Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. maí 1990 5 NÆRMYND af Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndageröarmanni í Hollywood. Ljúfur Skagamaður skorar ,,Hvort ég á mér draumamynd? Það er nú erfitt að segja til um það. Alla vega er ekkert slikt verkefni sem ég geng með i maganum alla daga. En ein af minum uppáhaldsbókum er Sjálfstætt fólk og þegar ég fann eintak af bókinni fyrir hendingu i húsi i Am- eríku hugsaði ég með mér að þetta væri engin tilvilj- un. Enda hef ég alltaf verið hjátrúarfullur eins og aðrir íslendingar og ef til vill geri ég kvikmynd um Sjálfstætt fólk áður en yfir lýkur," sagði Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi er Alþýðu- blaðið náði sambandi við hann þar sem hann var staddur i Frakklandi. Segja má að þessi ummæli Sig- urjóns sýni betur en flest 'annað að þrátt fyrir að hann hafi búið árum saman í Ameríku og öðlast frægð og frama er hann íslendingur eftir sern áður. En það er langt bil á rnilli Bjarts í Sumarhúsum og fólksins hans og þess lífs sem fjall- að er um í kvikmyndinni ,,Wild at Heart" sem hlaut Gullna pálmann í Cannes. Fyrirtæki Sigurjóns, Propaganda Films, er framleið- andi myndarinnar en hún fjallar um flótta tveggja elskenda um Ameríku undan lögreglu og leigu- morðingja. Gullni pálminn þykja ein virtustu verðlaun kvikmynda- heimsins.. Agaður og viljasterkur Sigurjóri Sighvatsson er ekki nema 37 ára gamall og hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 11 ár. Fyrir fjórum árum stofnaði hann fyrirtækið Propaganda Films ásamt félaga sínum Steve Golin. Það er nú orðið vel þekkt á sínu sviði og með verðlaunaveiting- unni Cannes er fyrirtækið komið í hóp þeirra þekktustu í kvik- myndaheiminum. A síðasta ári var velta Propaganda Films sem svarar hátt í fjórir milljarðar ís- lenskra króna og ,,Wild at Heart" kostaði sem samsvarar 800 millj- ónum króna. En það er engin til- viljun að Sigurjón hefur náð svo langt. Birgir Hrafnsson markaðsstjóri hjá Ólafi Laufdal hefur lengi þekkt Sigurjón og á sínum tíma spiluðu þeir saman í popphljómsveitinni Ævintýri. „Strax á þessum tíma skar Sig- urjón sig nokkuð úr vegna þess hve hann hafði mikinn sjálfsaga — hann var mjög ábyrgðarfullur samfara metnaðargirni og sam- viskusemi. Músikin átti hug hans allan á þessum árum og hann tók hana mjög alvarlega eins og nám- ið en hann var byrjaður í Verslun- arskólanum á þessum árum. Þeg- ar við hinir vorum að djamma í miðri viku þegar við áttum frí sat hann heima yfir námsbókunum. Þegar við vorum að aka á milli landshluta í hljómsveitarferðum notuðum við tækifærið til að sofa í rútunni — nema Sigurjón. Hann sat með bassann sinn og hélt áfram að æfa sig," sagði Birgir. Hann sagði að þessi dugnaður væri einkennandi fyrir Sigurjón og hann skipulegði sinn tíma og sína vinnu mjög vel. „Hann er hamhleypa til vinnu. Ég heimsótti hann í Los Angeles í fyrra og gisti hjá honum eina helgi. Við fórum út að borða á laugardagskvöldið, en klukkan átta morguninn eftir var Sigurjón farinn á fund og var þar til hádegis. Þá fórum við út að sigla með Finni Torfa en vorum komnir að landi um klukkan fjög- ur. Þá brá Sigurjón sér á annan fund og var fram að kvöldmat. Sig- urjón er skýrl dæmi um það, að það er allt hægt ef viljinn er nógu sterkur," sagöi Birgir Hrafnsson. Hann sagði jafnframt að á þessum árum hefði ekki verið hægt