Tíminn - 09.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.05.1968, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. maí 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés. Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- hú?inu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Endurreisn atvinnu- veganna í stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var í febrúarmánuði síðastl. var megináherzlan lögð á endurreisn atvinnuveganna. í því sambandi var m.a. bent á eftirtalin atriðú 0 Auka verður stofn- og rekstrarlán til atvinnuveg- anna, svo og lækka verulega vexti af þeim lánum frá því sem nú er. / 0 Stofna ber framleiðnisjóð, er hafi það hlutverk, að auka hagræðingu og framleiðni. 0 Lækka verður opinber gjöld á atvinnuvegunum, svo sem unnt er. 0 Tekinn sé upp áætlunarbúskapur og stjórn á fjár- festingarmálum undir forustu ríkisvaldsins og í sam- starfi við fulltrúa atvinnulífsins. Öll þessi úrræði eru í fullri andstöðu við þá efnahags- stefnu, sem nú er fylgt. Höfuðatriði hennar eru lánsfjár- höft, háir vextir og síhækkandi skattar á atvinnuvegun- um. Ekkert er gert til þess að hafa skipulag eða stjórn á fjárfestingarmálum, heldur drottnar þar fullkomið handa hóf. Til þess samblands af- rángri stefnu og stefnuleysis, sem einkennir efnahagsaðgerðir núverandi stjórnar- flokka, má rekja öngþveitið, sem eykst nú með hverjum degi. En jafnframt þ'ví, sem leysa verður vandamál dagsins í dag, þarf að skyggnast vel til framtíðarinnar. Því segir svo í stjórnmálaályktun aðalfundarins: Þótt aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins leggi í dag höfuðáherzlu á endurreisn efnahags- og at- vinnulífs þjóðarinnar, verður jafnframt að vinna ákveðn- ar en gert hefur verið, að framtíðaruppbyggingu atvinnu veganna í landinu. Fundurinn vekur athygli á þeim stór- stigu framförum (á sviði þekkingar og tækni, sem munu gjörbreyta aðstöðu íslenzkra atvinnuvega í náinni fram- tíð, og leggur áherzlu á, að hér er um að ræða grundvöll að sjáifstæðri tilveru íslenzku þjóðarinnar. íslendingar verða að halda vöku sinni á þessu sviði og vinna skipu- lega að því að renna fleiri stoðum undir þjóðarbúskapinn. Sjónleysi Vísis Annað hvort fylgjast þeir menn, sem skrifa forustu- greinar stjórnarblaðanna, ekki með því, sem er að gerast, eða látast ekki sjá það. Hvergi er þetta þó meira áberandi en í Vísi. Þannig fullyrðir t.d. Vísir, að tillaga, sem Framsókn- armenn hafa flutt á Alþingi um rannsókn á samdrætti í iðnaðinum, hafi verið álgjörlega óþörf. Enginn slíkur samdráttur hefur átt sér stað. Þetta fullyrðir blaðið, þótt það fólk skipti orðið hundr- uðum, sem hefur misst atvinnu sína seinustu misserin, > vegna þess að mörg iðnaðarfyrirtæki hafa ýmist lagzt niður eða dregið stórlega saman rekstur sinn. Þetta fólk hefur vissulega reynt það, að tillaga Fram sóknarmanna var réttmæt, þótt Vísir sjái það ekki. TIMINN r.........