Tíminn - 28.05.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1968, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. maí 1968 TIMINN 7 Útgofandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórt: Kristján Benedtktsson. Rttstjónar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Pulltrúi ritstjómar: Tómas Karisson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rltstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar síkrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán. innanlands — í iausasSlu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. „Enginn aðili hefur áhuga á þessu hér“ AJþýðublaðið birti á sjómannadaginn athyglisvert viðtal við Jón Ármann Héðinsson alþingismann um fiskiskip framtíðarinnar. Jón segir frá ýmsum helztu nýmælum, sem orðið haf a í smíði fiskiskipa hjá öðrum þjóðum hin síðari ár. Hann rifjar jafnframt upp þær nýjungar, sem hafa verið gerðar hérlendis síðan 1959, og leiðir sú upprifjun í ljós, að þær hafa verið harla fáar og allar gerðar af áhugasömum einstakl- ingum. Hvergi hefur verið um neina forustu ríkisvalds- ins að ræða á þessu tímabili Meðal annars segir Jón frá kæliútbúnaði, er hann hefur átt þátt í að reyna. Kæliútbúnaður þessi er miðað- ur við að hægt sé að geyma sfld í skipunum í allt að 40 klukkutíma. Um þessa tilraun farast Jóni svo orð: „í mjög stuttu máli má segja, að góð reynsla væri fyrir þessari aðferð við geymslu á mörgum fiskiteg- undum öðrum en síld. Hins vegar taldi ég, að vel væri hugsanlegt að ná árangri með geymslu á síldinni. Úr því verður reynslan að skera. Nú eins og ég sagði áður, stakk síldin okkur af og eru allar vegalengdir í dag miklu meiri en við reiknuðum með í upphafi. Kælingin er því ekld nógu mikil til 3—4 daga geymslu og ekki er þess vegna um niðurstöðu að ræða hjá okkur á þessu stigi. Við þurfum að auka kæliafköstin, en höfum ekki fimm aura í það í dag, en það kostar okkur milli 3—400.000.00 krónur. Enginn aðili hefur áhuga á þessu hér á landi . “ Sem sagt, það strandar á áhugaleysi opinberra aðila, sem eiga að styðja einstaklingana í allri slíkri viðleitni, að umrædd tilraun sé gerð hér. Jón Ármann Héðinsson ætti þó að hafa hæg heimatökin, þar sem hann er þing- maður í flokki sjávarútvegsmálaráðherrans. Ríkisstjórn- in telur sig auðsjáanlega hafa öðrum hnöppum að hneppa en að styðja nýjungar 1 gerð og smíði fiskiskipa. Um það vitnar öll frásögn Jóns Ármanns ótvirætt Beðið eftir erlendri forustu Jón Ármann segir meira um þetta sfldarkælingarmál í áðurnefndri grein sinni. Útlendingar hafa frétt af þessari tilraun hér og eru farnir að prófa hana. Jón segir, að vafalaust muni íslendingar fylgjast með þess- um tilraunum útlendinga. Síðan segir hann: „Það, sem mér fellur aðeins miður, er sú staðreynd, að nú verðum við að bíða eftir að útlendingar leysi fyrir okkur vandamálin, en áður vorum við í farar- broddi með aukna veiðitækni og meðferð á afla." En það er í fleiri efnum en þessu, sem íslendingar bíða nú eftir því, að útlendingar leysi mál, þar sem ís- lendingar höfðu áður forustu. íslendingar höfðu áður meginforustu um útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Nú er beðið eftir útlendingum 1 þeim efnum og sú bið get- ur orðið löng. Og vafalaust styttist hún ekki við það, að erlendis er ríkisstjórnin alveg hætt að minnast á til- kall