Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. maí 1990 5 Hvað segja efstu menn A-lista? Alþýðuflokkurinn kom víðast hvar nokkuð vel út úr nýafstöðnum sveitarstjómarkosning- um þó gengi flokksins hafi að sjáHsögðu verið eitthvað misjafnt. Al- þýðublaðið hafði sam- band við ýntsa þó sem skipuðu efstu sæti lista Alþýðuflokksins viða um land til að heyra i þeim hljóðið. Hér ó sið- unni getur að lita við- brögð þeirra sem i núðist við kosningaúrslitunum. Borgarnes: „Ég er þokkalega ánægður með útkomuna hjá okkur hérna í Borg- arnesi," sagði Eyjólfur Torfi Geirs- son sem skipaði fyrsta sæti lista Al- þýðuflokksins þar. „Það má segja að við höfum unnið varnarsigur. Við unnum mann síðast og okkur tókst að halda honum. Alþýðuflokkurinn bauð hér fyrst fram árið 1970 og hefur haft einn mann í bæjarstjórn þar til á síðasta kjörtímabili. Við höfum því fest okkur í sessi með tvo menn." Eyjólfur Torfi kvað þreifingar um myndun meirihluta byrjaðar en fráfarandi meirihluti féll. Auk Alþýðuflokks eiga Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Taldi Eyjólfur Torfi því líklegast að tveir þessara þriggja myndu mynda meirihluta en sjö fulltrúar sitja í bæjarstjórn í Borgarnesi. Hafnarfjörður: Jóna Ósk Guðjónsdóttir sem skipaði annað sæti lista Alþýðu- flokksins hafði allt gott að segja um úrslitin þar. „Við lögðum upp meö að halda okkar fimm mönn- um eftir stórsigurinn síðast. Undir það síðasta var ég að vísu farin aö gera mér vonir um að okkur tæk- ist að ná inn sex mönnum og þar með hreinum meirihluta og það tókst. Ég var sannfærð allan tím- ann að Alþýðubandalaginu tækist að halda sínum fulltrúa inni. Það má segja að þetta hafi verið stórsigur meirihlutans því samtals náðu A-flokkarnir sem að honum stóðu um 60% fylgi. Þá er eftir- tektarvert að Alþýðubandalagið bætir við sig hérna á sama tíma og það er að tapa alls staðar annars staðar," sagði Jóna Ósk að lokum. ísafjörður: „Við erum vissulega vonsvikin. Ég er ekkert að leyna því. Við stefndum að því að halda okkar þremur bæjarfulltrúum en það tókst ekki," sagði lngibjörg Ágústs- dóttir oddviti Alþýðuflokksins á ísafirði. „Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Viö vorum forystuafl í fyrrverandi meirihluta og vorum látin gjalda þess sem miður fór en ekki samstarfsflokkar okkar. Þá er augljóst að klofningsframboð Sjálfstæðismanna, I-listinn, hefur tekið eitthvað af fylgi frá okkur. Þaö hefur þegar slitnað upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokksins og í-listamanna. Við erum nú t við- ræöum viö sjálfstæðismenn um myndun nýs meirihluta en það er of snemmt að spá um hver niður- staðan af þeim viðræðum verður," sagði lngibjörg í viötali viö Al- þýðublaðið. Ólafsvík: „Ég held að úrslitin hérna hafi ekki komið mjög á óvart. Við unn- un mjög óvænt tvo bæjarfulltrúa hér síðast. Þá vissu menn lítið um hvar einstaka flokkar stóðu því Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag höfðu boðið ‘fram saman um langan tírna," sagði Sveinn Þór Elínbergsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Ól- afsvík. „Við töpuðum 32 atkvæðum og það var nóg til þess að við misst- um annan manninn. Það kom ekki á óvart að Framsóknarflokk- urinn skyldi vinna á en önnur úr- slit komu okkur á óvart. Ég efast þó um í Ólafsvíkingar hafi verið að leggja blessun sína yfir kvótakerf- ið með því að kjósa B-listann. Annars erum við mjög bjartsýn- ir hér á Ólafsvík. Við höfum ný- stofnað bæjarmálaráð með óháð- um borgurum og væntum mikils af samstarfi við þá. Til okkar hefur komið mikið af nýju og kraftmiklu fólki til starfa þó svo við höfum tapað manni núna kvíði ég ekki framtíðinni." Njarðvik: „Ég er ekki nógu ánægður með úrslitin hér í Narðvík hvað varðar fjölda bæjarfulltrúa okkar Alþýðu- flokksmanna. Við misstum einn af þremur en undir venjulegum kringumstæðum