Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. júní 1968. TÍMINN Gino Meneghetti er annál- aður kattaþjófur. Á ár-unum milli 1920 og 1930 hafði hanm einhverja óstöðvandi löngun til þess að stela köttum. Síð- an lagði hann þessa iðju nið- ur og ekki hefur orðið vart við það undanfarið, að hann stæli nokkrum köttum, em nú hefur hann hafið þessa iðju aftur. Hann brauzt inn um bað herbergisglugga í Sao Paulo. datt ofan í baðkerið og vakti köttinn, sem hann ætlaði að stela.' Lögreglan tók hann fast an og sendi hann heim með þeáirri ámiinningu, að hann vœri alltof gamall til þess að vera að brjótast inn í hús. Hann er níræður * Þegar landsleikurinn Skot- l'and Bngiand var háður, fór vestur-þýzka útvarpið fram á það, að fá að senda lýsimgu í útvarpinu beint frá leikn- um. Leyfið var auðfengið, en Skotarnir fóru fram á þúsund krónur fyrir leyfið. Var þetta í fyrsta sinn, sem farið /ar fram á slikt og ákvað þýzka útvarpið að hætta við útsend- inguna. ★ Höfundur lagsins Black Sun day hefur framið sjálfsmorð. Rezsoe Seress var sextíu og níu ára, þegar hann framdi sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga á húsi sínu í Búdapest. Það var á árunum milli nítján hundruð og þrjátíu og fjörutíu, sem hann samdi lag- ið Blaok Sunday, sem fjallaði um vonlausa ást, og síðarn hef- ur hann lifað af tekjiunum af þe9su eina lagi. Á meðan Blark Sunday naut hvað rnestra vinsælda, var sagt, að tugir sjálfsmiorða áttu rætur sínar að rekja til lagsins. ★ Franskir vísindamenn vinna nú að því að gera rafeinda heila, sem getur þýtt úr rússn esku yfir á frönsku. í ágúst síðastliðinn var hei.linn svo vel á veg kominn, að hann gat þýtt léttar setningar og ftafa vísindamenn unndð að því síð an áð auka orðaforða hans og málfræðilþekkingu, og er búizt við, að hann verði fuligerður innan skamms. Jaequeline Kennedy og tvö böm hennar komu fyrir skemmstu í Arlington kirkju- * Einkenin'Megt atvök átti sér stað i Mundhen, þar sem ver- ið er að undirbúa Ólympdu- leikana, sem verða haldnir þar 1972. Rétt fyrir utan bæinn hefur verið valið mikið land- svæði, þar sem leikarnir skulu haldnir. Hluti þessa svœðis er í eigu rikisins, og margir eig- endur haf a sýnt velvMd og ver- ið Msir til þess áð selja jar'ð- eign sína, aMir nema einn maður. Híann heldur því fram, að landsvæði hans sé heilagt land og hefur byggt þar litla timburkirkju og fæst ekki til þess að hreyfla sig svo mikið sem um eina tommu fyrir nokkuð svo veraldlegt sem Ól- ympíuleiki. Hann skiptir það ekki nokkru máli, að ríkið á meini hlutann af landinu þarna, í hans augum á drqtt inn altt. Skipuleggjendur Ól- ympíuleikanna hafa hvað etftir annað komi'ð til hans. Honum garð til þess að biðjast fyrir við leiði Jöhns F. Kennedy. Á- samt þeim voru Padziwill prins, hefur verið boðið annað land o,g honum hafa verið boðnir peningar, en honum verður ekki haggað. Hvað verður, er ekki gott að segja, en honum hefur þegar tekizt að tefja tals vert fyrir fram'kvæmdum í sam bandi við Ólympíuleikana. ★ Heilbrigðisyfirvöld á Filipps eyjum gengust nýlega fyrir bólusetningu gegn stífkrampa. Sá fyrsti, sem var í biðröð- inni, þegar bólusetningin hóflst, var hundrað og fjögurra ára gamail maður. ★ I fyrsta sinn i sögunni hef- ur kona ávarpað þing biskupa á ítaMu. Það var Signora Fitia Sassudelli, forseti kaþólska kveniniasambandsinis, sem það gerði og ávarpaði hún þar þrjú þúsund biskupa. mágur Jacqueline og systir hennar Lee. * Rolls Royce bifreið frá nítj- án hundruð og fjórtán var fyr- ir nokkru síðan seld á upp- boði i Frakklandi. Bifreiðin var í fullkomnu ástandi, meira