Tíminn - 05.05.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.05.1968, Blaðsíða 12
12 TIMINN SUNKUDAGUR 5. mai 1968. 'i'W' m "1. 'epy* Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land allt í maí og júní 1968. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Enn- fremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af námstíma sínum, enda hafi þeir lokið iðn- skólaprófi. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkom- andi prófnefndar fyrir 15. maí n.k., ásamt venju- legum gögnum og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá um- sóknareyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðslu- ráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 2. maí 1968.,V V IÐNFRÆÐSLURÁÐ Auglýsing UM STYRKI ÚR MENNINGARSJÓÐI NORÐURLANDA Árið 1969 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar fjár- hæð sem svarar til 22,9 milljóna íslenzkra króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt menningar- samstarf á sviði vísinda, skólamála, aiþýðufræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlistar, leiklistar, kvik- mynda og annarra listgreina. Meðal þess, sem til greina kemur að sjóðurinn styrki, má nefna: 1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til í eitt skipti, svo sem sýningar, útgáfu, ráðstefnur og námskeið; 2. samstarf, sem efnt er til í reynsluskyni, enda sé þá reynslutíminn ákveðinn af sjóð- stjórninni; 3. samnorræn nefndastörf; 4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menn ingu og menningarsamvinnu. Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir til verkefna, er varða færri en þrjár Norðurlanda- þjóðir sameiginlega. Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfirleitt ekki unnt að sinna. Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til vísinda- legra rannsókna, þurfa að hafa í huga, að styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til slfkra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi vísindamanna frá Norðurlöndum að lausn þeirra. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr sjóðnum til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr. þó 2. lið hér að framan. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sérstaklega standi á, veita fé til greiðslu kostnaðar við verkefni, sem þegar er lokið. Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást í mennta- málaráðuneytum Norðurlanda og hjá Nordisk kulturfond, Nybrogade 2, Kaupmannahöfn. Umsóknir skulu stílaðar til sjóðstjórnarinnar og þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. ágúst 1968. Tilkynningar um afgreiðslu umsókna er ekki að vænta fyrr en í des. 1968. Stjórn MenningarsjóSs Norðurlanda, 3. maí 1968. ^ * Laugavegi 38, Skólavörðustíg 13 M A R I L U P e y s u r fallegar, vandaðar. Póstsendum FASTEIGNAVAL Skólavörðustlg 3 A 11. hæð Sölusimi 22911 SELJENDUR Látið okkur annast sölu á tast- eignurn vðar Aherzla lögð á góða fyrirgreiðsiu Vinsamleg ast hafið samband við skrif- stofu vora er þéi ætlið að selja eða kaupa fasteignír. sem ávallt eru fyrir hendi i miklu úrvali hjá okkur. JÓN ARASON, HDL. Sölumaður fasteigna: Torfi Ásgeirsson. Bændur athugið Á landbúnaðarsýnnigunni í Reykjavík í sumar verða reistar nokkrar amerískar bogaskemmur af Behlen-gerð. Skemmur þessar eru af breiddinni 10.65 metrar, og er mesta hæð um 4 metrar, er því hér um að ræða mjög hentug fjárhús og verkfærageymslur. Skemmur þessar verða seldar á mjög hagstæðu verði, til afgreiðslu síðari hluta ágústmánaðar á staðnum, eða niðurteknar. Þeir bændur, sem áhuga hefðu á þessum ódýru bygg- ingum, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst, helzt fyrir 15. þ.m. LÁGMÚLI Tilkynning frá bifreiða- eftirliti ríkisins Bifreiðaeftirlitið, Borgartúni 7, verður lokað á laugardögum yfir sumarmánuðina frá maí til septemberloka. Skoðun fer fram mánudaga, þriðju daga og miðvikudaga kl. 9—12 og 13—17. — Fimmtudaga kl. 9—12 og 13—18,30. Föstudaga kl. 9—12 og 13—16,30. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS Tilboö óskast í Vauxhall Viva fólksbifreið árgerð 1966, 1 nú- verandi ástandi eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis í Bílaskálanum, Suður- landsbraut 6 n.k. mánudag og þriðjudag. Tilboðum sé skilað í skrifstofu Samvinnutrygg- inga, Tjónadeild, fyrir kl. 17,00 þriðjud. 7. maí 1968. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Hugmyndasamkeppni um einbýlishús SÝNING Tillöguuppdrættir er bárust í kepnninni verða til sýnis að Laugavegi 18a 3. hæð í dag, sunnudag kl. 2—6 e.h. Öllum heimill ókeypis aðgangur. DÓMNEFNDIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.