hefðum við átt að halda okkar þremur fulltrúum með yfir 35% greiddra atkvæða," sagöi Ragnar Halldórsson sem skipaði efsta sæti A-listans í Njarð- víkum. „Kosningabaráttan var geysi- lega hörð og spjótin stóðu á okkur úr öllum áttum. Við unnum mik- inn kosningasigur síðast og það er alltaf erfitt aö halda slíku og allir veitast gegn þeim stóra. Ég tel það engu að síður mjög gott að fá tæp 500 atkvæði. Okkar fólk vann mjög vel í kosningabar- áttunni og til liðs við okkur kom mikið af ungu og nýju fólki. Við munum því halda ótrauðir áfram og framtíðin er björt," sagði Ragn- ar i Njarðvíkum. Garðabær: „Við erum þokkalega ánægð með okkar hlut og því að halda okkar bæjarfulltrúa. Við vonuð- umst að vísu eftir fleiri atkvæðum en við fengum," sagði Helga Krist- ín Möller sem var kosin i bæjar- stjórn af A-listanum í Garðabæ. „Við tókum ákveðna áhættu með því að fara ekki í sameigin- legt framboð með hinum minni- hlutaflokkunum en það hefur sýnt sig að það var hárrétt ákvörðun. Samflotin hafa algjörlega mistek- ist og ég er viss um að staða Sjálf- stæðisflokksins hefði ekki oröiö jafn sterk og raun ber vitni ef flokkarnir hefðu boðið fram hver fyrir sig. Hér í Garðabæ var við ramman reip að draga. Fólk virðist ánægt með það sem íhaldið hefur gert og hefur ekki gert. Þá held ég að mál- flutningur okkar hafi ekki komist nógu vel til skila. Við höfum þó rósina og ég held að hún hafi gert sitt og verið á við margra litprentaða bæklinga. Þá vil ég þakka þeim Garðbæingum sem studdu okkur og lögðu okkur lið í kosningabaráttunni," sagði Helga Kristín að lokum. Grindavik: „Kosningaúrslitin valda mér vissum vonbrigðum. Við stefnd- um að því að fella meirihlutann en það tókst ekki að þessu sinni," sagði Jón Gröndal oddviti Alþýöu- flokksins í Grindavík. „Hins vegar megum við sæmi- lega vel við una því við höldum okkar og bætum heldur við okkur. Viö höfðum tvo bæjarfulltrúa en tókst ekki að bæta viö okkur manni. Viö vorum bjartsýnir á góða kosningu en það gekk ekki alveg eftir. Það er ljóst að hér fara framsóknarmenn og sjálfstæöis- menn áfram með meirihlutavald- ið. Annars erum við bjartsýnir á framtíðina og bindum miklar von- ir við stórum öflugra flokksstarf með nýju húsnæði. Nú höfum við grundvöll fyrir að skipuleggja traust og gott starf til að byggja á fyrir framtíðina," sagði Jón Grön- dal í stuttu samtali við blaðið. Akranes: „Við eru mjög ánægðir með sig- urinn. Þetta er okkar stærsti sigur hér á Skaganum í 30—40 ár. Við teljum aö þetta hafi unnist vegna góðrar samstöðu og góðs málatil- búnings," sagði Gísli Einarsson for- ystumaður Alþýðuflokksins á Akranesi. „Það hefur tvímælalaust verið til góös sú tenging sem hefur átt sér stað milli verkalýðshreyfingar- innar og bæjarstjórnarinnar. Fólk er farið að skilja sinn vitjunartima. Við bætum við okkur einum manni og eigum nú þrjá bæjarfull- trúa. Mikil eindrægni hefur veriö ríkjandi í okkar hópi og liver höndin annarri fúsari að takast á viö þau verkefni sem við höfum fengist við og framundan bíða. Við höfum verið jákvæð og ég þakka það ekki síst hversu góður árangur náðist," sagði Gísli að lokum. Vestmannaeyjar: „Við bættum við okkur tals- verðu fylgi og erum að vonum ánægðir með það. Þrátt fyrir stór- sigur íhaldsins aukum við fylgi okkar meðan aðrir flokkar tapa. Þetta sýnir að við höfum unnið vel og að okkar listi var vel skipaður," sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson leiðtogi Alþýðuflokksins í Vest- mannaeyjum í stuttu rabbi við blaðið. „Ég vil sérstaklega þakka öllu því fólki sem studdi okkur og lagði okkur lið í kosningabaráttunni. Við héldum okkar tveimur fulltrú- um og ég þakka það góðu starfi á síðastliðnu kjörtímabili ásamt öfl- ugu starfi margra í kosningabar- áttunni," sagði Guðmundur í Eyj- um aö lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.