Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. maí 1968 TIMINN Heildarveltan jókstum 14.39% PE-Hvolsvclli, þriðjudag 6. maí. Aðalfundur Kaupfélags Rang- æinga, var haldinn að Hivoli laug ardaginn 4. máí. Fundinn setti formaður félagsins, Björn Fr. Björnsson, sý.slum. Ilvolsvelli, og stjórnaði hann fundinum. Fundar ritari var kjörinn Ólafur Sveins son, Stóru-Mörk. Formaður flutti skýrslu stjórn ar og gat um helztu, framkvæmdir á árinu 1967. Lokið var að mestu við byggingu járnsmiðju á Hvolsvelli, stækkun og endurbæt ur á bílaverkstæði á Rauðalæk, sömuleiðis var að mestu lokið við gagngerar endurbætur á verzl un félagsins á Hvolsvelli. Á ár- inu voru keyptar 3 nýjar vöru- flutningabifreiðir. Kaupfélagsstjóri las upp og skýrði reikninga félagsins. Heild arvelta félagsins nam kr. 115.521. 344,58 og hafði aukizt um 14. ; 39% frá fyrra ári. Tekjuafgang ur varð kr. 1.597.739,10 eftir að afskrifað hafði verið um kr. 1.823,2700,05. He ilda rvinnul au n a- greiðslur á árinu námu kr. 15. 103.875,34 og höfðu aukizt um kr. 2.274.147,51. Heildar vörusala nam kr. 94.043.656.39 og sala inn- lendra afurða nam 4.052.675,93. Niðuxstöðutölur efnahagsreikn- ings voru krónur 69.371,961 91 og rekstrarreiknings kr. 15.096.556.87. Fastir starfsmenn í árslok voru 71. Fundurinn samþykkti að verja tekjuafgangi þannig: Að leggja kr. 200.000.00 í vara sjóð, 100 þús. 'í Menningarsjóð, 600' þús. í Stofnsjóð félagsmanna, sem er 1% af ágóðaskyldri út- tekt. Greiða 600 þús. í reikninga félagsmanna, sem er 1% af ágóða skyldri úttekt. Úr stjórn áttu að ganga’Björn Fr. Björnsson sýslum. Hvolsvelli og Oddgeir Guðjónsson, bóndi, Tungu en voru báðir endurkjörn ir. Endurkjörnir í stjórn Menning arsjóðs félagsins var Benedikt Guðjónsson, Nefsholti. Að loktTVn samþykkti fundurinn samhljóða eftirfarandi tillögur: 1. Aðalfundur Kaupfélags Rang æinga haldinn að Hvoli 4. maí 1968, mótmælir harðlega yfir- dómi í verðlagsmálum landbúnað arins, sem felldur var í desember á s. 1. ári, sem óraunhæfum og ranglátum, enda skýrt fram tekið í forsendum fyrir dómi þessum, að eftir lögum væri ekki hægt að dæma, mun slikt einsdæmi í réttaTsögu okkar. Skorar fundur inn á land'búnaðarráðuneytið að gæta þess, að þetta endurtaki sie ekki. 2. Aðalfundur Kaupfélags Rang æinga haldinn að Bvoli 4. maí, 1968 mótmælir þeirri ákvörðun Framleiðsluráðs Landbúnaðar- ins, að auka birgðir smjörs og osta í landinu, til að geta varið þeim, útflutningsuppbótum, sem á mjólkurafurðir ættu að koma til þess að greiða fyrir söiu á út- fluttum sauðfjárafurðum. Telur fundurinn að með þessu sé frek lega gengið á rétt mjólkurfram- leiðenda. 