Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. nóv. 1989 MÞMMÐ Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. ÞJÓÐ SEM ÞORIR AÐ BERA HÖFUÐIÐ HÁTT Jón Baldvin Flannibalsson utanríkisráðherra flutti á Alþingi í gær skýrslu um könnunarviðræður EFTA-ríkja við Evrópubanda- lagið. Ráðherra rakti sögulegan aðdraganda að stofnun samtak- anna tveggja, og benti á efnahagsrök sem hnigju að náinni sam- vinnu ríkja Vestur-Evrópu. Jón Baldvin fjallaði um hugsanlegar leiðir inn í þá Evrópu sem biði okkar. Bein aðild að Evrópubanda- laginu kæmi ekki til greina, vegna þess að þá skertum við sjálfs- ákvörðunarrétt okkar, en auk þess hefðu íslendingar ekki talið sér hag í að gerast aðilar að EB vegna sameiginlegrar fiskveiðistefnu bandalagsins. Samkvæmt sjávarútvegsstefnu EB hafa öll ríki EB frjálsan að- gang að fiskimiðum hvers annars. Sjávarútvegur skiptir sáralitlu í efnahagskerfi aðildarríkja bandalagsins, en hann er aðeins 0,14% af samanlagðri landsframleiðslu þeirra. Lítið hefur miðað í frjálsræðisátt í viðskiptum með sjávarafurðir og stefna Evrópu- bandalagsins um aðgang að fiskimiðum fyrir tollfríðindi vegna sjávarafurða hefur að margra matið staðið í vegi fyrir því að við- skipti með fisk og fiskafurðir færðust í frjálsræðisátt. Utanríkisráðherra telur vænlegt að freista þess að ná sérstök- um samningum við Evrópubandalagið með fiskafurðir. Jón Bald- vin minnti á á Alþingi í gær að í kjölfar sérstakrar bókunar okkar við Efnahagsbandalagið 1972 var okkur tryggður útflutningur sjávarafurða án sérstakra takmarkana í magni, auk þeirra tollfríð- inda sem samningurinn nær til. Nú er talið að tollalækkanirnar eða niðurfelling tolla nái til rösklega 60% af útflutningi sjávaraf- urða okkar. í fyrra fluttu Islendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 44 milljarða króna, en þar af um 2/3 hluta til aðildarríkja EB. Fyrirvar- ar íslands í væntanlegum samningaviðræðum hljóta ekki síst að varða sjávarafurðir, þar sem sjávarútvegur er og verður um ófyr- irséða framtíð styrkasta stoð okkar hagkerfis. í"lest bendir til þess að ekki sé langt í land með að samningar takist um víðtæka efnahagssamvinnu 18 ríkja Evrópu, og að úr verði öflugasta efnahagssvæði heims. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær m.a. að í þeim viðræðum sem stæðu yfir gætum við tryggt okkur þátttöku á evrópskum markaði, „ þar sem höml- um er lyft af viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu og námsfólki okkar verður tryggður réttur til náms og atvinnu á jafn- réttisgrundvelli með öðrum ríkisborgurum aðildarríkja á evr- ópsku efnahagssvæði, sem ná myndi til 18 ríkja Vestur-Evrópu og á síðari stigum jafnvel til allrar Evrópu." r Islendingar munu í samskiptum Evrópuríkja leggja áherslu á sér- stöðu okkar, og nefndi Jón Baldvin sérstaklega fyrirvara sem við höfum haft um fjárfestingu erlendra aðila í náttúruauðlindum okkar sem tengjast útgerð, fiskvinnslu og orku. í umræðunum á Alþingi í gær kom fram að víðtæk samstaða er um að vernda sér- hagsmuni okkar. Svo sem kunnugt er nær yfirþjóðlegt vald EB til aðildarríkja bandalagsins, og sagði forsætisráðherra á Alþingi í gær að gengjum við í EB beygðum við okkur að sjálfsögðu undir þessi ákvæði. Sameiginleg stjórnun á auðlindum þýðir auðvitað ekkert annað en afsal, sagði forsætisráðherra. Til eru þeir sem efast um ágæti þess fyrir ísland að vera í samfloti með EFTA-ríkjum í viðræðunum við EB. Um þær efasemdir sagði utanríkisráðherra að við mættum ekki missa af tækifærinu. Það væri hérog nú. Okkur byðist þátttaka í viðtæku samstarfi í mótun nýrrar Evrópu og við ættum að þora að bera höfuðið hátt. Við gætum ekki eingöngu krafist réttinda. Þjóðin yrði að vera undir það búin að taka á sig skyldur í samstarfi frjálsra þjóða. ONNUR SJONARMIÐ AÐSTOÐARUTANRÍKISRAÐ- HERRA V-Þýskalands, Dr. Irmgard Adam-Schwaetzer gaf Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra ís- lands góða einkunn í Morgunblað- inu í fyrradag. