Tíminn - 22.05.1968, Blaðsíða 2
TIMIN'N
MHWIKUDAGUR 22. maí 1968.
Fyrir aðeins kr, 68.500.OO getiö þér fengíó staðlafta.
eldhúsinnréttingu f 2—4 herbergja ibúöir, meö öllu tlí-
heyrandi — passa f flestar blokkaribúftir,
Innifaliö í verðiou er:
0 eldhÚSÍnnréttÍng, klædd vönduðu plasti, efri
og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m).
$ ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I
kaupstaö.
^lippþVOttavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski.
Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að aukl má nota
hana til rnfnníháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi).
£ eldarvélasamstæða með 3 heiium, tveim
ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur
nýtízku hjálpartæki.
fö lofthreínSarí, sem með nýrrí aðferð heldur eld-
húsinu lausu viö reyk óg lykt. Etiginn kanall - Vinnuljós.
AHt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söiuskattur
innifalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum viö
yðuf fast verðtilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis
Verötilboö I éldhúsifinréttingar i ný og gömul hús.
Höfum cinníg fataskápa, staðlaða.
- HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR -
Kl R KJ U H VOLI
REYKJAVÍK
S( M I 2 17 16
MW9 :':
MfLAVÖLLÖR
ísíandsmóíið í II. deild 1967:
í kvöld kl. 20,00 fer fram leikur milli
ísaf jarðar og Sigluf jarSar, um tilverurétt
í II. deild 1968.
Komið og sjáið spennandi leik.
MÖTANEFND
Bátur - Hús
40 ferm. hús með 2 herb. í risi, selst til flutnings
strax. Æskileg skipti á trillubát eSa bíl. Sími 18398
BÆNDUR
Höfum til sölu lítið notaða 22ja hestafla lágfalls-
vatnstúrbínu méð sjálfvirkum gangráð. Hentug
fyrir tvíbýli.
Einnig rafal með búnaði. Staðhættir: Fjögurra
metra fallhæð, 500 sec. lítra vatnsmagn. Hagstætt
verð.
BRÆÐURNIR ORMSSON, Reykjavík.
¦ . ' . - . ¦ . .. .¦
Bréf frá Harrisburq
LEIKRIT í HÁLFUM ÞÆTTI
Leikrit þetta gerist í Néw
York borg á hóteli því, sem
heitir Sheraton Atlantic. Hótel
þetta er að sligast undan við-
skiptum sínum við íslenzkt flug
og ferða-fólk, og hefir í því
sambandi orðið að láta stækka
um helming geymslu þá, sem
ætluð er undir pakka, sem
geymdir eru fyrir gestina. Er
hún nú orðin á stærð við eina
af skemmum Eimskips í Örfir-
isey.
Sviðið er eitt af herbergjum
áðurnefnds hótels. í því er
stórt, lúið rúm, sem geymir
mörg íslenzk-amerísk leyndar-
mál, tveir hægindastólar, tveir
borðstofustólar, komsmóða með
skúffum, sem aldrei er látið
ofaní, sjónvarp, sem mest er
notað á nóttunni og lágt lit-
laust borð, alsett hringjum und
an glösum ofsterkra, íslenzkra
sjússa.
Persónurnar í leiknum eru:
Hæringur Blokk, stór-fisksali af
fslandi með búsetu í miðjum
heimsmarkaðnum; Arður Axía,
velbeppnaður, íslenzkur verð-
bréfamiðill í Ameríku; Binna
Brán, þræl-velgift amerískum
uppgjafahermanni með tvo bíla
og hús á Long Island (hún kall
ar það sjálf Langa ísland); Guð
mundur Gjaldþrot, ráðunautur
um rekstur smá fyrirtækja í
New' York, en harin fluttist
hingað fyrir 13 árum eftir að
hafa farið fjórum sinnum á
hausinn á Fróni (hann segist
hafa verið ofsóttur á' fslandi)
og Fölur (bókvitið-verður-víst-
látið-í-askana!) Alfróði, sem ný
skeð hlaut 12 ára vísindastyrk
íslenzka ríkisins til rannsókna
á afbrigðum af amerískum
stofnunum af íslenzkum s61eyj
um og fíflum.
