Tíminn - 18.05.1968, Page 7

Tíminn - 18.05.1968, Page 7
LAUGARDAGUR 18. maí 1968 7 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvsmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánssorí, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími; 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eimt. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Heildarendurskoðun Haustið 1965 fluttu Páll Þorsteinsson og sjö þingmenn Framsóknarflokksins aðrir tillögu í sameinuðu þingi um kosningu 7 manna nefndar til þess að annast 1 samráði við hlutaðeigandi stjórnarvöld og kennarasamtökin end- urskoðun á allri skólalöggjöf landsins, nema löggjöfinni um Háskóla íslands, en varðandi hana var af hálfu Fram- sóknarmanna flutt önnur tillaga. í greinargerð fyrir tillögunni var fyrst lýst því áliti, að aðkallandi væri orðið að endurskoða rækilega allt fræðslukerfi landsins, bæði í heild og einstaka þætti. Síðan segir efnislega: / — Markmið heildarendurskoðunar skólalöggjafarinn- ar á að vera það, að fullnægt verði þörfum einstaklinga og þjóðfélagsheildar fyrir almenna menntun og sérfræði- kunnáttu í þjóðfélagi nútímans og tryggja sem framast má verða jafnréttisaðstöðu í skólamálum, þannig að allir fái sem jafnasta aðstöðu til náms, hvar sem þeir búa. Þróunin er mjög ör á sviði vísinda og tækni, og veldur hún miklum breytingum á atvinnuháttum. Þjóðir, sem fylgjast ekki með þessari þróun, dragast aftur úr öðrum óðar en varir. Við endurskoðun skólalöggjafarinnar þarf að taka tillit til þessa. Endurskoðunin á því ekki að vera einungis miðuð við barnafræðslustigið, hún þarf að grípa inn á svið allrar framhaldsmenntunar, bæði gagnfræðaskóla og mennta- skóla, þar sem ekki sé einvörðungu fjallað um fjölda skólanna og stærð, heldur og um námsefni og kennslu- hætti. Þá er ekki sízt nauðsynlegt að kanna rækilega þörf þjóðfélagsins fyrir hina ýmsu sérskóla, svo sem í tækni, iðnfræðum og öðrum hagnýtum greinum, sem snerta atvinnuvegi landsins, og gera tillögur um skipan þeirra og stöðu innan fræðslukerfisins. Menntakerfi þjóðarinnar er ein mikilvægasta stoð al- mennra framfara og bætts efnahags, og hefur svo í raun- inni verið frá fyrstu tíð. En hinar öru breytingar á at- vinnu- og þjóðfélagsháttum nútímans hafa stórum aukið kröfurnar um almenna menntun og sérfræðiþekkingu á möí'^um sviðum. Þeim kröfum verður ekki fullnægt með öðru móti en uppbyggingu samvirks og víðtæks skóla- kerfis. Þar sem efnahagslegar framfarir hvíla í vaxandi mæli á þeirri stoð, sem menntakerfið er, þá er það nauð- totn hverri þjóð, sem stefnir að framförum, að treysta bezt þennan mikilvæga undirstöðuþátt þjóðfélags- ins. Því fé, sem varið er til uppbyggingar traustu mennta kerti. er áreiðanlega vel varið frá efnahagslegu sjónar- miði séð. Þar er um arðvænlega fjárfestingu að ræða. Menntunina ber þó alls ekki að skoða einvörðungu frá hagnýtu sjónarmiði í þrengstu merkingu. Menntun er framar öðru manngildisefling, þáttur í fegurra og frjórra mannlífi. Með tilliti til þess ber að varast allt ofmat á „hagnýtum“ námsgreinum og vísindum. Fræðslukerfi framtíðarinnar verður að hafa rúm fyrir fleiri náms- greinar en þær, sem líklegastar eru til þess að bera út- reiknanlegan fjárhagsarð. — Hér hafa þá verið greind meginrökin fyrir tillögu Framsóknarmanna haustið 1965 um heildarendurskoðun skólakerfisins. Því miður töldu stjórnarflokkarnir þá ekki þörf slíkrar endurskoðunar og svæfðu tillöguna. Þess vegna hafa nú glatazt nær