Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. nóv. 1989 5 Alþýðubandalag á Árbæjarsafn FOSTUDAGSSPJALL Mikiö má Ólafur Ragnar Grímsson þakka andstæðingum sínum i flokknum. Þeir björguöu landsfundinum. Hann segir sjálfur að meö því aö fella kandídatinn hans í varaformennskuna hafi þeir breikkaö forystuna og meö því aö útvatna stefnuskrártillögur hans hafi þeir styrkt málefnastöðuna. Ef landsfundurinn heföi far- ið að vilja formannsins sæti flokkurinn uppi að hans eigin sögn með þrönga forystu og veika stefnu. Lifi sjálfsgagnrýnin. „Flokkarnir austan hins gamla járntjalds uröu valda sinna vegna aö auö- mýkja sig í allri nekt og játa opinberlega áratuga villuráf. Þjóðirnar kröfðust þess. Gamli kjarninn í Alþýðubandalaginu þarf ekki að játa neitt þvi að fólkið í landinu nennir ekki að krefjast uppgjörs við hann. Hann skiptir svo litlu máli i hinu stóra spili." Gudmundur Einarsson skrifar Ójöfnuöur Það er óskaplega margt óljóst um Alþýðubandalagið þessa dag- ana. Það er t.d. ekki ljóst hvor armur- inn ræður ferðinni. Er það Svavar eða er það Ólafur Ragnar? Það er heldur ekki ljóst hvaða stefnu flokkurinn hefur i megin- málum því um það náði lands- fundurinn ekki samstöðu. Stefnan verður ekki ljós fyrr en ráðherr- arnir þrír hafa skrifað hana upp. Þetta er ein af hinum mörgu undarlegu uppákomum helgar- innar. Lýðræðishreyfingin í þess- um „lýðræðissinnaða" sósíalista- flokki varð að sætta sig við að ráð- herrarnir ákvæðu niðurstöður landsfundar eftir á. Og það er ekki einu sinni Ijóst hvað flokkurinn vill kalla sig. Ólafur Ragnar Grímsson segir að eftir þessa helgi sé ljóst að Al- þýðubandalagið sé jafnaðar- mannaflokkur á vestræna vísu. Það á semsagt að verða orðið ljóst eftir — að flokkurinn hafnar tillögu um að óska eftir aðild að Al- þjóðasambandi jafnaðar- manna, en samþykkir útvatn- að jukk um könnun, — að flokkurinn ítrekar heim- óttarlega einangrunarstefnu sína, þjóðernisrembing og út- lendingahatur, — að flokkurinn hafnar alþjóða- hyggju jafnaðarmanna og sjálfstæðisbaráttu íslendinga í efnahags- og öryggismálum, — að flokkurinn guggnar á að taka heilshugar undir upp- byggingaráform í iðnaði og gengur enn hryggskakkur eftir ofstækisfulla bónda- beygju Hjörleifs Guttorms- sonar í þeim málum. Og þessa niðurstöðu kallar Ólaf- ur Ragnar Ijósa yfirlýsingu um að vilja vera vestrænn jafnaðar- mannaflokkur. Hvernig hefði óljós yfirlýsing hljóðað? Á pólitískum vaðmálsbrókum Sannleikurinn er auðvitað sá að Alþýðubandalagið er hreint ekki jafnaðarmannaflokkur og vill alls ekki vera það. Gamla forystan í flokknum hef- ur margsinnis hafnað þeim megin- straumum frjálslyndis og umburð- arlyndis sem einkennir vestræna jafnaðarmenn. Þeir hafa kallað þessa pólitík hægrikratisma, frjálshyggju og Moggaáróður. Þessir Sturlungar Alþýðubanda- lagsins hafa í áratugi höggvið, brennt eða flæmt af jörðum sínum alla þá, sem ekki hafa játast undir eldfornan seið leshringjakuklsins og kreddusósíalismans. Þeir ætla ekki að éta neitt ofan í sig af því sem þeir áður sögðu. Þar verður þeim smæðin og valdaleysið til bjargar. Flokkarnir austan hins gamia járntjalds urðu valda sinna vegna að auðmýkja sig í allri nekt og játa opinberlega áratuga villuráf. Þjóöirnar kröfð- ust þess. Gamli kjarninn í Alþýðubanda- laginu þarf ekki að játa neitt því fólkið í landinu nennir ekki að krefjast uppgjörs við hann. Hann skiptir svo litlu máli í hinu stóra spili. Og þjóð, sem geymir á byggða- söfnum hin gömlu amboð atvinnu sinnar, sér ekkert athugavert við að varðveita í einum stjórnmála- flokki hin gömlu sjónarmið stjórn- mála sinna. En þótt þeir Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon vilji ganga um í pólitískum vaðmálsbrókum og kúskinnsskóm, er óþarfi að þeir geri óvirka þá raunverulegu jafnaðarmenn, sem augljóslega eru í flokknum. Við