Hæringur: Kæru samlandar í
Ameríku: Við erum hér saman
komin í kvöld til að halda dá-
lítinn málfund um okkar kæra
föðurland, ísland. Þið vitið öll.
að þar hefir verið slæmt ástand
að þar h«fur v«rið slæmit ástand
að undanförnu, svo sem mögn
uð verðbólga, hafís, glæpaalda
og peningaleysi. Hefir þetta
skapað hálfgerð leiðindi heima
bæði til sjávar og sveita og í
borg og bæ. Þar sem við eigum
nú að heita fyrirsvarsmenn ís-
lendinga í þessari milljónaborg,
þótti mér tilhlýðilegt, að við
. eyddum einni kvöldstund til
að ræða þessi mál, til að sjá,
hvort við gætum nokkuð það
fram lagt, sem til úrbóta gæti
orðið. Ég mun sjá um, að frétt
af þessum fundi komi í blöðun-
um heima, svo alþjóð geti séð,
að við berum hag hennar fyrir
brjósti.
Guðmundur: Af því, sem ég
hefi séð í íslenzkum bJöðunum,
get ég nú ekki séð, af hvoru
þeir hafa meiri áhyggjur, hvort
presturinn fer frá Kaupmanna
höfn eða hafísinn frá landinu.
Svo hafa þeir heldur ekkert
lært í bisness heima á þessum
árum síðan ég fór. Núna les ég
um mikla herferð til að fá
fólk til að kaupa íslenzkan iðn-
varning. Ef fólkið bregzt nógu
vel við líður líklega ekki á
löngu, þar til þeir þurfa að
fara að flytja inn erlent vinnu
afl til að framleiða meiri ís-
lenzkan varning, svo hægt sé
að fuTlnægj'a eftirspurninni,
ha?
Binna: Ég véit nú lítið um
þ&nnan bisness heima, nema
ég veit það er góður bisness að
giftast Ameríkana á fslandi.
Það er bezti bisness, sem ís-
lenzkar stelpur geta gert. Og
ég veit líka, að það skaðar ekki
bisnessinn heima, að hún
Gunna í Holtunum skuli eiga
dóttur í Ameriku, sem sendir
henmi smávegis fyrir jólin, eins
og nælonsokka, skyndikaffi og
álfojl (eða kalliði það enn þá
alúmíníumpappír?) Ef nógu
margar mæður væru eins
heppnar og hún mamma mín,
þá myndi það sko ábyggilega
spara þjóðinni mikinn gjald-
eyri.
Arður: Ég er viss um, að það
er til lykill^ að hurðinni, sem
i gæti opnað íslendingum veginn
út úr efnaihagsörðugleikunum
og inn í vel tryggða afkomu
fyrir ailla landsmenn. Það væri
að koma á verðbréfamarkaði í
landinu. Ég tala af góðri
reynslu, og myndi ég jafnvel
taka í mál að fórna mér og
fara heim til að veita slíkri
stofnun forstöðu, ef slíkt boð
kæmi frá landsmönnum.
Fölur: Ég verð nú að segja,
að mér finnst íslendingar ekki
geta beðið öllu lengur með að
viðurkenna vísindamenn síná,
og ættu þeir að fara að reyna
að n/)ta sér af hæfileikum
þeirra. Ef þessu heldur svona
áfram, verðum við bráðum bún
ir að fylla allar vísindastiöður,
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
á boðstólum.
Guðmundur: Þá get ég nú
heldur ekki látið vera að minn
ast á það, að fslendingar skilja
ekki ennþá einkaframtakið.
Ríkisvaldið vill ráða öllum
rekstri með höftum og höml-
um og það eina, sem maður
fær að gera á eigin spýtur er
að fara á hausinn. Þá eru þeir
hvergi nærri.
Hæringur: Þið hafið komið
með margar góðar athugasemd
ir og tillögur. Heyri ég á öllu,
að þið berið mikla umhyggju
fyrir velferð okkar góða lands-
Nú heyri ég, að fólkið í næsta
herbergi er farið að syngja ís-
lenzk ættjarðarlög, og hrærir
það það sannarlega í manni
hjartað. Það ber fagran vott
um ættjarðarást lamda okkar,
þótt þeir séu staddir fjarri fóst
urjarðar ströndum, að hugurinn
skuli samt vera heima á Fróni.
Ég legg til, að við bönkum
upp á og fáum að taka lagið
með þessu góða fólki.
Tjaldið.
Þórir S. Gröndal.
Sendum ókeypis
verSlista yfir
frímerki og
frímerkjavðrur.
FRÍMERKJAMJSIÐ
LÆkiaVgolu 6A Ri-vkjavík - Simi 11814
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir, —
breytingar, uppsetningu á
hreinlætistæk.ium o.fl.
Guðmundur Sigurðsson,
pípulagningameistari,
brandavegi 39. Sírhi 18717
Gúmmívinnusfofan h.f.
Skipholti 35 - Símar 3T055 og 30688