Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 29. mai 1990 Ólína Þorvaröar- dóttir um úrslitin: Byrjunin Mar góðu „Þetta voru ágæt úrslit og ég tel ad við höfum náð góðum árangri miðað við yfirburðastöðu Sjálfstæð- isflokksins í fjölmiðlum og áróðri almennt. Sá flokkur fékk raunar einum full- trúa of mikið því lýðræð- inu stafar hætta af þessum sterka meirihluta,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir oddviti Nýs vettvangs er Alþýðublaðið spurði hana álits á kosningaúrslitun- um. Olína sagði ennfremur að boðskapur Nýs vettvangs um að fólk með ólíkar skoðanir á landsmálapólitík gæti sam- einast um hagsmunamál borgarinnar hefði komist til skila með því að 15% kjós- enda heföi Ijáð þessu fram- boði atkvæði sitt. Flokkslínur hefðu riðlast og væri það af hinu góða þegar tækist að fá fólk úr hinum ýmsu flokkum tii að taka hiindum saman um stefnu og áherslur í málefn- um borgarinnar. Þarna hefði ekki verið um að ræða þá spurningu að halda inni full- trúum einhverra flokka eða ekki því í framboöi hefðu ver- ið fulltrúar Nýs vettvangs. „Við höfðum erindi sem erfiði í þessum kosningum og byrjunin lofar góðu ineð framhaldið," sagði Olína Þor- varðardóttir borgarfulltrúi. Svavar Gestsson um úrslitin: Töpuðum öðru hverju atkvæði „Sú aivarlega staðreynd blasir við Alþýðubanda- laginu að það tapar nærri öðru hverju atkvæði og fylgið hrapar úr 17% í 9,6% og verður minnstur fjórfiokkanna. Við munum ræða þetta í flokknum,“ sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra er Alþýðubiaðið leitaði álits hans á úrslitum kosning- anna. Svavar var spurður hvort hann teldi aö það Alþýðu- bandalagsfólk sem studdi Nýjan vettvang skilaði sér til föðurhúsanna í næstu þing- kosningum. „Það veit enginn. Ég heyrði að Jón Baldvin Hanni- balsson var að reyna að slá eign sinni á þetta fólk í út- varpinu en ég hef ekki trú á að það láti hann teyma sig. Við sjáum líka að Alþýðu- flokkurinn tapar þriðja hverju atkvæði og fer úr 15% í 10% á landsvísu. En ég bendi iíka á að Sjálfstæðis- flokkurinn bætir aðeins við sig 1,2% atkvæða úti á landi. Menn voru víða að kjósa meirihluta eins og í Reykja- vík, Garðabæ, Mosfellssveit og Neskaupstað og úrslitin sýna einnig að framsóknar- menn voru að kjósa stjórn- ina“, sagði Svavar ennfremur. Ekki náðist í Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýðu- bandalagsins. _______________INNLENDAR FRETTIR FRÉTTASKÝRING Sérkennileg kosningaúrslit: Hœgri sveitlan nær ekkiútáland Ýmislegt óvœnt kom i Ijós þegar atkvaeða- seðlar höfðu verið tindir upp kjörkössum og sundurgreindir eftir j>vi hvar kjósendur höfðu valið blýantskrossinum stað. Eins og gengur kaettust sumir frambjóðendur mjög en aðrir voru hnuggnari i bragði, eins og gengur á slikum timamótum. Vissulega féllu allmargir meirihlutar viða um land, en e.t.v. má þó einna helst draga þá ályktun af þeim niðurstöðum sem nú liggja fyrir að breyting- ar hafi orðið minni en ráð var fyrir gert. All- nokkur hœgri sveifla varð suðvestanlands en hún nar ekki út á land. EFTIR: JÓN DANÍELSSON Fltístir gtírðu ráð fyrir mik- ílli fylgisaukningu Sjálfstæð- isflokksins og segja má að suövestanlands hafi slíkar væntingar staðjst. Athygli vekur hins vegar að annars staðar á landinu er þessi aukniug mun minni eða jafn- vel engin. Flestir áttu von á að fylgið hryndi af Alþýðu- bandalaginu eftir alla þá erf- iðleika og innanflokksátök