Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 1
ASalskrifstofa stuSningsmanna Kristjáns Eldjárns er í Bankastræti 6. Sími 83800- |m.:-' ’ J§| ; Ldl/ W v W ||Éjfi|g mfr* Jt wmmg. \ j r . Dans stigrnn í Lsekjargötu. Sungið og dansað á veglegrð þjóðhátíð Dr. Bjarni Benediktsson og forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson viS styttu Jóns Sigurðssonar, GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veður á þjóðhátíðardaginn fóru hátíðahöldin yfirleitt fram með miklum ágætum hvarvctna á land jnu. Blaðið hafði í dag samband við lögrelguna í Reykjavík, Hafn- arfirði, Akureyri ng á ísafirði. og var ekki annað á henni að heyra hátíðagestir hefðu yfirleitt komið fram af mikilli prúð- mennsku. Þó kvartaði iögreglan í Reykjavík nokkuð yfir ölvun ung menna, og verður skýrt frá því síðar í þessarl frétt. Víðast hvar hófst hátíðin fyrir hádegi, og í Reykjavik hófust þau kl. 10.00 með því að kirkjuklukk- um í Reykjavík var samhringt, en því næst iagði frú Auður Auð- uns, íorseti borgarstjórnar blóm sveig frá Reykvíkingum á leiði Jáns Sigurðssonar. Kl. 10.45 hófst göðsþjónusta í Dómkirkjunni, en kl. 11.25 iagði forseti islands, herra Ásgeir Ásgeirsson blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Var þetta í síðasta sinn, er hann framkvætndi þessa virðulegu at höfm. í Reykjavik var dumbungsveð- ur og skúraleiðingar, en ekki virtist það spilla hátíðargleði hinna fjölmörgu gesta í Laugar- dal. Mannhafið var har gífurlegt. og nýstúdentar með hvíta kolla settu sinn svip a háíðahöldin. Dagskráin var mjög fjölibreytt hófst kl. 13.50 er skrúðgöngur höfðu sameinast á vellinum, á- vörp voru flutt og síðam kom Brynja Benediktsdóttir leikkona fram í gervi fjallkonunnar og flutti íslands farsældar frón eftír Jónas Hallgrímsson, þá var leik fimisýning, söngur og lúðrablást- ur stakk sér á eftir einum þeirra, ur. Barnaskemimtun nófst við í- en hann virtist e^ki vera á því þrótta- og sýningarhölliina kl. að láta draga sig upp. heldur 14,50, en kl. 16 var fluttur leik- Framhald a bls. 15 þáttur, Vonarstund, eftir Gunnar M. Magnúss. Því miður tókst flutningurinn ekki sem skyldi og því olli bilun á hátalara. Það atriði á dagskránni, sem einma mesta athygli vakti, var fallhlífastökksýning félaga ir Flugbjörgunarsveitinni, en yfir leitt þótti dagskráin takast prýði- lega, svo sem að framan greinir. Um kvöldið var stiginn dans í miðbænum. Hljómsveitir léku á þremut' stöðum. og ungir sem gamlir fengu sér snúming. Þegar líða tók á kvöldið batnaði veðrið j miög, og er leið að lokum hiá-1 tíðardagskrárinnar var orðið still’. j og íagurt veður og bærinn bað- í aði í geislum kvöldsólarinnar, Að sögn íögreglunnar í Reykja; vík mun sjaldan hafa verið eins miki.ll rnannfjöldi samam kominn á götum borgarinnar að kvöldi 17, júní, og veittist ýmsum erfitt. að komast leiðar sinnar í þessu | geysilega mannhafi. Yfirleitt virt ist1 allt vera slétt og fellt a.m.k á yfirborðinu, en lögreglan komst í tæri við marga ölvaða unglinga. Það bar mjög mikið á ölvun og fíflalátum við Vesturver — sagði Björn Kristjánssom varð- stjóri : stuttu viðtali við Tímann, — og einkum voru það ungling- ar. —- Svo rammt kvað að, að börn á aldrinum 12 ára voru und- ir áhrifum l.aetin stóðu fram und ir morgun, og alls fluttum við 3ð manns inn í Sáðumúla. 3 memn lentu í Höfninni, og ; gátum við vjð illan leik komið Brynja Benediktsdóttir í gervi fjall þeim í land aftur. Lögreglumað- konunnar. ENN ER KLAKI AÐ FARA ÚR VEGUM! KJ-Reykjavik, þriðjudag. Segja má að nú séu allir að- alvegir á landinu orðnir fær- ir. en klaki er enn að fara úr vegum vífta, og þeir aðeins jeppafærir sem stendur. Ailir fjallavegir, sem afteins eru opnir á sumrin, eru aft sjálf- sögðu enn lokaftir, og verftur varla farið aft lagfæra þá fyrr én um mánaðamótin og suma ekki fyrr en um miðjan júli. Vegir á Suðurlandi eru víð- ast hvar góðir, þó að hvönf séu á stöku stað, og sömu sögu er að segja um leiðina Reykja- viik—Akureyri, að þar eru veg ir sæmilegir, en smáhvöri þó sumssitáðar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisims þá er Þing- mannaheiðj jeppafær. en fer Ört batnandd. og er það eini verulegi farartálminn á leið inni frá Reykj avíik vestur til ísafjarðar. Þorskafjarðar- heiði er ennþá lokuð vegha aurbleytu og sömu sögu er að segja um sumarvegina ytfir Steinadalsheiði og Tröllatungu heiði. Möðrudalsöræfi eru fær, og er því fænt frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og suður til Hornafjarðar, og þaðan vestur í Öræfi fyrir þá bila sem kom- ast þangað á annað borð. Rétt er í því samibandi að taka það fram að þó að brú sé komin á Jttkulsá á Breiðamerkursandi þá er ekki þar með sagt, að . fært sé öllum bílum í Önætfin, þvd mörg og oft erfið vatns- Framhald á bls. 14. Ray ákærður fyrir morðið á King NTB-London, þriðjudag. ! James Eral Ray, meintur bana- I maður blökkumannaleiðtogans bandaríska, Martin Luther King, var í dag leiddur fyrir rétt í Bow street í London, en eins og kunn- ugt er er Ray nú strangiega gætt í brezku fangelsi, ákærður um að hafa komizt á ólöglegu vegabréfi inn í Bretland og hafa auk þess borið á sér vopn. Ray var í dag formlega ákærð- ur af amerískri hálfu um morðið á King og auk þess var lögð fyrir réttinn krafa frá bandarískum yfir völdum um að Ray yrði framseld- ur þeim og fluttur til Bandaríkj- anna. Ray var fyrir réttinum í tíu mín útur og varðist allra orða sem fyrr. Mjög strangur öryggisvörður var um Ray meðan á réttarhöldunum stóð og fylgdu honum milli réttar salarins og fangelsisins ekki færri en þrjár stórar lögreglubifreiðir, fullar af lögreglumönnum. Við dyr réttarsalarins var leitað á frétta- mönnum og öðrum þeim, sem fylgdust með réttarhaldinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.