Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 16
RÆTT VIÐ ÞRJÁ AF FYRSTU STÚDENTUM KENNARASKÓLANS „Okkur eru allir vegir færir'' Fyrstu vorblómin sprungu seint út í ár, en fyrstu stúdentarnir voru hins vegar á ferðinni talsvert fyrr, en vant er. Þetta voru fyrstu stúdentarnir, sem Kennara- skélinn hefur útskrifað, 26 manna fríður hópur, sem þolað hefur saman súrt og sætt í 5 ár, en tvístrast nú, eins og aðrir stúdentahópar. Sumir fara þegar út í at- atvinnulífið, aðrir hyggja á frekara nám hérlendis, og enn aðrir halda út í heim til framhaldsnáms. — Sumir kalla okkur nú gervistúdenta, sagði einn úr hópnum í stuttu viðtali við blaðamann Tímans. — Það er kannski eðlilegt, að þeir geri það, því að við höfum ekki lært frönsku, eins og aðrir stúdentar, og sumir hafa heldur ekki lært latínu. Við tökum þetta hins vegar ekkert nærri okkur, og björninn er unninn, þar sem við öðlumst sömu réttindi og aðrir stúdentar, þ.e. rétt til setu í háskólum. Það hefur jafnan vakið nokk urn úlfaþyt, þegar skólar hafa öðlazt réttindi til að útskrifa stúdenta. Ýmsir voru þvi and- vígir að gagnfræðaskólinn á Akureyri fengi þessi réttindi, eins var að með Laugarvatns skólann, og eigi vakti þið lít inn úlfa'þyt, þegar Verzlunar- skólinn fékk réttindi til að útskrifa stúdenta. Þó hefur ekkert borið á þvi að stúdentar úr þessum skólum hafi staðið sig verr á hinni þröngji og þyrnum stráðu menntabraut heldur en stúdent ar úr hinu gamla menntasetri við Lapkjargötu, arftaka Bessa- staðaskóla. Og þar sem stúdents talan hjá okkur íslendingum er yfirleitt lægri, heldur en gerist meðal nágrannaþjóða vorra, ætti það að vera öllu hugsandi fólki gleðiefni, að fleiri mennta stofnunum gefist kostur á að veita nemendum sínum rétt til setu í háskólum. Okkur eru allar leiðir færar — í raun réttri erum við, stúdentarnir frá Kennaraskól anum betur sett, heldur en aðr ir stúdentar segir Páll Ingvars son. Við höfum alla möguleika opna. Við getum setzt í háskóla farið utan á kennaraháskóla, farið strax að kenna, eða stundað nám með kennslu. Stúdentar úr menntaskólum hafa yfirleitt aðeins fyrstu leið ina færa, þeir geta að vísu öðl ast kennararéttindi með því að setjast í stúdentadeild kenn araskólans, en ég hef alltaf haldið það leiðinlegt að eyða einu eða tveimur árum eftir stúdentspróf í kennaranám. Ég er Hka viss um, að stúdentar nenna síður að hafa fyrir því, að ná í kennararéttindi, held ur en kennarar að nú stúdents réttindunum. — Var ekki aðsókn í mennta deildina hjá ykkur takmörkuð? — Jú, það var miðað við 1. einkunn á Kennaraprófi, og nýútskrifaðir kennarar voru látnir ganga fyrir. Það voru samt nokkrir í bekknum, sem lokið höfðu prófi áður. — Nú gæti maður ímyndað sér að það væri hyggilegra fyr ir kennara að fá einhverja starfsreynslu, áður en lengra væri haldið? — Það er nú upp og ofan. Ef fólk fer út í kennslu strax, vill brenna við, að það hafi sig ekki í menntadeildina síðar. Aðrir kjósa samt að fá ein- hverja starísreynslu fyrst. — Nú er það þannig að minnsta kosti í Danmörku, að þeir, sem hug hafa á kennslu starfi, verða að ijúka stúdents prófi, og seljast síðan í Kenn araskóla, en hér er þveröfug leið farin. Hvora telur þú heppi legri? — Ég er nú ekki nógu kunn ugur fyrirkomulaginu í Dan- mörku til að getg lagt nokkurn dóm á það, en þetta þekkist víðar en þar í landi. En það verður að taka tillit til þess, að stúdenlsaldurinn í þessum löndum er talsvert lægri en hér, svo að það væri nokkuð hæpið, held ég, að skylda nem endur til að ijúka menntaskóla til að fá rétt til setu í kenn araskóla. Á hinn bóginn var það heldur ekki rétt að úti- loka almenna kennara frá frek- ari menntun, eins og var, áður en mennatdeildin kom til sög- unnar, Hann gat að vísu farið í kennaraháskóla, en síðan ekki söguna mcir. Nú getum við vent okkar kvæði i kross, og það er ekki svo lítils virði, m. a. ef það skyldi koma á dag inn, að við hefðum enga hæfi- leika til að kenna. Ég tel að hárrétt spor hafi verið stigið með stofnun þessarar nýju deildar við Kennaraskóla fs- iands, og það er hún, sem hefur gert það að verkum, hversu mjög aðsókn að skólanum hef- ur aukizt. — Og að lokum, Páll, hvað tekur nú við hjá þér að þess- um merka áfanga loknum? — Ég hef ekki alveg ákveðið það. Mér eru margar leiðir opn ar, og eftir nákvæma yfirveg un tek ég ákvörðun