— - ■■■ 1 ■*- ■ ■ —— IForustugrein úr „The Economist": Útti rússneskra leiötoga vegna þróunarinnar í Tékkóslóvakíu VERÐUR FRELSI AUKIÐ INNAN TÉKKNESKA KOMMÚNISTAFLOKKSINS? Seinustu daga hafa staðið yfir fundarhöld rússneskra og tékkneskra flokksleiðtoga í Moskvu. Bersýnilegt er af fréttum þaðan og mörgu öðru, að atburðimir í Tékkó slóvakíu valda ráðamönnum Sovétríkjaima vaxandi á- hyggjum. f eftirfarandi grein, sem birtist í „The Economist" í London rétt fyrir seinustu mánaðamót, er rætt um þessar áhyggj ur rússnesku leiðtoganna: ÓHEPPNIN eltir þá Brezihn- eff og Kosygin. Þeir þurfa endilega að lenda í vandræð- um heima fyrir, einmitt þegar horfur eru á, að gangur mála í Vietnam taki þá stefnu, sem þeir óska. Leiðtogum Rússa stendur af því alvarlegur stugg ur, hver áhrif tilraunir Tékka með frelsið kunni að hafa á valdauppbygginguna í Evrópu ríkjum kommúnista. Kosygin varð að hraða sér heim frá íran rétt fyrir pásk ana til þess að sitja fund mið stjórnarinnar. Miðstjórnin hlýddi á boðskap Brezihneffs 10. apríl oig gaf síðan út skel- egga hivaitndmgu táí árwakrai-, öruggrar og hvíldariausrar bar áttu gegn borgaralegri hug- myndafræði. Óttinn við það, sem er að gerast í Prag, hefir gripið viða um sig. Austur-Þjóðverjar urðu fyrstir til að hafa uppá háreysti. Síðan réðust Pólverjar gegn sínum óánægðu óróaseggjum- Nú er röðin komin að Rússum. Áleitáinin draugur ásækir leið- toga skrifstofu.váldsins í Aust- urEvrópu. Þessi draugur er fydgja breytinganna. RÚSSAR og nánir vinir þeirra hafa auknar áhyggjur af þrennu. Fyrsta áhyggjuefnið er stefnan, sem efnahagslegar umbætur í Tékkóslóvakíu taka. Rússar eru þeirrar skoðunar, að efnaíhagsþróun kommúnista- ríkjanna sé ekki komin á það stig, að þau geti komizt af án skjólgarðs til varna gegn auð valdsheiminum fyrir handan. Þeir halda fram, að ef horfið sé frá einveldi skipulagsyfir- valdanna yfir utanríkisviðskipt unum standi einstök fyrirtæki kommúnista augliti til aug- litis við iðnrisa auðvaldsland- anna og hljóti að lúta í lasgra haldi. Um þenna ótta er sjaldan rætt upphátt, enda felur hann í sér viðurkenningu á því, að framleiðnin sé minni í kommún istaríkjunum en auðvaldsheim inum. En þessi ótti er þó síður en svo nýr af nálinni. íhalds menn í Tékkóslóvakíu létu hann í ljós í fyrra, þegar deilt var um hið nýjaxefvhagskerfi þar í landi. Dubcek á eftir að heyra meira um hann frá Rúss um, þegar hann gerir upp við sig, hve slaka tauma hann geti gefið Ota Sik, umbótafröm uði efnahagskerfisins, sem nú er orðinn aðstoðarforsætisráð- herra. Brezhneff Annað áhyggjuefni Rússa er utanríkisstefna Tékkóslóvakíu. Haidi Tékkar áfram að feta sína eigin braut til framlþróun- ar sósíalismans hljóta breyting arnar, sem þeir eru að gera, að hafa áhrif á afstöðu þeirra á þingum heimskommúnismans. Afleiðingin gæti jafnvel orðið endanleg endurskoðun allrar utanríkisstefnu þeirra. Þessi vandber þó ekki orðinn brýnn enn. Tékkar hafa sýnt þá hyggni, að taka málin í réttri röð. Þeir hafa einbeitt sér að umbótum innan lands og lýst hvað eftir annað yfir fyllstu hollustu sinni við Sovétríkin. Ulbricht í Austur-Þýzkaiandi gerist sýnilega ókyrr vegna þess áhiiga, sem Vestur-Þjóð- verjar láta í ljós á framvindu mála í Prag. Utanríkisstefna Tékka er þó enn hreinn rétt- trúnaður í samanburði við hina þjóðlegu uppreifH Rúmena. HIN raunverulega trúvilla Tékka er stjórnmálalegs eðlis. Vegna hinna opinberu rök- deilna í Prag hefir viðurkennd um flokksleiðtogum í allri Austur-Evrópu runnið kalt vatn milli skinns^og hörunds. Það er ekki sérlega ánægjulegt fyrir neinn að játa upphátt, að hann óttist frelsið. Þó