Birtingarmenn og fleiri vil ég segja þetta: Það kann vel að vera að ykkur þyki Alþýðuflokkurinn ekki beys- inn jafnaðarmannaflokkur. En það er þó alveg Ijóst að hann a.m.k. gengst við því nafni án mót- mæla, hann hefur þessi margum- töiuðu tengsl við alþjóðahreyfing- una og svo er hann löngu búinn að samþykkja þessa stefnupunkta, sem þið lögðuð árangurslaust fyrir landsfund Sturlunganna. Athugasemdir borgarfulltrúa Leiöari Alþýðublaösins, þriðjudaginn 21. nóv. sl. fjallar um mátt- lausan minnihluta í borgarstjórn. Vel má vera aö svo sé og um þaö ætla ég ekki aö deila við þig. Hins vegar finnst mér tónninn sem gefinn er í leiðaranum falskur og margt þar ekki standast. Vil ég því til sönnunar rekja eftirfarandi sem og óska eftir aö þú birtir við fyrstu hentugleika. Leiðarinn hefst á fullyrðingu um að minnihlutinn hafi sofið þyrni- rósarsvefni og að andstöðunni í borgarstjórn hafi ekki fundist nein ástæða að gagnrýna Davíð Odds- son borgarstjóra og sjálfstæðis- menn fyrir stjórnun borgarinnar. Þessari fullyrðingu svara ég af- dráttarlaust sem rangri. Ef þú vild- ir gera svo iítið að kynna þér fund- argerðir borgarráðs og borgar- stjórnar sem blaðinu berast reglu- lega svo ekki sé talað um birta úr því eða skrifa um það leiðara þá átt þú auðvelt með að sjá að varla líður svo fundur að við í minni- hlutanum gagnrýnum ekki borg- arstjórann og meirihlutann fyrir stefnumörkun í málefnum borgar- innar. Fuliyrðing þín er röng og styðst ekki við rök. Hitt kann að vera að borgarbúar viti lítið af gagnrýn- inni og má þá spyrja hvers sé sök- in? Undirritaður hefur ritað grein- ar í Alþýðublaðið og Dagblaðið og mótmælt bæði stefnumörkun og marg oft vinnubrögðum borgar- stjórnarmeirihlutans, sama hefur verið gert á fundum bæði í Al- þýðuflokknum sem annars staðar. Ráðhúsmálið Svo byrjað sé á fyrsta regin- hneykslinu sem talið er upp í fyrr- nefndum leiðara, Ráðhúsmálinu, þá getur fyrrum blaðamaður Al- þýðublaðsins, Haukur Hólm, vott- að að ég var sá eini úr forystusveit Alþýðuflokksins sem stóð að því að stofna samtökin Tjörnin lifir. Ekki minnist ég þess að þú hafir verið þar á meðal þótt þú hafir fylgst með undirbúningi þess máls betur en margur annar. Ég hafði mjög gaman af því starfi og kynnt- ist þar sjónarmiðum margra sem voru á móti því að Ráðhús risi í Tjörninni og þar á meðal eru margir sjálfstæðismenn. Það mál er ekki búið. Undirbúningur mót- mælafundar þar sem þúsundir Reykvíkinga mótmæltu bygging- aráformunum fór fram í húsa- kynnum Alþýðuflokksins og var virkilega gaman að vinna þá vinnu, enn var ritstjórinn fjarri. Þá má og rifja upp afstöðu for- ráðamanna Alþýðuflokksins til kæru minnar og annarra borgar- fulltrúa til félagsmálaráðherra vegna of stuttrar auglýsingar á breyttu skipulagi Ráðhúsreits. Þá hafði minnihlutinn rétt fyrir sér en flokkssystkin okkar afneituðu borgarfulltrúanum þá. Eða ertu búinn að gleyma Brúnarlands- fundarhelginni þegar Davíð Odds- son heimtaði að gerður yrði katt- arþvottur á auglýsingarmálinu? Og ertu búinn að gleyma niður- stöðu þess máls? Það mál snerist einfaldlega um það hvort forysta Alþýðuflokksins vildi styðja lög- lega kröfu andófsmanna eða valdahroka borgarstjórans. Fólkið gafst upp. Hvor var linari í því máli, ég eða þú? Tillögur minnihlutans_________ við f járhagsáætlun___________ Síðan rekur þú réttilega hvern- ig fjármunum borgarbúa er só- lundað í dýrindis skrifstofubygg- ingar og segir „Andstaðan í borg- arstjórn hefur þó ekki kippt sér upp við þetta hróplega félagslega misrétti sem borgarbúar eru dag- lega beittir af Davíð og mönnum hans“. Hér er aftur farið ranglega með staðreyndir. Minnihlutinn hefur sameinaður flutt breytingar- tillögur við fjárhagsáætlun meiri- hlutans. Þrjú ár í röð hafa borgar- fulltrúar minnihlutans flutt tillög- ur um að í stað glæsihalla fái