sem þar hafa orðið frá því síð- ast var kosið til sveitar- stjórna. Alþýðubandalagiö keinur hins vegar sumsstaðar furðu vel út úr kosningunum miðað við það sem flestir áttu von á. Skiptingin gaf Sjálfstœðisflokknum aukamann________________ Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi í Reykjavík en nokkru sinni fyrr og bætti einuin borgarfulltrúa við meirihluta sinn sem þó var alltraustur fyrir. Sé rýnt örlít- ið nánar í tölurnar, sést |xi fljótt að borgarfulltrúarnir eru einum fleiri en atkvæða- hlutfallið gefur tilefni til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem sé <>7‘X» borgarfulltrúa en aðeins (i()% atkvæða. Skýr- iugin á þessum mismun ligg- ur að sjálfsögöu í óhagstæðri skiptingu atkvæða milli minnihlutaflokkanna. Raun- ar munaði litlu, aðeins um 300 atkvæðum, aðskiptingin milli minnhlutaflokkanna færði Sjálfstæðisflokknum ellefta íuiltrúann í borgar- stjórn. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefði þannig getað fært honui.i 0. lOeða 11 full- trúa, ailt effir skiptingu at- kvæða miir. annarra flokka. Hefði Kvenualistinn fengið. 300 atkvæöi'in ininna en raun varð á, væri Elín G. Ól- afsdóttir ekki borgarfulltrúi en sjálfstæðismenn væru hins vegar ellefu. Hefðu þús- und af kjósendum Alþýðu- bandalags og aðrir þúsund kjósendur Framsóknar- flokksins í staöinn kosið Nýj- an vettvang og Kvennalisl- ann í réttum hlutföllum, hefði Nýr vettvangur náð inn þriðja manni en Sjálfstæðis- flokkur orðið að láta sér nægja níu fulltrúa eins og at- kvæðahlutfall hans segir til um. Sameiningar-______________ tilraunir gungu___________ •klti upp_________________ Það er reyndar ein af at- hygliveröuslu niðurstöðum þessara kosninga að sainein- ingartilraunir gegn hreinum meirihluta sjálfstæðismanna gengu ekki upp. Það er svo önnur spurning hvort þetta beri að túlka beinlínis sem vantraust kjósenda á samein- ingarhugmyndinui, eða hvort sú hægri sveifla sem vissulega einkennir þessar kosningar á suðvesturhorni landsins, á sök á þessu. I Mosfellsbæ og á Seltjarn- arnesi sameinuðust allir minnihlutaflokkar um fram- boð og á báðum stöðum jókst fylgi Sjálfstæðisflokksins. Sömu sögu er að segja úr Garöabæ og Reykjavík, þar sem sameining náði fram að ganga að hluta. 1 Reykjavík náði Nýr vettvangur ekki þeim árangri sem aðstand- endur listans höfðu gert sér vonir um. Hér má sjálfsagt að hluta kenna „tregðulögmál- inu“. Það er gömul og ný saga að margir kjósendur sem íhuga að skipta um flokk. guggna þegar komið er í kjör- klefann og setja krossinn þar sem þeir eru vanir. Það hefur líka spillt fyrir Nýjum vett- vangi að niðurstöður skoð- anakannana DV og SKÁÍS sem birtust rétt fyrir kosning- ar, vöktu ugg um aö aörir minnihlutaflokkar kynnu að missa alveg af lestinni. Þetta hefur vafalaust snúið við ein- hverjum af þeim kjósendum Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista sem annars höfðu hugsað sér að flytja atkvæði sitt yfir á Nýjan vettvang. Sé tekið mið af hefðbundn- um kosiiingaúrslitum í Reykjavík, virðist framboö Nýs vettvangs þegar upp er staðiö ekki hafa breytt öðru en því að forystuhlutverkið innan minnihlutans hefur flust til, a.m.k. í bili. Það er auðvitað nokkur árangur en þó verður lika að taka tillit til þess að forysta Nýs vettvangs með sína tvo menn er mun minni en þriggja manna for- ysta Alþýðbandalagsins áður. Sigurganga Sjálfstæðis- flokksins á