Tíminn - 17.05.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1968, Blaðsíða 2
2 TIMINN FÖSTUDAGUR 17. maí 1968. MISHVERF H FRAMLJÓS Ráðlögð af Bifreiðaeftirlifinu. VÖNDUÐ V.-ÞÝZK TEGUND 7" og 5%" fyrirliggjandi SMYRILL, Laugavegi 170 — Sími 12260 Áðalfundur Bóksalafélags íslands verður haldinn í dag, föstudag 17. maí 1968 að Mjóstræti 6, og hefst kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Ráðning nýs bóksala. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvís- lega. STJÓRNIN Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 ísland missti góSan mann SíSan íslendingar tóku sjáif- ir að selja afurðir sínar á er- lendum mörkuðum, hafa þeir átt þvi láni að fagna að eign- ast marga góða útlenzka um- boðsmenn fyrir varning sinn. Menn þessir hafa víða unnið ötult starf við að útbreiða ís- lenzkar afurðir, og þannig unn ið landimi mikilvæga markaði. Þótt menn þessir hafi ekki í upphafi byrjað að selja afurð irnar einasta vegna ástar á þessari fjarlægu eyju, hefur í mjög mörgum tilfellum farið svo, að þeir hafa tekið miklu ástfóstri við ísland. Fjöldi þeirra hefur heimsótt landið og hefur þeim verið sýndur ýmis heiður, bæði af sölusamtökunum og stundum af yfirvöidunum. Sumum þeirra hafa fallið Fáikaorður í skaut, og þeir al-skeleggustu hafa verið gerðir að ræðis- mönnum i viðkomandi löndum. Það eru eins konar Nóbels- verðlaun fyrir erlenda umiboðs menn íslands. Sem í öðru hér í Ameríku, er mikii sérhæfing í umboðs- mennsku. íslendingar skipta við matvæla-umboðsmenn, sem víða greinast í tvo flokka; þá sem höndla eingöngu fryst mat væli, og þá. sem höndla önnur matvæli. Til að vera góður mat væla-umboðsmaður, þarf fyrst og fremst að vera góður sölu- maður. Svo þarf að þekkja markaðinn, hafa næga vöru- þekkingu, vera ábyggilegur réglusamur og dugiegur. Þeir þurfa að vera á sífelldum ferð um um umtooðssvæði sitt, því samkeppnin er hörð, og sá sem ekki ber sig eftir björsinni. sveltir. Margir umboðsmennirnir byrja smátt, því í upphafi er gjarnan erfitt að fá vörufram- leiðendur til að treysta sér fyrir umtooði. Það er því oft lapinn dauði úr skel, þvi eng- ar koma inn tekjurnar nema umboðslaun af seldurn vörum. Ég veit ekki um neinn skóla, þar sem hœgt er að nema um boðsmennsku, og læra upprenn andi umboðsmenn því oftast grein sína með þvi að sölu- menn hjá umboðsfyrirtækjum. þar til þeir leggja í hann á eigin spýtur. Þannig var það með hann vin minn. Daniel Todd frá Norður-Karólínu fylki. Það var fyrir fimm árum, að hann gerð ist umboðsmaður fyrir eiigin reikning, og var hann þá 37 ára gamall. Hann hafði unnið mörg ár hjá öðrum umboðs- manni, svo hann hafði góða þekkingu, bæði á markaðrium og frystum matvælum. Hann kom til okkar, bauð fram krafta sína, og hét að vinna fiskinum okkar markað í sínu heimafylki. Við vissum ekki almennilega, hvernig við áttum að taka þenna nstóra, myndar lega Suðurnkjamann, því hann var svo ólíkum dœmigerðum umtooðsmarini í leit að góðu umtooði. Hann var meira en sex, fet á hæð, útlimalangur, laglegur frekar, gjarn á að glotta og gera mikið að gamni sínu. Hann var berorður og fannst okkur fyrst frekar lítið fara fyrir hinni annáluðu Suður- ríkjakurteisi, sem menn þar að sunnan eru sagðir vera aldir upp við. Hann reyndi ekki að koma fram sem neinn bungeis. heldur sagði okkur beint út, að hann væri fátækur, og gæti hann ekki selt fiskinn okkar, myndu börnin