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðstoðarutan- ríkisráðherra V-Þýskalands dvalist hér á landi í nokkra daga til að ræða við íslenska ráðamenn um sam- skipti EB og EFTA. Dr. Adam-Schwaetzer segir um ut- anríkisráðherra Islands í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag: „Mig langar til þess að geta þess að formennska Islands í ráðherranefnd EFTA undanfar- ið hálft ár hefur glatt mjög ríkis- stjórn Vestur-Þýskalands og önnur Evrópubandalagslönd, þar sem mikil og vönduð vinna hefur verið lögð í allan þann undirbúning sem þarf að fara fram, áður en eiginlegar samn- ingaviðræður EB og EFTa geta hafist. Fyrir það þakka ég utan- ríkisráðherra ykkar, Jóni Bald- vin, fyrst og fremst, en ég tel framlag hans hafa gert það að verkum, að miklu leyti, að við- ræðurnar hafa verið jafn árang- ursríkar og raun ber vitni.“ Það er ekki á hverjum degi sem ís- lenskir ráðamenn fá jafn góða ein- kunn hjá forystumönnum erlendra ríkja. GUÐBERGUR Bergsson rithöfund- ur skrifar í DV í gær um það að eld- ast. Rithöfundurinn veltir ellinni fyrir sér á marga lund eins og fram kemur í eftirfarandi klausu: „Islendingar verða allra manna elstir. Það hefur enginn fæðst til neins sérstaks, nema til þess að deyja og það geta allir. Að lifa er talsverður vandi. Flestir vilja lifa sjálfbjarga eins lengi og hægt er. Til þess þarf gamalt fólk meðal annars að geta komist í búðir, sem eru ná- lægt heimilum þess í hverfinu. Að hittast í búð var áður ánægja manna. „Hvað heyrðirðu í búð- inni?“ Nú heyrist þar ekkert. Eg veit um fólk sem athugar fyrst, hvort það sé nokkur búð í hverfinu, áður en það fer að „spá í íbúð“. Þetta er fólk sem ætiar að eldast í hverfinu sínu og verða sjálfbjarga eins lengi og unnt er, óháð bílnum. Enginn skyldi halda að hann verði endalaust ungur, þótt jafn ágætur maður og Frank Sinatra hafi óskað sér eilífrar æsku í dægurlagi. Honum gæti hafa skjátlast í ósk sinni, kannski meira en Lenín í stjórnmálum og Biblíunni í trúnni.“ FLOSI leikari Olafsson skrifar fasta Flosi: Skemmtir sér yfir landsfundi Alþýðubandalagsins. pistla í PRESSUNA. í pistli gærdags- ins gerir Flosi grein fyrir landsfundi Alþýðubandalagsins á sinn eina, sanna hátt: „Mikið og lengi var deilt um aðild íslands og Evrópubanda- laginu, þartil að lokum endanleg niðurstaða fékkst, semsagt þessi: „Ohjákvæmilegt er að farið verði vandlega yfir málið í heild og er þingflokki Alþýðubanda- lagsins falið að taka endanlega afstöðu til málsins." Aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna var endanlega afgreidd með því að fela fram- kvæmdastjóra að skipa starfs- hóp sem aflaði upplýsinga um erlenda flokka og samtök. Engin stjórnmálaályktun kom frá þessum landsfundi, heldur var Ólafi Ragnari, Svavari og Steingrími J. Sigfússyni falið að sjóða hana saman við tækifæri. Það er ekki að undra þó mikill taugatitringur fylgi slíkum nið- urstöðum.