddi til þess að sett yrðu lög um samræmd kjör fyrir fólk í sambærilegum störfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.