Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 24. nóv. 1989 Kratar í Garðabœ og Bessa- staðahreppi fagna 30 ára afmœli Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps hvatamaður að stofnun félagsins og formaður þess Karl Steinar Guðnason og Rannveig Guðmundsdóttir varð30áraísíðastamánuðiogí þvítilefni varefnttilveg- fyrstu 10 árin. fluttu kveðjur og árnaðaróskir og óskuðu félaginu allra legs afmælishófs í Gaflinum. Mikið fjölmenni sótti sam- Nokkur ávörp voru flutt. Formaður félagsins, Gunnar R. ' heilla. Góðar óskir bárust, m.a. frá Jóni Baldvin Hanni- komuna og menn skemmtu sér vel fram á nótt. Pétursson, raktim.a. sögu félagsins. Þáflutti Helga Kristín balssyni og konu hans, frú Bryndísi Schram, sem ekki Sérstakur heiðursgestur var Viktor Þorvaldsson og Möller bæjarfulltrúi ágæta ræðu og hvatti félaga til dáða. gátu sótt hófið vegna fjarveru. kona hans Guðrún Ingvarsdóttir, en Viktor var helsti Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og alþingismennirnir Veislustjóri var Orn Eiðsson. Heiðursgestirnir Viktor Þorvaldsson og kona hans Guðrún Ingvarsdóttir. Örn Eiðsson var veislustjóri og þótti vel takast. Hér sést hluti samkomugesta, en mikil stemmning var frá upp- hafi til loka. Gunnar R. Pétursson formaður Alþýðuf lokksfélagsins, afhendir Viktori veglega blómakörfu. Helga Krisín Möller bæjarfulltrúi flutti ágæta ræðu. Þrír glaðir gestir samkvæmisins, talið frá vinstri: Sverrir Jóns- son, Jón Sigurðsson og Karl Harry Sigurðsson. UMRÆÐA Afmælisbarnið sem gleymdist 75 ara og afmælisbarnið var heima.Samt var ekki minnst á það í blööum höfuðborgarinnar. Hver átti þetta afmæli? Elsta verka- kvennafélag landsins. Samtök fólksins eiga fyrstu mynd sína í hugarheimi þess. Frumdrættirnir að sköpun Verkakvennafélags- ins Framsókn mynduðust í huga þeirrar konu, sem varð fyrsti for- maður þess, Jónínu Jónatansdóttur. Samkvæmt heimildum verð- ur a.m.k. ekki annað séð eða ráðið. Gudjón B. Baldvinsson skrifar Lífskjör verkakvenna voru mjög hörð, aðbúnaður allur slæmur og laun þau lægstu, og er þá mikið sagt. Konurnar, sem unnu við upp- skipun í Reykjavíkurhöfn, báru á baki sínu upp ísaðar og flughálar bryggjur, kola- og saltpoka og aðra sekkjavöru, frá uppskipunarbát- unum upp í hús. Skúrarnir, þar sem þær vöskuðu fiskinn í ísköldu vatni, voru ekki glæstar vistarverur, þeir voru ekki allir á marga fiska metnir. Þó að vinnustaðirnir væru ekki aðlað- andi, þá voru íbúðirnar ekki miklu betri, hriplekir moldarkofar, nið- urgrafnir kjallarar, súðarherbergi. Atlæti samfélagsins var í fáum orðum sagt ákaflega bágborið. Fegurðin í lífi verkafólksins var í einu orði sagt torfengin. Tilfinn- ingar þess lítilsvirtar, bældar af ýmsum orsökum. Fæðuval fábrot- ið, fatasnið óhentugt á ýmsa lund. Viðskipti öll i milliskrift, vörur og vinnuafl verðlagt af kaupmönnum og útgerðarmönnum. Atvinna árstíðabundin og liðu mánuðir á ári hverju, sem enga vinnu var að fá. Þannig var umhorfs í upphafi þessarar aldar. Þessi var þjóðfé- lagslegur grundvöllur, eða sá