áð segja hafði hún aldrei ver- ið máluð. Bifreiðin, sam var sex sílindra og fjörutáu hest- aifila og ein af kraftmestu bif- reðum síns tínra, var seld á sextíu og þrjú þúsund franka. ★ Nikki Simon er ung súlka frá Oxfiord. Fyrir nokkru sið- an setti hún heimsmet i vél- ritun. Metið var sett í verzl- unarglugga í Oxford, þar sem Nikki sat í sextíu og tvo klukkutíma og þrjátíu og eina mínútu og hamraði á ritvél. Var það nákvæmlega hálftíma lengur en síðasta heimsmet í þessari grein, er svo má segja, en það met setti stúlka frá Nýja Sjálandi fyrir fjórum árum. Bandaríska leikkonan Faye Dunaway, sem vakti heimsat- hygli, þegar liún var valin ein af tólf bezt klæddu konum heims og fyrir leik sinn í kvik myndinni Bonny og Clyde, er um þessar mundir að leika í kvikmynd á Ítalíu undir stjórn hins fræ.ga ítalska kvikmynda- stjóra, Vittorio de Sica. Ásamt henni leikur ítalska kvenna- gullið Marcvello Mastroianni í myndinni, sem fjaMar um bandaríska konu, sem flýr til Ítalíu til þess að eyða síðustu ævidögum sínum þar. Myndin nefnist A Place fór Lovers. _ 5 Þjóðhátíðin í Reykjavík Þjóðhátíðin í Reykjavík fór vel fram, þrátt fyrir sudda- rigningu framan af degi. Um kvöldið var komið hið fegursta veður og skartaði flóinn sínu fegursta. Vel mæltist fyrir hjá yngri kynslóðinni að dans var nú tekinn upp að nýju á götum höfuðborgarinnar. Talsverð ölvun var í borginni og varð liún áberandi að loknum hátíða höldunum. Hátíðahöldin sjálf fóru þó hið bezta fram. Nú var öll hátíðadagskráin í Laug ardalnum um miðjan daginn. Er það rétt ráðið. Skynsam- legra hefði verið að láta alla dagskrána fara fram á Laugar dalsvellinum. Þá hefði fólk komizt hjá að vera á sífelldri göngu með börn sín í svaðinu á leið frá leikvanginum að íþróttahöllinni og þaðan að sundlaugunum. Löngu áður en barnaskemmtun var lokið við íþróttahúsið var fullskipað í stúku sundlaugarinnar og kom- ust miklu færri en vildu í stúk una til að fylgjast með dag- skránni um Fjölnismenn, sem sennilega hefur verið það bezta er til hátíðabrigða var þennan dag. Barnaskemmtunin var óneitanlega þunn í roðinu. Hefði ekki verið betra að láta alla dagskrána fara fram á palli á sjálfum leikvanginum? Þá hefðu fleiri notið þess sem til skemmtunar var og menn komizt hjá að vaða aurinn? Þjóðhátíðanefnd ætti að taka það til yfirvegunar. Morðið á Kennedy Skutull á ísafirði segir svo um morðið á Robert Kennedy: „Morð Roberts Kennedys hef ur vakið hrylling og sorg, engu síður en morðið á bróður hans fyrir fáum árum, og morðið á Dr. Martin Luther King fyrir skömmu. Þessir þrír menn börðust einarðlega fyrir af- námi kynþáttamisréttis, jöfn- un lífskjara og friði í heimin- um, og allir féllu fyrir byssu- kúlum launmorðingja. Óneit- anlega vekja slíkir atburðir ugg manna um það, að á bak við ódæðisverkin standi þjóð- félagsöfl, sem séu andsnúin stefnu þremenninganna, og vilji fyrir hvern mun viðhalda kynþáttamisrétti, fátækt og ófriði. Að þagga niður í andstæðingum sínum Slík öfl hljóta allir frjáls- lyndir menn að fordæma, hvort sem þau fyrirfinnast í Banda- ríkjunum eða annars staðar í lýðræðisríkjum, og því miður er það allt of viða i heimin- um, sem beitt er hrottalegum aðferðum til þess að þagga niður í andstæðingum, og gera þá áhrifalausa. Mest er þó um slíkar aðfarir í einræðisríkj- um. í mörgum löndum þar sem kommúnistar ráða, hefur lög- reglu- og dómsvaldi, og jafnvel hervaldi, löngum verið beitt til þess að berja á andstæð- ingmn, lífláta þá eða fangelsa eftir atvikum, ekki bara einn og einn, heldur svo hundruð- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.