Tíminn - 26.05.1968, Page 1

Tíminn - 26.05.1968, Page 1
ÚRYGGI FYRIR OLLU! NOTIÐ LJÓSIN: Úti á veg- um er ökumönnum ráðlagt að nota stefnuljós, þegar þeir mæta bílum. HaldiS ykkur á hægri vegarbrún og gefið stefnuljós til hægri um leið. Ef sá sem kemur á móti virðist ekki átta sig, þá má reyna að kveikja og slökkva aðalljós, eða hreinlega fara út af veginum til hægri. Aldrei, undir neinum kringum- stæðum má reyna að bjarga málinu með því að víkja til vinstri á síðustu stundu. OO-Reykjavík, laugardag- • Hægri iimferð tekur gildi á íslandi kl. 6 í fyrramálið, sunnudag. Hægri umferð gildir fyrir alla vegfarendur, gangandi og á ökutækjum. Lögreglumenn og umferðarverðir munu leiðbeina vegfarrVdum eftir mætti, en áríðandi cr að allir leggist á eitt með að gera breytinguna sem auðveldasta. Gleymið aldrei að frá og með morgundeginum gildir hægri umferð. • í nótt ntunu vinnuflokkar vinna að breytingu uinferðarmerkja um land allt. Á tímabilinu frá kl. 3 til 7 verður bönnuð öll umferð vél- knúinna ökutækja, til að störf við flutning og breytingu umferðar- merkja gangi eins áhættulaust og hægt er. f untferð verða aðeins bílar lögreglunnar, siúkra- og slökkviliðs og annarra jteirra aðila, sem vegna atvinnu þurfa að vera á ferðinni. • KI. 5.45 verður flutningi umferðarskilta lokið og öðrunt nauðsyn- Ieguni framkvæmdum fyrir hægri umfcrð. f nótt vcrða flutt 700 nterki í Reykjavík. • Kl. 5-50. Umferðarstöðvun tekur gildi um allt land. Bílar sem hafa undanþágu til aksturs, eru stöðvaðar á vinstra vegarlielm- ingi og síðan fluttar yfir á hægri kant. Kngin umferð er leyfð frá fyrrgreindum t/ma og til kl. 6 iinnur en akstur liigreglu og sjúkra- bfla sé uin neyðarútköll að ræða. KI. fi tekur hægri umferð gildi. Bílar sem eru í umferð mega aka af stað. • KI. 7 verður umferðarbanninu aflétt og geta þá allir ökumenn ekið af stað, á hægra vegarhelmingi. Verður þá lokið við að yfirfara flutning umferðarmerkja og stillingu umferðarljósa. • Lögreglumenn og forráðamenn umferðarmála um allt land skora á ökumenn og aðra vegfarcndur að hefja akstur strax eftir breyting- una. l»að er áríðandi að allir venji sig strax á hægri umferð. Það er ekki eftir neinu að bíða. • Ökumenn, festið ykkur í minni, að í hægri umferð gihlir sú regla, að á vegamótum ber ökumönnum að vfkja fyrir umferð sem kemur þeim á hægri hönd, ncma umferðamerki gefi annað til kynna. Akið frain úr iiðruin farartækjum vinstra megin. Munið að gangandi vegfarendur eru líka byrjendur í hægri umferð. • Allir vcgfaremlur verða að sýna lipurð og umhurðarlyndi í um- ferðinni. Það eru ekki allir jafnfljótir að tileinka sér jafn róttæka breytingu sem hér á sér stað. Þótt einstaka ökumaður fari rangt að og tefii fjrir umferð þýðir ekki að þenja flautuna og reka á eftir, held- ur sýna þolinmæði og reyna að leiðbeina villuráfandi samborgurum, því það reyna áreiðanlega allir að gcra sitt bezta. • Vcðurstofan segir: Gott veður um land allt. Sunnan strekkingur við suðurströndina og Vestmannaeyjar, útlit fyrir þurrt og bjart veður norðan og austan, kann að vera örlítil úrkoma sunnanlands á morgun. HÆTTA TIL HÆGRI: — Varúö til vinstri hefur ver- ið slagorð í vinstri umferð. Nú verður að stanza fyrir umferð frá hægri. Öku- menn — munið að nú er hættan til hægri. Sá sem kemur frá hægri á réttinn. ALLIR VÍKI: Það eru ekki aðeins ökutæki, sem eiga að víkja til hægri frá og með deginum í dag. Gang- andi vegarendur eiga alltaf að víkja til hægri þegar þeir mætast. Þannig gerir vaninn hina nýju reglu auðveldari. A GATNAMOTUM: Fyrstu dagana eftir umferðar- breytinguna finnst gang- Framhald á bls. 10 Lífsnauðsyn að halda reglur um hámarkshraða IGÞ-Reykjavík, laugardag. Aldrei hafa hámarksákvæði um aksturshraða skipt eins miklu máli og núna, þegar hægri umferð gengur í garð. Lögreglan hefur skýrt frá því, að eitt hið allra þýðingarmesta sé, að ökuinenn fylgi þessu há- marksákvæði út æsar. Það ei því vert að fólk leggi sér það á ininnið, áður en það hcldur út i umferðina, að það má ekki aka hraðar en 35 km. á klukku- stund í þéttbýli. Hraðiwi utan þéttbýlis má vera 50 km. á klukkustund og fiO km. á klukkiistund á lteykjanesbraut. Þessum hraðaákvæðuin verður liver einasti ökumaður að hlýða. Þetta er höfuðatriði, og á þessu veltur einna mest, hvort tekst að komast hjá árckslrum og slysum. Tekið verður rnjög strangt á brotuin á ákvæðum um há- ■ markshraðann. Verður það lagt að iöfnu við brot gegn ákvæð- um um ölvun við akstur. Þetta er skiljanleg afstaða, þegar haft er í huga, að meiri hraði eyk- ur stórlega hættuna á árekstr- um og slysu-m. Refsiákvæði um brot á þess- um hraðaákvæðum eru þó ekk ert aðal’atriði. Þau eru sett þarna til að sýna, að hér er alvara á ferð. Vitaskuld verð- ur þeim framfylgt ef á revnir, en aðalatriðið er að tii s-íks þurfi ekki að koiwa. Það þarf ekki að draga í efa, að hver einasti ökumaður hefur hug á því, bæði ve-gna sjálfs sín og annarra, að fara varlega í um- ferðinni. Hraðaákvæðið er i samræmi við þær óskir. Þess vegna má engum liðast að brjóta af sér í þessu ef-ni. Það skal svo að lokum tekið fram, að hér er um hámarks- ákvæði að ræða. Ökumenn eru frjálsir að því að aka hægar. Þeir eiga að aka hægar en há- marksákvæðið segir til um. finnist þeim það henta. Bér ráða aðstæðurnar öllu. Með ósk til allra ökuinanna um, að breytingin takist slysa- laust vill Tíniinn brýna fyrir þeim að muna tölurnar 35 km. á klst. í þéttbýli, 50 km. á klst. á vegum úti og fiO km. á klst. á Reykjanesbraut. Látið hra®a- mælisnálina aldrei fara yfir þessar tölur, hversu greiðfærr sem sýnist framundan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.