þjóðarinnar til landgrunnsins, enda þótt hún hafi skýlaus fyrirmæli Alþingis um að vinna að slíkri viður- kenningu. GÍSLI MAGNÚSSON: HVAÐ GERA BÆNDUR? L Atvinnuvegir þjóðarinnar hafa gnldið afhroS að undan- förnu Óblíð náttúruöfl og Sfug snúið stjórnarfar hafa þar lagzt á eitt. Augljóst er, að Iandbún- aðurinn hefur orðið harðast úti. Er ekld annað sýnna, eins og nú horfir, en að bændur verði margir að ganga frá jörðum sín um, sem þeir hafa lagt eigið fé og lánsfé í að rækta og byggja upp — og standa slyppir eftir. Síðustu árin 4—5 hafa verið harðindaár: Síðgróið, grasvöxt ur lélegur og heyfengur því í minnsta lagi; ræktað land skað kalið og dautt víðs vegar um Iand, vetur harðir og gjaffelld- ir, vorin köld. Allt hefur þetta valdið því, að bændur hafa orðið að kaupa æ meiri áburð, æ meiri fóður- vöru, tfl þess að halda bústofni sínum og framleiðslunni í horf- inu. En mikfl framleiðsla hef ur hvergi nærri hrokkið til. Fyrir því hafa hlaðizt á bænd ur skuldir, sem margir þeirra sjá ekki fram úr. „Dugir sum- tun ekki ævin til að greiða hallann af vetrinum", hefur Morgunbl. eftir merkum bónda. Þegar svo sverfur að, sem nú er raunin, væri naumast ósann gjamt að ætlast til þess, að bændastéttin ætti nokkrum skilninigi að mæta af opinberri hálfu. Hversu glöggur og raun hæfur er sá skilningur? n. Frá 1959 hefur verðmæti sauðfjárframleiðslunnar aukizt úr 267.2 mfllj. króna, reiknað með grundvallarverði þess árs, í 952,6 mfllj. króna, miðað við grundvallarverð 1. ian. 1968. Rekstrarlán eru veitt út á sauðfjárframleiðsluna, greidd að hálfu í marzmánuði og siðan 10% mánaðarlega. Árið 1959 námu þessi lán 161 mfllj. kr. Nú nema þau einnig 161 miflj. kr. Með öðrum orðum: Rekstrarlán út á sauðfjárafurðir eru ó- breytt að krónutölu frá 1959 — hafa staðið í stað, enda þótt verðmætis- og magnaukning framleiðslunnar hafi á sama túna ankizt um 685,4 millj. króna- Rekstrarlánin hafa því raunverulega lækkað úr 60% niður í rösk 17%. Er þetta sanngjamt? Sölufélög bænda, samvinnufé lögin, taka búvörana i um- boðssölu. Varan er ekki seld né greidd að fullu fyrr en löngu eftir að bændur létu hana af hendi. Rekstrariánin vora f öndverðu veitt tfl að brúa þetta bil. Þau hafa Iátið það ógert hin síðari árin. Þaraa hefur myndazt opið skarð, sem æ breikkar og stækkar. Þetta er að sjálfsögðu í samræmi við þá yfiriýstu stefnu bankamálaráðherrans, að fækka bændum, sbr. og þau ummæli forstöðumanns Efna- hagsstofnunarinnar, er hann eitt sinn Iét falla f ræðu, að bændum mundi fækka sjálf- krafa að óbreyttri stjóraar- stefnu — sem vel mætti nefna sveltistefnu, eins og hún. horf ir við bændastéttinni. Gísli Magnússon. Þó er ekM nem^ hálfsögð sagan, Á s. 1. ári keyptu bændur fóð urvörn fyrir um 320 millj. króuiSL Vegna lítifla heyja í han‘;t og harðinda í vetur auk ast f óðurvörukaupin stórkost- lega á árinu, sem er að líða. Er áætlaið að þau muni nema 470 —500 miflj. kr., eða 150—180 miflí,. kr. hærri fjárhæð en 1947:., Kemur þar ekki aðeins til rn jög ankið magn, heldur og hin stórfellda gengislækkun. 