suövesturhorninu var þó ekki án undantekn- inga. Sjálfstæðismenn stefndu að stórum sigri í Kópavogi og var þar af ýms- um jafnvel spáð hreinum meirihluta. Þar gerðist hins vegar ekki annaö en það að skipting bæjarstjórnarfull- trúa færðist í svipað horf og var fyrir síðustu kosningar. I Hafnarfirði vann Alþýðflokk- urinn stórsigur undir forystu Guðmundar Árna Stefáns- sonar en sjálfstæðismenn lúifðu þar ekki árangur sem erfiði. A lawdsbyggdinwi kusu iwunw öóruvisi Þegar kemur út fyrir suð- vesturhluta landsins horfir inálið talsvert mikið öðruvísi við. Kosningasigrar sjálfstæð- ismanna verða þar stórum mun stopulli og inn á milli koma töp sem virðast fara langt með að jafna út sigur- staðina. Á landsbyggðinni er það Frainsóknarflokkurinn sem er hinn stóri sigurvegari |)essara kosninga. Hvað A-flokkunum viökemur, hall- ar heldur undan fæti fyrir þeiin í þessum kosningum en þó ber að nefna undantekn- ingar. Áöur liefur verið getið um Hafnarfjörð, þar sem Ai- þýðuflokkurinn vann veru- legan sigur. Þessi sigur kom kannski ekki verulega á óvart, en öðru máli veröur að teljast gegna um varnarsigur Alþýðubandalagsinssem hélt meirihluta sinum i Neskaup- stað eina ferðina enn og hef- ur nú bráöum setið þar að völdum i hálfa öld. Nokkuð sem jafnvel sjálfstæðismenn í Reykjavík geta ekki státað sig af. Munurinn á úrslitum kosn- inganna eftir landshlutum, verður að teljast með því „Þetta tókst ekki eins vel og efni stóðu til vegna tæknilegra mistaka við út- færslu kosningabarátt- unnar. Ég lagði eindregið til að við færum mjúku leiðina og værum ekki með skítkast og áreitni í garð meirihlutans og Kristín Á. Ólafsdóttir var sömu skoðunar. Þá um- hverfðist Ámundi kosn- ingastjóri og hótaði að hætta með þeim afleiðing- um að mjúku leiðinni var hafnað og þegar risanum þykir að sér vegið valtar hann yfir allt og alla,“ sagði Bjarni P. Magnússon þriðji maður á lista Nýs vettvangs í samtali við Ál- þýðublaðið. Ég sagði fyrir löngu aö tveir fulltrúar í borgarstjórn væri það minnsta því tveir merkilegasta sem kom upp úr kjörkössunum. Líklegasta skýringin virðist sú sem Bjarni Einarsson, hjá Byggöa- stofnun, sem eitt sinn var bæjarstjóri á Akureyri, lagði fram í sjónvarpsviðtali á kosninganóttina. Á lands- byggðinni er atvinnulíf með allt öörum hætti en á suðvést- urhorninu. Mestur hluti at- vinnulífsins á landsbyggðinni er bundinn í kvóta í sjávarút- vegi eða landbúnaði. í þessu sambandi má benda á að áróður forystumanna Sjálf- stæðisflokksins gegn sjóðun- um tveimur, sem á síðust tveim árum hafa veriö að bjarga atvinnulifi lands- byggðarinnar frá gjaldþroti. er ekki líklegur til vinsælda úti á landi. Þannig munu t.d. sjálfstæðismenn í Ólafsfirði sem nú unnu talsverðan sig- ur, ekki hafa lagt inikið kapp á baráttu flokksforystu sinnar gegn þessu sjóðakerfi. Fljótt á litið kann að virðast sem miklar tilfæringar hafi orðið á Akureyri. í þessu tiliiti eru þó úrslitin þar nokkuð villandi og segja má að þar hafi ástandið færst í fyrra horf. Stórsigur Alþýðuflokks- ins í síðustu bæjarstjórnar- kosningum var með nokkr- um heppnisblæ, því aö at- kvæðamagnið hefði að réttu lagi aðeins átt að duga fyrir tveim fulltrúum, en sá þriðji fór inn vegna sérkennilegrar skiptingar atkvæöa. Fram- sóknarflokkurinn endur- heimtir nú það fylgi sem hann hefur lengst af haft á Akureyri. Úrslitin i Vestmannaeyjum urðu nokkuð söguleg. Þar munaði