Tíminn - 12.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1968, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 12. maí 1968, TIMINN 3 ÍSPEGLITÍMANS Þtótt Jotoson forseti hafi ver i'ð önimum kafinn að undanfömu hefur hann þó gefið sér tíma ★ Þeir eru heppnir te-unnend urnir, það er að segja, ef þeir drekka te með eða strax á eftir máltíð, því að bandarískir vís- indamenn halda því fram um þessar mundir, að í teinu sé „eitthvað“, sem bomi í yeg f^rir æðakölkun, það er að segja, sé það drukkið með eða strax eftir máltíð. Það dugir ekki að drekka það klukku- táma á eftir. Vísindamenn þess ir, sem starfa við híáskólann í Kaliforniu hafa gert tilraun ir á kanínum, sem aldar hafa verið á fituefnum, sem orsök- uðu æðakölkun. Sumar kanín- umar fengu te með matnum og voru þær kanínur með kalk lausar æðar. Hinar fengu æð- ar, sem voru fullar af kalki. Nú er unnið af mesta kappi við að finna hvaða efni það er í teinu, sem orsakar þetta. ★ Bandaríski leikarinn Sidney Poitier er sem kunnugt er negri og er hann fyrsti svert- Inginn, sem hefur náð því að verða ein vinsælasta kvik- myndastjarna Bandaríkjanna. Um þessar mundir vinnur hann sér inn meiri peninga en Elizaheth Taylor og Ric- hard Burton. Forráðamenn kvikmyndafélagsins Oolumhia Pictures þorðu varla að trúa s’ínum eigin augum og eymm, þegar kvikmyndin To Sir With Love, sem Sidney hafði leikið aðalhlutverkið í, fór að færa þeim gróða. Taka kvikmyndar- innar kostaði sex hundruð bú= dollara, en nú hefur hún fært kvikmyndafélaginu þrettán ti.1 þess að skreppa á búgarð sinn í Texas og leika sér við barnabarn sitt, Patrick Lyndon ★ milljóna dollara gróða. Kvik- myndafélagið gerði þegar í stað samning við Sidney um að leika í annarri mynd og nú er svo komið, að hann fær sjö hundruð og fimmtíu þús- und dollara fyrir að leika í einni kvikmynd, en fékk áður sjö þúsund og fimm hundruð dollara. ★ Jerrie Cobb er þrjátíu og sjö ára gömul kona, sem er búsett í Bandaríkjunum. Aðaláhuga- mál hennar er allt sem viðkem ur flugi og hefur hún tíu þús- und flugtíma að baki en það er um það bil helmingi fleiri tímar en John Glenn geimfari hefur að baki. Andleg og líkam leg heilsa Jerrýjar er eins góð og á verður kosið og fyrir skömmu sótti hún um það að fá að verða geimfari. Geim- ferðayfirvöl dí Bandaríkjunum urðu ekki ýkja hrifin af þessu uppátæki hennar og neituðu að gefa henni kost á að reyna sig og ennþá hefur hún ekki fengið neina skynsamlega skýr ingu á því. — Rússar gátu sent Valentínu Teresckowa út í himinhvolfið, en hvað er eiginlega að bandarískum kon- um? segir Jerrie og heldur fast í þá von, að yfirvöldin skipti um skoðun. ★ Leikarinn og dansarinn frægl Fred Astaire er nú orðinn sex- tíu og átta ára gamall og enn dansar hann af fullum krafti. Á síðustu árum hefur hann Nugent, sem er tíu mánaða gam al'l. Hér sjást þeir frændur að leik. ★ leikið í þó nokkrum Hollywood kvikmyndum og nú hefur 'hann Sænska kvimyndaleikkonan Bifoi Anderson, sem kvikmynda húsgestir hér kannast margir hverjir við í fjölmörgum Ing- hafið þátt í bandaríska sjón- varpinu, þar sem hann mun sýna nO'kkur atriði úr kvik- myndinni Top Hat, sem hann lék eitt sinn í. Og að þessu sinni verður það rokk-hljóm- siveit, sem verður honum til að'stoðar. ★ Elisabet Englandsdrottning er ekki aðeins ríkasta kona heims, heldur sennilega rík- asta manneskja heims, og eng inn austurlenzkur olíukóngur kemst í námunda við drottn- inguna hvað auðæfi snertir. Hve miklar eignir hennar eru veit enginn með vissu, en það er sagt, að hún eigi gimsteina, sem eru að verðmæti um átta milljónir króna, og listaverka- safn hennar er áætlað þrjú hundruð og tuttugu miTljarða króna virði og það þótt safn þetta sé tiltölulega ungt. Þessi auðæfi getur drottningin aðal- lega þakkað hinni frægu Viktóríu drottningu. Þegar hún kom til valda á’tti kon- ungsfjölsbyldan ekki niema um það bil fimmfán þúsund krónur í banka, en þegar hún lézt hafði þessi upphæð hæbkað í fjögur hundruð og áttatíu milljónir, og síðam befur hún aukizt með miklum Ihraða, Bn þrátt fyrir þessi auðæfi er ekki beiint hæ|g't að segja, að konung'Sfjölskyld an stiárti sig af auðæfum sín- um. Meira að segja hafa börn drottningarinnar erft barna- vagninn, sem móðir þeirra og mars Bergman kvikmyndum, sem hún hefur leikið í er nú í Róm að leika í bandarískri kvikmynd, Sttory of a Woman. móðursystir voru í þegar þær voru litlar. ★ Richard Nixon, sem lengi hef ur haft mikinn hug á því að komasit sem forseti í Hvíta húsið hefur alltaf verið þekkt ur sem hinn fátæki stjórn- málamaður. Svo kom að hann var orðinn leiður á þessu tali og hefur nú tilkynnt opinfoer- lega að árstekjur hans sem lögfræðinigis séu um fjórar miljiónir króna og að hanm eigi um það bil fímm og háifn mil'ljón í banka. Engu að sið- ur er hann talinn fátækur við hliðina á Kenmedy og Rorkefell er. ★ Rithöfundurinn Edna Ferfoer lézt fyrir skömmu síðan í New York, áttatíu ára gömul. Hún hefur skrifað margar skáldsög ur og leikrit, þar á meðal Show Baat, sem fjallar um lífið á Mississippi-fljótinu, en í því skáldverki er hin fræga vísa Old Man River. Árið 1924 fékk Edna Ferber Pulitzer verðlaun in fyrir skáldverk sitt So big. ★ Þegar bóndi nokkur í Suður Afríku, Abraham Nogu, gifti í burtu dóttur sína fyrir þrem árum, gaf brúðguminn honum transistor útvarpstæki. Nú er útvarpið ónýtt og gamli maður inn krefst þess að fá dóttur sína heim aftur. Litla stúlkan á myndinni er bandarisk stúlka, sem leikur með Bifoi í kvifcmyndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.