Tíminn - 14.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1968, Blaðsíða 5
ÞRDQJUDAGUR 14. maí 1968 TÍMINN Bílainnflutningur Fyrst er hréf B.I. „Nú þegar óvænkast hagur margra og menn fara að huga betur að f jármálum sínum, kem ur mér í hug bílainnflutningur. Hundruð millióna hafa verið bundin í bílum á hverju ári s. 1. sex ár. Ekki er að sjá að sérstakrar hagsýni eða fyrir- byggju hafi gætt í þessum inn- flutningL Kaupsýslumenn, al- gerlega „frjálsir", hafa keppzt um að flytja inn hverja bílateg undina á fætur annarri án til- lits til hvort þær hentuðu okk ar staðháttum. Verkin sýna líka m«±im Við höfum nú nær hundrað og fjörutíu tegundir fólksbíla og ég mun ekki einn um að segja það, að talsverður hluti þeirra hefði betur aldTei til landsins komið. Margar þessar tegunda eru ætlaðar til aksturs við mun betri s'kilyrði en hér eru, t. d. jafnara og hlýrra veðurfar, þurra vegi og rennisléttar hrað brautir. Ending er líka í sam- ræmi við þetta, og alloft kem ur það fyrir að hjólabúnaður þessara bíla skekkist og gengur úr lagi, við það eitt að lenda í krappri holu í vegi. Þá eru vara hlutir oft lítt fáanlegir, sem reyndar von er, í öllum þessum sæg ólikra bíla. Vandræði á vegum Undanfarna vetur hafa oft orðið vandræði á vegum, þegar litlir bílar komust ekki leiðar sinnar, ef bylgusu gerðí eða hálku og stöðvuðu þannig alla umferð. Oftast hefur verið um að kenna keðjuleysi þessara bíla, en það verður aldrei tryggt að allir hafi keðjur til- tækar, sérstaklega snemma vetr ar, auk þess sem fullerfitt er að koma keðjum á sumar teg- undir vegna þrengsla við hjól in. Það virðist því aðeins ein leið til úrbóta og hún er sú að flytja inn heppilegri bíla o£ þá sórstaklega jeppa og aðra bíla með drifi á öllum hjólum, sem geta komizt leiðar sinnar í venjulegri íslenzkri vetrar- færð á tiltölulega fjölförnum vegum. Margir hafa látið glepjast af minni benzínnotkun litlu bílanna, en athuga ekki að end ing og notagildi jeppanna og annarra daglegra bfla er langt um meira virði. Menn hljóta að sjá að mjög óhyggilegt er að kaupa til landsins dýr en ótraust og 6- heppileg fanartæki og við eig um ekki að láta bjóða okkur óprúttna sölumennsku í þekn efnum. Vöndum því betur val bíls- ins!“ Björn Indriðason, Skólabraut 15 Seltj. „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn“. Þá hafa okkur borizt nokkur bréf um sjónvarpsþáttinn hans Sigfúsar Halldórssonar, sem sýndur var 6. mai s. 1. Þar sem þessi bréf eru flest öll á einn veg birtum við aðeins eitt þeirra aðeins stytt: „Mér finnst ég verða að koma á framfæri þakklæti til sjón- varpsins fyrir þáttinn„Nú verð ur aftur hlýtt og bjart um bæ- inn, sem sýndur var í sjónvarp inu 6. maí. Þetta er annar þátt urinn sem helgaður er lög- unum hans Sigfúsar Halldórs- j sonar og verð ég að segja að þeir hafa verið hver öðrum betri. Lögin hans Sigfúsar eru | hreinustu perlur og ljóðin við i lögin eftir því. Sjálfur er hann j alveg afbragð á sjónvarpsskerm : inum, látlaus og sannfærandi. ! f síðari þættinum (þ. e. 6. maf) ! yljaði það mér að heyra og sjá | aftur hann Kristján Kristjáns j son, því að þó ég sé ekki gam alL þá man ég vel eftir því þegar hann var upp á sitt bezta og mér finnst ennþá jafngam an að hlusta á hann. Alveg ein stakt hvað hann heldur sinni ágætu rödd vel og lengi. Eins þótti mér ánægjulegt að sjá og heyra okkar ágæta skáld, Tóm as