Tíminn - 17.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.05.1968, Blaðsíða 5
FðSTUDAGUR 17. maí 1968. TIMINN I SPEGLITÍMANS í S'íðastliðinni viku hófst hin árlega kvikmyndahátíð í Cann- es. Meðal gesta, sem alltaf eru Anouk Aimée, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni Mað ur og kona, sem sýnd er í Laugarásbíói, er að leika í fyrsta sinn í bandarískri kvik mynd. Það er ekki af því að henni hafi ekki boðizt það fyrr, helidur hefur hún fram að þessu ekki haft neinn álhuga á því. Reyndar hafði hún aldrei neinn áhuga, og er það hrein tiiviljun að hún fór að leika í kvikmyndum. Fyrir tutt ugu og tveim árum síðan var hún á gangi á götu í París, ásamt móður sinni. Þá kom þar allt í einu maður að og sipurði hvort hún hefði ekki áhuga á því að leika í kvik- mynd. Af einhverri rælni tók hún þessu boði og síðan hefur hún leikið í fjölmörgum kvik- myndum, frönskum og ítöisk- um. Kvikmyndin, sem hún er að leika í .núna heitir The Appointment og þegar hún hef ur leikið í þeirri mynd, fer Anouk til Túnis til þess að leika Justine í kvikmynd, sem gerð verður eftir hinum fræga Alexíukvartett, Justine ‘ Clea, Baltazar og Mountoiive, eftir Lawrence Durrell. Það eru margir sem álíta súrrealistann Salvador Dali eitt mesta séni aldarinnar og eitt er víst, að hann gengst upp í því að telja sig það sjálfur. Fyrir skömmu síðan gaf hann út bók, sem hefur að geyma nokkrar einræður, því að séni eru sögð eiga í erfiðleikum með það sem heitir samræð- ur. í bókinni, sem heitir Ástríður Dalis, talar hann um ýmislegt, svo sem ástina og dauðann, einræði, eiginkonu sína, járnbrautarstöðina í Perpignan. Gríska leikkonan Melina Mercouri er sem kunnugt er mjög andvíg grísku herforingja stjórninni. Fyrir nokkru síðan var liðið eitt ár frá því að herforingjastjórnin tók við völdum og var þá haldinn úti- fundur á Trafalgertorgi í Lond on. Meðal ræðumanna þar var Melina og er þessi mynd tekin við það tækifæri. viðstaddir opnun hátíðarinnar er Grace furstafrú í Monaco og hér sjáum við hana í fylgd Fyrir nokkru var sýnd í brezka sjónvarpinu kvikmynd- in fræga Umhverfis jörðina á áttatíu dögum, sem Mike Todd gerði. í tilefni sýningarinnar hélt ekkja Mikes, Elizabeth Taylor, ásamt eiginmanni sín- um, Richard Burton, mikið sam kvæmi (en hún fær 40% af tekjum af sýningu m^mdarinn ar), og bauð þar ýmsu framá fólki. Fyrsta dans kvöldsins dansaði frúin við einn bezta dansara heims, Rudolf Nurey- ev. Þar var einnig Ringo Starr ásamt eiginkonu sinni Maureen með einum af forstöðumönnum sýningarinnar, Robert Pavre Lebret. Ringo hefur nú skegg mikið, sem hann safnaði1 meðan hann stundaði hugleiðsluna á Ind- landi. Ræddi hann mikið við Mia Farrow, um sameiginleg áhugamál, en sem kunnugt er var Mia einnig um tima á Ind- lnndi. Mary Hemingway, fjórða og síðasta kona Ernst Heming- ways er um þessar mundir á Spáni, ásamt fjölmörgum sjón- varpsmönnum. Er þar verið að gera heimildarkvikmynd um líf ag ferðalög Hemdngways á Spáni. Þessi Spánarferð er lið ur i geysimiklu starfi frúarinn ar í sambandi við útgáfu og kynningu á lifi og verkum Heminigways. Er búizt við að þetta taki mörg ár. Annars hefur frúin gefið út nokkuð af verkum, sem fundust að Hem- ingway látnum og ennþá eru nokkur, sem enn h'afa ekki ver ið gefin út, meðal ann.ars skáld saga. Jean Claude Killy, franska skíðahetjan, sem yann fiest gullverðlaunin á síðustu Olym píuleikum, hefur boðizt hlut- verk