3. Aðalfundur Kaupfélags Rang æinga haldinn að Hvöli 4. maí 1968 átelur harðlega þá ákvörð un ríkisstjórnarinnar að greiða ekki niður verð á tilbúnum áburði á yfirstandandi ári. Er i þessi ákvörðun því furðulegri, þar sem landbúnaðurinn hefur orðið að taka á sig stórfelldar verðhækkanir á rekstrarvörum án þess að fá þær að nokkru bættar. Kaupfélagsstjóri er Ólafur Ólafsson. í Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 6 ræða. Tengiliðir Rvíkur-liðsins, Bergsveinn og Gunnar Gunnars son réðu miðvallarspilinu alger lega. Nutu þeir einnig aðstoðar Eyleifs, sem vann óhemju mikið. Á öftustu vörnina reyndi lítið — og sömuleiðis hinn unga Víkings markvörð, Diðrik. Markskot Skaga manna yljuðu honum ekki, þau voru bæði fá og fóru framhjá. Einu menn Akranes, sem eithvað kvað að, voru Matthías Hallgríms son og Benedikt Valtýsson. En Benedikt var vísað af leikvelli, áður( en yfir lauk, fyrir að nota of stór nrð í garð dómarans, Ein- ars Iljartarsonar, sem dæmdiþenn an leik yfirleitt vel. — alf. Sviífluga frá Færeyjum hingað EKH-Reykjavík, þriðjudag. Upp úr hádeginu i dag lenti á Reykjavíkurflugvelli óvenju leg flugvéi. Var þar um að ræða svifflugu, sem komin var hingað alia leið frá Færeyjum á leið sinin til Grænlands. Svif fluga þessi er frönsk af gerð inni Sport Avion RF-4. Verður að teijast mjög óvenjulegt, að lagt sé á svifflugum út á úthöf. Ekki sveif vélin þá alla leið hingað án vélarafls, því að í henni er mótor úr venjulegum Wolksvagenbíl. Vélin er sterk byggð og þannig útbúinn, að hún getur flogið í mikilli hæð, og hún er útbúin öllum helztu flugleiðsögutækjum. Héðan hyggjast Frakkarnir fara til Grænlands og leggja þeir uþp um miðnætti í nótt. Húsmæðravikan í Bifröst getur getur bætt við sig nolíkrum konum til vikudvalar 19. til 25. maí, þar sem harðindi hafa hamlað aðsókn. Upplýsingar í síma 16576. Framkvæmdastjórastarf Hraðfrystihús Stokkseyrar h.f. vill ráða fram- kvæmdastjóra nú þegar. Umsóknir ásamt upp- lýsingum skulu sendar til formanns stjórnarinnar, Frímanns Sigurðssonar, Jaðri, Stokkseyri, fyrir 19. þ.m. Systurnar í Helludal í Biskupstungum, Ósk Tómasdóttir og Margrét Tómasdóttir, verða jarðsettar frá Haukadalskirkju, föstudaginn 17. maí kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hinna látnu er bent á líknarstofnanfr. Bílferð verður frá Umferðarmið- stöðlnni kl. 9 f. h. sama dag. Vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, Sólveigar Árnadóttur, Skagabraut 5 á Akranesl, fyrrum húsfreyju á Flóðatanga. Börn og tengdadætur. KENNEDY Framhald af 1. síðu * unum í Indíana, sem hann þó vann, en varla með nógu ótvíræðum yfirburðum. Kennedy fékk 42% af at- kvæðum demókrata í Indí ana, en þeir Branigins og McCarthy fengu 31% og 28%. 4 Samkvæmt síðustu skoð anakönnunum, sem gerðar voru fyrir kosningarnar inn an Nebraska, er Kennedy spáð 47% af atkvæðum demókrata, en McCarthy að eins 22%. Auk þess má ráða af skoðanakönnunum, að ef aðeins helmingurinn af þeim 8% sem ekki höfðu ákveðið sig, greiddu Kenn- edy atkvæði sitt, kæmist hann yfir hið eftirsóknar- verða mark, að fá yfir 50% atkvæða. Slíkur árangur mundi mjög auk.a mögu- leika hans á, að verða ráða maður í Hvíta húsinu og á- reiðanlega mundi það hafa , álhrif á úrslit tveggja mik ilvægustu forkosninganna, sem enn er ólokið, kosning anna í Oregon og Oaliforn íu. Mikill atkvæðamundur milli Kennedys og McCarthys myndi veikja mjög