Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTKR Í HNOTSKURN GUÐMUNDUR JAKI MÁ EKKI HÆTTA AÐ DREKKA KOK: Kókið hefur hækkað um 6% á tímum þegar nánast engar hækkanir verða. Að sögn Lýðs Frið- jónssonar, forstjóra Vífilfells er hér um að ræða óum- deildar hækkanir, enda gerði Verðlagsstofnun ekki at- hugasemd við þær. Verksmiðjan hefurfengið áskoranir frá neytendum og verkalýðsfélögum að draga hækkun- ina til baka. „Stjórn verksmiðjunnar hefur ákveðiö að ganga að nokkru til móts við þennan þrýsting, enda getum við ekki hugsað okkur að Guðmundur jaki hætti að drekka kók", segir Lýður. Til að mæta þessum áskor- unum hefur Vifilfell því ákveðið að hækka ekki um ótil- tekinn tíma verö á sumum afurða sinna, 300 sentilítra flöskum og 33 sentilítra dósum. Einnig eru boðin góö tilboð á 2 lítra flöskum — séu þær keyptar í kippum. Sem sagt: Skilaboðin til neytenda eru aukin kók- drykkja til að halda verði niðri! Kók menn segja að ríkið hirði 40% af verði gosdrykkja beint í ríkiskassann. DÝRASTI BJÓR í HEIMI: Hvergi í veröldinni mun áfengur bjór vera eins dýr og á íslandi. Ekki batnaði ástandið á dögunum, þegar talsverð hækkun varð vegna dýrrar fragtar á miðinum. Skipadeild Sambandsins var með skásta tilboðið í bjórflutninga til landsins næstu 2 ár- in. Búist er við að skip Sambandsins muni á þeim tíma flytja hingað 10 milljónir lítra. ALBÖNSKUM GESTUM FAGNAÐ: Það var & tíma- bili ekki alveg ljóst hvort albanskir knattspyrnumenn kæmu hingað til landsleiks viðísland. Þeir voru teknir fast- ir á Lundúnaflugvelli fyrir meintar gripdeildir eins og kunnugt er. í gær hugðist félagiö Menningartengsl Albaníu og Islands fagna gestunum. Gestir frá þessu lokaða Evr- ópulandi eru fátíðir hér og voru væntingar félagsmanna því miklar. ANDLITSMYNDIR SIGURJÓNS: í tilefni af listahátíð fer fram sýning á andlitsmyndum Sigurjóns heitins Olafssonar, mynd- höggvara, í safni hans á Laugarnesi. Eftir lista- manninn liggja um 200 slík- ar myndir, enda vakti hann snemma athygli fyrir snilld- arlegt handbragð á manna- myndum. Sýningin veröur opnuð á sunnudaginn kl. 15 fyrir boðsgesti, en al- menning á annan í hvíta- sunnu kl. 14. Myndin sem hér fylgir er af móður lista- mannsins. HEIMURINN HÆTTIR AÐ REYKJA: Alþjóðlegur reyklaus dagur er á fimmtudaginn. Vissara að undirbúa reykleysi þann dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO gengst fyrir þessum degi og helgar hann börnum og ung- mennum án tóbaksreyks undir kjörorðunum „Reyklaus uppvöxtur og þroski '. Ljóst er að í dag eru reykingar meöal ungmenna á hröðu undanhaldi, — sem betur fer. Hinsveg- ar er það ekki óalgengt að hugsunarleysi fullorðinna reyk- ingamanna bitni á börnum og unglingum. Lífsstill fólks hefur breyst á síöari árum — reykingar þykja ekki lengur ,,fínar'‘. hvert á móti eru þær viöurkenndur sóðaskapur og jrykja með endemum durgslegar. GÖTURSEM ENDAST: hað sem segja má að sé tákn- rænt fyrir íslenskar byggðir á sumrum eru umferðarflækj- ur sem stafa af viðgerðum gatna. Allt sumariö er t.d. Reykjavíkurborg að heita má undirlögð af viðgerðarflokk- um sem kítta í götin. Nú er verið aö reyna efni sem lofar góðu. Efni þetta er blanda af graníti, plasti og gúmmíi. Efn- ið veröur reynt í Keflavík og á Reykjanesbraut við álverið. Kfnið er sagt vera níðsterkt og auk þess ódýrara en hefð- bundiö. BÖRNIN HLAUPA: Landsbankinn hefur e.t.v. ekki haft ýkja léttilegt yfirbragð, en með því að stuðla að íþróttaiðk- un barna um land allt hefur það þó lést að mun. Lands- bankahlaupið er nefnilega orðinn skemmtilegur viðburö- ur og bankanum til sóma. Á kosningadaginn tóku 5000 krakkar þátt í hlaupinu, fjölmennasta hlaupiö hér á landi. Keppt var á 27 stöðum á landinu. í Laugardal voru 2200 krakkar skráðir til keppni og sannarlega létt yfir þessum mikla íþróttaviðburði. Myndin er af krökkunum í Reykja- vík á þeysispretti. — greinilega hefur ekkert verið gefiö eft- ir. Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýöuflokksins um úrslit sveitarstjórnarkosninganna: Alþýðufíokkurinn næstslærsti Ookkurinn Alþýöuflokkurinn meö um 17% fylgi á landsvísu. Alþýöubandalagiö hefur misst forystuhlutverk stjórnarandstööunnar í Reykjavík yfir til Nýs Vettvangs. „Urslit sveitarstjórnarkosninganna sýna stöðugleika og styrk Alþýðuflokksins," segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins við Alþýðublaðið um útkomu flokksins i kosningunum um helgina. „Al- þýðuflokkurinn er samkvæmt þessum niður- stöðum næststærsti stjórnmólaflokkurinn ó íslandi." Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþyðuflokksins: „í skipti i langan tima hefur Alþýðuflokkurinn öðlast stöðugleika og ein- kennist ekki lengur af þeim tíðu og miklu fylgissveiflum sem háðu flokknum áður." ,,Ef metinn er árangur Al- Irýðuflokksins í þessum sveit- arstjórnarkosningum og hann borinn saman við sveit- arstjórnarkosningarnar 1986 þar sem flokkurinn vann sinn stærsta sigur frá upphafi, og jók fulltrúa sína í bæjar- og sveitarstjórnum úr um 20 í 90, kemur í ljós að flokkurinn hefur haldiö fylgi sínu í öllum meginatriðum. Það sýnir að í fyrsta skipti í langan tíma hef- ur Alþýöuflokkurinn öðlast stöðugleika og einkennist ekki lengur af þeim tíðu og miklu fylgissveiflum sem háðu flokknum áöur, ,, segir Jón Baldvin. ,,Árið 1986 fékk flokkurinn . rúmlega 20 % á hreinum flokkslistum utan Reykjavík- ur en fær nú um 18%. Ef við leggjum til grundvallar að fylgið viö flokkinn í Reykja- vík sé óbreytt frá síöustu kosningum eða um 10% og leggjum sama mat til grund- vallar í nágrannabæjum höf- uöborgarinnar þar sem Al- þýðuflokkurinn bauð nú fratn á sameiginlegum listum, þá fær Alþýðuflokkurinn á landsvísu milli 16—17% sem gera hann að næststærsta stjórnmálaflokki á Islandi. Stærstur er Sjálfstæðisflokk- urinn með 48% fylgi á lands- vísu en Framsóknarflokkur- inn hafnar í þriðja sæti með um 13 % fylgi. Þetta veröur að teljast mikill árangur. Ef tekið er síðan tillit til þeirra miklu sigra sem unn- ust í Reykjaneskjördæmi styrkist enn staða Alþýöu- flokksins. I Hafnarfirði náði Alþýöuflokkurinn undir for- ystu Guðmundar Árna Stef- ánssonar bæjarstjóra hrein- um meirihluta og sex bæjar- fulltrúum. í Keflavík missti flokkurinn einn mann en hélt áfram fjórum og er áfram stærsti flokkur bæjarins. í Kópavogi hélt Alþýðuflokk- urinn þremur fulltrúum þrátt fyrir gífurlegt andstreymi og miklar hrakspár.