um það hverja ég fer. Páll Ingvarsson Dúx í skóla — fúx í lífi — Ég ætla að fara í háskól ann, en ekki strax, — segir Sigrún Aðalsteinsdóttir, kank- vísleg stúdína úr Skerjafirðin um. — Nú fer ég að vinna fyrir mér, og lifa lífinu. Maður get ur nefnilega verið dúx í skól anum og fúx í lífinu, og það iíkar mér ekki. — Vakti það fyrir þér upp- haflega að fara í þessa deild? — Já, strax og ég iieyrði um hana, afréð ég að halda áfram svo framarlega sem ég næði framhaldseinkunn á kennara- prófi. Þetta gefur svo miklu meiri möguleika, og þótt ég ætli ekki að nota mér þá strax, er alltént betra að hugsa um framtíðina, og mér fannst ekki rétt að sleppa þessu tæki færi. — Finnst þér hafa borið á tortryggni í garð þessarar nýju menntadeildar? — Ekki beinlínis tortryggni, en ef til vili vantrú, vantrú, sem ekki er á rökum reyst. Mér er óhætt að fullyrða, að við höfum hlotið mjög góðan und irbúning undir prófin og alveg sambærilegan við það, sem mcnntaskólanemar fá. Við höfum að vísu ekk; eins mikla málakunnáltu og máládeildar- fólk, né heldur raunvísinda- og stærðræðikunnáttu á borð við' stærðfræðideildarstúdenta. En það hefur vcrið leitazt við að fara milli veginn, og brúa bilið á milli þessara dgilda. Þá höf um við talsverða kunnáttu í uppeldis og sálarfræði, sem ég tel ekki minna virði en mála og stærðfræðikunnáttu, — Var þetta ekki býsna erf iður velur hjá ykkur? — Jú, það var nokkuð mikið að gera, og við tókum þetta Sigrún Aðalsteinsdóttir yfirleitt mjög alvarlega, eins og tímamótafólk almennt ger ir. Það setti sVona sérstakan keppnisanda í okkur, að við vorum fyrstu slúdentsefnin frá Kennaraskólanum, og vildum standa okkur og sýna að Kenn- araskólinn væri þess megnugur að útskrifa góða stúdenta. — Og er ekki voða gaman að vera orðin stúdent? — Jú, víst er það, en mér fannst skemmtilegra, þegar ég lauk kennaraprófi. Einihvern veginn fannst mér það meiri áfangi. I Eins og barn ur moourkviði Að lokum ræðum við við dúxinn á stúdentsprófi Kenn araskólans, Guðfinn Sigurfinns- son, og byrjum með því að spyrja hann, á hvaða hátt hann hyggist hagnýta sér stúdents prófið. — Ég hef afráðið, að leggja stund á læknisfrœði við Há- skóla íslands. Ég hef lengi haft hug á því, en á tímabili var víst tali ðvafasamt að veita Kennaraskólastúdentum rétt- indi til náms í læknadeild, en sem betur fór var það þó gert? — Hvers vegna fórstu kenn araskóla- en ekki menntaskóla veginn? — Ég var mjög óákveðinn eftir landspróf og hafði ein- hvern veginn ekki mikla trú á mér sem námsmanni. Én þeg ar ég sótti um skólavist í Kenn araskólanum, var búið að ákveða, að skólinn útskrifaði stúdenta ekki síðar en 1968, svo að ég eygði þennan mögu leika. — Og hefur þér ekki likað vistin í Kennaraskólanum vel? — Jú, prýðilega. Kennara- Guðfinnur Sigurfinnsson skólinn er um margt mjög merkur skóli, og bæði skÆto- stjóri og kennarar gera sér far um að tileinka skólanwm ýmsar nýjungar í kennsluibáitt um. m. a. hefur verið tekið upp valfrelsi milli greina, og fleira mætti nefna. Maður hefur að vísu oft verið reiður út í skóla stjórann og reiður út í kennar ana, en samt sem áður viður- kenni ég það fyllilega, að þetta em miklir ágætismenn, og skól inn er fyrir margra hluta sakir athyglisverður og á áreiðanlega mikla framtíð fyrir sér, ef haldið verður áfram á réttri braut. — Ekki höfðuð þið valfrelsi síðasta veturinn? — Nei, það, var nú verr og miður- Ég er nú þeirrar skoð |, unar að eftir því sem lengra dregur á námsbrautinni, þeim mun meira valfrelsi eigi maður að hafa. Síðasta veturinn er fól'k yfirleitt búið að ákveða, hvað það ætlar sér að leggja stund á, og á því, að mér finnst heimtingu á að læra það, sem að rnestu gagni mun koma í framtíðinni. En það virðast ekki allir á sömu skoðun, og val- frelsi var ekkert þennan síð asta vetur. — Svo að þú ert ekkert yfir þig ánægður með þennan vetur? — Nei, ég tók þetta eins og hvert annað skítverk, sem mað ur þarf að inna af hendi til að öðlast annað og meira. Nú þegar þetta er búið horfir mað ur þó með söknuði til þessara liðnu ára áhyggjuleysisins. Ein hvern tímann heyrði ég sagt, að það værj jafnmikil breyt- ing að koma út menntaskóla í háskóla, og fyrir barn að koma úr móðurkviði inn í hinn stóra heim, svo að umskiptin hljóta að vera mikil. gþe.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.