einungis 6 atkvæð- um á efsta manni Framsókn- arflokks og sjötta manni Sjálf- stæðisflokksins sem komst inn. Framsóknarmenn hafa borgarfulltrúar voru í þremur af efstu sætunum og fólk úr öllum áttum stóð að framboð- inu. Þetta tókst því ekki sem skyldi en mistókst samt sem áður ekki þvi hvað sem öðru líður er Nýr vettvangur stærsta andstiWTuafliö í borg- arstjórn. En ég er þeirrar skoðunar að þó Alþýðuflokk- urinn heföi boðiiS fram þá liefði fylgi Alþýðubandalags- ins hrapaö samt sem áður og þurfti ekki Nýjan vettvang til enda lá fyrir að Kristín Á. OL- afsdóttir hefði ekki farið fram á G lista. Engu að siður var rétt að gera þessa tilraun og við fengum mikið af góðu fólki til liðs við okkur sem tók þátt í að móta stefnuna og ég vil þakka öliu þessu fólki fyrir stuðninginn. En vegna þess hvernig baráttan var rekin fannst kjósendum þetta vera sama lágkúran og áður og í kært þessi úrslit og krafist endurtalningar. Aðsjálfsögðu eru ekki verulegar líkur til aö rangt hafi verið talið, en hins vegar er alltaf möguleiki að öðruvísi mætti úrskurða um vafaatkvæði. Þótt svo færi að endurtalning kæmi fram- sóknarmanni í bæjarstjórn Vestmannaeyja, myndi það ekki breyta neinu um meiri- hluta, því Sjálfstæðisflokkur- inn fékk þarna hreinan meiri- hluta atkvæða og héldi fimm bæjarfulltrúum af niu. Undantekningin i Hveragerdi________________ Hveragerði sker sig nokk- uð úr bæjarfélögum suðvest- anlands. Sjálfstæðisflokkur- inn galt hér talsvert afhroð og tapaði meirihlutanum. Hér finnum við líka undantekn- ingu frá þeirri reglu sem minnst var á í upphafi, að sameiginleg framboð and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins hafi ekki reynst vel. Sameig- inlega framboðið í Hvera- gerði náði þeim árangri að felia meirihlutann og meira að segja með umtalsverðum mun. Hér er þó líklegasta skýr- ingin sú að atvinnuástand hefur verið fremur dauflegt í Hveragerði af ýmsum ástæð- um. Þar heíur verið mikið um gjaldþrot og nýja brúin yfir Olfusárósa hefur að hluta flutt Hvergerði úr þjóðbraut, svo nokkuð sé nefnt. Að öllu samanlögðu virðist mega segja að sú sigurbylgja sem Sjálfstæðisflokknum var spáð fyrir kosningar, hafi alls ekki að fullu komið fram. Flokkurinn vinnur vissulega allstóra sigra víða suðvestan- lands en frá því eru þó all- nokkrar undantekningar. Á landsbyggðinni eru kosn- ingaúrslitin með allt öðru móti og Sjálfstæðisflokkurinn virðist alls ekki njóta þar sér- stakrar hylli. Ef til vill eru þessi kosningaúrslit boðberi breyttra tíma að því leyti að i framtíðinni verði meiri mun- ur á fylgi flokka eftir lands- hlutum en verið hefur. hugum fólks er Nýr vettvang- ur því einn af gömlu flokkun- um hvað þetta varðar." sagði Bjarni. Er hann var spurður hvort hann væri hættur afskiptum af pólitík svaraöi Bjarni: Eg legg skóna á hilluna, alla vega um tíma. Nú mun ég beita ntér fyrir því að Alþýðu- flokksfólk komist í ráð og nefndir borgarinnar svo hægt sé að ala upp fólk með reynslu og þekkingu fyrir næstu kosningar. Ég er þó ekki aö hugsa um sjálfan mig í þessu sambandi enda var ég ekki í ráðum né nefndum heldur vildi að aðrir reyndu þar á kraftana. En tíminn fyr- ir Nýjan vettvang var réttur. Hins vegar held ég að þetta tækifæri komi ekki aftur, alla vega ekki í bráð," sagði Bjarni P. Magnússon. Bjarni P. Magnússon: Féllum á tæknilegrí útfærslu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.