í Kópavogi var e.t.v. stærsta þrekvirki unnið. Þar var flokkurinn tal- inn af í skoðanakönnum fram á síðustu stund en hélt sínum þremur bæjarfulltrúum og vann þann sögulega sigur að vera í fyrsta sinn staerri en Al- þýðubandalagið. Á öðrum stöðum bætir Alþýðuflokkur- inn viö sig eins og á Akranesi þar sem flokkurinn fær þrjá fulltrúa og er orðinn stærri en Sjálfstæöisflokkurinn. Og í Vestmannaeyjum náðist besti árangur Alþýðuflokksins frá upphafi ef frá eru taldar sveit- arstjórnarkosningarnar 1974 þegar flokkurinn bauð fram með Samtökum frjálslyndra og vinstra manna og Magnús H. Magnússon bæjarstjóri var þjóðhetja og Eyjajarl." Aðspurður um úrslitin í Reykjavík sagði Jón Baldvin Hannibalsson við Alþýðu- blaðið: „Úrslitin í Reykjavík einkennast fyrst og fremst af persónulegum stórsigri Dav- íðs Oddssonar sem færir Sjálfstæðisflokknum stærsta hlutfallið frá upphafi. Hvaö varðar Nýjan vettvang þá urðu það alþýöuflokksfólki vonbrigði að þriöji maður listans, Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýöuflokks- ins, skyldi ekki ná kjöri. Hins vegar veröur að segjast að meginmarkmið framboösins tókst; Nýr vettvangur er orð- inn forystuafl í stjórnarand- stöðu við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík með tvo fulltrúa. Forystuhlutverki Alþýðu- bandalagsins er hér meö lok- ið og flokkurinn fellur úr 20% fylgi niður í um 8% og fékk aðeins einn fulltrúa. Alþýðu- flokkurinn átti frumkvæðið að því að skapa Nýjan vett- vang og áherslur framboðs- ins eru áherslur jafnaðar- manna. Frambjóöendur á lista Nýs vettvangs sem áður hafa verið í Alþýðubandalag- inu munu ekki snúa þangaö aftur. Staða jafnaðarmanna hefur því styrkst í Reykjavik. Aö öðru leyti er það athyglis- vert, að Kvennalistinn er á hrööu undanhaldi og nálgast ef til vill útgönguversiö. Úr- slitin í Reykjavík: hin sögu- legu umskipti aö Alþýðu- bandalagið og forverar þess hrapar úr forystuhlurtverki í hálfa öld niöur t hlutverk smáflokks, eru mikil tíðindi Þetta veldur því að framund- an er áframhaldandi og væntanlega sögulegt uppgjör í Alþýðubandalaginu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að fortíðarsveitin mun nú efna til hreinsana. Æ fleiri sem hafa lifað í voninni að Al- þýöubandalagið gæti þróast yfir í raunverulegiui jafnaðar- mannaflokk munu komast að því fullkeyptu. Þeir munu fyrr eða síðar átta sig á þvi að þeir eru komnir í pólitískt öngstræti og eiga ekki ann- arra kosta völ en leita út- göngu til samstarfs viö aöra jafnaöarmenn á íslandi ef þeir ætla sér eitthvað fram- tíðarhlutverk í íslenskum stjórnmálum," segir Jón Bald- vin Hannibalsson íormaöur Alþýðuflokksins. Myndun nýrra meirihluta: Þreifíngar eru hafnar „Vid álítuin að sem sig- urvegarar kosninganna hér á Akureyri höfum vid rétt til að hefja viðræður um myndun nýs meiri- hluta og verður fjallað um þau mál á fundi fulltrúa- ráðsins í kvöld,“ sagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins á Akur- eyri í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Framsókn vann mikinn sig- ur á Akureyri og fékk fjóra fulltrúa kjörna en hafði tvo. Alþýöuflokkurinn tapaði tveimur fulltrúum og féll þar með meirihluti Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þeir flokkar geta þó rnynd- aö meirihluta með því að ná samkomulagi við Alþýðu- bandalagið sem fékk tvo full- trúa og á sama hátt getur framsókn myndaö meirihluta hvort heldur er með Alþýöu- bandalagi eöa Sjálfstæöis- flokki. Varðandi bæjarstjór- ann sagði Úlfhildur að ef Framsóknarflokkurinn fengi nokkru ráðið þá yrði staða bæjarstjóra auglýst laus til umsóknar. Meirihluti riðlaðist víöa í þessum kosningum og í gær voru óformlegar þreifingar hafnar á ýmsum stöðum. Annars staðar myndaöist nýr meirihluti svo sem í Vest- mannaeyjum og í Hvera- gerði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.