í bandarískri kvikmynd. Ef hann tekur tilboðinu, mun hann leika franska kappaksturs hetju og með honurn í mynd- inni munu leika þau hjónin Jóanna Woodward og Paul Newman. Sagt er að titill myndarinnar freisti Pauls mjög, en myndin á að heita „Winning". Árið 1961 gleymdi sænska leikkonan Anita Ekberg að telja fram á skattskýrslu sinni fimmtíu og sjö milljónir líra, sem er ekki ,svo lítið, um þrjár og hálf millj. ísl. kr. Henni var stefnt í Bandaríkjunum og hafa málaferli 'staðið í sex ár. Nú fyrir skemmstu var mál ið látið niður falla, og þykir sýnt, að Anita hafi ekki ýkja mikinn áhuga á þessu miáli, þar sem hún var ekki einu sinni viðstödd, þegar tilkynn- ing urn þetta var gefin út, og hafði ekki skipt sér af þessu máli í mörg ár. Á VÍÐAVANGI Umferðartrygging Tímans Það virðist hafa komið illa mjög við þá á Morgunblaðinu, að Tíminn hefur keypt umferða tryggingu handa jöllum áskrif- endum sínum frá H-degi til ára móta. Sendir Morgunblaðið Tímanum tóninn fyrir tiltækið og kallar það auglýsingabrellu. Segir þó að tryggingin sé Hin ómerkilegasta (60 þús. kr. ör- orkubætur í umferðarslysi) e.i jafnframt sé þessi „ómerkilega trygging" hreint lögbrot „og þess vegna myndi enginn njóta þessa svokallaða kaupbætis.“ Það má segja að lítið sé orðið frelsið í þessu landi, ef Tíman um væri bannað að kaupa uns ferðartryggingu handa áskrif- endum sínum nú þegar umferð arhætturnnar aukast með um- ferðarbreytingunni 26. maí. Slíkum og þvílíkum fullyrðing um vísar Tíminn algerlega á bug. Hins vegar vill blaðið benda á í þessu sambandi að gefnu tilefni, að æði takmark- að gæti frelsi manna orðið, ef Morgunblaðið og sá hugsunar- háttur, sem Iýsir af þessum skrifum Morgunblaðsins næði að verða einráður í landinu. Ennfremur vill Tíminn lýsa yfir og leggja heiður sinn að . veði, að hver sá, sém gerist áskrifandi Tímans og því tryggður samkvæmt þeim skil málum, sem lýst hefur verið, mun refjalaust og þegar í stað fá tryggingarupphæð greidda, verði hann fyrir áfalli í umferð inni. Þar mun engu skipta álit Morgunblaðsins á því, hvað sé löglegt eða ólöglegt í þessu landi. Otflutningur iðnaðar- vara Á síðasta ársþingi iðnrek- enda var gerð ályktun um út- flutningsmál, sem Tíminn vill taka undir. Ályktunin er svo- hljóðandi: „Ársþing iðnrekenda 1968 ítrekar fyrri ályktanir um mikilvægi þess, að efld verði aðstaða íslcnzkra iðnfyrirtækja til útflutnings iðnaðarvara. Að öðrum kosti er þess ekki að vænta, að iðnaðarframleiðslan geti aukizt að því marki, sem nauðsynlegt er í framtíðinni. Verði um aðild íslands að markaðssamtökum að ræða, er útflutningur iðnaðarvara bein forsenda þess að aukning á iðnaðarframleiðslu geti átt sér stað. » Frumskilyrði fyrir útflutn- ingi iðnaðarvara telur ársþing ið vera, að ávallt og undan- tekningarlaust sé jöfn aðstaða við þær vörutegundir, sem út eru fluttar á hverjum tíma, m. a. með réttri gengisskráningu. Jafnframt er vakin athygli á því, að fyrst og fremst beri að stefna að aukningu á útflutn- ingi þeirra iðnaðarvara, sem þegar hefur tekizt að vinna markað fyrir erlendis og skor- ar ársþingið á ríkisstjórnina að styðja þá starfsemi, sem þegar hefur verið komið á fót til markaðsleitar og sölu innlendr- ar iðnaðarvöru í Ameríku. Samtímis er nauðsynlegt að vinna að útflutningi annarra iðnaðarvara og þarf þá „ að koma til fjölþætt aðstoð við markaðsleit. Eðlilegast væri, Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.