Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 6
6__________________________ Þingdeild lögð niður Hinn 17. maí síðastl. mun verða talinn merkisda|ur 1 sögu sænska þingsins í framtíð inni. Þann dag samþykkti efri deild þingsins stiórnarskrár- breytingu, sem felur í sér, að deildin verður lögð niður inn- an tveggja ára. Eftir 1970 verð- ur sænska þingið ein málstofa, skipuð 350 þingmönnum. Það hefur lengi verið til um- ræðu í Svíþjóð að leggja efri deild þingsins niður. Ástæðan hefur ekki .sízt verið sú, að hún er kosinn með allt öðrum hærti en neðri deildin. Til neðri deííd arinnar er kosið beinni kosn- ingu. Efri deildin er hins veg- ar kosin af fulltrúum í borgar- stjórnunum og héraðsstjórnun um og aðeins nokkur hluti henn ar kosin í senn. Því verða allt- af hægari breytingar á skipan efri deildarinnar en neðri deildarinnar. Þannig voru jafn- aðarmenn búnir að fá meiri- hluta í neðri deildinni alllöngu áður en þeir fengu meirihluta í efiri deildinni. Á þeim tíma stóðu borgaralegu flokkarnir vörð um efri deildina og vildu ekki leggja hana niður. Sein- ustu árin hefur þetta breytzt. Nú eru borgaralegu flokkarnir orðnir sterkari í neðri deild- inni, en jafnaðarmenn halda enn meirihluta í efri deildinni. Þetta hefur breytt afstöðu borg aralegu flokkanna til efri deild- arinnar, en jafnaðarmenn hafa hins vegar orðið óifúsari til að Ieggja hana niður! Það reynd- ist því torsótt verk að ná sam- komulagi um áðurnefnda stjórn arskrárbreytingu. Hömlur gegn smá- flokkunum Fleiri breytingar voru gerðar á sænsku stjórnaTskránni en þær að leggja niður efri deild- ina. Þessdr eru einna helztar: Kosið verður til hinnar nýju sameinuðu málstofu hlutfalls- kosningu í 28 kjördæmum, líkt og nú er kosið til neðri deild- arinnar. 310 þingmenn verða kosnir með þessum hætti. 40 uppbótarþingmenn skiptast svo millj þeirra flokka, sem hafa fengið fæsta kjördæmakosna þingmenn, miðað við atkvæða- magn. Uppbótarþingmenn hafa ekki verið áður í Svíþjóð. Flokk ur, sem hefur fengið minna en 4% greiddra atkvæða í öllu landinu, fær þó ekki uppbótaT- sæti. Til þess að flokkur fái þingmann kjördæmakosinn, þarf hann að fá minnst 12% greiddra atkvæða í viðkomandi kjördæmi. Með þessum reglum & að koma ■ veg fyrir, að mynd azt geti margir smáflokkar. Kosningarétt fá allir þeir, sem eru orðnir 19 ára. Kjörtímabil þingsins verður þrjú ár, en nú er kjörtímabil neðri deildarinnar fjögur ár. Kosningar samkv. stjórnar- skrárbreytingunni fara fyrst fram í september 1970. í haust fara fram kosningar til neðri deildarinnar í seinasta sinn sam kvæmt núgildandi stjórnarskrá. Kosningabaráttan er þegar haf in og verður að likindum hörð, því að borgaralegu flokkarnir telja sig nú eygja vel þann möguleika að fá meirihluta í deildinni. Fær Skotland sér- stakt þing? Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að í sveitar- og borgarstjórnarkosningunum, er nýlega fóru fram í Skotlandi, fékk skozki þjóðernisflckkur- inn meira fylgi en nokkur flokk ur annar® Markmið flokksins er að Skotland fái eigin stjórn og þing og verði aðeins í laus- um tengslum við England. For- vígismenn flokksins hafa lengi haldið þvi fram, að Skotar hefðu tapað á sameiningu landanna, því að bæði fólk og fé leiti frá Sbotlandi til Englands. Reynsla síðustu ára hefur mjög styrkt þennan málflutning þeirra, því að Skotland hefur ótvírætt ver- ið að dragast aftur úr. AtVinnu- leysi hefur verið þar meira og fjárfesting minni en sunnan landamæranna. Brezku stjórnmálaflokkarnir virðast gera sér ljóst, að ekki dugi anhað en að koma til móts við sjálfstæðisvakningu Skota. Rétt eftir seinustu áramót ákvað Frjálslyndi flokkurinn að gera það að stefnumáli, að Skotland og Wales fengju sérstök þing og aukna heimastjórn. Á flokks þingi, sem skozkir íhaldsmenn héldu fyrir rúmri viku, lýsti Heath, foringi brezka íhalds- flokksins, yfir því, að flokkur- inn myndi beita sér fyrir þvi, að Skotland fengi sérstakt þing. Heath lagði til, að þegar yrði skipuð opinber nefnd, sem fengi það til skjótrar meðferðar, hvert verkefni þessa þings skyldi vera. Hann lagði áherzlu á, að meginsambandi Skotlands og Englands yrði haldið áfram. Dreifing valdsins Það er athyglisverð þróun, að á sama tíma og ýmsar'þjóð- ir eru að mynda með sér nán- ari bandalög, eykst sjálfstæðis- hreyfing ýmissa landshluta, sem telja sig hafa orðið útundan vegna þess, að valdið hafi dreg- izt of mikið í fáar hendur í við- komandi höfuðborgum. Þannig er það nú eitt vinsælasta áróð- ursefnið í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum að deila á sd- vaxandi vald sambandsstjórnar- innar í Washington. Hægri menn, eins og Goldwater og Wallace, hófu þennan áróður, en seinustu vikurnar hefur Ro- bert Kennedy lagt enn ríkari áherzlu á hann í sambandi við prófkosningarnar. Má nú ekki lengur sjá, hvorir ganga lengra í þessum efnum, þeir, sem tald ir eru hægri sinnar, éða hinir, sem eru taldir vinstri menn. Hver, sem kosningaúrslitin verða í Bandaríkjunum, má þvi búast við aukinni viðleitni í þá átt að auka starfssvið hinna ein stöku ríkja og fela þeim ýmis verkefni, er sambandsstjórnin í Washington annast nú. Wvwiir sösrðu satt? í ræðu, sem Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknar- flokksins, flutti nýlega á fundi Framsóknarfélaganna á Akur- eyri, rifjaði hann upp nokkrar staðreyndir frá seinustu þing- kosningum, en senn er ár liðið síðan þær fóru fram. Fytrir kosningamar lofuðu stjórnar- flokkarnir góðum og batnandi lífskjörum, enda væri efnahags málin í góðu lagi. Framsóknar- flokkurinn varaði hins vegar við og sýndi fram á vaxandi erf- iðleika atvinnuveganna, sem ekki yrðu umflúnir að óbreyttri stjórnarstefnu. Hinir almennu kjósendur munu nú vart deila um það lengur, hvorir hafi haft réttara fyrir sér. En fyrir ári síðan vildu of margir trúa þvf, að erfiðleikar væru ekki á næstu grösum. Stjórnarflokk- amir héldu því velli. Gamla tuggan Forsætisráðherrann hélt ræðu á þinigi Vinnuveitendasambands íslands síðastl. þriðjudag. Ráð- herrann virðist hafa álitið sig hafa eitthvað nýtt að segja, því að bæði fréttamenn sjónvarps og hljóðvarps voru kallaðir á fundinn og látnir endurflytja langa kafla úr ræðunni. Þótt slfkt sýni slæma misnotkun á bæði sjónvarpi og hljóðvarpi, varð gróði ráðherrans enginn. Það kom nefnilega í Ijós, að ráðherrann hafði ekki neitt