Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. maí 1990 iNNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN Siguröur Helgason, formaður Landssambands hjartasjúk- linga afhendir Halldóru Eldjárn, fyrrum forsetafrú, fyrsta merkið. Viðstaddir vom nokkrir forustumenn samtakanna. HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ: Yfir 40% dauðsfalla hér á landi stafa af hjartasjúkdómum. Landssamtök hjartasjúk- linga vinna aö forvarnarstarfi og kaupum á ýmsum tækj- um og búnaði sem koma að góðum notum á sjúkrahúsum landsins, þegar læknaskal hjartasjúkdóma. Gjafir samtak- anna á umliðnum árum munu vera 40—50 milljón króna virði og hafa án efa bjargað mörgum mannslífum. Á morg- un, fimmtudag, hefst sala á Rauöa hjartanu, merki sem menn munu eflaust fúsiega kaupa á 500 krónur og bera á barmi sér. Kjöroröfjáröflunarinnarí ár er: Er hjartað árétt- um stað? Merkjasaian stendur til laugardags. KRINGLUT0RG: Skipulagsnefnd borgarinnar hefur samþykkt nafn á torgið sem koma skal við Borgarleikhús- ið. Mun það bera nafnið Kringlutorg. Á þessum slóðum er heldur sóðalegt umhver'fi, allt frá bakdyrum verslan- anna að leikhúsinu. Nú á aö gera bragarbót á þessu. FÉ ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU í ANNAÐ: ,,Sá óhóflegi dráttur sem orðinn er á byggingu Þjóðarbókhlööu stafar aö mestu leyti af þeim ákvörðunum ríkisins að nota í ann- að þá fjármuni sem til hennar áttu að renna" segir í álykt- un ársþings Bókavarðafélags Islands, sem mótmælir harö- lega þessum vinnubrögðum. Bókavarðaþingið fagnaði því aö VSK verður felldur niður af íslenskum bókum en segist bíöa eftir ákvörðunum um aðflutningsgjöld af erlendum bókum. Er eindregið hvatt til þess að aðflutningsgjöld af erlendum bókum og öðru safnefni verði felld niður. TAKIÐ ÞATTIATAKINU: Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur Átak 1990 á föstudaginn kemur, 1. júni. Plantað verður trjám við Grunnuvötn í Heiðmörk og Ölfusvatn í Grafningi. Sjálfboðaliðar eru velkomnir til starfa frá kl. 9 til 21 alladaga. Allt sem til þarf verður á staðnum, auk þess sem sérfrótt fólk gefur leiðbeiningar. FÆREYSKIR GESTIR: Sendinefnd frá færeyska Lög- þinginu er hér í heimsókn í boði Alþingis, alls 8 manns. Heimsóknin hófst í gær og stendur til laugardags. Fariö veröur vítt og breitt um með gestina og j^eim sýndur marg- ur sómi. Munu þeir m.a. hitta að máli Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands og snæða hádegisverð með Guð- mundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. 0FÆRIR FJALLVEGIR: Vegagerð ríkisins gefur út ásamt Náttúruverndarráði Iitprentað kort með reglulegu millibili þar sem sjá má ástand fjallvega landsins á hverjum tíma. Síðasta kort er einfaldlega þannig að nánast allir fjall- vegir eru lokaðir þar til annað verður auglýst. NÝR F0RMAÐUR UMFERÐARRÁÐS: Guðmundur Ágústsson, alþingismaður Borgaraflokksins, hefur verið skipaður formaður Umferðarráðs til næstu þriggja ára. Hann tekur við formennsku af Valgarði Briem, hæstarétt- arlögmanni. Ólafur Walter Stefánsson hefur verið skipað- ur varaformaður ráðsins til sama tíma. Á myndinni er Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs að bjóða nýjan formann velkominn á skrifstofu ráðsins. BÖRNUM HLÍFT VIÐ HÆTTULEGRI VINNU: Börn og unglingar 14 og 15 ára, má ekki ráöa til hættu- legra starfa, sem svo eru flokkuð. Hér er um að ræða til dæmis uppskipunarvinnu, vinnu við vélar sem slysum geta valdið og við ýmsar hættulegar aðstæður. Eftir að Al- þingi samþykkti ýmsar breytingar á lögum um aðbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum telur Vinnueftirlit ríkisins aö skýrari línur gildi um þaö hvers konar vinnu megi bjóða börnum og ungmennum. Áður hafði ekkert veriö kveðið á um þessi mál í lögum. Vinnueftirlitið segir að alvarlegustu vinnuslysin á börnum og unglingum und- anfarin ár hafi verið í vinnu á landbúnaðarvélum og viö fiskvinnsluvélar. Framkvœmdastjórn Alþýdubandalagsins: Formaður gagnrýndur en ekkert ályktað Ekki var búist við því að framkvæmdastjórnar- fundur Alþýðubandalags- ins í gærkveldi myndi samþykkja opinberar ákúrur á formann flokks- ins, Ólaf Ragnar Gríms- son, heldur yrði látið nægja að „ræða niðurstöð- ur kosninganna." And- stæðingar Olafs Ragnars eru í meirihluta innan Nýir meirihlutar: Framsóknarmenn fengu allvíða oddaaðstöðu í bæj- arstjórnum í kosningun- um á laugardaginn. Á flestum þessum stöðum standa þeir að viðræðum um nýjan meirihluta nema á Akureyri, þar sem þeir urðu höndum seinni að hefja viðræður. Á Akra- nesi ræðast við Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokk- ur en í Kópavogi var í gær að ganga saman