Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 26. maí 1968. 11 TÍMINN ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Traustir vinir á vegum öllum Við eigum bæði sýnilega og ósýinilega vini. Og vinir — gannir vinir eru meðal beztu gjafa Guðs. Fátt er hlýrra en hönd góðs vinar og ekkert ljúfara en létt ur vinarkoss á vanga. Þannig umgöngumst við sýnilegu vin ina. Hinir ósýnilegu veita á ann an hátt. Menntu'ð kona, sem ég þekki talar jafnan um bækurn ar í bókaskápnum sínum eins og beztu og tryggusíu vini. Hún handleikur þær með lotoingu. Og ef hún lánar bók. þá leggur hún miða með sem á er rita'ð hennar fögru rit- hönd: „Bókin er niinn bezti vin bið ég heitit þú munir það“. Meðal bóka ber sálmabók- inni sérstakur heiðurssess. Hún er lítil bók, en það er mikið vafamál, að nokkur ís- lenzk bók sé auðugiú að feg- urð og speki. Meira að segja perlur úr sjálfri Ritningunni, sem fæstir finna þar, koma fr'am í Sálma- bókinni fágaðar og meitlaðar af mestu spekingam og snili- ingum tungunnar. Engir vinir verða traustari en elskaðir sálmar, ekki sizt ef þeir voru sungnir inni í hugann af mildri móðurrödd, hvíslaðir af vörum elskaðrar ömmu eða sagðir fram af munni prestsins, sem við mát- um mest í bernsku og æsku og sungnir með okkur af hans röddu. Og síðan minna þeir á allt hið bezta í „undirbúningi" og á fermingardegi. Sumir sálmanna eru að efni og anda, jafnvel búningi yfir þúsund ára gamlir, en þó jafn ferskir og fagrir sem í fyrstu. Slíkir „forngripir" þættu dýrmætir á öðrum sviðum og í öðrum söfnum. Og í bréfum Páls postula minnir hann strax á að meta sálma og söngva og andleg ljóð sem mest. Á dögum kvöldvöku og bað stofumennta íslendinga og kannski var það bezta mennta stofnun, sem við höfum átt hingað til, voru sálmar lærðir mikið utan að, og alitaf sung- iinn sálmuT í vökulokin. Og ennþá þykja Passíusálmar Hallgríms Péturssonar einn helzti dýrgripur íslenzkra bók mennta og hugsunar. En nú þykir næstum goðgá að ætla börnum að læra nokkra sálma eða „þýlja vers“ eins og það er kallað með lít- ilsvirðingu í rödd og svip. „Það má ekki íþyngja minni barnsins um of með slíkum þulurn", segja sálfræðingar nú tímans. Það væri kannski ann- að með „tölur og mengi“ eða töflur úr veðurfræði! En ætli það fólk. sem hef- ur lagt það á sig að læra siálma og andleg ljóð sé ekki og verði auðugra að öðrum, hugtökum og hugsunum, en hitt sem ekkert kann ,,af slfku“. Og ætli það eignist ekki líka um leið ofurlítið af hugsjón- um og tilfinningu, festu og auðugri persónuleika nær ó- sjáttstætt? Og hvað er einstakling- um og samfélagi mikils- verðara. Hvað er mennt og menntun, ef ekki hugsun, orð- gnótt og fastmótað fólk til á- taks við hlutverk sin um ævi- veg. Flestir eða allir, sem skara fram úr á menningarlífi þjóða hafa átt sálma og andleg ljóð að ósýnilegum vinum. Sumir telja sálma ekki skáld skap. En yrði efni þeirra at- hugað mundi koma í ljós að fátt er til, sem komizt hefur á hærra stig í listrænni tján- ingu, bæði að dýpt og hæð. Og efni sálma er sótt í svo að segja öll atvik lífs i sorg og gleði, haust og vor, synd og helgi, angist og unað dag- legs lífs jafnt sem helgi- stunda. Þar hljómar hó smalains í hláð og dal og bæn sjómanns- ins úti á djúpinu. Þar situr málnibræðslumaður við deiglu og mótar silfur og gull og þar biður móðir við beð og sjúk- ur júð dauðans dyr, þar er barííið brosandi að skírnar- lind og brúður við altari og arin. í sálmunum birtast helguistu minningar frá heimili og kirkju, áminning föður og elska Guðs, speki spámanns og snilli skáldis. Það er því ekki út í blé- inn að fylgja leiðsögn Páls postula um að nota þennan aúð. „Sælir eru þeir, sem heyi-a Guðs orð og varðveita það“. Og vart mun Guðs orð bet- ur framreitt til áhrifa og kraftar til ljóss og lífs en í sálmabók þjóðarinnar. Hún er líkt og stafróf trú- ar og trúfræðslu, _ eða tölur stærðfræðinnar. Án hennar engin áhrif frá námi barns og bernskuárum. Við hjartastað í hinztu hvilu er oft lögð lítil bók að síð- U'stu gjöf frá elskaðri hönd. Það er signt og beðið og oftast fylgja nokkur logheit tár þeirri signingu. Þarna hvílir þessi litla bók á heitu tári við bleika hönd, sem ekki hreyfist framar. Og oft er hún görnul og snjáð þessi bók, búin að fylgja lamga ævi í blíðu og stríðu, í gleði og sorg, kærasta bók- in, bezti vinuriiin. Þetta er íslenzik sálmabók, hinn tryggi, ósýnilegi vinur margra, einkum einstæðinga á erfiðri lcið. Þegar leiðin lá frá braut fjöldans út í auðn og einsemd þe.gar engill dauðans virtist bregða húmi yfir allt, þá var hún ein, sem opnaði fyiúr engl um ljóss og vona, líka í sjálf- um dauðanum og gerði jafn- vel heljarhúmið svart — engi1.- bj art. Eðalsteinar eiga ótal blix- fleti, sem alltaf geta ljóma'3 og náð í einhvern geisla, eins þótt dimmt sé, aðeins ef þeir snúa rétt við birtunni kann- ski aðeins frá einni stjörnu á „hyldjúpum næturhimni, hellt um fullum af myrkri." Þannig eru sálmar úr geymd þessa góða vinar. sem sálma- bókin er mörgum, já. öllum, sem eignuðust bann vin í bernsku og æsku. Hvort sem hár þitt enn ber lit æsku og kraftar eða hefur eignast silfurlit ellinnar, verð- ur þessi ósýnilegi vinur þér öllum betri. Árelíus Nielsson. FYRIR rU ■DAGim Köflóltar nankinsbuxur á bðrn og ungiinga FATAVERKSMIÐJAN HEKLA FASTElGNAVAL H* og Ujóðir *tð cftq OmNI l j.uiia i :: s \ inun | r1 liuun 1 XDNÍi 11 0*1 k nHTll 1 4W! Skólavörðustig 8 A II. hæð Sölnsimi 22911. SELJENDUR Látið okkur annast sölu á fast- eignum vðar Aherzla lögð a góða fyrirgreiðslu Vinsamleg ast hafið samband við skrif- stofu vora er þéi ætlið að selja eða kaupa fasteignír. sem ávallt eru fyrir hendi I miklu úrvali hjá okkur. JON ARASON, HDL. Sölumaður fasteigna: Torfi Ásgeirsson. Allar myndatökur hjá okkur, einnig ekta iit- ljósmyndir. Endurnýjum gamlar myndir og stækk- um. Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar Skólavörðust. 30. Sími 11980. (iillJÍffl Styrkárssoiv HÆSTARÉTTARLÖGMAÖUR AUSTURSTRÆTI 6 SlHI H354 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsta Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmíður Bankastræti 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.