jarð- vegur, sem verkalýðsfélögin spruttu úr. Það voru konur, sem sjálfar voru sjálfbjarga, er áttu heiðurinn að stofnun Vkf. Fram- sókn. Tillaga eða hugmynd fædd- ist, eða bar fyrst á góma í eldhús- inu hennar Jónínu, er þær áttu tal saman hún og vinkona hennar, forustukona kvenréttinaabarátt- unnar á íslandi, Bríet Bjarnhéðins- dóttir. Um það má lesa í 40 ára minningarriti KRFÍ. — Kvenrétt- indafélags íslands. — Mannúð, brennandi frelsisþrá og vilji til at- hafna voru aðall þessara kvenna, og þær leituðu styrks hjá kynsystr- um sínum í KRFI. Á fundi 21. apríl 1913 flutti frú Jónína tillögu um „hvort kvenréttindafélagið skyldi reyna að koma á félagsskap milli verkakvenna, til að bæta launa- kjör þeirra." Konur fengu þá 15 aura á klukkustund en karlar 35 aura. Samþykkt var að félagið héldi fund og byði verkakonum á hann. Laugardaginn 14. júní s.á. er þessi fundur haldinn, „og mætti á fundinum mikill fjöldi kvenna, er fiskvinnu stunda, eða hátt á annað hundrað." Stofnfundur félagsins var 25. okt. 1914. í 75 ár hafa félagskonur Fram- sóknar hlaðið ofan á þann grunn, sem þarna var lagður. Eitt sér og í samvinnu við önnur samtök verkafólks og kvenna, hefur félag- ið lagt drjúgan skerf til uppbygg- ingar þeirra samtaka, sem bætt hafa lifskjör verkafólks. Samtaka sem hafa gefið mörgum lífsvon, glætt hafa vilja til nýsköpunar sem hefur sett mark sitt á fólkið í þétt- býlinu, þeirrar menningar sem gefur von um betra líf og bjartari heim. Þetta 75 ára afmælisbarn hefur samhæft krafta verkakvenna höí- uðborgarinar til samhjálpar í rétt- indabaráttu þeirra. Tvíþættrar baráttu, annars vegar fyrir bætt- um launum og starfskjörum, hins vegar fyrir jafnrétti kynja og fram- taks til sannra mannréttinda. Hvers vegna er ekki minnst þessa félags á merkum tímamót- um í starfsævi þess? Ég svara því ekki, þó að mér bjóði ýmislegt í grun, en ég veit að fjölmargir sam- ferðamenn eiga hlýjan hug og full- an þakklætis fyrir þann menning- argróður, sem sprottið hefur í sporum verkakvennanna í Fram- sókn. Heill sé þeim, sem með virð- ingu fyrir manngildi hvers ein- staklings hafa í 75 ár sótt fram til betra lífs' innan vébanda Vkf. Framsóknar. Megi félagskonum auðnast að halda merki mannréttinda hátt á lofti í framtíðinni, sem hingað til, með þrotlausu starfi í minningu um forustukonur félagsins og til sæmdar konum i verkalýðsstétt. „Skúrarnir þar sem konurnar vöskuðu fiskinn í ísköldu vatni, voru ekki glæstar vistarverur, þeir voru ekki allir á marga fiska metnir. Þó að vinnu- staðirnir væru ekki aðlaðandi, voru íbúðirnar ekki miklu betri; hriplekir moldarkofar, niðurgrafnir kjallarar, súðarherbergi. Atlæti samfélagsins var í fáum orðum sagt, ákaflega bágborið. Fegurðin í lífi verkafólksins var í einu orði sagt, torfengin," segir Guðjón B. Baldvinsson m.a. t umræðugrein sinni um 75 ára afmæli Verkak vennafélagsins Framsóknar, elsta verkakvennafé- lags landsins. Ljósmyndin sýnir konur við saltfiskbreiðslu upp úr alda- mótum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.