19157 námu áburðarkaup bænila 244 mfllj. króna. Ætla má, a5 fyrirhuguð áburðarkaup á þ<:ssu ári nemi allt að 360 millji. kr., eða 116 millj. kr. hærti fjárhæð en f fyrra. Hvar eiga bændur að taka það fé? Ríkiistjóminni bárust hvaðan- æva áskoranir um að greiða niður áburðarverð, m. a. frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðarþingi. En allt kemur fyrij: ekki. Ríkisstjórnin bara kros sar sig og kveðst engin aura ráð hafa — þegar bændastéttin á f hlut. Iðf bændur neyðast til að drajja úr áburðarkaupum, er ræfetun og heyafli f húfi. Æ krwppir að, meir og meir. En hvað er um að tala. Er ekki þebta einmitt þa'ð, sem koma skaJl? A.ð því hnfga gfld rök, að rékstrarfjárþörf bænda vegna kjamfóðurkaupa og áburðar verði á þessu ári alls um 830 —S.60 millj. kr., eða 266—296 mSTlj. kr. meiri en 1967. Rekstr arliánin standa hins vegar í staíJ aflar götur frá 1959. m. ÍBændur eru tekiulægsta stétt þjóðfélagsins, að því er Há gstofan hermir. Á því verð- lairsári, sem nú er að líða, ve rða bændur að hlíta úrskurði yfiirdóms, sem brást öllum trún aði, nfddist á þeim opnum aug uni og vann það til að þver- br jóta lög. Engan hef ég heyrt miela þeim úrskurði bót eða halda því fram, að hann væri ré ttur. En honum varð ekki á- fr ýjað. Bændur væntu þess híns vegar margir, að ríkis- stjómin myndi að einhverjn leyti rétta þeirra hlut, svo hraklega, sem þeir höfðu ver- ið leiknir af yfirdómi. Samkv. ákvörðun aukafundar Stéttarsamb. bænda 7. og 8. febrúar s. 1. gekk 5 manna nefnd kosin af fundinum, á- samt með stjórn Stéttarsamb., á fund ríkisstjórnarinnar til þess að bera fram kröfur fund arins f 9 liðum, svo sem marg- kunnugt er orðið. Svar frá ríkisstjóminni barst seint og flla. Og loks, er svarið kom, þ. 23. marz, gaf á að Iíta. Það var stutt og Iag gott: Bændum var hreinlega synjað um alla aðstoð. Stjórn- in neitar að tryggja bændum grundvallarverð. Hún neitar að greiða niður áburðarverð. Hún neitar að verðbæta ull og gær- ur af framleiðslu síðasta veriS- lagsárs. Á aðra kröfuliði er ekki minnzt, bændur þar ekki virtir svars, nema hvað stiórn in segir það vera „í athugun hvort unnt sé að auka rekstrar lán tfl bænda til að auðvelda þeim áburðaritaup á næsta vori.“ Við það situr. IV. Þegar ríkisstjórnin brást, sneru fulltrúar bænda sér til þingflokkanna með ósk um fyr irgreiðslu á Alþingi. Að óreyndu mátti ætla, að þeir fáu þingmenn Sjálfstæðisflokks ins, sem telja sig sérstaklega vera fulltrúa bænda, mundu fúsir til fyrirgreiðslu. Það gat ráðið úrslitum. En manndóm- inn brast, er á hólminn kom. Og svo var íhaldsprestur lát- inn koma f útvarpið og vitna með hjartnæmum orðum um opinn kærleiksfaðm og ótelj andi góðverk Sjálfstæðisflokks- ins — og fara frjálslega með sannlcikann. Þetta er fyrirgreiðsla Sjálf stæðisflokksins við bændur. Aðalfundur Búnaðarsamb. Suðurlands, haldinn 8. april s. 1., skorar „á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða afstöðu sína gagnvart bændastéttinni ÁÐUR EN ALGERT EFNA- HAGSHRUN FJÖLDA BÆNDA ER SKOLLIÐ Á« (Auðk. hér). Þannig lítur fundurinn á ástandið í beztu landbúnaðar- sveitum á fslandi. Hversu mundi þá vera ástatt f öðr- um og lakari sveitum? Útgerðarmenn binda skipin við bryggju um hver áramót — og Ieysa þau ekki fyrr en þeir fá kröfum sínum fram- 'gengt. Frystihúsin loka — og opna ekki aftur fyrr en þau hafa fengið þá fyrirgreiðslu hjá rfk isvaldinu, sem þau telja sig geta unað við. Verkamenn gera verkfafl — og hefia ekki vinnu fyrr en undan er látið og orðið við kröfum þeirra. Hvað gera bændur — tekju- lægsta stét þjóðfélagsins? ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.