Tíminn - 14.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. maí 1968 TIMINN imI Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Hjörtur HJartar framkv.stjóri: Hjáverk Gylfa Alþýðublaðið kveður svo að orði í forustugrein sinni á sunnudaginn, að það sé „samvizkulaus áróður“ hjá Tím anum að víta Gylfa Þ. Gíslason fyrir það, að ekki skuli enn hafin af neinni alvöru heildarendurskoðun skóla- kerfisins. Þetta segir blaðið, þótt það sé almennt við- urkennt, að gallar skólakerfisins séu orðnir miklir og fari sívaxandi, enda eðlilegt, þar sem meiri og örari breytingar gerast nú annarsstaðar í þessum málum en nokkru sinni fyrr. Það er bersýnilega tilgangur málgagns kennslumála- ráðherranns að kveða alla slíka gagnrýni niður með stór- yrðum. Þannig bar t. d. Alþýðublaðið það á einn rit- stjóra Mbl. nýlega, að hann gagnrýndi landsprófið vegna þess, að einhverjum aðstandenda hans hefði ekki tekizt að ná því. Kennslumálin eru alltof mikilvæg mál til þess, að málgagni kennslumálaráðherrans verði svarað 1 þeim tón, sem það beinir að Tímanum og Mbl. í umræðunum um kennslumálin. Stóryrði og brigzl málgagns kennslu málaráðherrans breyta ekki heldur þeirri staðreynd, að þótt skólakerfið sé orðið úrelt og ágallar þess fari sívaxandi, hefur enn ekki verið hafizt handa af neinni alvöru um heildarendurskoðun þess. Sá maður, sem ber óumdeilanlega meginábyrgð á þessari stórfelldu vanrækslu, er Gylfi Þ. Gíslason, sem hefur verið samfellt kennslumálaráðherra í 12 undan- farin ár. í ráðherratíð hans hefur skólakerfið orðið stöð- ugt úreltara og gallaðra, miðað við breyttar aðstæður, án þess að hann hafi nokkuð hafizt handa um skipulega allsherjar rannsókn og úrbætur. Það breytir ekkert þessari staðreynd, þótt sitthvað hafi verið byggt af skólahúsum á þessu tímabili og nokkrar umbætur fengizt á vissum sviðum skólamál- anna. Það væri lfka einstakt, ef ekkert hefði gerzt í þessum málum á undanförnum 12 árum, þegar fram- þróunin hefur verið hraðari í þessum málum almennt í heiminum en nokkru sinni fyrr og þjóðin haft miklu meiri möguleika til framkvæmda en nokkru sinni fyrr, sökum þess góðærs, er hefur ríkt mest allt þetta tímabil. Þetta er því síður en svo nokkuð þakkarvert. Og það hvorki réttlætir né afsakar þá megin vanrækslu, að ekkert hefur verið hafizt handa um heildarendurskoð- un skólakerfisins. Það getur hinsvegar skýrt nokkuð vanrækslu Gylfa, að hann hefur samtímis gegnt öðru umfangsmiklu ráð- herraembætti, embætti viðskiptamálaráðherrans. Und- ir það heyrir öll utanríkisverzlunin, verðlagsmálin og bankamálin. Því fylgja líka meiri og minni ferðalög til útlanda. Gylfi Þ. Gíslason hefur því orðið að hafa kennslu málin sem hjáverk. Þótt hann sé vafalaust afkastamað- ur, eru kennslumálin of stórt verkefni til að vera höfð sem hjáverk. Þess vegna hefur aðeins einstöku vissum þáttum þeirra verið sinnt á undanförnum 12 árum, en aðrir orðið útundan. Þessvegna stöndum við nú uppi með úrelt og stórgallað skólakerfi á mörgum sviðum. Þetta má ekki ganga svo lengur. Það verður að hætta að hafa yfirstjórn kennslumálanna sem hjáverk. Kennslumálin eru stærsta og örlagaríkasta mál þjóðar innar í dag. Þeim verður að sinna meira og betur en öllum málum öðrum. Það verður tjón, sem aldrei fæst bætt, ef haldið verður áfram a ðvanrækja heildarendur- skoðun skólakerfisins, líkt og gert hefur verið á undan- förnum árum. Ráðstafanir vegna hafíssins Hafís hefur nú legið við Norður- og Austurland um tveggja mánaða skeið. fsinn hefur ýmist lokað siglingarleið