Tíminn - 16.05.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.05.1968, Blaðsíða 16
98. tbl. — Fimmtudagur 16. maí 1968. — 25. árg. FÓRUÁ ÞJÓRSÁ Séra Jón Thorarensen jarð- söng. Félagar úr Fóstbræðrum sungu. Pétur Þétur Þorvalds- son lék einleik á selló, og Kristinn Hallsson söng einsöng. Ragnar Björnsson !ék á orgelið. Mikið fjölmenni var við útför- ina, sem gerð var frá Nes- kirkju. Menn úr Oddfellow regi unni stóðu heiðursvörð á með an á útförinni stóð. Stjórnar- menn Flugfélagsins og flug- stjórar báru kistuna úr kirkju. (Tímamynd—GE). m FJÖLMENNI VIÐ ÚTFÖR í gærmorgun var gerð úttför Jóhanns Gíslasonar deildar- stjóra hjá Flugfélagi íslands. AFLAHÆSTIEYJABÁ TUR ERMEÐ OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Vetrarvertíð í Vestmannacyjum er nú að ljúka, telst henni lokið með 15. maí. Nokkrir bátar eru enn að veiðum. Ljóst er að afla hassti bátur á þessari vertíð er Sæbjörg VE-56, skipstj. er Hilm- ar Rósmundsson. Afli bátsins þangað til í gær að hann tók upp er 1130 tonn. Hilmar var einnig fiskikóngur Vestm.eyja í fyrra. Næsti bátur var kominn með 1060 lestir 10. maí og hefur eitt- hvað fengið síðan. 29. af Eyjabát um ná að hafa 300 lesta afla og meira eftir vertíðina. Alls hafa j verið gerðir út um 70 bátar frá Vestmannaeyjum í vetur. Þótt vertíðaraflinn sé ekki góður er vertíðin nú nokkuð skárri en í fyrra, eða rúmlega þr.iú þúsund lestum meiri heildarafli. Ótalið er að ef'i'- áramótin og fram eftir vertíð fiskuðu margir bátanna mikið magn af loðnu. Tiltölulega j er afkoma stóru nótabátanna lé- legust, því þeir hafa lílið af bolfiski þótt þeir hafi fiskað sæmi lega um og eftir páska. Sæbjörg var á línu fram eftir vertíðinni og síðar á netum. Atvinna í landi hefur verið sæmileg í vetur og er nú aðkomu fólk farið að hugsa til heimferðar, og verður vinna sennilega nokkuð jöfn áfram fyrir heimafólk. Mikill hugur er í Vestmannaeyngum að gera út í sumar og fer bráðlega mikill floti þaðan á togveiðar, en síldarsjómenn bíða rólegir eftir verði og fréttum frá síldarleitar skipum. Sennilega gcra ekki marg ir út á humar í sumar. Þykir sjó- mönnum helzt til mikill munur á verði 1. og 2. flokks en tiltölulega lítið af þeim humar sem veiðist við Suðurströndina nær þeirri stærð sem krafizt er í 1. flokk. BIFREIÐ YFIR Á NAUTA VADt OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Síðastliðinn mánudag var í fyrsta sinn ekið á bíl yfir Þjórsá í byggð. Fóru tveir menn á Dodge Weapon-bíl yfir ána á Nautavaði hjá Þjórsárholti. Þeir sem fóru þessa ferð, Ófeigur Jónsson og Magnús Magnússon, eru báðir bílstjórar á Hreyfli. Voru þeir félagar búnir að á- kveða að gera þessa tilraun fyrir alllöngu síðan. Um þessar mundir er fremur lítið i ánni og lótu þeir til skarar skríða á mánudag. Nutu þeir leiðsagnar Jóns Jóns- sonar í Þjórsárholti, en hann er rnanna kunnugastur hvernig bezt er að komast j'fir á Nautaivaði, sem talið var erfitt yfirferðar á hestum áður en Þjórsá var brú- uð Áin rennur þarna í fjórum kvíslum. Könnuðu ferðalangarnir vaðið í hverri kvísl áður en þeir lögðu í það á bílnum. Ein kvíslin er mjög stórgrýtt, en í hinum eru sandbleytur. Ferðin yfir ána tók um þrjár klukkustundir. Norðanrok var á og gaddur. Talsvert krapaskrið var í ánni, en ferðin gekk sæmi- lega. Þar sem dýpst var í álnum fór vatnið og krapaelgurinn yfir vélarhús bílsins. En vélin var sér- staklega varin fyrir vatninu og stanzaði hún aldrei á meðan þeir voru á leiðinni yfir ána. Komið var upp á eystri bakka Þjórsár brem t.