Guðmundsson koma þarna fram, en eins og allir vita hef ur Sigfús samið mörg afbragðs lög við ljóðin hans. Sem sagt þetta var afbragðsþáttur og eiga allir, sem að honum stóðu þakkir skilið og vona ég að sjónvarpið endurtaki hann fljótt aftur..... S.J., Keflavík. Og enn vísan Get ekki orða bundizt. Loks birtist smá athugasemd í Land fara — sem ég sendi fyrir löngu síðan og Velkvakandi hef ur nú birt fyrir mig orðrétt — og með réttri undirskrift. - BÚLGARÍA Ánægjulegir sumarleyfisdagar á Gullsöndunum án vegabréfsáritunar Flugferðir frá Kaupmannahöfn með 4ra mótora Turbo-þotu 8 dagar frá kr. 5.105.— (með fæði) 15 dagar frá kr. 6.430.— (með fæði) Eða ennþá ódýrara: Flugferð og gisting hjá gest- risnu og viðkunnanlegu fóM. Næturgiisting . . . VerS kr. 4.250.— til 5.555.— — m/morgunverð Verð kr. 4595.— til 6.155.— — m/einni máltíð Verð, kr. 4.995.— til 7.230.— — m/báðum mált. Verð kr. 5.155.— til 8.270.— Brottför hvern laugardag. Gullsandar, 17 km norður af hafnarbænum Varna, er fal- legasti og bezti sumarleyfis- bær Búlgaríu. Þar er engin landisloftslag (miilt á vetrum og þœgiileigt á sumrim). Al- sikýjað og rigning er sj'aldan, og allt að 2240 sóliskinísstund- ir á ári. Meðalhiti í júli 22°, ekki yifir 33—34° heitustu dagania. Hiti í sjlónum er miilli 20 og 28°. Hótel: Perla, Palma, Mórsko Oko er eitt af beztu og ný- tízkulegustu hótetam á Guí- söndunum. Gullsandar — friðsælt, sfcemimtilegt og sérkennilegt. Gullsamdar — ákjiósainlegir skemimtuiniarmöguiLeikar á sanngjömu verði. Gullsandar — miðstöð ferða- til Istanlbul, Odessa, Sofu, Gullsandar — miikill afslátt- ur fyrir börn. Biðjið um bæklimginn með rósinni á ferðaskriiflstiofu ýðar. 4. afþj. ballettsamk. 8. júlí—20. júií. 9. heimshátíðarmót fyrir ungt fóik 28. júlí—6. ágúst. 56. alþj. heimisfundur tanmlæknu FDI 16. sept.—22.sept. — þar að auki aiþjóðlegir tónleikar, þjóðlaga og þjóðdamsasýning o.s.frv VELJIÐ BÚLGARÍU í ÁR. Pantanir hjá öltam íslenzkum ferðaskriiflstofuim. Balkanturist, Fredrifcsberggade 3, KBH. K. Tlf. 193510 Vinsamlega sendið mér um hæl f erðabækling um Búlgaríu Nafm Heimilisfainig. Hvernig dettur Landfara í hug að Ingibjörg Magnúsdóttir, skrifi um sjálfa sig í dag, bú- in að liggja í gröf sinni á amn an tug ára? Sem frænka henn- ar vildi ég (M. Ásgeirs. —) leiðrétta missögn, eða bera brigður á rétt með farið um höf. visu sem frú Ingibjörg sál. Magnúsd. skrifar eigin hendi í Nýja kivennabl. árg. ‘44 og því setti ég það innan gæsa- lappa, nafnið hennar og vís- una. Bið um skýlausa leiðrétt ingu á þessu, þvi ég hefi enga löngun eða leyfi — til að skrifa undir nafni löngu dáinn ar konu — þó frænka mín hafi verið — þvilík endemis vit- leysa. — Lesið nú greinina hjá Mogganum — þar er hún orð- rétt og rétt umdirskrift — lærið af honum að fara rétt með. — M. Ásgeirs. Símstöðin í Reykjavík Sigurður Hallsson í Keflavík skrifar: „Það þarf að fara að athuga símstöðina í Reykjavík. Ég kom þar fyrir nokkru síðam tvisvar á virkum degi. Þá tóku dömurnar af mér 39 krónur í hvert sinn fyrir ekki neitt. Á annan í páskum kom ég þar. Þá sátu dömurnar þar með eim- hvens konar helgisvip og sögðu að það mætti helzt efcki tala og alls ekki tala Ijótt, því nú vœru páskar. Mér leizt ekki vel á þær svo ég fór til Hafnarfjarð ar. Þar var stúlka sem ekki var með neinn helgisvip og leysti hvers manns vanda fljótt og vel. Það þarf að láta símstöðvar