nýtt að segja, heldur var með sömu margþvældu tugguna. Helzta úrræðið, sem ráðherrann virtist sjá, var að sækja um aðild að Fríverzlunarbandalagi Evrópu. Það eru þó ekki nema fjögur ár síðan, að sami maður hélt því fram, að ísland hefði ekk- ert i þetta bandalag að gera. Um það virðast líka allir sér- fræðingar sammála, að aðild íslands að Fríverzlunarbanda- laginu komi ekki til greina, nema búið verði að iðnaðinum á allt annan hátt en nú er gert En á það minntist ráðherrann ekki einu orði. SUNNUDAGUR 26. maí 1968 „Að ganga á sínar eignir“ Það er óumdeilanlegt, að at- vinnuvegirnir eiga nú í erfið- leikum. í hinni löngu ræðu sinni á fundi Vinnuveitendasam bandsins minntist forsætisráð- herrann ekkert á það, hvernig ætti að mæta þessum erfiðleik um, að því undanskyldu, „að atvinnurekendur yrðu að ganga á sínar eignir og launþegar að slá af sínum kröfum“. Aðra möguleika nefndi hann ekki. Viðhorf Framsóknarmanna er annað. Ólafur Jóhannesson lýsti því svo í eldhúsræðunni: „Framsóknarflokkurinn telur, að eins og sakir standa, hljóti aðalviðfangsefnið að vera end- urreisn atvinnuveganna og bætt ur þjóðarhagur. Það þarf að breyta um stefnu gagnvart und irstöðuatvinnuvegunum. Það þarf að koma þeim í það horf, að þeir geti starfað og byggt sig upp með eðlilegum hætti Það þarf að draga úr fjármagns kostnaði þeirra, einkanlega með þvi að stórlækka vexti af stofn- lánum þeirra og rekstrarlánum Það þarf einnig áð létta af þeira ýmsum opinberum gjöldum, sem á þá hefur verið hlaðið að undanförnu, og þeir fá ekki undir risið. Það þarf að full- nægja lánsfjárþörf þeirra með eðlileigri hætti en átt hefur sér stað á allra síðustu árum. Eink- anlega þarf að gefa þeim kost á sérstökum lánum tn hagræð- ingar og framleiðniaukningar en á því sviði er umbóta þörf í ýmsum atvinnugreinum. Þá þarf og að taka ýmsa þjónustu- starfsemi við undirstöðuatvinnu vegina til gagngerðrar endur- skoðunar“. Það er á þennan hátt, sem verður að leysa vanda atvinnn- veganna. Lausn forsætisráðherr ans að „láta þá ganga á eignir sínar“, eykur aðeins framtíðar- vandann. Skuldasöfnun. í eldhúsumræðunum benti Einar Ágústsson á það, að ríkis- stjómin hefði haft til ráðstöf- unar á árunum 1960—66 2000 millj. Jcr. meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Samt blasa skuldir vegna ríkisframkvæmda, sem unnar voru á þessum áram, hvarvetna við. Áður fyrr, meðan aðrir réðu ferðinni, var stefnan yfirleitt sú að láta samtíma tekj ur standa undir framkvæmdum hins opinbera. Nú eru þær fjár magnaðai- meira og minna með lánsfé. Á seinasta þingi fékk rikisstjórnin t. d. sérstaka heim ild til að taka 330 miHj. lán til opinberra framkvæmda, en af þvi eiga hvorki meira né minná en 156 millj. að ganga upp í skuldir. Hvers vegna hefur þessi skuldasöfnun komið til sögunn- ar, þrátt fyrir stórauknar ríkis- tekjur’ Svarið er einfalt. Allri hagsýslu hjá ríkinu hefur hnign að. Sukk hefur aukizt, Þess vegna verður í sívaxandi mæli að færa kostnaðinn við fram- ■ kvæmdir ríkisins yfir á reikn- í" 7 framtíðarinnar. Þetta er eitt af mörgum dæm- um um vanhæfni núv. valdhafíi til að stjórna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.