þrjú dýrmæt ár, sem hefði mátt nota til þess mikilvæga starfs. Eugene McCarthy, öldungadeildarþingmaður: Bandaríkjastjórn er langstærsti hergagnasalinn í heiminum Sölustarfsemi, sem er hin varhugaverðasta fyrir friSinn. BANDARÍKIN sjá öðrum fyrir miklu meiru af venjuleg- um vopnum en nokkurt ann- að ríki. Rikisstjórn Bandarík]- anna lætur öðrum þjóðum t té meiri vopn en nokkur ann- ar aðili í heimiinum. ýmist með hernaðaraðstoð eða beinni her- gagnasölu. Hún er nU teKin við því hlutverki, sem hdnir fyrirlitnu vop n afrarnle i ðe n d‘i- gegndu á árunum milli heims- sfcyrjaldanna. Árð 1965 var frá þrví skýrt, að Englendiingar og Frakkar hefðu selt öðrum þjóðum her- gögn fyrir 700 milljónir doll- ara, Sovétrikin hefðp selt her- gögn til landanna fyrir botni Miðiarðarhafs. Afriku- og Asíu rikja og eyríkjanna í Kara- biska hafinu fyrir 400 milljón- ir dollara. Skerfur Frakka, Englendinga og Sovétmainna er þó lítill í samaniburði við skerf B andaríkjamanna. Samkvæmt skýrslu utanríkis málanefndar öldungadeildar Bandaríkjalþings um hergagna sölu og utanríkismál nam her- gagn-asala varnarmálaráðuneyt isins 1,97 milljörðum dollara fjiárhagsárið 1965 og 1,93 millj örðum dollara fjárhagsárið 1966. Samtovæmt upplýsingum varnarmálaráðuneytisiins sjálffs hafa hergagnasala og hergagna gjafir numið samtals 3 millj- örðum doliara á ári síðan 1961. Meira en 80 riki hafa veitt viðtöku hergögnum frá Ban'daníkjunum, ýmist sem gjöf eða gegn gjaldi, eða þeg- ið þjálfunaraðstoð samkvæmt áæfclun Bandaríkjastjóimar um hernaðaraðstoð. FÉ er einnig varið til að ýta undir hergagnasölu. Á fjár hagsárinu 1965 voru 500 þús. dollarar af því fé, sem lagt er til bemaðaraðstoðar, aetl- aðir til örvunar hergagnasölu. Robért Wood hershöfðingi, yf- inmaður hemaðaraðstoðarinu- ar, skýrði fjárveitinganefind fulltrúadeildar þingsins frá því árið 1964, að hernaðarþjátfumr in sé sá fótur, sem hergagna- salinn stingi miMi stafs og hurð ar. „Við fáum herforingja frá öðrum löindum tii a'ð kouiia hingað í þeim tilgangi að skoða herbúnað, sem hugsanlegt er að þeir kaupi“, sagði Wood hershöfðingi. „Þá er og í fram kvæmd áætlun um þjálfun manna frá átoveðnum þjóðum • í notkun sumra hernaðartæfcja okkar í von um að þær kaupl þau. Þetta er söluörvun" Herstjóm Bandaríkjanna hefir tonúið hergagnaiðnað Bandaríkjanna til þess að leggja aukna áherzlu á mark- aði handan hafs. Henry Kuss aðstoðarráðherra, sölustjóci herstjórnar Bandaríkjanna, sagði í ræðu, sem hann flutti í október 1966 á fundi hjá samtökum bandarískra fall- byssuframleiðenda: „Hineigð bandarískra her- gagnaframileiðslufyrirtækja til þess að láta alþjóðlegan her- gagnamarkað afskiptalausan er áhyggjuefni og hefir áhrif á McCarthy aðstöðu okkar á alþjóða vett- vangi, baeði hernaðar- og efna- hagslega og í stjórmmálum. Sé á málið liti'ð frá hernaðarlegu sjónarmiði, blasir vi'ð okkur sú hætta, að við missum öM þau góðu samibönd, sem við höfum greitt fyrir með gjafa- fénu, nema því aðeins að við getum komið á hernaðarlegum temgslum með hergagma- sölu. . .