Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 1
MMBUBLJM Boðberi nýrra tima 78. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1<?<?0 LUuBKUÍ! Talsvert meira hefur verið flutt út af ísuðum fiski en leyfi hefur verið veitt til. Hjá Aflamiðlun segja menn að lög hafi verið þverbrotin og hafa leitað eftir sam- starfi við tollayfirvöld til að reyna að tryggja að farið verði að lögum. Magnið sem flutt hefur verið út umfram leyfi er á annað þúsund tonn. DbKKLAn! Nemandi í einum af skólum Reykjavíkur hef- ur veikst af berklum. Frá þessu var greint í sjónvarpsfrétt- um í gærkveldi. Þrír aðrir nemendur sama skóla greindust jákvæðir við skoðun. Smitberinn hefur ekki enn fundist þrátt fyrir ítarlega leit. MEIRIHLUTAÞREIFINGAR: út um aiit íand eru ný- kjörnir sveitarstjórnarmenn nú að reynaað koma sér sam- an um meirihlutamyndun. Nokkur spenna ríkir um meiri- hlutamyndun í Kópavogi þar sem framsóknarmaðurinn í bæjarstjórn hefuroddaaðstöðu. Svipuð staða er í Keflavík. Á Akranesi eru taldar líkur til að Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur myndi meirihluta saman. Á lsafirði eru hafnar Viðræður D og í lista. Á Eskifirði þykir líklegt að Framsóknarmenn myndi meirihluta með öðrum hvorum A-flokkanna. í Borgarnesi eríi viðræðiir í gangi milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. SJONVARPSFRETTIR: Sjóvarpsfréttirnar verða að líkindum kyrrar á sínum stað, kl 20 á kvöldin. Sjónvarpið fékk Galliip á íslandi til að kanna viðhorf landsmanna til hugsanlegs flutnings á fréttatímanum og voru niðurstöð- urnar birtar í sjónvarpsfréttum í gærkveldi. Yfir 80% vildu hafa fréttirnar kyrrar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ: Framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins kemur saman til fundar í dag til að ræöa stöðu flokksins eftir kosningarnar um helgina. Alþýðu- bandalagið tapaði allvíða nokkru fylgi og missti m.a. for- ystuhlutverkið sem flokkurinn hefur lengi haft í minnihlut- anum í borgarstjóm Reykjavíkur. Fyrirfram hafði verið bú- ist við fylgistapi flokksins og jafnvel reiknað með að það yrði" mun meira en raun varð á. Þannig hélt t.d. Alþýðu- bandalagið meirihluta sínum í Neskaupstað nokkuð ör- ugglega. Engii að síður má búast við að hörð hríð verði gerð að formanninum, Olafi Ragnari Grímssyni og að undanförnu hafa ýmsir haft á orði að rétt væri að kalla saman landsfund í haust beinlínis til að setja hann af. ENDURTALNING: Atkvæði voru í gær talin aftur á Húsavík að ósk Alþýðubandalags sem tapaði þar manni mjög naumjega. Endurtalningin leiddi þó ekki til neinna breytinga. í Vestmannaeyjum verður trúlega talið aftur síðar í vikunni. Framsóknarmenn hafa farið fram á endur- talningu en þeir misstu mann sinn í bæjarstjórn með að- eins sex atkvæða mun. LEIÐARINN Í DAG Úrslit sveitarstjómaYkosninganna er til umfjöll- unar í leiöara Alþýðublaðsins í dag. Blaðið er þeirrar skoðunar að úrslit kosninganna hafi styrkt stöðu Alþýðuflokksins og jafnaðar- manna um land allt. Stórsigur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði gerir það að verkum að horft er til bæjarins sem líkans að því samfélagi jöfnuðar, réttlætis og velferðar sem íslenskir jafnaðar- menn vilja byggja uþp um land allt. Landsbyggðin kaus öðruvísi Eitt af því sem kemur á óvart í úrslitum kosninganna er að talsverður munur er á útkom- unni eftir landshlutum. Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur á suð- vestanlands en úti á landi kaus fólk öðruvísi. Hver er þessi Sigurjón? Nærmynd af Sigurjóni Sig- hvatssyni kvikmyndaframleið- anda í Kalíforníu. Hann erfram- leiðandi myndarinnar sem fékk gullpálmann í Cannes í fyrri viku. Mesta kjarabót síðari tíma Þær breytingar á húsnæðis- lánakerfinu sem nú eru að taka gildi hafa miklar breytingar á högum fólks íför með sér. Sæ- mundur Guðvinsson kallar þær mestu kjarabót síðari tíma, þegar hann skyggnist bak við fréttimar. 