Tíminn - 05.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1968, Blaðsíða 9
/ SUNNUDAGUR 5. maí 1968. TÍMINN 9 l—9S$»átm— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimllcvæmd'astióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími; 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Einn kaldasta daginn í vetur, um níuleytið að morgni, hittust tveir kunnir menn úr stjórnarflokkun- um, fyrir utan pósthúsið í Reykjaví'k. Annar þeirra, sem er Alþýðuflokksmaður, er búsettur utan Reykjavíkur. Hinn, sem er Sjálfstæðismaður, er kaupsýslumaður í Reykjavík. Fljótt eftir að viðræður þeirra hófust, varpaði Alþýðuflokksmaðurinn fram þeirri spurningu, hvort nokkuð væri um að vera í Landsbankanum í dag. Hópur manna stæði fyrir utan bankann í kuldanum, þótt nær klukkustund væri þangað til að hann yrði opnaður. Nei, nei, svaraði Sjálfstæðismaðurinn, þetta er bara ein af biðröðunum hans Gylfa. Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, var það eitt af loforðum hennar að útrýma biðröðum í innflutn- ingsskrifstofu. Þetta hefur á vissan hátt verið efnt. En í staðinn hafa komið nýjar biðraðir, sem áður voru óþekktar hér .Um níuleytið á hverjum morgni byrjar fólk að safnast fyrir utan bankana. Þar bíða menn hópum saman í kulda og rigningu þangað til bankarnir opna um tíuleytið. Það er vissulega ekki rangnefni hjá Sjálfstæðismann- inum, að kalla þessar nýju bifraðir „biðraðirnar hans Gylfa.“ , Gylfi Þ. Gíslason er æðsti yfirmaður verzlunar- og bankamála í landinu. Hann mótar stefnuna 1 bankamál- um öllum öðrum fremur. Hann er einlægur átrúandi hins frjálsa innflutnings. Gylfa er hins vegar ljóst, að þessi innflutningur getur farið úr hófi fram. Ráð hans til að draga úr of miklum innflutningi, er að takmarka kaupgetuna. Takmörkun kaupgetunnar álíta Gylfi og ráðunautar hans, að auðveldast sé að framkvæma með samdrætti á útlánum bankanna. Samdráttur á útlán- um bankanna til atvinnuveganna, dregur úr atvinnunni og það dregur síðan úr kaupgetunni. Samkvæmt gildandi lögum er það aðalhlutverk Seðla- bankans að „vinna að því, að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár, sé hæfilegt, miðað við það að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt“. Þetta framkvæmir bankinn þannig, að hann veitir viðskipta- bönkum aðstoð og lán, þegar þeir geta ekki fullnægt eðlilegri eftirspurn atvinnuveganna af eigin ramleik. Þegar „viðreisnin“ hófst, skulduðu viðskiptabankarnir Seðlabankanum um 900 millj. kr. Nú skuldar Seðlabank- inn viðskiptabönkunum hins vegar um 300 millj. kr. Þetta hefur þannig alveg snúizt við, eða m.ö.o. S'eðla- bankinn hefur dregið úr þjónustu sinni við viðskipta- bankana og atvinnuvegina, sem þessum mismun nernur. Þetta er meginorsök lánsfjárhaftanna og biðraðanna, sem Reykvíkingar eru farnir að kenna við Gylfa. En lánsfjárhöftin eru á góðum vegi að mynda aðrir biðraðir en þær, sem menn sjá fyrir utan bankana. Þau þrengja að atvinnuvegunum í sívaxandi mæli og draga þannig úr atvinnunni. Ef svo heldur áfram, verður ekki langt að bíða biðraða þeirra, sem er að leita sér að atvinnu. Það verður óhjá'kvæmilega á'framhaldið, ef ríkisstjórnin hverfur ekki fljótt af þeirri biðraðabraut, sem hún fylgir nú. Svo vondar sem núverandi biðraðir við bankadyrn- ar eru, þá væru þó biðraðir atvinnuleysingjanna enn verri. Þess vegna verður sem fyrst að hverfa frá bið- raðastefnunni hans Gylfa. Biðraðírnar hans Gylfa ERLENT YFIRLIT George Papadopoulos - aðalmað ur grísku fasistastjórnarinnar SÁ ORÐRÓMUR er sagður öðru hvoru á kreiiki i AJþenu, að yngri herforingjar hafi í undirbúningi að steypa rikis- stjórninni úr stóli, því að þeir áliti hana ganga hvergi nærri nógu róttækt til verks. Ýmsir þeirra, sem kunnugastir eru, telja sig geta rekið þennan orð- róm til sjálfs forsætisráðherr- ans. Hann noti þennan orð- róm til að telja fólki trú um, að hann sé tilneyddur tii að ígera eitt og anmað itil að af- Stýra gagnbyltingu henforingja, sem séu meiri einræðissinnar en hamn. Papadopoulois sé líka engan veginn óvanur slíkum vinnubrögðum, því að meðan hann vann í leynilþjónustunni var það eitt af verkum hans að koma af stað orðrómi um hinar og aðrar byltingafyrirætl- anir andstæðinga konungsins. Slíkur orðrómur átti sinn þátt í því, að Konstantin konungur tortryggði svo mjög stjórn Paipandreous að hann vélk henini frá. Með því steig kóngur þau spor, sem leiddu til falls lýð- ræðisins og upphafs fasista- stjórnarinnar í Grikklandi. UPPHAFLEGA var látið líta svo