hans svelta. Sagði hann, að það ætti að nægja okkur sem trygging fyr- ir því, að hann myndi geta unnið okkur nokkurt gagn. Fyrsta var hart í ári hjá Todd mínum. Ég eyddd einum tveimur vikum með honum, en við ókum um fylkið vítt og endilangt og prédikuðum gæði íslenzka fisksins. Það var eins og við værum trútooðar meðal heiðingja. Todd bókstaflega bjó í bilnum sínum, því hann kom sjaldan heim til sín nema á helgum. Hann vann eins og skepna og brátt fór að sjást dálítill árangur. Fyrir utan fiskinn seldi hann fryst græn meti og kartöflur. Tvö fyrstu árin nægðu um- boðslaunin ekki til að sjá fyrir konu og þremur börnum, svo Evelyn Todd varð að vinna úti. Hún sagði mér seinna, að þetta hefðu verið erfið tvö ár, en aildrei hefði Daníel minnzt á að gefast upp. Á þriðja árinu flutti fjölskyldan til Oharlotte, stærstu borgar fylkisins, þar sem Todd keypti hús. Konan gat nú helgað sig heimilinu og nú fór elzta dóttirin á kenn- araskóla. Þriðja árið fór að sjást veru legur árangur, og nú hafði Todd unnið sér lítinn hóp nokkuð tryggra viðskiptamanna meðal matvælaheildsalanna Hann setti upp dálitla skrif- stofu heima hjá sér, og nú annaðist Evelyn um síma- vörzlu, vélritun og bókhald. Fóru viðskiptin nú að vera svo umfangsmikil, að nauðsyn reyndist að útvega mann til að- stoðar í sölunni. Elzta dóttirin var nýgift þokkalegum pilti, Earl að nafni, og var hann nú tekinn í læri til Todds, sem hófst handa um að þjálfa hann í umtooðsmennsku. Þótt umsvifin ykjust þannig mikið, sat ^slenzki fiskurinn jafnan í fyrirrúmi hjá Toddr, því við vorum þeir fyrstu, sem treystu honum fyrir umboði, þegai’ - hann þarfnaðist þess mest. Þvi sagðist hann aldrei myndi gleyma. Hann var líka á hraðri leið að verða einn af beztu umtooðsmönnum okkar og jókst sölumagn hans ár frá ári Höfum við áætlanir á prjón- unum úm að senda hann í stutta ferð til íslands, og 1‘áta hann kynna sér starfsemi frysti húsanna, sem pökkuðu fiskin- um, sem hann hafði svo mikið á sig lagt við að vinna markað í Norður-Karólínu. En í fyrra, þegar allt leit loksins svo Ijómandi vel út hjá vini mínum, tók skyndilega að síga á ógæfutolið. Earl, tengda- sonurinn, var kallaður í her- inn og sendur til Vietnam að skjóta af stórum fallbyssum. Todd sjálfur. sem aldrei hrj'ði kennt sér meins á ævinni, tók krankleika og var lagður á sjúkrahús. Hann komst fljót- lega á fætur, en gekk samt ekki heill til skóear Þu.rfti hann af og til að leggjast inn á spítala, nokkra daga í einu. Vildi hann lítið um sjúkdóm sinn ræða, en sagði jafnan. að hann myndi nú brátt verða al- heill aftur. Um daginn ætluðum við að hittast í Greensboro og vinna í tvo daga við vörusýningu. Hann hringdi þá og sagðist þurfa að vera nokkra daga á sjúkratoúsi í Durham. sem var ekki nema 60 mílur í burtu. Seinni sýningardaginn ræddi ég við hann í símann, og ákváð um við þá, að ég myndi heim- sækja hann næsta dag. Þegar ég kom í bítið morguninn eftir var mér sagt, að hann hefði dáið kvöldið áður. Daniel Todd náð’ ekki að verða ræðismaður íslands. Hann hlaut ekki Fálkaorðu, og hann kom einu sinni ekki til íslands. Samt var dauði hans missir fyrir land og þjóð. Það var einmitt þess vegna, að mér fannst mér bæri skylda til að láta ykkur vita. að hann hefði verið til. Þórir S. Gröndal. httfí. Trúin flytur fjöll. — ViS flytjum allt annað SENDIBlLASTÖÐIN HF. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.