ímum eftir að iagt var í ána. Hverírerðingar Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis verður á venjulegum fundarstað fimmtudaginn 16. maí kl. 21. Fundarefni: 1. Venjuleg að alfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. AKSTURS- KORTI DREIFT í REYKJAVÍK Næstu daga verður dreift á hvert heimili I Reykjavík upip lýsingariti, ásamt aksturskorti af Reykjavík. Nefnist það „H- umferð í Reykjavík’* og er hið fyrsta sinnar tegundar, sem út kemur hér á landi. Gatnamála stjórinn í Rcykjavík gefur það út, í samvinnu við Umferðar- nefnd Reykjavíkur og Fram- kvæmdanefnd H-umferðar. — Umsjón með útgáfu hafði Fræðslu- og upplýsingaskrif- stofa Umferðarnefndar og lög reglunnar í Reykjavík og hafa starfsmcnn hennar séð um út gáfuna í náinni samvinnu við verkfræðinga Gatnamálastjör- ans f Reykjavík. f ritinu er að finna sérprent uð kort af þeim 17 stöðum í Reykjavík, sem mest breytast við gildistöku hægri umferðar. Eru þar sýndar akstursleiðtr á gatnamótunum. Auk þess fylgir ritinu stórt heildarkort af Reykjavík, þar sem sýndar eru akstursstefnur á helztu göt um borgarinnar, allar aðal- brautir eru sýndar með sérstök um lit, svo og sýnd eftirfarandí atriði: Umferðarljós, biðskyldu merki, stöðvunarskyldumerki og bifreiðastæði. Texti á því korti er á íslenzku og ensku. Má fastlega gera ráð fyrir, að ritið verði vel þegið hjá öllum ökumönnum í borginni, svo og öllum almenningi. Aftan á lcort inu er stór uppdráttur af mið- bænum í Reykjavík, og þar Framhald á bls. 15 í Þorvaldur Eiríksson í fvrstu ferð Hin nýja vél Loftleiða „Þor- valdur Eiríksson". kom úr fyrsta áætlunarflugi sínu frá Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 10,30 i gærmorgun. Á flugvellinum voru mættir ýmsir forustu- menn Lofteiða, m.a. Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen; Kristján Guðlaugsson og Einar Árnason úr stjórn Loftleiða. auk Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúa. Flugstjóri í þessu fyrsta áætl unarflugi Þorvalds Eiríkssonar var Olav Olsen, og voru hon- um færð blóm við komuna, af hlaðfreyju Loftleiða á Keflavík urflugvelli, Önnu Þorgríms- dóttur. Aðrir meðlimir á áhöfn flug- vélarinnar voru: Guðmundur Ólafsson, aðstoðarfiugmaður; Ingvar Herbertsson, flugleið- sögumaður, og Gerhard Olsen, flugvélstjóri .Fyrsta flugfreyja var Andrea Þorleifsdóttir. Aðr ar flugfreyjur voru: Sigurbjörg Snorradóttir, Hanne Larsen, Sigrún Jóhannsdóttir, Hildur Ragnars og Dröfn Hjaltalín. Leikhúsferðin - Brosandi land Framsóknarfélag Reykjavík- manna og Félag Framsóknar- ur, Félag ungra Framsóknar- kvenna í Reykjavík, efna til leikhúsferðar á uppsligningar dag, 23. mai næstk Farið verð- ur í Þjóðleikhúsið. og horf! á óperettuna Brosandi land. — Óperettan hefur nú verið sýnd nokkrum sinnum. og verið vel sótt Með aðalhlutverkin fara þau Stina Brilta Melander og Ólafur Þ. Jónsson. Þeir. sem hafa hugsað sér að taka þátl ■ þessari leikhús- ferð félaganna. hafi samband við skrifstofu Framsóknar flokksins. Hringbraut 30. sími 24480. Panta verður miða i t.íma. þar sem aðeins er um takmarkaðan fjölda miða að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.