kosningabaráttu Mc CartJhys, en hún beið alvarlegan hnekki í kosningunum í Indiana, eftir sigurgöngu í forkosningun- um í New-Hampshire, Wisconsin, Pensylvania og Massachusetts. Þó getur það sett strik í reikn inginn, ef Johnson og Humphrey fá mörg „samúðaratkvæði", en þeir taka ekki þátt í kosningunum, samt er búist við því að margir demókrata skrifi nöfn þeirra á atkvæðaseðlana. Reiknað er með því, að Johnson fái 7% atkvæða, en nafn hans er prentað á atkvæðaseðlana vegna þess, að seðlarnir voru þegar komnir i prentun, þegar John- son tilkynnti, að hann/nyndi ekki gefa kost á sér við næstu kosning ar. Richard Nixon er talipn örugg -v- Aðalfundur Hlífar Aðalfundur Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði var hald- inm s.l. mámndag. Var þar fliutt skýnslia stjórnar og skýrðir og samiþykktir reikn- imgar. Þá var og lýst kjöri stjómar, sean var sjiálfkjöriin, em bana skiiipa: Hjenmann Guðmundissoin, for- maður. Gunn.ar S. Guðimundssom, varaformaður, H.ailgrímur Péturs- so.n, ritari, Sigivaldi Andrésson, gjaldikeri, Reynlr Guðmuindssion, ifjánmálaritairi, Jón Kriistjámsson, meðstjónnandi, Guðlaugur Bjarna son, m.eðstjórniand'i. í varaistjórn1: H.alild'ór Helgason, Bjarni Jóns- son, Leifur KrLstleifsson. En dursko ðen.du r: Ólaifur Norðfjörð, Haukur Sig- urðsison. Ársgjald var ákveðið það sama og var áður, kr. 1.000,00. í síkýrslu stjómar kom fram, að félögum befiur fjöi'gað verale.ga á starfs- árinu og reikningar sýndu batn- andi fjár'bag. ur með meirihluta af atkvæðum repúblikana, en andstæðingar hans við kosningarnar í dag eru hinn fyrrverandi ríkisstjóri í Minnesota Harold Stassen, uppgjafa kúreki að nafni Amerieus Liberator og Ronald Reagan, ríkisstjóri í Cali forníu. Búist er við, að Nelson Rockefeller fái töluvert magn at kvæða, þó að nafn hans sé ekki ritað á kjörseðlana. Af síðustu skoðanakönnunum, sem náð hafa til allra Bandarikj anna má ráða, að Nelson Rocke feller og Humprey varaforseti hafa sem stendur mesta möguleika til þess að hljóta útnefningu flokka sinna á flokksþingunum í haust Á kjörskrá í Nebraska eru 638 þús. kjósendur og búist er við að rúmlega 400 þús. greiði atkvæði. Kosningarnar hófust kl. 1 að ísl. tíma og lýkur ki. 1 eftir miðnætti, gert er ráð fyrir að talning at- kvæða taki langan tíma, því að það eru aðeins nokkrir kjörstað anna, sem hafa yfir að ráða ný- tízku talningatæ'kjum. Pípulagninga- menn Húsasmiður vill hafa vinnu skipti. Upplýsingar í síma 31104. Sveit 12 ára drengur úr Reykja- vík, óskar að komast í sveit í sumar, þó ekki væri nema einn mánuð. Upplýsingar hjá Steinþóri Guðmunds- • syhi, Otrateig 8. Sími 38076 Sveit 11 ára stúlka ós'kar eftir að komast í sveit í sumar til barnagæzlu. Upplýsing- l ar í síma 30289. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkrötu. GUDM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sveit 14 ára drengur óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili. Upplýsingar. í síma 51192.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.