stjórana í Reykjavik og Kefla- vík fara að hætta. Menn mega ekki verða ellidauðir í starfi. Siðferðið virðist minnka hjá ýmsum með aldrinum. Það virðist vera svo að margir opin berir starfsmenn þurfti að temja sér betri uimgengnislhætti við almenning. Þeir þurfa að skilja að þeir eru þjónar fólks ins en ekki herrar." LAND-ROVER Land/Rover eigendur, góð benzínvél óskast í skiptum fyrir lítið notaða dísilvél. Sími (91) 84278. Sveit Drengur óskar eftir sveita plássi í sumar. Upplýsing- ar í síma 50338. Bændur 16 ára stúlka alvön sveita- störfum óskar eftir að komast í sveit. Upplýsing- ar í síma 23631. Á VÍÐAVANGI Endurreisn atvinnu- veganna í ræðu sinni í útvarpsumræð- unum sagði Ólafur Jóhœnnes son, formaður FramsöKnar- flokksins, m. a. um eflingu at- vimnulífsins: „Framsóknarflokkurinn telur, að eins og sakir standa, liljóti aðalviðfangsefnið að vera end- urreisn atvinnuveganna og bættur þjóðarhagur. Það þarf að breyta um stefnu gagn- vart undirstöðuatvinnuvegun- um. Það þarf að koma þeim í það horf, að þeir geti starfað og byggt sig upp með eðlileg- um hætti. Það þarf að draga úr fjármagnskostnaði þeirra, eink- anlega með því að stórlækka vexti af stofnlánum þeirra og rekstrarlánum. Það þarf einnig að létta af þeim ýmsum opin- berum gjöldum, sem á þá hef- ur verið hlaðið að undanförn’!, og þeir fá ekki undir risið. Það þarf að fullnægja lánsfjárþörf þeirra með eðlilegri hætti en átt hefur sér stað á aUra síð ustu árum. Einkanlega þarf að gefa þeim kost á sérstökum lán- um til hagræðingar og fram- leiðniaukningar en á þvi sviði er umbóta þörf á ýmsum at- vinnugreinum. Þá þarf og að taka ýmsa þjónustustarfsemi við undirstöðuatvinnuvegina til gagngerrar endurskoðumar. Hagræðing Þar er áreiðanlega hægt að koma við margvíslegri hagræð- ingu. Það er enginn vafi, að með þeim hætti má spara und- irstöðuatvinnuvegunum veruleg ar fjárhæðir. Ég nefni t. d. bankakerfið, olíudreifinguna og tryggingarnar. Hvaða vit er í öllum bankabyggingunum og bankaútibúum? Ilalda menn að þetta kosti ekki neitt? Og ætli væri ekki hægt að spara eitt- hvað í mannahaldi, ef bankar væru sameinaðir? Ætli það væri ekki hægt að koma við hagræðingu í olíudreifingunni? Mörgum sýnist það. Tryggingar eru sagðar hér miklu dýrari en annars staðar. Sjálfsagt liggja til þess eðlilegar orsakir. En það er samt vissulega ástæða til að athuga þau mál. Sjálfsagt má hér einnig nefna ýmsa við- gerðarþjónustu. Líklegt er, að þar mætti koma við ýmissi hag ræðingu. Með þeim ráðstöfun- um, sem hér hafa verið nefnd- ar, má efalaust stórbæta að- stöðu atvimnuveganna. En lækk un framleiðslukostnaðar er ekki nema önnur hliðin. Hins þarf einnig að gæta, að gera út- fltuningsafurðimar sem verð- mætastar. Þess vegna þarf m. a. að leggja ríka og vaxandi áherzlu á vöruvöndun og gæða- eftirlit. Einnig þarf að sinna markaðsleit og markaðskönnun með allt öðrum hætti en hing- að til. Yfirbyggingin of dýr Það þarf að taka upp sparn- að í ríkisbúskapnum, ekki neinn sýndarspamað, heldur raunverulegan sparnað. Yfir- bygging nkkar fámenna þjóðfé lags ei orðin allt of dýr. Úr kostnaði við hana verður að draga. Það er undirstöðuat- vinnuvegunuin ofviða að standa undir henni Við verðum i þeim efnum að !æra að sníða okkur •itaks efth vexti. V:ð getum ekki hegðað okkur að Framhald é bls 15 •wjr>->ira,i>»w-a.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.