ligg ur f augum uppi, að gagnrýnin, sem nú er leyfð í Prag á opin- bera stefnu, ýtir óþyrmilega við undirstöðum kerfisins, sem Austur-Evrópa tók við úr hendi Stalíns og býr enn við, enda þótt, að versta harðstjórn Stal íns heyri til liðinni tíð. Af þessum sökum eru valdhafarnir í Sofíu, Búdapest og Varsjá ótta slegnir. Af þessum sökum hefir verið hert á baráttunni gegn mótþróafu'l'lum rithöfund um. Þar sem stjórnmálaand- staða er ekki leyfð, kemur í hlut rithöfundanna að dreifa sýklum villutrúarinnar. Rök deilurnar sjálfar á efstu stöð um eru leiðtogum Sovétríkj- anna ekki jafn mikið áhyggju efni og hitt, hve hljóðbærar þær eru látnar verða. Leiðtog arnir í flokksstjórnunum berj ast til úrslita um áform og einstaklinga, ekki hvað sízt i Rússlandi. En þeir gera þetta fyrir luktum dyrum. Þegar bú ið er loks að koma á málamiðl un verður hún hin opinbera stefna fliokiksins, er boðuð oif- an að og framkvæmd gegn uim giangöruigga og auðsveipa flokksvélina. En sé tjaldi laun úngarinnar svipt frá deilunum efst uppi, hljóta þær að breið ast út til óbreyttra liðsmanna flokksins og sennilega þaðan á- fram meðal þjóð'arinnar yfir- leitt. ítalskir kommúnistar gerðu tilraun með opinberar deilur fyrri þremur árum. Þeir hurfu þó mjög skjótt frá þeim af því, að lýðræðið breiddist örar út en þejm geðjaðist að. Úr því að þetta varð ítölum of raun er það óhugsandi fyrir Rússa. Eigi rétturinn til ágreinings að öðlast nobkra þýðingu, þó ekki sé nema innan Kommún- istaflokksins sjálfs, verður að tryggja hann. Leyfa verður minnihlutanum að koma sér upp einhverju skipulagskerfi til frambúðar. Einnig verður að heimila honum að boða skoð anir sínar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þetta er algjört lágmark ef kerfið á að fá á sig lýðræðisblæ svo að nokkru nemi. Eins og framþróun er nú komið í Austur-Evrópu, er tryggður réttur til ágreinimgs innan kommúnistaflokksins sennilega mikilvægari en um líðan fámenmra flokka and- kommúnista. Slíkir smáflokkar eru naumast annað en eins bonar brúður búktalara. Þeir trufla ekki á neinn hátt píra- mídakerfi valdsins, þar sem all ar ákvarðainir1 berast ofan frá top^num. Mjög litlu breytti þó að stíkir flokkar væru einnig leyfðir í Rússlandi. Hitt skipti miklu meira máli, ef ein- hvers konar lýðræði yrði til innan kommúnistaflokksins sjálfs. Það yrði hin aust- i ræna samsvörun stjórnmálaein ingar á Vesturlöndum. Það yrði bvíðafullum kommúnistum trygging þess, að grundvallar- atriði þjóðfélags þeirra yrði ekkí afnumin, svo sem opin- ber eign framleiðslutækjanna og samræmd allsherjar áætl- unarstjóm. SKRIFSTOFUVALDHAF- ARNIR, sem teldu sér stafa ógn af þessum umbótum, héldu því eflaust fram til andmæla lýðræði innan Kommún - flökksins, þó í takmörkuðum mæli væri, að það hefði í sér fólginn vakann að eyðingu flokksins sjálfs. Þeir munu halda fram, að aðferðin gæti leitt til einhvers konar tveggja flokka kerfis. Og þeir hafa nokkuð til sins máls. Hópur stjórnmálamanna, sem undir yrði uppi á toppnum. hlyti að stefná að því, að leggja málið undir fjölmennari samtök, til dæmis miðstjórn- ina. Væri áhugamál þessa hóps vinsælt og hann hefði tök á að boða það, hlyti hann eðlilega Framhald á bls- 12. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.