aö merkja að Sigurjón hefði meiri áhuga fyrir kvikmyndum en hver annar. Vinnan er heillandi „Ég hef ekki fundið fyrir því að ég vinni mikiö en eflaust er það samt tilfelliö. En þessi kvikmynda- vinna er min skemmtun og tíminn því fljótur að líða. Hins vegar er ég farinn að hugsa um aðra hluti líka eins og eigin heilsu bæði andlega og líkamlega," sagði Sigurjón er hann var spuröur hvort hann væri haldinn vinnufíkn. En hugsar hann með söknuði til gömlu dai>- anna í popphljómsveitum á ls- landi? „Nei, ég geri það ekki. Þetta var skemmtilegt meðan á því stóð, en það var mín gæfa að komast í kvikmyndirnar. Það má segja að í kvikmyndinni renni allar listgrein- ar saman í eina heild og nýtast þar með einum eða öðrum hætti. Ég er ekki i þessari framleiðslu til að verða ríkur og hef aldrei gert neitt peninganna vegna. Peningar eru hins vegar nauðsynlegt hreyfiafl og þá ekki síst í kvikmyndafram- leiðslu sem er mjög dýr. En pen- ingar hafa í sjálfu sér lítið gildi fyr- ir mig," segir Sigurjón ennfremur. Hann sagði að Propaganda Films skuldaöi ekki neitt. Þeir Ste- ve tækju aldrei lán nema þá skammtímalán sem væru svo greidd upp. Það ætti sinn þátt í vel- gengninni. Eflaust þætti þetta ein- kennilegt á íslandi og raunar væri þetta ekki í takt við þaö sem tíðk- aöist í Ameríku heldur. Télcu mikla áhættu___________ Sem fyrr segir kostaði verð- launamyndin „Wild at Heart" um 800 milljónir króna sem kannski þykir ekki svo mikið á amerískan stórmyndamælikvaröa. Hinn þekkti bandaríski leikstjóri David Lynch leikstýrir og meðal leikara eru Nicholas Cage, Diane Ladd, Laura Dern og Isabella Rossellini. „Viö tókum mikla áhættu með þessari mynd því þær myndir sem viö höfum framleitt fram að þessu hafa ekki kostaö helming á viö Tryllt hjörtu. Nei, við hefðum ekki farið á hausinn þótt myndin hefði mistekist. Við lögðum svona eina milljón dollara undir sem var okk- ar eigið áhættufé. Ef allt hefði far- ið á versta veg hefði það auðvitaö verið talsverður skellur og við I kvib mynd• unum orðið að endurskoða okkar áætl- anir. En þaö heföi ekki rústaö fyr- irtækiö. Hér er ekki allt lagt undir við eina mynd eins og tíökast á ís- landi," sagði Sigurjón Sighvatsson. Á síðasta ári gerði Propaganda Films 120 myndbönd, 30 sjón- varpsauglýsingar, á milli 10 og 15 lengri tónleikamyndbönd og þrjár bíómyndir. Auk þess átta þátta sjónvarpsmyndaröðina fyrir ABC sem heitir „Twin Peaks". Sigurjón sagði að sjónvarpsþættirnir heföu hlotið mjög góðar viðtökur og bú- ið væri að ákveöa fleiri þætti. Auk þess væru tveir aðrir sjónvarps- myndaflokkar í farvatninu. Ekki þetta venjulega ofheldi_____________ Skiptar skoðanir eru um verð- launamyndina frá Cannes og vafa- samt aö hún fáist sýnd óstytt í Bandaríkjunum vegna ofbeldis- og kynlífsatriða sem spila stóra rullu. Sigurjón segir að „Wild at Heart" sé listræn mynd. Eru þessi umdeildu atriði þá listræn eða bara sölubrella? „Þetta er fyrst og fremst listræn mynd og alls ekki hugsuö sem sölumynd enda ekki framleidd sem slík. Það var þess vegna sem ég sagöi að viö hefðum tekið mikla áhættu. Hér er heldur ekki á ferðinni þetta venjulega ofbeldi þar sem fólk er myrt í hrönnum, heldur eiga þessar senur aö vekja fólk til umhugsunar. Síöasti tangó í París er viðurkennd sem listræn mynd þó ýmsir hefðu horn i síðu hennar til aö byrja með. Myndin okkar er í anda David Lynch og