öldr- unarþjónustan, húsnæðislausir, dagvistarþurfi og fleiri sem eru í þörf fyrir félagslegt öryggi frekar notið fjármagnsins. Við í minni- hlutanum höfum boðað til fundar með borgarbúum þar sem við kynntum tillögur okkar og hlust- uðum á tillögur borgaranna. Al- þýðublaðið gerir okkur rangt til þegar það fullyrðir að minnihlut- inn hafi ekki reynt sem hann gat. I tillögugerð okkar höfum við ver- ið sem einn flokkur og hef ég sem borgarfulltrúi Alþýðuflokksins gætt þess að þar megi glöggt sjá þær áherslur sem einkenna eiga störf Alþýðuflokksins í borgar- stjórn. Alvarlegri ásökun en þá sem Alþýðublaðið setur fram um að borgarfulltrúi flokksins hafi ekki sinnt málum flokksins í borg- arstjórn er ekki hægt að setja fram. Alþýðuflokksfólk kann ekki að meta það að blað þess sé notað til þess að ljúga til um gerðir forystu- manna flokksins. Þú spyrð í leiðaranum vegna olíulekans í Öskjuhlíð hvernig við í minnihlutanum höfum staðið okkur í þeim málum. Á fundi borg- arstjórnar 1. desember síðastlið- inn kvaddi ég mér hljóðs vegna umsóknar Olíuverslunar íslands fyrir byggingu hennar við Fjall- konuveg. Þar neitaði ég að standa að afgreiðslu málsins þar eð máls- meðferð þess var verulega áfátt og gagnrýndi slökkvistjóra fyrir að hafa brugðist hlutverki sínu og benti á að ekki hafi verið farið að tillögu forstöðumanns heilbrigðis- eftirlitsins um að leita til bruna- málastofnunar. Eftirlit með Shell- stöðinni í Öskjuhlíð var eins og ráð er fyrir gert og öryggiskröfum fylgt þar. Vinnum saman Varðandi Fæðingarheimili Reykjavíkur þá mótmæltum við í minnihlutanum málsmeðferð meirihlutans í því máli. Málið er á dagskrá í borgarstjórn 7. desem- ber nk. Undirritaöur ritaði fyrir nokkru kjallaragrein í Dagblaðið um málið og mun hún væntanlega birtast einhvern næstu daga. Fyrir viku kynntum við á flokks- skrifstofunni, sem vinnum á veg- um fiokksins, þér og fleirum, fyrir- ætlan okkar um kynningu á stefnu flokksins meðal borgarbúa næstu mánuði, og hvernig við viljum að Alþýðuflokkurinn fari til fólksins og hlusti eftir viðhorfum þess. Þá höfum við auglýst í Alþýðublað- inu 10 fundi sem haldnir voru síð- ustu tvær vikur og fjölluðu um stefnuskrárvinnu. Við erum þeirr- ar skoðunar að farsælla sé fyrir jafnaðarmannaflokk að hlusta eft- ir skoðunum fólksins, móta síðan stefnuna og kynna hana og fá fólk þannig til liðs við flokkinn frekar en gera það með skrumi og yfir- borðsmennsku. Vona ég að blaðið skipti um tón og láti okkur sem vinnum á vett- vangi sveitarstjórnarmála njóta sannmælis. í lokin vil ég geta þess, að ekki mun ég frekar skattyrðast við þig, því hollara er okkur að snúa bök- um saman og vinna þannig í sam- einingu að því að framkvæma jafnaðarstefnuna. Með flokkskveðju, Bjarni P. Magnússon Svar Alþýðublaðsins. í umgetnum leiðara Alþýðu- blaðsins var fjallað um ýmis hneykslismá! og óstjórn sem við- gengist hefur í borgarstjórnartíð Davíðs Oddssonar. Jafnframt gagnrýndi blaðið máttlausa and- stöðu minnihlutans, einkum í fjöl- miðlum enda hlýtur það að vera á opinberum vettvangi en ekki í lok- uðum fundarsölum borgarstjórnar sem borgarbúum gefst kostur á að sjá aðra hlið mála en þær sem meirihlutinn undir forystu borgar- stjóra heldur á lofti. Alþýðublaðið veittist ekki að Bjarna R Magnússyni fulltrúa Al- þýðuflokksins persónulega. Því hlýtur blaðið að lýsa furðu sinni á hinum persónulegu viðbrögðum borgarfulltrúans. Alþýðublaðið beinir því til allra flokka í minnihluta borgarstjórnar Reykjavikur að veita ofriki, yfir- gangi sjálfstæöismanna í borgar- stjórn mótspyrnu og ráðast gegn þeirri mannfyrirlitningu og ná- ungakulda sem kemur fram í að- gerðarleysi meirihlutans í félags- og heilbrigðismálum borgarinnar svo eitthvað sé nefnt. Um það eig- um við að snúa bökum saman. — Ritstj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.