“ Þessu næst vék Hemry Kuss að hinum óhagstæða greiðslu- jöfnuði. Aukin verzlun er auð- vitað mikilvægari en alt ann- að tM áhrifa á greiðslujöfnuð- inn. En sé hergagmaframleiðsla Bandaríkjanina orðin það fiyr- irferðarmikil í samanburði við aðra iðnaðarframleiðslu, sem ekki er hernaðarlegs eðlis, að vi'ð getum ekki rétt af greiðslu hallann með öðru en hergagna sölu, þá vil ég leyfa mér að halda fram, a® það sé ærið áhyggjuefhi. TÖÍLUR geta verið viMandi Til dæmis hélt McNamara fram að óskir varnarmálaráðuneytis ins um minna en mMijarð doli ara til hennaðaraðstoðar á fjár hagsárinu 1967 vœru í sam- rœmi við fyrirmæli nefndar um samdrátt á því sviði. Bn féð, sem þingið veitti, er áð- eins til þeinrar aðstoðar, sem veitt er að gjöf eða að Lani. Að því er Evnópu áhrærir, koma söluáform í stað aðstoð- arinnar og salan er síaukinn þátfcur í aðstoðinni við van þróuðu ríkiu. Vegna minnK- andi aðstoðar við Evrópurík- in hefur veri'ð unnt að auka athafnir í öðrum heimshlutum um leið og svo lítur út sem heildantoostnaðurinn lækki. Árið 1956 var Etiopía eina Afríkuríkið, sem veitt var ná lega 4 milljónum dolara aðstoð til hervæðingar. Á því ári voru Afríkuríkin, sem smiávægiiega aðstoð fengu, sjö að tölu. Ár- ið 1962 voru ríkim orðin 15, aðstoðin við Etíopíu var kom- in upp í 10,9 milljónir dollara og heildarfjárhœðin, sem ríki álfumnar fengu í áðstoð, var komin upp í 17,8 miMjónir dollara. Arið 1963 hækkaði heildarfjárhæðin til hernaðar- aðstoðar við Afríkuríki í 26 miMjónir dollara og 1964 nam hún orðið tæpum 28 miMjón um dol'lara. Árið 1965 lækkaði aðstoðin í 17,4 milljónir dioM- ara, en árið 1967 fór ríkis stjórnin fram á 31,8 miMjóo ir doliara, eða mestu fjárhæð. sem nefnd hefir verið í þessu samlbandi. ÞESSAR tölur eru ekki há- ar í sjálfu sér, en sé haft í huga á hváða þróunarstigi viðkomandi ríki eru, verður auðsætt, að jafnvel smávægi- leg hergögn eru ærið þýðing- armikil. (Þjóðarframleiðsla í Mali er til dæmis 65 doUarar á mann, 70 doilarar í Guineu, 175 í Líberíu og 102 í Súdan). — Aðstoðin við ríkin í Mið- og Suður-Ameriku hefur auk- izt í svipuðu hlutfaMi. Þessar athafnir eru það um- fangsmitolar, að þær hljóta að hafa veruleg áhrif á stefnu okkar í utanrikismálum. Hern áðaraðstoðinni fylgir venjulega — en ekki undantekninga- laust, — divöl bandarískra hex- sveita í því ríki, sem aðstoð- ina þiggur, og er þeirra hlut- verk að gefa góð ráð, láta i té aðstoð og gera áætlanir um notkun hergagna í viðkomandi lamdi í samræmi við ætlan vamarmálaráðuneytisins. Þess- ir hemað arráðgj afar koma fram sem sölumenn og reyna að txyggja, að viðkomandd ríki kaupi herbúnað sinn frá Banda níkjunum, en ekki keppinaut- um þeirra, hvort heldur er stjömmálum eða verzlunarvi'ð skiptum. Og hernaðarráðgjaf- arnir gegna stundum enn mik- iivægara hlutverki. THjGANGURINN með hem aðarþjálfuninni er að fiá við- komandi ríki að nota bún- að okkar og jafnframt að tryggja sér vinsamlega afstöðu þeirra, sem verða í náinni fram tíð hernaðarleiðtogar ríkjanna og sjá um innkaup þeirra á því sviði. Meunirnir, sem verða í ná- inni framtíð leiðtogar í mörg- um löndum heims, koma fyrst til Bandaríkjanna tii þess að njóta þar hernaðarþ j álf un ar. Á árunum 1951 til 1966 voru útlendingum , veittir 125.880 styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum. Taia þeirra út lendinga, sem nutu á sama tíma hernaðarþjálfuinar í Banda ríkjunum samkvæcnt hemaðar- aðstoð var 259.980. FuUtrúar vamarmálaráðuineytisins hafa oft bent á, hve mikilvæg hern- aðarþjálfunin vœri tH þess að fiá útlendinga til að tileinka sér líísvenjur Bandaríkja- manmia. Við liggur, að útlend- ingar, sem njóta hernaðar- þj'álfunar í Bandaríkjunum, sé helmingi fleiri en hinir, sem háskólanám stunda þar. TAUMHALD vamarmála- ráðuneytisins á hergagnasölun um er ekfci ánægjuefni fyrir Framhald á bls. 1L

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.