“ Jón Baldvin og Dr. Irmgard Adam-Schwaetzer: Aðstoöautanrikisráðherra V-Þýskalands þakkar það utanríkisráðherra íslands að viöræður EFTA og EB hafa verið jafn árangursríkar og raun ber vitni. Einn með kaffinu Maðurinn einn hætti skyndi- lega að ganga meö gleraugu. Vinur hans spurði hann um ástæðuna. Vinurinn svaraði: „Eg var búinn að lesa svo mikið um hættur áfengisneyslu, að annað hvort varð ég að hætta að drekka eða hætta að lesa." DAGATAL Gerska síldarœvintýrið Perestrojkan ríður nú yfir Sovét- ríkin og Austur-Evrópu. Leiðtogar og einræðisherrar sem sátu í mak- indum sínum í gær og dreyptu á rússnesku kampavíni og dýfðu puttunum í kavíarskálar, skjálfa nú á beinunum í dag. Alþýðan sem hnípin gekk um myrkvuð öngstræti, ryðst nú fram í breiðfylkingum og heimtar frelsi sitt á nýjan leik. Það gilda engir samningar lengur. Félagssáttmál- inn við Sovétrikin er fallinn úr gildi. Þetta eru hættulegir tímar fyrir þau þjóðfélög sem byggja vald sitt á rikiskerfinu. Það eru einkum Austur-Þýskaland og ísland sem nú riða til falls. Milljónir hlaupa vesturyfir, gegnum götin á Berlín- armúrnum og ryðguðu járntjaldi. Á íslandi fara saltendur og síld- arspekúlantar á hausinn. Pólitíski rammasamningurinn er fallinn úr gildi. Það er ekki lengur hægt að gera gerska verslunarsamninga undir hervernd. Hvað er eiginlega að ske? Sovétmenn og .íslendingar eiga margt sameiginlegt. í fyrsta lagi trúa hvorugir á markaðskerfi. í öðru lagi er ríkið á kafi í öllum at- vinnurekstri beggja ríkja. í þriðja lagi kenna þjóðir beggja ríkja ráðamönnum um allt sem miður fer í þjóðfélaginu og skipta reglu- lega um foringja og ráðamenn án þess að neitt breytist til batnaðar. Þess vegna var það hægðarleik- ur fyrir þessar tvær þjóðir að gera ýmsa samninga sem lúta að versl- un, menningu, viðskiptum og fé- lagslegum tengslum. Menn skildu hverjir aðra. Sovétríkin og ísland gerðu því með sér verslunarsamninga. Við keyptum hágæðavöru af Rússum eins og olíu og Lada-bifreiðir og sendum þeim óseljanlegt drasl eins og vaðmálspjötlur og síldar- stöppu í plasttunnum. Þetta fannst Sovétmönnum allt í lagi vegna þess að í skjóli „viðskiptanná' var hægt að fjölga endalaust verslun- arfulltrúum í sovéska sendiráðinu. Brátt voru Sovétmenn búnir að kaupa flestalllar fasteignir við Garðastrætið og Túngötu undir verslunarfulltrúa. Flestir verslun- arfulltrúarnir voru verslunar- skólagengnir hjá KGB-höfuð- stöðvunum í Moskvu og kunnu skil á debet og kredit. Þessi kunnátta kom sér einkar vel fyrir sovésku verslunarfulltrú- ana þegar þeir voru að leggja sam- an tvo og tvo við athuganir á flug- her bandariska varnarliðsins í Keflavík. En nú hefur ógæfan dunið yfir. Tii valda í Sovétríkjunum komst maður að nafni Gorbatsjov og boðaði endalok kalda stríðsins. Járntjaldið var rifið, sömuleiðis Berlínarmúrinn. Hin opna um- ræða blómstrar. Nú er ekki lengur þörf fyrir verslunarskólagengna KGB-agenta um allan heim. Þar af leiðandi engin þörf fyrir einhliða einokunarsamninga. Sovétmenn geta selt olíuna um allan heim. Þeir eru orðnir bisness-menn og heimta markaðsverð fyrir vöruna. Þeir segja njet við Álafoss og njet við síldarhlössum frá íslandi. íslendingar skilja ekkert í þessum nýju verslunartöktum Sovét- manna. Þeir eru vanir að því að selja vonlausa vöru undir pólit- ískri vernd. Og ef fyrirtækin von- lausu fara endanlega á hausinn eru íslendingar vanir því að ríkið komi möglunarlaust til hjálpar og bjargar. Helstu ríkisbisnessmenn ís- lands, eins og Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ, skjálfa nú beinunum eins og einræðisherrarnir í Austur-Evr- ópu, því nú hyllir undir endalok hinna góðu kavíar-daga. Lýðræði, frjáls verslun og markaðsöfl eru að taka völdin. Hvernig væri að senda Kristján og aðra pilsfaldakapítalista á pere- strojku-verslunarskóla í Moskvu?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.