1 ¦Yr' HIW.- ** Bæjarf ulltrúar Alþýðuflokksins i Hafnarfiröi sigri hrósandi. Frá vinstri: Guðmundur Árni Stefánsson, Ámi Hjörleifsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Tryggvi Harðarson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Ingvar Viktorsson. Hafnarfjörður: Stórsigur! Alþýduflokkurinn meö hreinan meirihluta „Þetta er glæsilegasti kosningasigur Aþýðu- flokksins í Hafnarfirði í 40 ár. Við Alþýðuflokksmenn höfum ekki náð hreinum meirihluta hér í Hafnar- firði frá árinu 1950 og er- um að vonum glöð að hafa endurheimt hann. Þessi sigur okkar hér byggist á sterkri málefnalegri stöðu flokksins og bæjarbúar hafa greinilega kunnað að meta það sem við höfum verið að gera sl. fjögur ár. Okkar fólk hefur unnið saman sem ein órofa heild og þeir eru ófáir sem eiga þátt í þessum glæsilega sigri okkar," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Hafnfirðinga eftir stórsigur Alþýðu- flokksins þar í kosningun- um á laugardaginn. Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firöi fékk Um 48% greiddra atkvæða í bæjarstjórnarkosn- ingiinum á laugardaginn. Hann fékk kjörna 6 fulltrúa í bæjarstjórn og þar með hreinan meirihluta. Sjálf- stæðisflokkurinn hélt sínum fjórum fulltrúum og sama ér að segja um Alþýðubanda- lagið sem hélt sínum eina fulltrúa. Frjálst framboð, klofningsframboð út úr Sjálf- stæðisflokknum fyrir fjórum árum, bauð ekki fram og vann Alþýðuflokkurinn það sæti. Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði vann fyrst hreinan meiri- hltita í Hafnarfirði árið 1926 og hélt honum samfellt til árs- ins 1962, að visu með stuðn- ingi Alþýðubandalagsins (Só- síalistaflokksins) síðustii tvö kjörtímabilin. Árið 1966 klófnaði Alþýðuflokkurinn með framboði Oháðra borg- ara en það átti tvo til þrjá bæj- arfulltrúa í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar allt til ársins 1986 er þeir náðu ekki bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn vann þá þrjá bæjarfulltrúa, fékk fimm og myndaði meirihluta með fulltrúa Alþýðubandalagsins. Það var síðast fyrir 40 árum að Alþýðuflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Sigurinn verður ekki tax-hee! Tungumálaerfiðleikar urðu ungu knattspyrnu- mönnunum frá Albaníu að fótakefli á Heath- row-flugvelli í gærdag. Reuter-fréttastofan hafði það eftir lögreglunni í London að hinir ungu og fótlipru Albanir hefðu misskilið skilti þar sem á stóð: „TAX FREE SHOP". Þeir skildu orðið ,,free" og töldii að þarna mætti taka sér muni að vild, — ókéýpis. Það gerðu hinir ungu leikmenn Albana líka svo um munaði, tóku í sjálfsafgreiðslu muni að upphæð nálægt 200 þús- und krónum íslenskum. Þeir í Tax Free voru ekki aldeilis á því að gefa eitt eða neitt, — en til í að selja ódýrt. Náðu þeir í fulltrúa hinnar virðulegu stofnunar, Scotland Yard, og tóku þeir til yfir- heyrslu 30 félaga úr lið- inu. Ensku Bobbíarnir eru menn skilningsríkir, eink- anlega þegar um er að ræða knattspyrnumenn. Náðu þeir um síðir í al- banskan túlk, og að því loknu voru sakir upp gefnar og liðsmenn Al- baníu fóru undir leiðsögn lögreglumanna iim borð í hina ágætu Flugleiðavél sem beið þeirra. Höföu allir horfnir munir þá komiö fram, — auk við- unandi skýringar. Annað kvöld er svo leikur íslands og Albaníu í Evrópukeppni landsliða. íslendingar vonast eftir sigri — það verður ekkert gefið eftir — ekkert tax- free þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.