með fram- sóknar- og sjálfstæðis- mönnum. I Keflavík verða viðræður trúlega hafnar í dag milli framsóknar- manna og Sjálfstæðis- flokks öllu fremur en Al- þýðuflokks. Á Akureyri urðu framsókn- armenn höndum seinni aö hefja viðræður við Sjálfstæð- isflokkinn. Ákvörðun um það var tekin á fundi framsóknar- manna í fyrrakvöld en þegar haft var samband við sjálf- stæðismenn á aðfaranótt mánudagsins, hafði þegar verið ákveðinn fundur milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags. Sá fundur var haldinn í gær og sagði Sigríð- framkvæmdastjórnarinn- ar en ekki er fyllilega vit- að hversu sterkur sá meirihluti er, enda hefur fram að þessu ekki reynt á það. Átök virðast fyrirsjáanleg innan Alþýðubandalagsins í sumar og haust. Miðstjórnar- fundur verður að líkindum haldinn i júní og þar stendur ur Stefánsdóttir, oddviti Al- jjýðubandalagsins, að annar fundur væri ákveðinn í dag. Sigríður sagði að af hálfu Al- þýðubandalagsins hefði ver- ið ákveðið að ræða við Sjálf- stæðisflokkinn eftir að ljóst var að engra undirtekta varð- .andi vinstra samstarf væri aö Engar líkur eru á að íbú- ar þeirra staða sem kusu sér áfengisútsölu sam- hliða sveitarstjórnarkosn- ingunum fái útsölu í sína heimabyggð á þessu ári. Ekki er gert ráð fyrir opn- un fleiri útsölustaða í bráð til viðbótar þeim er fyrir eru. Höskuldur Jónsson for- stjóri ÁTVR sagði í samtali við Alþýðublaöið að það væri fjármálaráðuneytið sem tæki ákvörðun um hvar og hve- nær nýjar útsölur væru opn- aöar. Það sem sneri að útsölu- til að ræða niðurstöður kosn- inganna. Meðal andstæðinga formannsins voru uppi raddir um það fyrir sveitarstjórnar- kosningar kalla saman lands- fund sem fyrst, til að skipta um formann í flokknum. Svo virðist sem dregið hafi úr þessum áformum eftir kosn- ingarnar. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars telja að sú gagnrýni vænta frá framsóknarmönn- um. Á Eskifirði fara nú fram við- ræður milli Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og til greina mun koma að Al- þýðuflokkur komi inn í þaö samstarf. í Keflavík hafa framsóknar- málum á þessu ári væri helst að gera bragarbót á útsöiunni á Seltjarnarnesi sem væri nú rekin í síberískum anda í óinnréttuðu húsnæði. í Kefla- vík væri starfsemin rekin í tveimur húsum en rýma þyrfti annaö húsið fyrir ára- mót þegar leigusamningur þar rennur út. Það kallaöi á að koma rekstrinum öllum fyrir í liinu liúsinu. Lengi hefði verið á áætlun að opna útsölu á Egilsstöðum en það yrði varla gert fyrr en búið væri að ákveða hvernig rekstri útsölunnar á Seyðis- sem hann hefur orðið að sæta að undanförnu, veiki umboð formannsins og verði framháldið svipað, geti jafn- vel farið svo að Ólafur Ragn- ar muni sjá sig knúinn til aö kalla landsfund saman í haust til þess að láta á það reyna hvort hann njóti trausts til að gegna áfram formennsku í flokknum. mönnum borist bréf bæði frá Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum. Dríía Sigfús- dóttir, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær að ákvöröun um svör við þeim bréfum yrði tekin á fundi í gærkveldi. Hún kvaðst að vísu hafa ákveðna skoðun á því við hvorn aðilann bæri að tala fyrst en ekki vera reiðu- búin að skýra frá henni fyrr en á fundinum í kvöld. Sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaösins munu þó taldar meiri líkur til að framsóknar- menn hyggist ganga til samn- inga við sjálfstæðismenn. firöi yrði þá háttað. Allmörg ár eru síðan Garö- bæingar samþykktu opnun á áfengisútsölu og einnig liggja fyrir slíkar samþykktir frá Kópavogi og Borgarnesi auk Egilsstaða. Höskuldur Jóns- son sagði að við ákvörðun um opnun nýrra vínbúöa væri tekið tillit til þess hve langt væri í næstu útsölu. 1 kosningunum núna var meirihluti fyrir opnun áfeng- isútsölu í Mosfellsbæ, Grinda- vík, á Húsavík og Blönduósi. Hins vegar var útsölu hafnað á Dalvík. Framsóknarflokkur viða í viðræðum Höskuldur Jónsson ríkisstjóri: Bið á fíeirí áfengisbúðum Sjö snókerleikmenn til Ástraliu Þeir verða ekki með kúluna í munninum þessir kappar, þegar þeir mæta við grænu borðin suður i Brisbane í Ástraliu eftir nokkra daga. Þeir taka þátt i Heimsmeistarakeppni í Snóker, sem þar ferfram. Heimabæir keppendanna sjö hafa styrktferð þeirra, en þeir eru 3 frá Reykjavík, 2 úr Garðabæ, einn úr Kópa- vogi og frá Vestmannaeyjum. Strákarnir heita, talið frá vinstri Eðvarð Matthíasson, Halldór M. Sverrisson, Gunnar Örn Hreiðarsson, Jóhannes B. Jóhannesson, Fjölnir Þorgeirsson, Gunnar Valsson og Atli Már Bjarnason. Viðóskum þeim góðr- ar langferðar til andfætlinganna og góðs árangurs. A-mynd E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.