þaö má segja að hún sé beint fram- hald af myndinni „Blue Velvet" þó sögusviöið sé að sjálfsögðu ann- að,“ sagði Sigurjón. „Verðlaunin í Cannes færir okk- ur mikla virðingu í kvikmynda- heiminum, eða eins og David Lynch sagði: „Þetta eru önnur mikilsverðustu kvikmyndaverö- laun heimsins." Þetta gefur okkur gott orð og hjálpar mikið við að markaðssetja myndina, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Kvikmynd- in er áhrifamesti tjáskiptarniðill- inn og nú unnum við með topp- fólki," sagöi Sigurjón einnig. Mjög vel liðinn_________________ Það kom fraiii í samtölum við vini og kunningja Sigurjóns hér heima aö hann er mjög vel liðinn og vinsæll. Þykir ákveðinn og fast- ur fyrir en ekki ósanngjarn. „Það var eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir lærdómnum þegar hann var í skóla en hann er afskaplega duglegur og er nú að uppskera árangurinn af dugnaöi sínum. Viö vorum saman í Ævin- týri á sínum tima og einnig unnum við saman við að koma upp sýn- ingunni Litla Hryllingsbúðin hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þar nutu hæfileikar Sigurjóns sín vel enda var þetta góð sýning sem fékk mikla aðsókn," sagöi Björg- vin Halldórsson hljómlistarmaður. Björgin sagöist hafa sent honum símbréf þegar hann frétti af verð- laununum í Cannes: „Næst er það Oskarinn" og sagði Björgvin aö sér kæmi ekki á óvart að þetta kæmi til með að rætast. Lárus Ýmir Óskarson kvik- myndaleikstjóri hefur starfaö með Sigurjóni og lætur vel af því sam- starfi. Nú síðast unnu þeir saman aö kvikmyndun á Bílaverkstæöi Badda. Lárus sagði að Sigurjón byggi í gömlu húsi vestan hafs sem Roy Rogers byggöi á sínum tíma, en Sigurjón síðan endurbyggt. „Hann lætur ekki velgengnina stíga sér til höfuðs og tekur því sem sjálfsögðum hlut aö vinna meö heimsfrægu fólki. Síðast þeg- ar ég var hjá honum voru Mad- onna og Diane Keaton að eiga við- skipti við hann," segir Lárus Ýmir. Opnar skrifstofu i London og Laxá biður Sigurjón Sighvatsson sagði að Propaganda Films væri búið að opna skrifstofu í London og þar störfuðu um 10 manns við að framleiða tónlistarmyndbönd og sjónvarpsauglýsingar. I athugun væri að taka upp samstarf við fyr- irtæki í Frakklandi en þar hlaut ðnnur mynd Propaganda Films önnur verðlaun þar sem spennu- myndir kepptu um Koníaksverð- launin. Þaö var myndin Kill me again og er veriö aö markaössetja hana í Evrópu og víðar. En er Is- land ennþá „heim" í huga Sigur- jóns? „Það er nú oröið svolítið erfitt að gera upp á milli Los Angeles og íslands. En ég hugsa um heiminn sem eitt smáþorp og því skiptir kannski ekki öllu hvar maöur er. En ég er ekki á leiöinni heim til að setjast þar að, enda bjóða aðstæð- ur í kvikmyndaheiminum þar ekki upp á það. Ætli ég verði ekki ein 40 ár ennþá í þessu. Hins vegar var ég dreginn í fyrsta sinn á lax- veiðar heima í fyrra. Var í grenj- andi rigningu og roki að berjast í Laxá í Kjós. Eg hélt áður að þetta væri bara fyrir einhverja kalla sem vissu ekki hvaö þeir ættu við tím- ann að gera. En þessi ferö breytti þessu áliti og ég á eftir að fara aftur í lax. Ég hef alltaf komiö til íslands af og til og þar er sonur minn búsettur, hann Þórir, og ég er kvæntur ís- lenskri konu sem heitir Sigríður Þórisdóttir. Það er því engin hætta á að tengslin við ísland rofni," sagði Sigurjón Sighvatsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.