Alþýðublaðið - 21.02.1922, Page 4

Alþýðublaðið - 21.02.1922, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Smávegis. E. s. Gullfoss er nú í FredrikshaTn og fer þaðan 24 iebrúar áleiðis til Leith, Austijarða og Reykjavíkur. E. s. Goðafoss fer frá Eaupntannahofn 3. marz samkvæmt áæitlun — 1 haust varð námaslys í Mount Mul'igan í Queenslandi í Ástralfn Fórust allir námumenn irnir neraa eian, sem komst af særður. Dó hann seinna á spítala. Ninaumenni nir voru 75 talsins. — Hollendingar ætla að reyna að fá 100 milj dollí ra lán í Bacda- ríkjunura handa nýlendum sínum í Austurindíum. — I borginni Columbus í Ohio í B ndaríkjunum varð gasspreng ing þann 21, des. sfðastliðinn, í sölubáð fullri af fólki, sem var að kaupa inn til jólanna Tólf manns biðu bana en 40 sæiðust. — Eugene V. Debs setn slept var úr fangelsi og „gefnar upp sakir" nú rétt fyrir jólin, var í kjöri við siðustu forsetakosningar í B indarikjunum, sem frambjóð andi jafnaðarmanna. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi í apríi 1919 fyrir að hafa mælt móti þátttöku Bandaríkja í stríðinu; Haa stjórnaði kosningaþátttöku jafnaðarmanna úr fangeisinu, þar eð Wison neitaði að hleypa hon um út þaðan — Boxarían Carpentier var sekt aður um 100 franka og bifreið hans gerð upptæk i Frakldandi rétt fyrir nýárið, af því hann haiðí ekið án þess, að hafa ökumanns- leyfi. — Miíli 30 og 40 þús, manns starfar að vínrækt í Ástralíu. Síð- astiiðið ár voru framieiddar 10 milj. gallóaur (47 milj potttr) af víni. I. O. Gi. T. Stúkan „Verðanði* nr. 9 Vegna fundar bæjarstjórnar, byrjar stúkufundur ekki íyrr en kl. 9. Nýtt biffeiðadekk tapaðist í gær. Skilist á afgr. Alþbl 50 krónur sauma eg »ú karlmannatðt fyrir. Sníð töt fyrir fóik eftir máli. Pressnð föt og hreinsuð. Alt mjög fijott og ódýrt. Notið tækifærið. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Hverfisgötu 18 — Sími 337. A Fjpeyjugötu 8 eru tveggja manna madressur 12 kr, eins manns madressur 9 kr, sjó manua madressur 7 kr. — Gamlir tíívanar og fjaðramadreesur unnið upp að nýju fyrir 25 lcr. , Ritstjóri og abyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burroughs'. Tarzan. að mæta óvæntum atburðum með sjálfstrausti, og skyn- semi hans i sambandi við líkamsburði hans, gerði hann miklu snarráðari en apana. Öskrið í Sabor, Jjónaynjunni, magnaði því í einni svipan bæði heila og vöðva Tarzans. Fram undan honum lá djúpur lækurinn, bak við hann vís dauði, skelfilegur dauði undir krafsandi klóm og gnlstandi tönnum. Tarzan hafði alt af hatað vatnið, nema til drykkjar. Hann hataði það, vegna þess hann setti það 1 samband við skjálftan og óþægindin sem fylgdu rigningunni, og hann óttaðist það vegna þrumanna og eldinganna og vindsins sem var samfara henni. Fóstra hans hafði kent honum að varast djúpa vatnið i læknum, og hafði hann ekki séð Nltu litlu sökkva til botns og koma aldrei upp aftur, fáum vikum áður? En af tvennu illu kaus hugur hans hið siðara, og áður en öskur Sabors var hálfnað, laukst kalt vatnið saman yfir höfði Tarzans. Hann kunui ekki sund, og lækurinn var mjög djúpur; en hann misti ekki sjálfstraustið og snarræðið, sem hann átti að þakka kini sínu. Hann hreyfði hendur og fætur ótt og títt til þess að reyna að komast upp á yfirborðið, og af tilviljun greip hann hundasund, svo nefið á honum stóð eftir fáar sekundur upp úr vatninu, og hann fann, að þar gat hann haldið því og jafnvel fært sig til i vatninu með því að halda áfram sundtökunum. Hann var bæði hissa og glaður yfir þessari nýju í- þrótt, sem hann svo skyndilega hafði kynst, en hann hafði ekki tíma til að hugsa mikið um það. Hann synti með fram bakkanum, og sá að Sabor var þar að rifa í sig leiksystur hans. Ljónynjan gætti Tarzans nákvæmlega, því hún bjóst við að hann mundi kannske koma að bakkanum; en drenginn langaði sízt til þess. í stað þess rak hann upp örvæntingaróp flokksins og bætti við það viðvörunarkalli, svo þeir sem kæmu þlypu ekki í flasið á Sabor. Því nær samstundis var honum svarað i fjarlægð, og brátt sveifluðu fjörutíu eða firamtíu stórir apar sér með flughraða grein af grein í áttina til Tarzans. Fyrir þejm fór Kala, því hún hafði þekt röddina í uppáhaldinu sinu, og með henni var móðir leiksystur hans, þeirrar sem Sabor náði. Þó ljónið væri bæði sterkara og betur búið til bar- daga en aparnir, langaði það ekkert til að lenda í klónúm á þeim þegar þeir voru reiðir, svo-það stökk á braut með gremjuöskri. Tarzan synti nú að bakkanum og klifraði fimlega á þurt land. Þau hressandi áhrif og þægindin sem hann fann til eftir baðið, gerðu hann mjög hissa, og eftir þetta slepti hann aldrei degi úr, ef hann sá sér fært að steypa sér í vatn,' sjó eða læk. í langan tíma gat Kala ekki felt sig við þetta; því þó ættingjar hennar gætu synt þegar þeir voru neyddir til þess, féll þeim illa að fara í vatn, og gerðu það aldrei af fúsum vilja. Æfintýrið við ljónynjuna skildi þægilegar endurminn- ingar eftir hjá Tarzan, því slík atvik rufu tilbreytinga- Ieysi daglega lífsins — annars var um ekkert að ræða, nema að slangra um til þess að leita að fæðu, éta hana og sofa síðan. Flokkurinn, sem hann var í ráfaði um á að giska.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.