um, eða hindrað siglingar stór- lega. Um langt árabil gerði haf ísinn ekki vart við sig og nærri lá, að við værum búin að gleyma því, að hann er okkar forni fjandi. Við vorum þó minnt á það síðari hluta vetrar 1965, að ísinn á það ennþá til að heimsækja okkur, með öllum þeim afleiðingum, sem því fylgja. Sú spurning er ofarlega í huga margra, hvort komið sé nýtt kuldatímabil. Ýmsir óttast að svo sé. Enginn getur þó fullyrt neitt í þessu efni. Veð- urfræðingar vita ekki hið rétta svar og gamlir og reyndir menn, geta heldur ekki hjálpað við að svara þessari spurningu með neinni vissu. Hafísinn hefur nú með þriggja ára bili sagt til sín og við þurfum áreiðanlega að leita að leiðum til þess að tjón af völdum hans verði sem minnst. Ekkert heildaryfirlit er til um það, hvað hafísinn kostaði þióð félagið 1965. Víst er þó, að tjón af hans völdum var mjög mikið. Viðbrögð til varnaðar voru þá fátækleg og þegar vet- urinn var liðinn og sólin skein á nýjan leik, var hætt að hugsa um ísinn. Tjón byggðarlaganna, sem lokast af, er mikið og marg- víslegt. Bátar komast ekki á sjó. Veiðarfæri glatast. Afurð ir komast ekki á markaði og liggja mánuðum saman til stór tjóns fyrir framleiðendur. Að- drættir verða dýrir eða jafn- vel óframkvæmanlegir með öllu og skortur á nauðsynjum segir til sín. Þetta eru aðeins örfá atriði. Mörg mætti fleiri telja, en myndin verður samt ófullkomin og segir ekki nema brot af sögunni. Kaupskipin íslenzku hafa reynt að sigla til hættusvæð- anna, þótt því fylgi ærinn vandi. Árið 1965 urðu skipin fyrir verulegum tjónum. Sama sagan er nú að endurtaka sig. Lióst er að tjón skipafélaganna skipta mörgum miUjónum og ekki er enn séð fyrir endann á skakkaföllunum. í marz og aprfl hafa kaupskipin yfirleitt ekki getað siglt nema að degi til fyrir Norður- og Austurlandi og tafir af þeim ástæðum orðið miklar. Skipin hafa ekki kom izt fyrir Langanes vikum sam- an og orðið að sigla fyrir sunn an land frá Austfjörðum tU Norðurlandshafna. Þessi sömu skip hafa síðan aftur þurft að sigla vestur fyrir land, þegar þau hafa verið að fara frá Norðurlandi til Evrópuhafna. Sú sigling hefur ekki verið greiðfær og tafir þær sem þessu hafa verið samfara fyr- ir skipin, eru stórkostlegar. Mörg skip hafa dældazt við umbrot í ísnum og sum hafa fengið tjón á skrúfu. í nokkrum tilfellum hefur varningur alls ekki komizt á áfangastað, heldur verið losað ur í þeim landshlutum, sem ís lausir eru. Þessar vörur þarf svo að flytja annað hvort land- veg, eða næst þegar siglingar Hjörtur Hjartar leið er fær og er fljótt að koma í hundruð þúsunda kostnað í þessu sambandi. Þar sem hafísinn hefur nú minnt svo rækilega á sig, hlýt- ur það að yera skylda þeirra, sem í forsvari eru um sam- göngumál þjóðarinnar, að hug leiða hvernig við skuli brugð- izt. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert, sem gert var 1965. Þá var skipuð nefnd, sem hafði það verkefni aðallega, að leysa tímabundin vandamál ákveð- inna byggðarlaga. Það var gert eftir beztu getu, en þegar haf- ísinn var horfinn voru áhyggj- urnar lagðar á lúlluna. Við eigum að reikna með því, að vandi sá sem haffs fylgir, geti mætt okkur á næstu ár- um og við eigum að gera til- raunir til varnar. Það er æskilegt o\ eðlilegt, að svæðum þeim sem í mestri hættu eru séu léttir möguleikar til að hafa nokkurn varaforða helztu nauðsynja jafnan fyrir hendi. Slíkt kostar að vísu mik ið fjármagn og leita þarf ráða til að leysa þann hnút. Sigling um þarf að siálfsögðu að halda uppi, eins