út, að það væri eins konar ráð herforingja, sem hefði tek- ið völdin í Grikklandi eftir bylt ingu í aprílmánuði í fyrra. í þessu ráði væri þrír herfor- ingjar valdamestir eða þeir Papadopou'los, Pattakos og Mak arezos. Eftir byltinguna tók Pattakos við yfirstjórn lög- reglumálanna, en Makarezos við yfirstjórn efnahagsmálanna. Papadopoulos hlaut hins vegar ekki veglegra starf en að vera ráðuneytisstjóri hjá for- sætisráðherranum, sem var vaiinn í samráði við konunginn. Það sýndi sig hins vegar fljótt, að það var ráðuneytisstjórinn, sem öllu réði, og forsætisráð- herrann, sem var aðeins peð í höndum hans. Þegar forsætis- ráðherra flúði land með Kon- sitamtíin fcoinumgi eftir hinia mis- heppnuðu byltingartilraun í vetutr, tók P®padiopoutos fyrst við forsætisráðherraembættinu. Hann hefur gegnt því síðan og jafnframt bætt við sig embætti varnarmálaráðherrans. Nú ef- ar enginn lengur, að Papado- poulos er hinn sterki maður Grikklands, enda byltingin meira verk hans en nokkurs manns annars. ÞAÐ hefði ekki þótt trúlegur spádómur fyrir fjórum árum, að Papadopoul'os ætti eftir að verða einvaldi Grikklands. Þá starfaði hann sem lítt þekkt- ur herforingi í afskekktu hér- aði nálægt tyrknesku landa- mærunum og taldi sig hafa upp götvað það skemmdarverk kommúnista, að þeir hefðu látið sykur í olíu hjá hernum. Blöðin birtu þetta sem spaug, og þekktur hagfræðingur, sem heitir Papadopoulos, bað þau fyrir þá yfirlýsingu, að hann væri ekkert við þessa afhjúpun fcenndur! Hann var einn sá George Papadopoulos fyrsti, sem missti embætti sitt, þegar nafni hans kom til valda. Þegar Papadopoulos „afihjúp- aði“ áðurgreint skemmdarverk kommúnista, var hann í hálf- gerðri útlegð. Stjórn Papandre ous hafði slæman bifur á hon- um og ýmsum hægri sinnuðum herforingjum, sem voru starf- andi í leyniþjónustunni. Þeir voru því sendir frá Aþenu tii ýmissa fjarlægra staða. En út- tagð PapadopoJo'Sar varð eikki löng. Sumarið 1966 barst kon- unginum til eyrna, að herinn væri honum efcki nógu tryggur. Kóngur fól þá einum helzta trúnaðarmanni sínum í hernum að láta rannsaika þetta í kyrr- þey og án beins samráðs við leyniþjónustuna. Þessi trúnað armaður konungs þekktí Papa- dopouJos og fól honum verkið. Þannig fékk Papadopoulos að- stöðu til að kynnast viðhorfinu meðal herforingjanna og fékk fljótlega eftir það hugmyndina um byltingu þeirra, sem yrði gerð án vitundar konungsir*? og hershöfðingjanna. Margt bendir til, að konungur og hershöfðingjarnir hafi einn- ig undirbúið byltingu, en Papadopoulos og félagar hans urðu fyrri til. PAPADOPOULOS er soniur barnaskólakennara, er varði seinustu aurum sínum til að kosta son sinn til náms við herforingjaskólann f Aþenu. Þetta nám er dýrt, enda aðal- lega synir efinaðra mianna, sem hafa stundað það. Papadopoulos hefur síðan verið lítill vinur yfirstéttanna. Hann stund- aði námið af mikilli samvizku- semi og varð annar við burt- fararprófið. Efstur varð félagi hans Makarezos. Þeir útskrifuð- ust rétt áður en ítalir réðust á Grikfcland. Eftir ósigur Grikkja fyrir Þjóðverjum, stjórnaði Papadopoulos skæru liðasveit, en var siðar fluttur á vegum Breta til Egyptalands, ásamt fleiri grískum liðsforingj um, og var í þjónustu brezka hersins eftir það til stríðsloka. Hann fór þá strax heim til Grikklands og tók þátt í styrj öldinni gegn kommúnistum. Á þessum árum, kynntist hann flestum þeim herforingjum. sem síðar gerðu byltinguna með honum. Það hefur lengi verið kunnugt, að hann var mjög hægri sinnaður, en ekki var samt óttazt, að hann ætti eftir að verða leiðtoai hægri sinna. Hann hefur efcki tiJ að bera þá ytri glæsimennsku, sem gera menn til foringja fallna. Hann þykir fremur ó- ásjálegur, röddin er hrjúf og bros hans stirt. Það er hins vegar komið í l.iós, að hann hefur skipulagsgáfur. klókindi og dugnað meira en í m-eðal la,gi. ALLT BENDIR nú til þess, að Papadopoulos stefni að því að vera lengi einveldi Grikk- lands, þótt hann lofi frjálsum kosningum innan tíðar. Þeim kosningum verður vafalaust hagað þannig að hann og fylg ismönnum hans verður tryggð ur sigur fyrir fram. „Hreinsan ir“ þær, sem hann er búinn að láta gera í hernum og rík- iskerfinu, veita honum sterka aðstöðu. Leyniþjónusta hans fylgist vel með öllu. Valdi hans verður ekki hnekkt að sinni með gagnbyltingu eða í mála myndarkosningum. Helzta von in er sú, að erlend ríki einangri herforingjastjórnina. En á þvi eru ekki miklar horfur, eins og sakir standa, Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.