lengi og auðið er. Erfiðleikunum og töpunum sem hafíssiglingum er samfara, er þó ekki hægt að varpa á kaup skipaeigendur eina og ekki heldur eðlilegt, að þeir lands- hlutar, sem hafísinn mæðir á, beri þann aukakostnað einir, sem hafís fylgir. Vandinn er þjóðhagslegs eðlis og við hon- um verður að bregðast með það í huga. Þrjú meginatriði vil ég nefna, sem taka þarf afstöðu til. Þau eru einföld en af- gerandi í þessu efni. Það er óhyggilegt að flýja þau I trausti þess, að hafís komi ekki aftur fyrr en eftir 30 eða 40 ár. Fyrst vil ég minna á að í nágrannalöndum okkar, sem hafa við ísvandamál að stríða, tíðkast það, að kaupskip, sem halda uppi siglingum á ístíma bili, til þeirra svæða, sem lok- uð eru eða hættuleg, fá nokk- urn tekjuauka til að mæta þeim skakkaföllum, sem ís er ætíð srynfara. Þetta er gert með því, að sérstakt ísálag kemur á flutningsgjaldið. Það er ekki víst, að þetta form eigi við hér. Fleiri leiðir koina til greina og eðlilegt er að kann að sé, hvað henti bezt okkar að stæðum. Næst vil ég nefna nauðsyn upplýsingaþjónustu til skip- anna. Flugvélar duga bezt til slíkra hluta. Það þarf að vera fyrir hendi almennt ískönnun- arflug, svipað því, sem Land- helgisgæzlan heldur nú uppi, með flugvél sinni. Þetta er hins vegar ekki nóg. Með þeim hætti, fæst yfirlit um ísinn einu sinni eða tvisvar í viku. Slíkt er gagnlegt og nauðsyn legt en ófullnægjand fyrir þau skip, sem kornin eru inn á ís- svæðið og eru þar ef til vill svo að flytja annaðhvort Iand- föst, eða hálfföst og vita ekki hvert halda skal. Til mála virð ist koma, að í landshlutum séu litlar flugvélar, sem hafi það verkefni, að fljúga daglega, eða oft á dag, þegar skip eru að sigla í ísnum og leið- beina þeim. Það hefur sýnt sig nú undanfarna daga, að slíkt er ef til vill það eina, sem hjálp að getur skipum, þegar í ó- efni er komið. Til slíkrar leið beiningarstarfsemi henta betur smávélar, en stór og þung flug vél, staðsett hér í Reykjavík, eins og sú sem Landhelgisgæzl an hefur nú umráð yfir. Flug vélaþjónusta, eins og sú sem hér er bent á, gæti ekki aðeins verið gagnleg fyrir kaupskip, heldur ekki síður fyrir fiski- báta, sem um hættusvæðic þurfa að fara. f þriðja lagi er nauðsynlegt fyrir okkur að fá reynslu af ísbriót. Ég er ekki að leggja til að við eigum að byggja eða kaupa ísbrjót. Ég veit ekki hversu vel ísbrjótar duga í haf ís, eins og þeim sem við höfum hér. Þeir eru hins vegar ómiss andi og nauðsynlegir hjá ná grönnum okkar, þegar lagnaðar ís Iokar þeirra siglingarleiðum. Þeir eiga marga ísbrjóta, sem kallaðir eru til starfa, þegar frosthörkur herja og siglingar Iokast. Ég tel að við eigum að fá leigðan ísbrjót hjá frændum okkar og vinum í Danmörku, Svíþjóð eða Noregi. Slíkt þarf ekki að kosta mikinn pen ing. Það er ekki nema þriggja daga sigling frá þessum slóð- um til Austfjarða. fsbrjóturinn hefði vafalaust getað hiálpað fiskimönnunum, sem voru að brjótast um fyrir Austfjörðum seinustu daga og voru um 30 tíma að komast þá leið, sem venjulega er hægt að sigla á einni stundu. Fiskibátarnir hefðu ef til vill getað farið í fleiri róðra ef ísbrjótur hefði verið til staðar á þessu svæði. Aflalilutur þeirra hefði aukizt og gjaldeyristekjur landsins minnkað minna en ella. Það þarf ekki að kosta mikið fé, að gera tilraun bér með ísbrjót. Forganga í því efni á að vera hjá þeim, sem í forsvari eru fyrir samgöngu málum okkar. fsinn getur leg ið við strendurnar hér hjá okk Framhald á bls. 15. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.